Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1998, Page 11

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1998, Page 11
Fimmtudagur 29. október 1998 Fréttir 11 Anna Dóra Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Hressó: Ekkert mál að vera kona í þessu starfi Anna Dóra er með bókhaldið í svefnherberginu. Anna Dóra Jóhannsdóttir og Jóhanna Jóhannsdóttir hafa rekið heilsurækt- ina Hressó í fjögur ár. Anna Dóra sér um fjármál og bókhald en báðar em þær systur framkvæmdastjórar fyrir- tækisins, en Jóhanna er ein af mörgum starfsmönnum Hressó sem reyna að halda Vestmannaeyingum í góðu líkamlegu formi. Anna Dóra segir að í upphafi hafi Hressó verið draumur sem nú sé orðinn að vemleika. „Við bjuggum í Reykjavík og mig langaði alltaf til þess að koma heim aftur. Þegar við komum heim vomm við að láta okkur dreyma um að gera eitthvað í þessum dúr og kannski var aldrei mikil alvara á bak við þetta. Pabbi okkar, Jóhann Halldórsson út- gerðarmaður átti þetta húsnæði sem hafði staðið autt um langan tíma svo að það vom hæg heimantökin að því leyti. Hann vildi að við væmm varkárar ef við fæmm út í þennan rekstur. Hann dró ekki úr okkur en hefur kannski verið hræddur um dekurrófumar sínar og verið hræddur um að við visssum ekki alveg hvað við væmm að fara út í.“ Var það vegna þess að þið emð konur? „Nei, ég held nú ekki. að það sé ástæðan. Miklu frekar hafði hann kannski ekki trú á því að svona rekstur myndi ganga í Eyjum. En hann hann vildi frekar að við hefðum vaðið fyrir neðan okkur. Hins vegar ef við hefðum verið strákar er hugsanlegt að málið hefði horft öðm vísi við honum og við ekki pælt í hvað honum fannst. Við höfðum hins vegar mikla trú á hugmyndinni og töldum góðan grundvöll fyrir þessu, sérstaklega líkamsræktinni. Hins vegar er mjög erfitt að halda fólki í líkamsrækt og maður veit aldrei íyrirfram hvað maður fær inn af fólki. Það koma líka tímabil, sem er lítið að gera og það hefur jafnvel hvarflað að okkur að hætta þessu.“ Anna Dóra segir að starfsemin hafið byrjað mjög vel og margir byrjað í heilsuræktinni þegar þær hófu starfsenrina, þá hafi hins vegar ekki verið nóg og margir samt. Það hafi verið of fáir sem vom hins vegar duglegir að mæta. „Fólkið sem keypti kort var héma meira og minna allan daginn og það var nrikill áhugi hjá þeim, en fjöldinn var ekki sá sem við gerðum ráð fyrir. Það virtist vera fleira fólk en var í raun og vem, en þetta hefur breyst mikið núna.“ Var ekki mikill kostnaður við að breyta húsnæðinu í byrjun? „Það fóm miklir peningar í það því að húsnæðið var eiginlega tilbúið undir tréverk þegar við tókum við því. Það þurfti að leggja nýtt rafmagn og skipta sölum og brjóta niður veggi. En við létum slag standa og sjáum ekki eftir því.“ Hvemig er að vera kona í framkvæmdastjórastól? „Það er mjög gaman, en maður er stundum áhyggjufullur, en það er ekkert vandamál að vera kona í þessu starfi og það hefur aldrei hvarflað að okkur að fá karlmann í starfið. Það er mjög stór partur af þessu að fá að ráða og geta skipulagt sitt fyrirtæki sjálfur. Hins vegar finnst mér að ég hafi aldrei þurft að stjóma neinu héma sér- staklega. Starfsfólkið héma er mjög samviskusamt og mér finnst ég ekkert hafa þurft að stjóma því. Það vinna héma tólf manns fyrir utan okkur systumar og það vita allir um hvað þetta snýst og kunna sitt starf. Eg hef aldrei staðið frammi fyrir því að þurfa að reka fólk eða standa í einhverju veseni.