Fréttir - Eyjafréttir - 08.10.1998, Page 9
Fimmtudagur 8. október 1998
Fréttir
9
maður í að aðstoða okkur og ef eitt-
hvað kom upp á var haft samband við
hann.“
Hlynur segir að Örebro hafí haft
mjög háleit markmið þegar hann kom
til liðsins. „Þeir vom í 3. sæti í sænsku
úrvalsdeildinni og ætluðu að vinna
gullið. Það gekk frekar illa fyrsta árið
og það var mjög erfitt. Ég var einn af
þremur aðkomumönnum í liðinu og af
því að ekki gekk eins vel þetta árið var
okkur kennt um slakt gengi liðsins.
En ég segi fyrir mig að auðvitað vom
þetta viðbrigði að spila knattspyrnu
alla daga og pressan var mikil og
gífurleg samkeppni milli manna. En
þetta gekk betur eftir sem leið á
tímann og 1994 er liðið einu stigi frá
því að verða meistarar. Við áttum
mjög góða möguleika, en fyrir eigin
klúður náðum við ekki að sigra. Það
er líka eitt í sambandi við þetta og
hugsunarháttinn í Svíþjóð að
Gautaborg er stórveldi í knattspymu
ogerenn. Allir leikmenn tippa á það
hverjir verði meistarar hvert ár og allir
í Örebro liðinu, nema ég tippuðu á
Gautaborg. Ég hins vegar tippaði á
Örebro. Ef menn trúa ekki sjálfir að
þeir geti klárað dæmið, þá er það ekki
hægt. Hins vegar er borin mjög mikil
virðing fyrir Gautaborgarliðinu og
menn skortir sjálfstraust þegar Gauta-
borgarliðið er annars vegar. Gauta-
borg vann svo með einu stigi í síðustu
umferð. Þetta er svo stór spuming um
hugarfarið, hvað sem öllum íþrótta-
sálfræðingum líður.“
Spuming um skipulag
Nú þegar þið emð bæði í vinnu og
mikið í íþróttunum, æfingar, auk þess
að vera með þrjú böm. Er þetta ekki
heilmikið skipulag að púsla saman
tilvemnni?
„Jú þetta er mjög mikið skipulag,"
segir Unnur Björg. „Uti í Svíþjóð
vomm við með sænska stelpu sem
kom og passaði. Hún kom þegar ég
fór í leiki, en ég spilaði með sænsku
handboltaliði. Yfirleitt var þetta þann-
ig að þegar Hlynur kom af æfingu,
hittumst við í dyrunum og heils-
uðumst og kvöddumst. Héma er hins
vegar æft miklu seinna. Ég fékk hins
vegar mjög mikið út úr því að vera í
handboltanum. Sérstaklega vegna fé-
lagsskaparins.“
Þau segja að áhugamál utan við
íþróttimar séu mjög fá. „Ahugamálin
em öll tengd íþróttum á einhvem hátt.
Kannski ef hægt er að segja að hvfld
sé áhugamál, þá má svo vera,“ segir
Hlynur og brosir.
„Hlynur hefur verið mjög bundinn
allar helgar í sumar," segir Unnur
Björg. En stundum kemur einn og
einn dagur sem hann á frí. Þá reynum
við að gera eitthvað saman. Til dæmis
að fara í göngur með bömin og
heimsækja fjölskylduna. En það er
rosalega takmarkaður tími sem við
eigum út af fyrir okkur. Maður hefur
hins vegar lifað sig svo mikið inn í
þetta að það kemur ekki að sök.“
„Það eru allir þátttakendur í þessu,“
segir Hlynur. „Þannig að maður hefur
engan tíma til þess að hugsa eða gera
eitthvað annað. Það er alltaf einhver
sem gengur að manni og tengir við
íþróttimar og eftir sigurleiki er maður
að taka við hamingjuóskum allan
daginn og marga daga á eftir og fyrir
leiki er maður að fá alls konar ráð-
leggingar. En auðvitað getur maður
orðið andlega þreyttur á þessu, eins og
öðm. Og ég segi það að ég er miklu
meira andlega þreyttur, en nokkum
tíma líkamlega eftir fótboltann.
Maður vill klára sig í þessu og það
kostar heilmikla vinnu og þarf stöðugt
að vera með hugann við þetta.“
Sá möguleika á betri árangri
hjá ÍBV
Hlynur hafði starfað mest af sínum
ferli með IBV og aldrei unnið titil en
hann hafi alltaf langað til þess að
vinna einhvem titil með liðinu.
