Fréttir - Eyjafréttir - 08.10.1998, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 8. október 1998
Fréttir
13
Ilápxuúdxirinn var að hitta Keikó
-segja Guðbjörg Erla Ríkharðsdóttir og Ríkharður Öm Atlason sem var boðið til New Port
þegar háhymingurinn fór þaðan til Eyja
Það hefur örugglega ríkt eftirvænting í Barnaskólanum og Hamarsskóla
þegar dregið var um það hvaða krakkar í 6. bekk áttu að fara til Newport
í Oregon í Bandaríkjunum og vera viðstaddir þegar Keikó lagði upp til
nýrra heimkynna í Vestmannaeyjum. Þau heppnu voru Guðbjörg Erla
Ríkharðsdóttir 11 ára í Hamarsskóla og Ríkharður Örn Atlason í
Barnaskólanum sem er 11 ára í dag. Þarna upplifðu þau ævintýri lífs síns
sem náði hápunkti þegar þau fengu að sjá Keikó.
Það er ekki á hveijum degi sem krökkum á þessum aldri býðst að ferðast alla
þessa leið sem tók heilan sólarhring. Flogið var til New York frá Keflavík þaðan
sem leiðin lá til Las Vegas og loks Newport. Guðbjörg Erla segist ekkert hafa
sofið á leiðinni en það gerði sko ekkert til því þau voru á leiðinni að hitta Keikó.
Guðbjörg Erla segir að vissulega sé margt að sjá í Ameríku og þar sé flest
stærra en á íslandi en þrátt fyrir það var skemmtilegast að fá að sjá Keikó.
„Þegar Keikó var farinn til íslands heimsóttum við þrjá skóla sem var
skemmtilegt. Þar hitmm við krakka sem við töluðum við um allt milli himins og
jarðar. Þeim fannst allt í lagi að Keikó skyldi vera kominn Vestmannaeyja,"
sagði Guðbjörg Erla.
Ríkharður Öm segist hafa orðið mjög hissa þegar hann var dreginn út úr hópi
jafnaldra sinna í Bamaskólanum. Þama fór hann í sína fyrstu utanlandsferð og
fannst honum ferðalagið svolítið langt.
í spjalli við Fréttir segir Ríkharður Öm að margt skemmtilegt hafi gerst í
ferðinni en hann er sammála Guðbjörgu Erlu; það var skemmtilegast að hitta
Keikó. Alls stoppuðu þau í sex daga í Newport og vom á fínu hóteli. „Mér leist
bara vel á Keikó," segir Rikharður Öm sem fannst fátt annað koma á óvart í
henni Ameríku. „Við kynntumst engum krökkum en töluðum við nokkra þegar
við fómm í heimsókn í skólana. Þegar Keikó var að fara lentum við í viðtölum
við ijölmiðla, t.d. CNN. Við gátum talað við fréttamennina en ekki mikið."
Ríkharður Öm hefur heimsótt Keikó í kvína í Klettsvik og segir sér finnist
hann bara vera eins og hann var í Newport.
íslensku krakkarnir voru látnir vinna verkefni með nemendum í einum
skólanum sem þau heimsóttu. Hér er Guðbjörg Erla niðursokkin í vinnu sína.
Helgina 8.-10. október munu félagar
Kiwanishreyfingarinnar á Islandi
selja svonefndan K-lykil. Mun þetta
í níunda skipti sem slík sala fer fram.
Agóði af sölu lykilsins undan-
gengin átta skipti mun á núvirði
nálægt 150 milljónum og hefur
honum ávallt verið varið til styrktar
geðsjúkum eða aðstandendum þeirra.
Má í því sambandi nefna byggingu
Bergiðjunnar, vemdaðs vinnustaðar
fyrir geðsjúka. Einnig kaup á
sambýlum í Reykjavik og á Akureyri
fyrir einstaklinga, sem dvalið hafa á
geðdeildum eða endurhæfingarheim-
ilum. Enn má nefna kaup á íbúð fyrir
aðstandendur geðsjúkra bama og
unglinga sem vegna sjúkleika
bamanna hafa þurft að dvelja í
Reykjavík um lengri eða skemmri
tíma.
Hér í Eyjum munu félagar í Kiw-
anisklúbbnum Helgafelli ganga í hús
og bjóða fólki K-lykilinn til kaups.
Verð lykilsins er 500 kr. Að þessu
sinni verður ágóða af sölunni varið til
endurbóta og uppbyggingar á fram-
tíðarhúsnæði Geðhjálpar að Túngötu
7 í Reykjavík, en samtökin fengu
húsið nýverið að gjöf frá heilbrigðis-
yfirvöldum.
Vestmannaeyingar hafa ávallt
tekið Kiwanismönnum vel þegar þeir
hafa gengið í hús og selt K-lykilinn
til styrktar geðsjúkum. Með von um
að þar megi verða framhald á.
