Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1998, Qupperneq 12

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1998, Qupperneq 12
12 Fréttir Fimmtudagur 29. október 1998 I Biblíurannsókn hjá Aðventistum: Eru vegir Guðs rannsakanlegir? Tíu manns uoru á samkomunni. Erlendur Stefánsson les úr Bíblíulexíum aöuentista. Kalt, sól, logn og tíu kærlciksríkur sálir að leita Jesú síns í kirkju aðventista við Brekastíginn laugardagsmorguninn 24. október klukkan tíu og yfirskrift sam- komunnar: „Biblíurannsókn“ Frá því ég kom til Eyja rak ég mig fljótt á þessa tilkynningu í kirkjudálki Frétta og vaknaði nokkur áhuga á því að vita hvað um væri að ræða og með hvaða hætti slík rannsókn færi fram. Fannst mér og dálítið tilbreyt- ingarleysi yfir boðskapnum, því allt að því undantekningarlaust hefur þessi tilkynning verið óbreytt í blaðinu. Kannski er þetta hins vegar annað nafn yfir bænasamkomu, eða messu og er þá jafn tilbreytingarlaust og tilkynningar annarra safnaða sem kljást við lygina og leita sannleikans. Hvað um það, þegar ég kem inn í téða kirkju áðurnefndan morgun eru tíu sálir í kirkju- skipinu, nokkuð dreifðar. Allt fólk komið vel yfir miðjan aldur en þó tveir yngri, annar þeirra stjómar tónlistargræjunum og hinn heldur uppi fyrirspumum og athugasemdum meira en aðrir. Karlmenn í meirihluta og einn gamall maður sem ég álykta að sé blindur. Af hveiju veit ég ekki, en trúlega af því að hann er með sólgleraugu. Inni er hlýtt og lykt eins og oft er í gömlum húsum, þó blandin reykelsisilm. Það vekur höfgi og mér finnst andrúmsloftið þykkt, eins og veggur. Teppin á gólfmu í rauðum lit, smá- ferningar mistónaðir og minna á málverk eftir austurríska málarann Gustave Klimt og mér dettur blóð í hug. Innst í kirkjunni er upp- hækkaður pallur, hvar á er ræðupúlt, altari með tveimur sjö arma kertastjökum, píanó til vinstri. Sitt hvoru megin sviðsins eru svo tveir stórir hátalarar, hvaðan ómar tónlist í tilbeiðslustíl. Á vegg yfir altarinu er kross, mynd af Jesú á bæn hægra megin með klassískan svip miskunnar og upphafmnar tilbeiðslu í augum, ljósbjarmi kringum andlitið, en annars drungalegt umhverfi. Máð innrammað skjal á veggnum vinstra megin, sem minnir á viðurkenningar-, eða prófskírteini sem oft má sjá á læknastofum og hárgreiðslustofum. Hægra megin yfir hurð er klukka og minnist ég ekki að hafa séð slíkt mælitæki í þeim vistarverum drottins hér á jörð, sem ég hef komið inn í. Eg lít öðu hvoru á klukkuna meðan á samkomunni stendur og finnst klukkan eiga erfitt með að tifa í þessu þykka andrúmslofti. að er Hanna Þórðadóttir sem stýrir sam- komunni að þessu sinni. Hún stígur í pontu og biður alla að sameinast í bæn, svo er sunginn sálmur númer 58. og svo sálmur 69. í söngbók safnaðarins. Var tónlistin ekki ósvipuð og gerist hjá söfnuðum þjóðkirkjunar, þungt orgel og hrynjandin þreytandi til lengdar, en söfnuðurinn söng hátt og snjallt. Því næst las Hanna úr Biblíulexíum safnaðarins, hver yfirskriftin var - Fréttir af heimsstarfinu - Sagði þar frá manni islamskrar trúar, sem sá villu síns vegar og gafst þeim Jesú sem aðventistar tigna. Því næst náði Hanna í prik eitt, hvar á var poki af ljósbrúnu flaueli. Bað hún safnaðarfólk að taka upp gjafir dagsins. Græjustjórnandinn tók við prikinu og gekk á milli fólksins sem