„Þegar ég var að meta stöðuna eftir
dvölina í Svíþjóð langaði mig til þess
að enda ferilinn með því að vinna titil
með Eyjamönnum. Ég hafði alltaf
komið til Eyja í sumarfríum og æft
með strákunum, sem voru margir
góðir í liðinu og ég sá möguleika í
stöðunni. Reyndar varð ég einu sinni
íslandsmeistari með IBV í 5. flokki,
en maður stefndi nú hærra og langaði
að státa af einhverju stærra. Þetta er
ein meginástæðan fyrir því að ég hélt
ekki áfram með Örebro, en þeir höfðu
boðið mér tveggja ára samning.
Einnig fannst mér þeir vera komnir á
ákveðna endastöð og stefnan í leik-
mannakaupum ekki rétt, svo mig
langaði ekkert að vera þama áfram.
Einnig var elsta bamið komið á
skólaaldur, þannig að ef við hefðum
verið tvö ár til viðbótar hefði verið
ennþá erfiðara að koma heim og ekki
síst fyrir bömin."
Fótboltinn baktería sem þú
losnar ekki við
En staðan í dag. A að hætta á
toppnum?
„Ég ætla ekki að gefa neitt út um
það enn þá. Ég er að fara í frí núna og
verð úti í Portúgal þegar þetta birtist á
prenti. Ég ætla aðeins að hlaða
batteríin og taka svo ákvörðun þegar
ég er búinn að tæma hugann og slaka
á, en þó að ég hætti núna þá hættir
ekki áhuginn. Fótboltinn er eins og
baktería sem maður losnar aldrei við.
Það er hins vegar mjög freistandi að
hætta núna eftir tvöfaldan sigur.
Guðjón Þórðarson sagði einu sinn um
ntig sem gamlan leikmann: „Þú ert að
fara niður brekkuna, en hins vegar
spuming um hversu lengi hægt er að
standa á bremsunni.“ Ég er e.t.v. að
afsanna þessa kenningu vegna þess að
ég hef bætt mig eftir að ég kom heim
og síðustu tvö ár em held ég bestu
tímabilin sem ég hef spilað. Aldurinn
er afstæður í þessu sem öðm, ef menn
em lausir við meiðsl og hafa gaman af
þessu, þá er aldurinn alveg eins plús.“
Nú er til eitthvað sem heitir anti-
sportistar og þeir tala gjama um bikara
sem pjátur og eftirsókn eftir vindi.
Hver er þín skoðun á því?
„I svona hópíþrótt eins og fótboltinn
er og allir leggja sig fram er maður að
uppskera eitthvað. Það er ekki bara
leikurinn sem telur heldur líka æf-
ingamar í misjöfnum veðmm og svo
framvegis. Þegar maður uppsker á
eftir fer mikil sælutilfinning í gegnum
mann. Ég held að antisportistar viti
ekkert hvað þeir em að tala um. Anti-
sportistar em líka yfirleitt þeir menn
sem ekki gátu farið þrjár armbeygjur í
leikfimi, eða einhver annar vanmáttur
sem brýst svona út. Þetta fólk hefur
kannski áhuga á bridds eða einhverju
örðu. Ég ber hins vegar fulla virðingu
fyrir þeim og þeirra áhugamálum."
Stutt í fyrirmyndimar
Hlynur nefndi hér áðan Hilmar Nínon
sem mikinn áhrifamann í sínu lífi og
því er fróðlegt að fá að vita hvort hann
eigi ekki einhverjar aðrar fyrirmyndir
úr knattspymunni. Hann er ekki lengi
að hugsa sig um og segir:
„Asgeir Sigurvinsson var mjög
góður knattspyrnumaður sem ég lít
mjög upp til. Þannig að ég þarf ekki
að fara langt út fyrir heimahagana til
þess aðnefna fyrirmyndir. Ég get líka
nefnt Ómar Jóhannsson, en ég bar
virðingu fyrir öllum þessum mönnum.
Ásgeir kom til dæmis stundum hingað
í fríum þegar ég var í yngri flokk-
unum. Hann var þá kannski með á
æfingum og gaf eiginhandaráritanir og
komst kannski næst því að komast í
guðatölu hjá mér. Einhverju sinni sá
hann mig á æfingu og sagði mig mjög
efnilegan við einhvem. Mér var svo
sagt þetta og lifði á því í mörg ár.