Kiwanisfélagar í
Vestmannaeyjum
Bryndís Bogadóttir fararstjóri krakkanna:
ÆVintýri sem seint gleymist
Það kom í hlut Bryndísar Bogadóttur,
kennara í Bamaskólanum, að vera
fararstjóri krakkanna ijögurra til New-
port. Auk Guðbjargar Erlu og
Ríkharðs Amar vom með Hálfdán
Helgason og Anna S Kristjánsdóttir
frá Eskifirði, bæði 13 ára.
Bryndís segir að ferðin hafi verið
eitt ævintýri frá upphafi til enda og
þama hafi hún og krakkamir upplifað
eitthvað sem þau muni sennilega
aldrei komast í snertingu við aftur.
Einkum er það fjölmiðlafárið í
kringum brottför Keikós frá Newport
sem er henni efst í huga. Líka hvað
allar mótttökur vom einstaklega
vinsamlegar, allir vildu allt fyrir þau
gera og sló gestrisnin út allt sem hún
hafði kynnst áður.
„Eg veit ekki hvers vegna Páll
Marvin valdi mig en hann hringdi í
mig og gerði mér þetta kostaboð, að
fara í vikuferð til Bandaríkjanna með
ijóra krakka," segir Bryndís sem ekki
hafði heimsótt Bandaríkin áður.
„Ferðin gekk ótrúlega vel og ég hefði
aldrei trúað því að óreyndu hvað það
gat gengið snurðulaust að ferðast með
fjóra krakka aila þessa leið."
Tímamismunur milli Islands og
Newport er sjö klukkutímar og fór
fyrsti dagurinn, mánudagurinn, í að
venjast nýjum tíma. A þriðjudaginn
skoðuðu þau safnið sem Keikó var í,
annað náttúmgripasafn og vaxmynda-
safn. „Safnið sem Keikó var í er mjög
flott og þar fengum við að fara upp á
búrið. Það fengu ekki aðrir gestir að
gera."
Miðvikudagurinn fór allur í að
fylgjast með brottför Keikós og segir
Bryndís að bæði henni og krökkunum
hafi fundist nóg um allt ijölmiðlafárið.
„Krakkamir vom í stöðugum
viðtölum og vom orðin hundleið á
því. Krakkamir frá Eskifirði em
byrjuð að læra ensku en ekki okkar
krakkar en samt björguðu þau sér
ótrúlega vel. M.a.s. vom þau farin að
tala saman á ensku en þeim fannst
þetta of mikið og vom farin að fela sig
til að losna undan fréttamönnunum."
Bryndfs segir að sjálfri hafi sér
fundist umstangið öfgakennt en tekur
fram að þetta séu nú einu sinni
Bandaríkin. „Það var mikil dramatík í
kringum brottförina og fólk var að
biðja okkur um að vera gott við
hvalinn. Við hittum konu sem vildi
láta krakkana kenna sér að segja bless
á íslensku svo hún gæti kvatt hann á
máli íslendinga. Mér fannst þetta alit
nokkuð mikið og við Islendingar emm
ekki vanir að láta svona. Alls staðar
var sagt: -Verið góð við hvalinn,"
segir Bryndís.
Allt fór Jdó vel að lokum og Keikó
komst til Islands en þá tóku við þrír
dagar í að skoða Newport og kynnast
aðeins lífinu þar. Bryndís hafði komist
í samband við skóla í Newport í
gegnum Netið og var búið að
skipuleggja dagskrá fyrir þau fösmdag
og laugardag. Fóm þau í heimsókn í
þrjá skóla. „Móttökumar voru
frábærar og við mundum aldrei sjá
nokkuð þessu likt hér á landi. Það var
allt gert fyrir okkur. Einhver minntist
á amerískan fótbolta og þá var því
strax komið í kring að við kæmumst á
leik hjá menntaskóla í bænum. Og á
föstudeginum fór kona af skóla-
skrifstofu með okkur í skoðunarferð
um bæinn. Þessar mótttökur voru
alveg einstakar."
Heimleiðin gekk ekki eins hnökra-
laust fyrir sig og ferðin út og bættist
þar enn eitt ævintýrið í safnið. „Við
flugum frá Newport til Portland. Þegar
við komum þangað kom í ljós að
flugfélagið sem Flugleiðir höfðu skráð
okkur hjá var í verkfalli. Við urðum
því að vera í sólarhring á flug-
vallarhótelinu meðan málunum var
bjargað. Daginn eftir flugum við til
Denver, þaðan til Baltimore og svo
loks heim," sagði Bryndís að lokum.
Tilgangurinn með ferðinni er að
koma á tengslum milli Vest-
mannaeyja, Eskifjarðar og Newport.
Bryndís segir að enn eigi eftir á
ákveða með hvaða hætti það verði en
á Netinu er í gangi verkefni, Hvalur og
menn sem krakkamir taka þátt í.