lét peninga í pokann. Einhverra hluta vegna var hann ekki réttur að mér. Eg velti því fyrir mér stundarkom hverju það sætti, en komst ekki að neinni einhlítri niðurstöðu. Kannski máttu gestir ekki gefa, kannski feimni við ókunnan mann, eða kurteisi. Síðan var pokinn færður Hönnu á ný sem bað og blessaði gjafimar með ósk um að þær mættu margfaldast, og stakk síðan skafti og poka undir ræðupúltið Eg beið. Hanna sté úr púltinu og fékk sér sæti meðal safnaðarins, því næst stóð upp Erlendur Stefánsson gekk fram fyrir söfnuðinn, tók fram lítið púlt og reisti það við bak fremsta bekkjar. Hann afsakaði að hafa sett púltið vitlaust saman og fylgdi sögunni að það hafði orðið fyrir einhverju hnjaski einhvern tíma. „En því má bjarga," sagði hann. -Nú var líklega komið að hinni eiginlegu biblíurannsókn, hugsaði ég. Fólkið tók fram Biblíulexíurnar fyrir 4. ársfjórðung annó 1998 og púltmaðurinn bað Hönnu að lesa 3. lexíu sent bar yfirskriftina Faðir, sonur og heilagur andi úr Rm. 11.33-36: „Minnisvers: „Hvílíkt djúp ríkdóms, speki og þekkingar Guðs! Hversu órannsakandi dómar hans og órekjandi vegir hans!“....“ Ég hætti að hlusta og velti fyrir mér biblíurannsókn sem fengist við eitthvað sem er órannsakandi. -Líklega em mótsagnir kristindómsins jafnmargar þeim sem játast þeim sama kristni- dómi, hugsaði ég og leit upp í rjáfúr. En þar var ekkert að sjá nema hvíta innviði rjáfursins, sem stungu nokkuð í stúf við annars hlýlegar viðar- klæðningar veggjanna. Hófst svo rannsóknin. Hún fór þannig frarn að einn úr söfnuðinum las úr Biblíulexíunum. Hver lexía byrjaði á svo kölluðu minnisversi sem hljóðaði svo þann 24. október í fjórðu lexíu: „Sjá mærin mun þunguð verða og son ala. Nafn hans mun verða Immanúel, það þýðir: Guð með oss." Mt. 1.23. Síðan kom að þeim hluta sem nefnt er meginatriði, hvar lagt var út af minnisversinu: „Að eigin fmmkvæði ákvað þrenningin að einn þeirra skyldi verða maður. Þeir gerðu þetta til þess að: I. Gefa okkur staðgengil og ábyrgðarmann, 2. gera vegu Guðs ljósa, 3. endumeisa okkur til þeirrar fullkomnunar sem við þekktum fyrir synda- fallið, 4. svara allri gagnrýni varðandi réttlæti Guðs.“ Var nú mikið blaðað í biblíum og leitað að texta Jóhannesar 1. 1-2, þegar hann fannst var Addi beðinn um að lesa kaflann. Gekk svo rannsóknin í þessum dúr þar sem safnaðarmeðlimir lásu til skiptis úr Biblíunni og Biblíulexíunum og Erlendur lagði út af og reyndi að útskýra leyndardóma orðsins. Klukkan tifaði. Rannsóknin gekk snurðulaust fyrir sig að mestu, kannski mætti tala um tæknilega hnökra og óöryggi í upplestrinum Ekki var mikil umræða meðal safnaðarmeðlima og enginn hreyfði andmælum. Þó var Erlendur ekki á- nægður með notkun á orðinu ámaðarmaður, sem Jóhannes notar, en það mun þýða, vemdardýrlingur samkvæmt orðabókinni sem Erlendur vitnaði til. Fannst honum það orð einum of tengt kaþólskum sið og ekki eiga við að Kristur væri kallaður vemdardýrlingur sem biðji fyrir syndugum mönnum. Vildi hann heldur segja að, „Kristur talaði máli okkar." Hreyfði enginn mótmælum við því og mér ljóst að helgimyndir af dýrlingum samkvæmt kaþólskri tísku væm ekki tíðkaðar hjá aðventistum. Ekki var mikill hiti í safnaðarfólki, en hlýtt inni. Erlendur virðist ekki vera mikill eld- og brennisteinspredikari eins og stundum sést hjá