“ Finnst þér þetta eiga vel við þig? „Já mér finnst það og ég held að ég sé nokkuð mild og góð. Eg á alveg jafn auðvelt með að tala við fólkið sem starfar héma og bankastjóra. Mér finnst enginn neitt merkilegri en annar. Hins vegar er mikil skipu- lagsvinna í kringum þetta og maður verður að hafa einhverja yfirsýn, en vð systurnar vinnum þetta mikið saman, þó að Jóhanna sé meira í kennslunni. Hins vegar emm við heppin að því leyti að hjá okkur fer saman vinnan og áhugamálin. Anna Dóra segir að þær hafi mikinn áhuga á því að færa út kvíamar og stækka við sig. „Maður hættir ekkert að láta sig dreyma, en ég er raunsæ og varkár og það er kannski munurinn á karlmanni og konu. Karlar em miklu kaldari og ef hér væri karlmaður í framkvæmda- stjórastólnum væri ömgglega búið að fara í meiri framkvæmdir. Körlum finnst þeir ekki þurfa að hafa eins góða yfirsýn og konur og þær geta hugsað urn fleira í einu. Karlar sjá bara eitt í einu. Konur vilja halda utan um alla þætti í því sem þær fást við. Hins vegar held ég að konur í áberandi stjómunarstöðum hafi frekar neikvætt umtal um sig og þá oftast konurnar sjálfar sem setja út á hver aðra. Það hefur hins vegar ekkert bitnað á mér að ég sé kona í þessu starfi, en ég hef aftur á móti ekki reynsluheim karla og á því erfitt með að dæma um það.“ En eruð þið systur ekki bara pabbadekurrófur? ,Jú, þú inátt alveg segja það," segir Anna Dóra og hlær. Enda þýðir ekkert að bera á móti því og ég er alveg sátt við það. Það þarf hins vegar einhvern til þess að hrinda hugmyndum í framkvæmd og við gerðum það í þessu tilfelli og erum ekkert að hætta." Konur blása til sóknar í fjöl- miðlaheiminum Síðastliðin tvö ár hafa nemendur í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Islands starfað á ritstjórn Frétta um viku tíma, til þess að komast í snertingu við alvöru vinnubrögð á blaðaritsjórn og fá þannig nokkra innsýn í blaðamennskuna. Akveðið var að halda þessu samstarfí áfram og var hópur nemenda úr hagnýtri fjölmiðlun við störf á Fréttum í vikunni. Það eru 15 nemendur, eingöngu stelpur, við nám í hagnýtri fjölmiðlun nú í vetur og 11 þeirra komu til Eyja ásamt kennara sínum Guðbjörgu Hildi Kolbeins lektor. Sést af því að hvert karlavígið fellur af öðru og virðist fjölmiðlaheimurinn ekki ætla að verða nein undantekning þar á. Guðbjörg Hildur Kolbeins, lektor í hagnýtri f jölmiðlun, segir að henni lítist vel á samstarfið, enda hafi forverar hennar í starfi eindregið mælt með því að nemendum gæfist kostur á því að komast inn á ritstjórn blaðs og samstarfið við Fréttir hafi gengið vel undanfarin ár og skilað ágætum árangri. Nemendurnir hafa skoðað sig um á Heimaey og verið að vinna efni fyrir Fréttir sem mun birtast í blaðinu á næstunni. Að sjálfsögðu vildi hópurinn fá að sjá Keikó og þótti ekki óeðlilegt þar sem Keikó er mikill vinur fjölmiðlamanna og sviðsljóssins. Á myndinni má sjá hópinn þar sem hann heimsótti Keikó í Klettsvíkurkví. Talið frá vinstri Guðbjörg H. Kolbeins lektor, Andy Mcrea starfsmaður Keikósjóðsins í Vestmannaeyjum, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Auður Aðalsteinsdóttir, Anna Sigríður Einarsdóttir, Guðríður Haraldsdóttir, Steingerður Ólafsdóttir, Hólmfríður Gestsdóttir, Hulda Ágústsdóttir, Hrönn Indriðadóttir, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Gunnþóra Gunnarsdóttir og Steinunn B. Sigurðardóttir. Hópurinn vildi koma á framfæri þakklæti til allra fyrir frábærar viðtökur í Eyjum, ekki síst til starfsmanna Keikósamtakanna í Eyjum fyrir að gera þeim kleift að sjá Keikó.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.