Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1998, Síða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1998, Síða 15
Fimmtudagur 29. október 1998 Fréttir 15 Móðir lýsir áhyggjum sínum um velferð bama og unglinga: Byrja að fikta með áfengi og aðra vímugjafa utan leyfilegs útivistartíma Þegar bessi mynd uar tekin uar lögræðisaldur unglinga 16 ár en útiuistarreglur eru pær sömu. Á haustin hefst alltaf mikil umræða um útivistartíma bama og unglinga og nú nýlega var efnt til landsátaks að frumkvæði Reykjavíkur- borgar um að reglur um útivistartíma bama og unglinga yrðu virtar, en átakið fólst í því að auglýsa í íjölmiðlum og vekja athygli foreldra, unglinga og skólayfirvalda á að í gildi væru reglur og þær væm settar til þess að fara eftir þeim Ákveðið var að fara í þetta átak í ljósi þess að á kvöldin væri mest hætta á því að börn og unlingar út leiddust út í áfengis- og vímuefnaneyslu, en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarið er þeim unglingum alltaf að fjölga sem leiðast út í fíkniefnaneyslu og aldur þeirra að færast neðar. I framhaldi af því em meðferðarúrræði fyrir þennan hóp í ólestri. Úthiistarreglur síst of strangar Vestmannaeyjabær sá ekki ástæðu til þess að taka þátt í þessari auglýsinga- herferð. Rök bæjaryftrvalda í Eyjum voru þau að betra væri að vinna að þessum málum sérstaklega í Eyjum ásanrt foreldrum og skólayfirvöldum og að það yrði vænlegra til árangurs. Fréttir náðu tali af áhuggjufullri móður sem við skulum kalla Huldu Rún Hjálmsdóttur, en ástæða þess að hún vill ekki koma fram undir réttu nafni er vegna ótta við að bömum hennar yrði blandað í umræðuna. Hulda Rún vill sjá að reglur um útivistartíma bama og unglinga séu virtar og að reglurnar verði jafnvel hertar. Hún tekur ekki afstöðu til þess átaks sem talað um hér að framan. en finnst hins vegar að bæjaryfirvöld í Eyjum standi sig ekki í stykkinu.. Hulda Rún segir að á foreldra- fundum skólans sé tíðrætt um útivistartíma bama og unglinga og að allir viti að til séu reglur um útivist bama og unglinga. Hins vegar séu ekki allir sammála um það hvort virða eigi reglumar og fara eftir þeim. „Kannanir hafa sýnt að böm og unglingar byrja að fikta með áfengi og aðra vímugjafa utan þess tíma sem leyfilegt er fyrir þessi böm að vera úti. Þar fyrir utan er nægur svefn mikil- væg forsenda vellíðunar og árangurs í skólanum. Þetta vita foreldrar. en flestir em ekki tilbúnir að fara eftir því. Að minnsta kosti þar sem ég hef verið í hópi foreldra sem hafa rætt þessi mál. er undantekning ef þeir segjast treysta sér til að halda aga og fara eftir þessum reglum." Hulda Rún segir þessa sömu for- eldra svo gagnrýna í hástert forvamir skólanna, bæjarfélagsins og sam- félagsins alls. „Af því leiðir, segi ég, að þessir sömu foreldrar gera sér ekki grein fyrir að forvarnimar byrja heima. Skólamir hafa staðið sig með mestu prýði. Þeir kynna hættumar í líffræðinámsefni skólanna og eru með skipulagða kennslu í lífsleikni (Lions Quest). í því efni er meðal annars getin út bók handa öllum foreldrum og mér þætti forvitnilegt að vita hversu margir foreldrar hafa lesið hana.“ Áfengís- og vímuefnaneysla hefur líka aukíst í Eyjum Hulda Rún bendir og á að áfengis- og vímuefnaneysla hafi aukist að undan- fömu og böm og unglingar í Vestmannaeyjum séu engin undan- tekning þar á. „Það er vitað að böm allt niður í grunnskóla hér í Vest- mannaeyjum hafa þurft á meðferð að halda vegna þessa. Þetta eru stað- reyndir sem fara fyrir bjróstið á þessum sömu foreldmm. Hvað er fólk að hugsa? Halda virkilega allir að ekkert komi fyrir sitt bam. Ég viðurkenni að ég er ekki í þeirra hópi. Ég vil síst af öllu að mitt bam lendi í slíkum málum og vil allt gera til að forða því og öðrum frá þessu. Þess vegna er það fyrsta sem ég geri að virða gildandi útivistartíma. Það er það sem ég get gerl sem foreldri og trúi því að börnin læri að virða það seinna meir. Sú staðreynd að ódýrara og auðveldara er að nálgast hass heldur en áfengi er skelfileg staða fyrir ungling í dag.