Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1998, Qupperneq 6

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1998, Qupperneq 6
6 Fréttir Fimmtudagur 29. október 1998 Ríkisstióiínn ædar að vaka Situr fyrir í Séð og heyrt -segir stelpur einoka fyrirsætustörfin Reynir H. Pálsson, tvítugur Vest- mannaeyingur, vakti töluverða athygli í síðustu viku þegar mynd af honum hirtist á heilsíðu aftast í vikublaðinu Séð og heyrt. Framtil þessa liafa aðeins birst myndir af íturvöxnum stúlkum á þessari síðu blaðsins og hlýtur að teljast til tíðinda að ungur maður bjóði kvenþjóðinni byrginn á þessu sviði. Fréttir höfðu upp á Reyni þar sem hann lyfti lóðum í líkamsræktar- stöðinni Hressó og spurðu hann unt aðdraganda myndbirtingarinnar. Reynir segist hafa haft samband við Séð og heyrt fyrir nokkrum mánuðum og lýst yfir áhuga á að sitja fyrir á mynd í blaðinu. Blaðið reyndist reiðubúið að breyta til og athuga viðbrögð lesenda við karlkyns fyrir- sætu. Ritstjórnin hafði því aftur samband við Reyni og sagðist ætla að prófa að birta mynd hans í blaðinu. Reynir kveðst mjög ánægður með myndina, segist hafa fengið mjög góð viðbrögð hjá öllum í Eyjum og að fólk sé duglegt að óska honum til hamingju. Myndbirtingin virðist hafa haft góð áhrif á sölu Séð og heyrt meðal bæjarbúa og reyndist blaðið víða uppselt á sölustöðum hér í bæ í gær. Reynir telur stelpur einoka fyrir- sætustörfin og segir kominn tíma til að karlmenn verði sýnilegri á þessu sviði. Hann getur vel hugsað sér að halda áfram á þessari braut og segist hafa fengið nokkrar áskoranir um að taka þátt í keppninni um Herra Suðurland. Reynir er á fyrirsætunámskeiði í skóla John Casablanca og mun taka þátt í karlfyrirsætukeppni fyrir hönd skólans í New York um páskana. Mörgum íslenskum karlfyrirsætum hefur vegn- að vel á erlendum vettvangi og verður eflaust fróðlegt að fylgjast með gengi Reynis ytra. Reynir stundar nám á skip- stjórnarbraut við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum og segist vel geta hugsað sér að stunda sjóinn. Hann kveðst þó ekki vilja einskorða sig við sjósókn. „Maður verður náttúrulega að mennta sig í einhverju, og svo bíður maður bara eftir tækifæri sem gefst kannski aðeins einu sinni á lífsleiðinni," segir Reynir og virðist bjartsýnn á framtíðina. „Eins og stendur ætla ég að fara til Reykjavíkur og fara kannski í frekara nám, maður veit aldrei. En ef stóra tækifærið gefst reikna ég ekki með að snúa aftur til Eyja,“ segir Reynir að lokum. Höfundur er Sigríður Hagalín Bjömsdóttir, nemi í hagnýtri fjölmiðlun við Hl. -shb „Prins“ Naseem Hamed berst í beinni útsendingu á Sýn nk. laug- ardagskvöld, eða aðfaranótt sunnu- dags, áhugamönnum um hnefaleika til mikillar ánægju. „Prinsinn“ hefur eignast fjölda aðdáenda á Islandi á síðustu misserum vegna óvenjulegs og skemmtilegs bar- dagastíls og er sagt að hann sé eini boxarinn sem geri loftárásir á andstæðinga sína. Naseem Hamed fær verðugan andstæðing í þetta skiptið eða Irann McCuIlough sem hefur aðeins tapað bardaga einu sinni á löngum ferli og þaggar það líklega niður í gagnrýnendum „Prinsins" sem segja hann velja lélega andstæðinga til að berjast við. Sveinn Tómasson, „ríkisstjóri" í Vestmannaeyjum, sagði í spjalli við Fréttir að hann hlakkaði til að horfa á bardagann eins og endranær þegar Prinsinn keppir. Að vísu segist Sveinn halda meira upp á þunga- Frumsýnt verður nýtt barnaleikrit, Bangsímon, hjá Leikfélagi