Fréttir - Eyjafréttir - 08.10.1998, Page 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 8. október 1998
Hlédrægi fyrirliðinn
sem lært hefur að fóta sig í sviðsljósinu
-Hlynur Stefánsson fyrírliði fslands- og bikarmeistara ÍBV sem einnig er sigurvegari í Meistarakeppni KSÍ
✓
ætlaði að vinna titla með IBV þegar hann kom aftur til liðs við Eyjamenn áríð 1995 eftir að hafa verið í fjögur
ár í Svíþjóð. Nú hefur hann séð þennan draum sinn rætast á síðustu tveimur árum sem hann fullyrðir að séu
hans bestu á löngum ferli. Hvort þau verða hans síðustu kemur í ljós þegar hann kemur heim úr langþráðu fríi
Hlynur Stefánsson fyrirliði
knattspymuliðs IBV í
meistaraflokki er skorin-
orður og vel skipulagður
maður. Hann er með báða
fætur á jörðinni, hvort sem
það er á fótboltavellinum
eða öðmm völlum, þar sem
hann stígur niður fæti. Hann
er kvæntur Unni Björgu
Sigmarsdóttur og eiga þau
þrjú böm, Birki tíu ára,
Kristrúnu Ósk sjö ára og
Rakel fimm ára.
Blaðamaður settist niður
með fjölskyldunni eina
kvöldstund í síðustu viku að
heimili þeiira á Höfða-
veginum og spjallaði við þau
um velli mannlífsins, en þó
mest knattspymuvelli.
Hlynur hefur verið í fótbolta
síðan hann man eftir sér og
fátt annað komist að, enda
fótboltinn og íþróttir allt að
því upphaf og endir alls hjá
fjölskyldunni. Þess vegna
má segja að íþróttirnar séu
jafnt vinnan og áhugamálin.
Byrjaði að sparka bolta hjá
Fylki í Árbænum
Hlynur er fæddur í Vestmannaeyjum,
en flutti til Reykjavíkur með
fjölskyldunni, þegar foreldrar hans
skildu 1967, en þá er hann þriggja ára.
„Við fluttum í Árbæjarhvefið og
bjuggum þar til ársins 1975, en
fluttum þá aftur til Eyja. Þá er ég
ellefu ára gamall. Ástæðan fyrir því
að við fluttum aftur til Eyja er sú að
mamma kynnist fósturföður mínum
Hrafni Oddsyni, en hann reri frá
Eyjum og rak útgerð hér ásamt bróður
sínum. Á þessum árum fer ég að leika
með Fylki sem var hverfisliðið í Ár-
bænunt. Eg man hins vegar lítið frá
fyrstu ámnunt í Reykjavík, þangað til
ég fer að leika með Fylki og fótboltinn
verður stór hluti tilverunnar. Það er
helst fyrir þig að spyrja mömmu um
prakkarastrikin og slíkt."
Unnur Björg er fædd og upp alin í
Eyjum og kynntist Hlyni í þriðja bekk
Bamaskólans. „Við áttum mikla sam-
leið í gegnum íþróttimar og bjuggum í
sama hverfi.“
Hlynur segist snemma hafa lagt hug
á Unni Björgu, þó ekki hafi hann
fangað hana fyrr en um tvítugt. En var
það erfitt og mikið þrekvirki, Hlynur?
Þau segja lítið, en hlæja þeim mun
meira og vilja ekkert láta uppi um það.
„Reyndar var það ekki," segir Hlynur
svo. „Hann var ekkert að flýta sér,
enda mikill ævintýramaður og mátti
ekkert vera að þessu,“ segir Unnur
Björg.