“ Nútíminnbýðuruppá margarhættur Nú bera margir foreldrar saman nú- tímann við þann tíma sem þeir voru sjálfir að alast upp. Er það sambærilegt að þínu mati? „Nei alls ekki. Ég er hrædd um að foreldrar mínir hefðu að minnsta kosti haft áhyggjur af því. Nútíminn býður upp á svo margar hættur sem þekktust lítið sem ekkert hér áður fyrr. Sem dæmi má nefna að Félagsheimili bæjarins var ekki opið á kvöldin yfir veturinn, nema fyrir diskótek öðru hvoru. Ef grannt er hugsað þá mátti ntaður heldur ekki vera úti á kvöldin yfir veturinn, þó meira frjálsræði væri yfir sumarið. Þessir sömu foreldrar játa það, ef þau eru spurð nánar um það. Gleymum því þó heldur ekki að hættumar hverfa ekki yfir sumartímann.“ Utivistar- reglur Útivistarreglur eru bundnar í lög og okkur ber að fara að lögum. Viðsendum börnum okkar ýmis skilaboð, ef við hunsum gildandi reglur: „Það er allt í lagi að brjóta lögin, þau eru hvort eð er svo fáránleg." Viljum við stuðla að slíku? 12 ára og yngri til kl. 20:00 Börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri nema í fylgd með fullorðnum eftir kl. 20:00 á veturna og kl. 22:00 á sumrin. 13 til 16 ára til kl. 22:00 Unglingar á aldrinum 13 - 16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22:00 á veturna, nema þeir séu á heimleið frá skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Útivistartíminn lengist um tværstundirá sumrin. Sveitarstjórar geta breytt þessum aldursmörkum og tímasetningum með sérstakri samþykkt og staðfestingu félagsmála- ráðuneytisins. Huldu Rún finnst það skjóta skökku við að bæjaryfirvöld sjái ekki í hendi sér að þetta gangi ekki. „Bæjar- yfirvöld verða að hjálpa til, en það gera þau ekki með þessu. Ég er ekki á móti því að börn sæki Félagsheimilið, langt því frá. Ég tel það hinn mesta fjársjóð, en það þarf að fara vel með hann. Oft finnst okkur foreldrum slæmt að ekki sé leyfilegt á góðviðrisdögum að leyfa börnunum að vera úti. Hventig væri að fara þá bara með þeim. Það er leyfilegt. Reglur eru til að fara eftir þeim. Þær hafa ekki verið settar fram af neinni tilviljun!" Miðvikudaginn 21/10 kl. 20fórfram Hraðskákmeistaramót Taflfélagsins 1998. Keppendur voru 10 talsins og var tefld 5 mín. skák, tvöföld umferð með skiptum litum. Keppnin var hörð og spennandi. Þó var ekki frítt við að menn væru nokkuð stífir fyrst til að byrja með, en það lagaðist er fram í sótti. Bjöm ívar byrjaði með fítonskrafti og virtist ætla að stinga aðra keppendur af, var kominn með 11 'A vinning eftir 6 umferðir. Hafði unnið allt nema 1 jafntefli við Sigga Frans. En fast á hæla hans kom svo Sigurjón með 9 Vi vinning. Þeir lentu svo saman í 7. umferð og vann Sigurjón þá báðar skákirnar og komst upp að hlið Bjöms ívars. Fylgdust þeir að I framhjá- hlauoi fram í síðustu umferð en þá fékk Bjöm ívar 1 1/2 vinning á móti Bjarka Guðnasyni á meðan Sigurjón vann Ágúst Ómar í báðum. Varð Sigurjón því hausthraðskákmeistari 1998 og hlaut að launum bikar til eignai'. Þar sem þetta er í 3. sinn í röð sem hann vinnur þetta mót. Röð 4 efstu manna er því þannig: 1. Sigurjón Þorkelsson 15 Vi vinning af 18 mögulegum. 2. Bjöm Ivar Karlsson yngri með 15 vinninga. 3. Stefán Gíslason með 13 vinninga. 4. Sigurður Frans Þráinsson með 9 'A vinning. 5. Bjarki Guðnason með 9 vinninga Og aðrir með minna. Þeir sem kepptu voru Ágúst Öm Gíslason, Ágúst Ómar Einarsson, Einar Sigurðsson. Bjarki Guðnason, Einar Skaptason, Bjöm ívar Karlsson (yngri) , Sigurður Frans Þráinsson, Stefán Gíslason, Friðrik Vigfússon, Sigurjón Þorkelsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.