Vest- mannaeyja í félagsheimilinu hér síðustu helgina í nóvember. Af öðrum verkunt er það að segja að ákveðið hefur verið að setja á svið verk fyrir fullorðna eftir áramótin ef mannskapur fæst, þar sem leikfélagið byggir starfsemi sína eingöngu á áhugamönnum. Leikstjóri verksins, sem heitir Guðjón Sigvaldason, er að leikstýra í fyrsta sinn í Eyjum en hann hefur leikstýrt víða úti á landi undanfarin 11 ár. Þess má geta að Svartklædda konan, sem nú er sýnd í Tjamarbíói var síðasta verk sem hann vann við áður en hann kom að þessari leiksýningu sem nú er verið að vinna að. Að sögn Guðjóns mun sýninga- fjöldi fara eftir aðsókninni sem verkið fær. Bangsímon er bresk saga eftir A. A. Milne en höfundur leikgerðar er vigtarbardaga en hnefaleikum er skipt í marga flokka, léttvigt, fjaðurvigt og fleira og hnefaleikamenn keppa bara innan síns þyngdarflokks. Sveinn fær draumabardagann sinn í þunga- vigtarflokki eftir nokkra mánuði eða þann 13. mars á næsta ári þegar Evan- der Holyfield og Lennox Lewis keppa. Holyfield er líklega þekktastur fyrir að vera með bitið aftan hægra og óbilandi trú á því að himnafaðirinn sjálfur standi með honum en ekki öðrum hnefaleikamönnum. Holyfield fær 20 milljónir dollara (u.þ.b. 2,8 milljarða króna) en Lewis „aðeins" 10 milljónir. Lennox Lewis segist ekki vera að berjast vegna peninganna heldur hafi hann alltaf dreymt unt að berjast við Holyfield. Sveinn „ríkisstjóri“ býst við því að Lewis sigri Holyfield og verður spennandi að sjá hvort hann reynist sannspár. Guðríður, nemi í liagnvtrifjölmiðlim við HÍ. Eric Olson. Hér er á ferð falleg saga þar sem þemað er vináttan og að koma fram við aðra eins og maður vill að aðrir komi fram við sig. Að sögn Hólmt'ríðar Sigurðar- dóttur, formanns Leikfélags Vest- mannaeyja, eru aðalleikarar Guð- mundur Kristinsson, sem leikur Bangsímon, Sindri Freyr Ragnarsson, sem leikur Grislinginn. Ingibjörg Guðlaug leikur Kanika, Guðrún Jóns- dóttir leikur Uglu, Sigurhans Guðmundsson er Asninn. Kengúru- bamið verður leikið af Astu Signði Guðjónsdóttur og Kengúran verður einmitt leikin af Hólmfríði Sigurð- ardóttur sjálfri. Allir sem standa að sýningunni eru áhugamenn sem annað hvort eru í fullri vinnu eða skóla, þannig að vinna þeirra er sjáltboðavinna. Starfsemi leikhússins er rekin með styrk úr ríkissjóði sem og ágóða af sölu miða á sýningamar. Bangsímon hjá LV Skrifari er mikill áhugamaður um eigið byggðarlag. Kannski er það ekki undarlegt, hann er fæddur á staðnum, rekur báðar sínar ættir alllangt aftur til hreinræktaðra Eyjamanna og hefur búið hér lungann úr sinni ævi. Einhvem tíma lét hann þau orð falla að héðan flytti hann ekki fyrr en honum væri áskilin vist í öðru lífi, þá líklega neyddist hann til þess. Þau orð standa enn. Þrátt fyrir mikla ásókn fólks í sæluríkið við Faxaflóa finnur skrifari ekki hjá sér nokkra löngun til að elta þann hóp. Kannski er hann bara orðinn svona gamall og íhaldssamur. Skrifari þarf nokkrum sinnum á ári að fara suður, rétt eins og flestir aðrir. Alltaf er hann þeirri stundu fegnastur þegar hann er kominn upp í flugvél á ný á leið til Eyja. Hann finnur ekki það aðdráttarafl sem höfuðborgarsvæðið hefur, alla vega virkar það ekki á hann nema þá með öfugum formerkjum, hann er þeirri stundu fegnastur þegar dvölinni þar syðra lýkur. Því verður ekki á móti mælt að þar er ýmislegt að finna sem við höfum ekki hér, annað hvort væri nú á stað nteð meira en tuttugufaldan