„Hann var alltaf í lundaveiði, eggja-
töku og að gella. Þegar ég kynntist
honum var hann allur í þessari
veiðimennsku, fyrir utan íþróttimar.“
Lærði undirstöðuna á hálu
dekkinu hjá Hilmari Nínon
„Eg byrja á því að fara á sjóinn með
Hilmari Nínon,“ segir Hlynur. „Enda
telur hann sig eiga heiðurinn af þeirri
tækni sem ég hef í fótboltanum. Við
vorum á síld og dekkið var svo sleipt
og þurfti mikla fótafimi til þess að
standaþar. Hann trúir því að þetta sé
allt honum að þakka. Árni Ninon
sonur hans var mikið í lundanum á
hverju sumri og ég fylgdi honum í því
og hafði tekjur og gaman af. Þannig
var maður meira og minna á fjöllum
og í klettum á þessum ámm. Eg held
að þetta fjallabrölt hafi gefið manni
ntikinn styrk og að ég búi að því enn
þann dag í dag.“
Má segja að Hilmar hafi verið fyrsti
þjálfarinn þinn?
„Eg hugsa að hann yrði mjög
ánægður ef að ég segði það,“ segir
Hlynur og hlær. „Það var að minnsta
kosti mikil reynsla að vera með þeim
feðgum á þessum tíma og við áttum
skemmtilegar stundir saman.“
Hlynur segir að fótboltinn hafi alltaf
verið samfara þessu veiðimannalífi.
„Ég tók hann hins vegar ekkert mjög
alvarlega þá. Ef útlit var fyrir þoku
hikaði ég ekki við að fara í lunda.
Síðan varð kannski skyndilega fært,
þá var einhver sendur upp í fjall til að
ná í mig og segja mér að það væri
leikur. Knattspyman er auðvitað kapi-
tuli út af fyrir sig hér í Eyjum og er
stór hluti af ímynd Vestmannaeyja og
það er verið að búa til hetjur ef menn
standa sig. Ég geri mér hins vegar
grein fyrir því að það kemur að því að
slíkt tekur enda og aðrir sem taka við.
Ég hef reynt að vera heill í þessu og
ekki lifað í neinum hillingum. Ég veit
að þetta er ekki svo raunverulegur
heimur. Hetjan er eitthvað sem
fjölmiðlar eru að búa til. Raunveru-
leikinn er miklu frekar í brauðstritinu
og að sjá fjölskyldu sinni farborða. Ég
er hins vegar mjög ánægður með að
vera hluti af IBV liðinu, en per-
sónulega er ég mjög svo niðri á
jörðinni."
Hlynur telur það mjög jákvætt fyrir
sig, áður en hann fór út í atvinnu-
mennskuna að hafa alltaf unnið með
fótboltanum. „Margir ungir strákar
sem hafa farið út í atvinnumennsku og
hafa ekki unnið neitt með boltanum
eiga kannski í vandræðum, þegar
atvinnumennskunni lýkur eða þeir
meiðast. Þá hafa þeir ekki menntun
eða reynslu í bakhöndinni. Þá getur
stundum farið illa.“
í atvinnumennsku í fjögur ár
Hver er þín menntun og skólaganga?
„Ég kláraði skylduna og vann í
Skipalyftunni í tvö ár og var kominn á
samning þar og ætlaði að verða
jámsmiður eða vélvirki. Ég vildi hins
vegar ekki gera þetta að ævistarfi. Ég
tók tvær annir, en kláraði námið ekki.
Skólaganga mín er þess vegna mjög
takmörkuð. En ég hef hins vegar lært
mikið af lífinu. Ég fór í atvinnu-
mennsku árið 1992, þá 27 ára gamall
og lék í fjögur tímabil með Örebro í
Svíþjóð. Það var ekki algengt að
menn fæm héðan í atvinnumennsku á
þessum árum. Það blundaði hins veg-
ar alltaf í mér. 1 Svíþjóð lenti maður í
mjög jákvæðu umhverfi. Hjá Örebro
starfaði íþróttasálfræðingur, sem vann
með okkur og þá lærði maður mjög
mikið um íþróttamanninn, bæði réttan
og jákvæðan hugsunarhátt. Hvemig
hópar ná best saman og hvemig best
væri að undirbúa leiki. Þama las
maður bækur sem ég lít enn þá í ef
mér finnst eitthvað vanta og tileinkaði
mér einnig ákveðið hugarfar. Það að
vera bestur þegar þörfm er mest. En
oft er síðasta hindrunin sú sem menn
klikka á. Þetta er spurning um að sjá
sjálfan sig sem sigurvegara.”