Svona styrkir alltaf sjálfsmyndina og í
gengum íþróttimar hef ég fengið aukið
sjálfstraust. Þess vegna líður mér
kannski best innan þess geira, því þar
er ég sterkastur. Állt þar fyrir utan
mætti ég hins vegar bæta meira og er
held ég að taka framfömm þar líka."
Hefurðu einhvem tíma séð þig í
einhverju öðru hlutverki í lífinu, en
sem knattspyrnumann og í þessum
knattspymuheimi?
Það er löng þögn og greinilegt að
rnargt fer í gegnum hugann, en svo
segir hann brosandi: „Ég veit það
ekki. Þetta er eitthvað sent ég hef
aldrei staðið frammi fyrir. Ég datt inn
á þessa braut og hef ekkert litið til
baka. Ég lít bara fram á við og tek því
sem að höndum ber og hef engar
áhyggjur af þessu langt fram í tímann.
Maður tekur bara dag í senn og leysir
þau vandamál sent upp koma. Þetta er
bara lífsmynstur hjá okkur og
krakkamir hafa áhuga á íþróttum líka,
þó hefur ekki verið nein pressa af
okkar hálfu að ýta þeim út á þessa
braut. Svo kemur það bara í ljós hvort
þau vilja halda þessu áfram eða ekki.
Við munum bara styðja þau í því sem
þau hafa áhuga á.“
Styttist í fulla
atvinnumennsku hér á landi
Hvernig sjáið þið framtíð íslenskrar
knattspymu fyrir ykkur sérstaklega í
ljósi þess að erlendum leikmönnum er
að fjölga?
„Það er náttúrulega orðin hálfat-
vinnumennska í þessu hér á landi og
ef fram fer sem horfir verður knatt-
spyrnan orðin að fullri atvinnu hjá
mönnum. Varðandi útlendingana er
þetta bara þróun sem við verðum að
sætta okkur við. Menn eru að fara
héðan og aðrir koma hingað, sem er
rnjög jákvætt að okkar mati. Menn
eru alltaf að reyna að brúa bilið og
fylla í skörðin, ef við ætlum að halda
uppi sæmilegum standard héma.
Gagnvart Eyjamönnum þá er þetta
kannski öðru vísi vegna smæðarinnar.
Við viljum bara frændur og vini, en
því miður hefur það ekki verið hægt
vegna þess að það hefur ekki verið
unnið nógu gott starf í yngri
flokkunum hérna og það hefur ekki
skilað sér í nógu mörgum góðum
strákum. Það em vissulega góðir
strákar í 2. flokki, en þeir eru ekki
orðnir fullfjaðraðir fyrir úrvals-
deildina og þurfa meiri tíma. Þetta
stendur nú samt allt til bóta og er
nýbúið að ráða nýjan yfirþjálfara. Þó
að hann sé Rússi þá er það allt í lagi ef
hann hefur einhverju að miðla og
sjálfsagt að taka því fagnandi. Við
þurfum að hætta fordómunum og
meta hvern og einn eins og hann er.
Mér finnst að taka eigi öllum opnum
örmum, ef hins vegar menn standa sig
ekki, þá á bara að frímerkja þá
eitthvert annað og finna eitthvað nýtt.
Það er ekkert flóknara en það."
Ein lokaspuming, hefur þú
einhvetja samúð með KR-ingum eftir
leikinn um íslandsmeistaratitilinn á
dögunum?
„Maður hefur kannski reynt að setja
sig í þeirra spor og það held ég sé bara
mannlegt. Þeir hafa verið með þessa
sigurpressu á bakinu í 30 ár. Þetta
hlýtur að vara mikið álag. Og ég
hugsa að það hafi haft mikil áhrif í
þessum leik. Við vorum kannski
afslappaðri og yfirvegaðri í leiknum
og kannski gerði það gæfumuninn.
En eins og ég hef sagt, það er hægt að
ræða knattspymu endalaust og viðhafa
alls konar vangaveltur, en það er á-
gætis niðurstaða að segja að betra liðið
hafi unnið.“
Benedikt Gestsson
Unnur Björg: í fríum Hlynur: í fríum reynum uíð að gera eitthvað saman. Til dæmis að fara í göngur með börnin og
heimsækja f jölskylduna.