íbúafjöldann hér. Tfl að mynda er hægt að fara í leikhús á hverju kvöldi í Reykjavík og bíó, þræða veitingastaði, pöbba og næturklúbba og myndi vart endast árið til að fullkanna þann geira menningarinnar. Þá er hið lága vöruverð oft nefnt og þá einkum miðað við matvöm. Það er og rétt að ýmsar tegundir matvöru er á stundum hægt að fá þar syðra á mun lægra verði en fæst með því að kaupa í heildsölu, hvernig svo sem sá verslunarmáti kemur til með að ganga upp. Enda er orðið mjög algengt að fólk af landsbyggðinni fer til Reykjavíkur í versl- unarleiðangra, sérstaklega fyrir helgar, fyllir bíla sína af hvers kyns góssi, aðallega þó matvöm og fyllir forðabúr sín af ódýrri vöru. Eitthvað hafa Vestmannaeyingar gert af slíku en þó í rninna mæli enda trúlega ekki hagkvæmt að gera út á slíkt, sé tekið mið af fargjöldum fólks og farartækja. Skrifari hefur ekki enn lært þá list að nota sér Reykjavíkurferðir til matvælakaupa. Hann einfaldlega nennir ekki að hlaupa um í stórmörkuðum í leit að einhverjum kostaboðum. Reynsla hans og annarra hefur sýnt honum fram á að svonefnd magninnkaup geta verið tvíeggjuð. Fyrir kemur að ekki nýtist til heim- ilisnota allt það sem keypt var og endar sem eldsmatur uppi í Sorpu. Það er að sjálfsögðu hið ágætasta mál, fyrir bæjarfélagið, en var tæplega til þess stofnað í upphafi. Og svo er það þetta með vöruverðið. Einhvem tíma í vetur leið minnir skrifara að upp hafi komið allsnörp umræða unt hátt vöruverð í Vestmannaeyjum. Sérstaklega var þá ýjað að háu lyfjaverði hér og borið saman við apótek á höfuðborgarsvæðinu og var sá samanburður okkar apótekara ekki í hag. Nú þurfti skrifari fyrir ekki löngu að kaupa lyf í apóteki í Reykjavík. Hann valdi það apótek af handahófi, fór þangað sem styst var og greiddi glaður í bragði 1876 krónur fyrir pakkann. Rúmlega mánuði síðar þurfti hann á sömu lyfjum að halda á ný og þar sem hann var þá í Vestmannaeyjum. lá beinast við að fara í apótekið hér. Sami skammtur kostaði nú 1544 krónur, sem sagt 332 krónum minna en í sæluríkinu syðra. Nú kann vel að vera að viðkomandi lyf hafi lækkað í verði á þessu tímabili og eins kann að vera að hægt hefði verið að finna ódýrara apótek í Reykjavík. Það veit skrifari ekki en hitt veit hann að hann var mjög ánægður með apótekið í Vestmannaeyjum eftir þennan samanburð. Það sem vel er gert á líka að koma fram, ekki bara aðfinnslur. Og fyrst talið hefur nú borist að vömverði getur skrifari ekki stillt sig um að nefna eitt dæmi til viðbótar. Kaupmaður nokkur hér í bæ, kollegi skrifara og verslar með gjafavöru. segir honum að hingað komi sami maður frá Reykjavík tvisvar til þrisvar á ári og kaupi þá mikið. Nú gerir maðurinn sér ekki ferð til Vestmannaeyja sérstaklega til að versla þar heldur er hann að sækja heim sitt fólk. En hann segist nota tækifærið til að versla hagkvæmt. Sams konar gjafavara sé nefnilega miklu dýrari í Reykjavík. Nú er þessi kollegi skrifara ekki þekktur að sérstakri gjafmildi við vandalausa og því kemur þessi niðurstaða líklega nokkuð á óvart. Vafalaust væri hægt að tína til fleiri dæmi þessu lík og eflaust væri líka hægt að finna dæmi þar sem samanburðurinn væri okkur óhagstæður. annað væri óeðlilegt. Aftur á móti vekja svona tilvik alltaf ákveðna gleði í brjósti skrifara. þau eru honum sönnun þess að grasið á okkar torfu er líka grænt þó svo að það sýnist stundum grænna annars staðar. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.