sjónvarpspredikurum. Hann fór hins vegar mjög um víðan völl og skýringar Biblíulexí- unnar teknar góðar og gildar og minnti á gott jábræðralag. „Kristur hugsar fyrir öllu og hefur alltaf bjargræði á takteinum." Tók hann dæmi af Herjólfi -þjóðvegi milli lands og Eyja. Áður hefði verið skip með bilaða vél, en það var séð fyrir því að annað skip kom með tveimur vélum og skrúfum. Nefndi hann svo Titanic til saman- burðar, þar sem ekki hafi verið hugsað fyrir öllu. Maðurinn hélt sig hafa hugsað fyrir hverju smáatriði, en það gleymdist hins vegar að huga að björgunarbátum fyrir alla. Hann sagði og að aðventistar trúðu á frjálsan vilja mannsins. Maðurinn væri ófullkominn, Kristur hafi hins vegar staðist allar kröfur sem gerðar voru til mannsins í upphafi. Hann talar máli mannanna á himninum, því hann þekkir veikleika þeirra. Svo mörg voru þau orð og trúlega einn mikill sannleikur sem í þeim felst, án þess að ég taki nokkra efnislega afstöðu til þeirra. Gekk svo samkoman á þessum nótum, þar til Erlendur þakkaði fyrir hlustun og góðan lestur, og gekk frá púltinu upp við vegginn. Hanna steig aftur í ræðustól á sviðinu og bað safnaðarfólk um að láta eitthvað af hendi rakna til kirkjunnar. Var flauelspokinn og prikið tekið fram undan púltinu aftur og látið ganga. Þar í var enn þá fyrri sjóður og hann blessaður áður en hann fór af stað aftur um salinn, með þeim óskum um að hann hefði ávaxtað sig á meðan rannsóknin fór fram og að örlætið hefði á aukist fyrir kristilegan bænarmátt. Ekki veit ég um upphæðina, hitt er þó ljóst að ekki var pokinn réttur að mér í þetta sinn heldur. Var það mér að meinalausu og reyndi að þakka Kristi í huganum fyrir að vilja ekki fé mitt. Kannski hefur hann vitað að maðurinn var illa íjáður. Síðan risu safnaðarmeðlimir úr sætum og sungu Áfram Kristsmenn krossmenn af miklum krafti og andagift við undirleik af snældu, eina mikla organmúsík. Stóðu því næst allir ferskir og glaðir í sálinni og Hanna þakkaði fólki fyrir komuna. Þá kom fólk til mín og þakkaði mér fyrir komuna. „Það væri alltaf ánægjulegt að sjá nýtt fólk á samkomu,“ sagði gömul kona og leiddi að því er ég taldi blinda manninn. Fólk spjallaði á léttum nótum og þó líka alvarlegum. Talað var um að mála skóladagheimilið og allir sammála því. Einhver símalína hafði vafist fyrir mönnum og rætt urn hvar ætti að leggja hana og hveijir. TJm það leyti sem ég var að yfirgefa sam- komuna kom einn safnaðarmeðlima til mín og sagði mér sögu af logandi grjóti sem hefði skoppað inn á gólf gengum glugga, þegar Satan kynti katla sína í Eldfellinu. Sagðist honum svo frá að satansmoli þessi hefði lent á fremsta bekk og skoppað þaðan niður á gólf, hvar máttur guðs kæfði hann. „Þetta er tvímælalaust merki um blessun guðs yfir söfnuðinum, því ekki varð af eldur," sagði þessi ágæti maður og ég alveg sáttur við það að vegir himnaföður, heilagrar þrenningar og allrar þeirra fjölskyldu væru órannsakanlegir, þrátt fyrir viðleitni ófullkominna rnanna til þess að grafast fyrir um þá huldu dóma. Ég gekk út í kuldalegan en glaðan daginn. Ég leit í átt til Eldfellsins, það ljómaði í sól, rautt og fallegt og var allt að því sannfærður um að víst væri sköpunarverkið fagurt, hvort sem Eldfellið kom úr smiðju þess í efra eða neðra. Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.