Ertu mjög jarðbundinn maður?
„Já ég myndi segja það. Mér líður
ekkert allt of vel í þessu „glamorljósi".
Ég segi stundum. „Afhveiju aðhrósa
alltaf einum manni.“ Þetta er hóp-
íþrótt og við eigum allir þátt í
velgengninni. Sem fyrirliði hef ég lagt
upp úr því að við séum allir jafnir og
að vinna að sama markmiðinu. Ég vil
líka láta alla finna það í hóp að það em
allir jafn mikilvægir. Það er ekkert
pláss fyrir egóflippara og kónga, og ég
held að slíkt sé aldrei vænlegt til
árangurs. Það er alltaf eins og sé þörf
fyrir að skapa hetjur. Ég er oft
kvíðnari fyrir því að koma fram í
sjónvarpi eða blöðum, heldur en að
spila einhverja úrslitaleiki í fótbolta.
Hins vegar er þetta hlutur sem venst
og ég orðinn nokkuð sjóaður í þessu.“
Ert þú svona jarðbundin hka, Unnur
Björg?
„Við emm mjög ólíkar týpur í
okkur. Hlynur hefur alltaf verið miklu
hlédrægari og lítið fyrir að trana sér
fram. Ég er meira fyrir að tjá mig og
vera framarlega í hópi. Hlynur hefur
hins vegar breyst mikið frá því ég
kynntist honum og orðinn vanari því
að vera í viðtölum og í ljölmiðla-
umræðunni. Það má segja að hann sé
búinn að læra á það líf sem hann valdi
sér.“
Fótboltinn vinsælastur
En af hveiju fótbolti?
„Þetta er nú vinsælasta íþrótt í heimi
og fótboltinn heillar alla og allir geta
haft skoðun á honum. Þetta er bara
menning eins og annað sem maðurinn
er að fást við. Ég veit hins vegar ekki
hvað það var sem dró mig fyrst að
boltanum. Þegar ég var að alast upp
var fátt annað við að vera og ég
heillaðist af þessari íþrótt. Engar tölv-
ur og slíkt. Fótboltinn var vinsæll
leikur og ódýr. Það var bara hent
bolta inn í krakkahópinn og enginn
þurfti að hafa áhyggjur af krökkunum
allan daginn. Ég var reyndar í fleiri
íþróttum, bæði fijálsum, fimleikum og
handbolta. Þaðkannskijaðrarviðþað
að ég hafi verið ofvirkur. Ég hafði að
minnsta kosti þörf fyrir að vera í öllu.
Nú eru breyttir tímar.“
Nú ertu bæði hlédrægur og jarð-
bundinn, en einhvers staðar er mikill
metnaður líka. Hvemig hefur gengið
að samhæfa þessa eiginleika?
„Það má segja að ég komi inn í
þetta umhverfi í Eyjum, þar sem er
mjög mikill metnaður í fólki. Hvort
það er vegna þess að við erum fámenn
veit ég ekki. Ég geri mér ekki alveg
grein fyrir því hvar rætumar liggja, en
maður fer inn í þessa hringiðu.
Fjölskyldan hefur líka stutt mig mikið
og lagt upp úr því að maður standi
sig.“
En aðeins aftur að atvinnumennsk-
unni. Var eitthvað sem kom sér-
staklega á óvart í Svíþjóð?
„Mest kom á óvart hversu vel var
hugsað um okkur bæði sem inn-
flytjendur og einnig af hálfu stjóm-
enda liðsins og félaganna. En urn-
önnunin utan vallarins var líka með
eindæmum góð. Þeir gerðu sér grein
fyrir því að eftir því sem manni leið
betur heima hjá sér væm meiri líkur á
því að fá meira út úr mönnum á
vellinum. Þannig var einn ákveðinn
Hlynur: Hetjan er einhuað sem fjölmiðlar eru að búa til. Raunueruleikinn er miklu frekar í brauðstritinu og að sjá
fjölskyldu sinni farborða.