Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Side 15

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Side 15
Fimmtudagurl7. september 1998 Fréttir 15 LESENDABREF -'Sigurour Einarsson bæjarfulltrúi skrifar Snarræði flugmanns- ins bjargafli lífi okkar -segir Friðrik Ragnarsson sem var einn þriggja manna í flugvélinni sem fórst við Bakkaflugvöll á sunnudagskvöldið Friðrik Ragnarsson var annar farþeginn í flugvélinni og segir hann mestu mildi að allir skyldu slcppa lifandi og lítt meiddir. Fullyrðir hann að snarræði flug- mannsins hafi bjargað þeim frá bráðum bana. Friðrik, sem nokkrum sinnum hefur flogið með Flugfélagi Vest- mannaeyja til og frá Bakka, segir að aðdragandi flugsins hafi á engan hátt verið óvenjulegur. „Við vorum tveir farþegamir og var okkur boðið um borð í flugvélina. A leiðinni út í vél skoðaði flugmaðurinn í bensín- tankinn. Síðan ræsir hann hreyfilinn og keyrir út á brautarenda. Þar gefur hann nokkrum sinnum í og fer svo í loftið," segir Friðrik um aðdraganda flugferðarinnar sem fékk svo skjótan endi. „Við erum komnir í ágætis hæð, vel yfir allar símalínur þegar flug- maðurinn hægir á hreyflinum og beygir í átt að Eyjum. Þá kemur eins og högg á vélina sem ég tel að sé af vindinum en það var nokkur hreyfing í flugtakinu. Þá verð ég var við að eitthvað er að og vélin byrjar að lækka flugið," :,egir Friðrik. Eftir þetta gerast hlutirnir hratt, reyndar á nokkrum sekúndum ef marka má frásögn Friðriks. „Flug- vélin skellur í jörðina en rétt áður nær flugmaðurinn að rífa hana upp og þar með bjargar örugglega lifi okkar allra. Eg sé hvar hægri vængurinn rifnar af og að gras kemur æðandi á móti mér. Meira man ég ekki og hef ég sennilega rotast." Næst man Friðrik eftir sér hangandi í sætisbeltunum. „Eg fann strax mikla bensínlykt og var ég hræddur við eld. Reyndi ég strax að losa mig sem gekk sæmilega." Friðrik rakst fljótlega á Stefni sem sagði honum að hann og flug- maðurinn hefðu þeyst út úr vélinni. „Ég sá að búið var að breiða teppi yfir flugmanninn og um leið sá ég brakið úr flugvélinni liggja dreift um svæðið. Þama varð ég ennþá sannfærðari um að flugmaðurinn hafði bjargað lífi okkar allra því hefði hann ekki náða að lyfta vélinni rétt áður en hún skall í jörðina værum við allir dauðir." Hann segir að fólk hafi komið strax á slysstað og Friðirk og Stefni var keyrt upp í flugskýli af Jóni á Bakka þar sem þeir biðu eftir lækni. „Við Stefnir fórum til Eyja í fylgd með Víði lækni en flugmaðurinn fór til Reykjavíkur með þyrlunni. Við fengum að fara heim eftir læknisskoðun á Sjúkrahúsinu og daginn eftir vomm við myndaðir. Ég er sæmilega hress en mest er ég þakklátur fyrir að vera á Iífi,“ sagði Friðrik sem að lokum vildi koma á framfæri þakklæti til allra sem aðstoðuðu þá. Að lokum skal þess getið að á þriðjudag var Friðrik lagður inn á Sjúkrahús Reykjavíkur til frekari rannsóknar. Nutu góðs af æfingu frásUori Einar Jónsson, flugvallarstjóri á Bakka, sem var á vakt á sunnu- dagskvöldið þegar slysið varð, segir að öll viðbrögð vegna flugslyssins á sunnudagskvöldið hafi verið eftir bókinni og hafi í raun gengið betur en hann þorði að vona. „I vor vorum við með æfingu og í Það má teljast með ólíkindum að menn skuli hafa sloppið lifandi úr slysinu að mati Friðriks. Morgunblaðsmynd framhaldi af því var útbúin björg- unaráætlun sem við unnum eftir,“ segir Einar. „Það var unnið 100% eftir skipulaginu og gengu hlutimir hratt fyrir sig, hraðar en ég þorði að vona t.d. að fá lækni og aðstoðar- mann úr Eyjum.“ Hann vill alfarið þakka æfingunni frá í vor hvað vel tókst til en um slysið sjálft vildi hann sem minnst segja um. „Sjálfur sá ég ekki hvað gerðist enda um blint hom að ræða frá minni aðstöðu séð. Allt virtist eðlilegt á meðan ég sé vélina og ekkert að veðri eða vindi,“ sagði Einar sem vildi koma á framfæri þakklæti til allra sem aðstoðuðu hann við björgunina. Að hlæja eða gráta Stundum þegar ég heyri eitthvað veit ég ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Sl. föstudagskvöld var Guðjóni Hjörleifssyni bæjarstjóra boðsent bréf frá fulltrúum V-listans í bæjarstjóm Vestmannaeyja. Ljósrit af bréfinu birtist með þessari grein. í bréfinu kemur fram krafa V-listans um það að Guðjón sjái til þess að flugvélin C-17 verði ljarlægð af Vestmannaeyja- flugvelli þegar í stað. Fyrst þegar Guðjón las þetta bréf fyrir mig gat ég ekki stillt mig um að hlæja. „Sterkur em ek ” Maður getur séð íyrir sér Vest- mannaeyinga með Smára Harðarson, sem er sennilega sterkasti maður Eyjanna, í fararbroddi, fá sér góðan kaðal og reyna að draga vélina í burtu. Það væri örugglega mjög fyndið og skemmtilegt og mundi vekja mikla athygli fréttamanna. Fulltrúar V- listans mundu að sjálfsögðu sjást mjög framarlega í þeim hópi. Gönguferðir Allir Vestmannaeyingar vita að fiug- völlurinn er lokaður gangandi fólki. Þess vegna verður það að teljast mjög sérstakt að einn af bæjarfulltrúum V- listans skyldi fara í gönguferð um flugvöllinn meðan flugvélin var þar. Tilganginn með þessarri gönguferð ætla ég ekki að leggja neitt mat á, en óneitanlega var þetta svolítið sérkennilegur tími og mjög óvenjulegt að velja þessa gönguleið eins og málum var háttað. Viðbrögð íslenskra og bandarískra yfirvalda Það var eins og hvert annað óhapp þegai' vélabúnaður vélarinnar laskaðist eftir lendingu. Það var mikið kappsmál bæði Vest- mannaeyingum og Free Willy samtökunum að hægt væri að lenda með Keikó héma í Vestmannaeyjum en ekki í Keflavík og flytja hann hingað með öðrum hætti. Það var þægilegra fyrir alla aðila og tryggði öryggi Keikós betur. Síðan þetta óhapp varð unnu íslensk og bandarísk flugmálayfirvöld hörð- um höndum að þvf að reyna að koma vélinni af vellinum og ekki hefur farið fram hjá Vestmannaeyingum sú um- ijöllun sem orðið hefur í íjölmiðlum um það mál. „Eru þau súr”? Það fer ekki hjá því að sú hugsun hvarfli að undirrituðum að fulltrúum V-listans hafi fundist nóg um þá já- kvæðni og það góða andrúmsloft sem hefur verið hér í bænum undanfamar vikur og fylgdi m.a. komu Keikós. Fyrir síðustu bæjarstjómarkosn- ingar máttu frambjóðendur Sjálfstæð- isflokksins sitja undir því að með þá í bæjarstjóm Vestmannaeyja mundi ekkert gerast annað en stöðnun og afturför. Þótt ekki séu liðnir margir mánuðir frá kosningum hafa bæjar- búar séð aðra hluti og annað yfirbragð yfir bænum. Auðvitað er þetta ekki allt bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks að þakka enda hafa þeir ekki látið sér detta í hug að eigna sér þá hluti alla en eigi að síður hefur það skipt máli hvemig þeir hafa haldið á málum. Fyrir bæjarstjómarkosningamar sá nefndarmaður V-listans á borgara- fundi ástæðu til að gera lítið úr hugsanlegri komu Keikós til Vestmannaeyja og gera grín að þá- verandi meirihluta fyrir það að reyna að vinna að því að fá Keikó hingað. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa einsett sér að gera komu Keikós ekki að pólitísku máli heldur fyrst og fremst jákvæðu máli Vestmanna- eyinga allra. Þannig verð-ur bréf V-listans urn að íjarlægja flugvélina enn furðulegra ef litið er á það í því ljósi. Það er ljóst að sumir fulltrúar V- listans sjá rautt þar sem Bandaríkjamenn og bandaríski herinn eru annars vegar en þama var þetta stóra herveldi að vinna að málum sem tengdust ekki á neinn hátt hemaði. Hvað felst í komu Keikós? Það er engin ástæða til þess að ofmeta hvað felst í komu Keikós. Það getur verið að þegar frá líður verði þetta bara atburður á haustdögum sem fyrnist yfir. Við þurfum að hafa í huga að þetta er atburður sem snertir sérstakan streng í hugum bama og að sumu leyti er þetta þeirra atburður. Hvað þetta þýðir fyrir Vest- mannaeyjar er alveg óljóst á þessarri stundu. Það er von bæjaryfirvalda að með komu Keikós hingað hafi Vestmannaeyjar fengið mikla kynningu og í kjölfarið muni hefjast ýmiss konar vísindastarfsemi. Öll kynning á Vestmannaeyjum er af hinu góða en hvað tekur við er ekki gott að segja. Það er samt ástæða íyrir fólk að ofmeta það ekki. Það er skynsamlegt fyrir Vest- mannaeyinga að reyna að halda því jákvæða hugarfari sem hefur einkennt þessa atburði alla. Bæði bandarískir samstarfsaðilar Vestmannaeyinga um komu Keikós og fréttamenn hafa haft sérstakt orð á því hversu jákvæðir Vestmannaeyingar hafa verið í þessum málum. Það var líka viðhorfið sem bæjarstjóm Vestmannaeyja vildi hafa í þessu máli, að nálgast það með jákvæðum hætti og reyna að hafa kostnað í lágmarki fyrir bæinn og þá mundi takast vel til. Vemm jákvæð og lítum á björtu hliðamar. Höfimdur er bcejarfulltrúi Sjálfstœðisflokksins Bæjarstjóri Guðjón Hjörleifsson Ráðhúsinu, Vestmannaeyjum Við undirritaðir bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalistans fömm þess á leit við þig að þú f.h. Vestmannaeyjabæjar, krefjist þess að Bandaríkjaher fjarlægi nú þegar flugvél hersins sem biluð er á Vestmannaeyjaflugvelli og hefur ffá því í gærmorgun hindrað samgöngur í lofti til Vestmannaeyja. Við erum þess fúllviss að það æui ekki að vera ofaukið öflugasta herveldi heims að ftarlægja umrædda flugvél. Við bendum á að flugsamgöngur við Vestmannaeyjar em okkur Vestmannaeyingum svo mikilvægar að brýna nauðsyn ber til að fjarlægja vélina þegar í stað. Vestmannaeyjum ll.sept. 1998 Bréflð sem bæjarstiórinn f ékk boðsent á föstudayskuöldið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.