Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1998, Qupperneq 17

Fréttir - Eyjafréttir - 29.10.1998, Qupperneq 17
Fimmtudagur 29. október!998 Fréttir 17 Óánægja í Framhaldsskólanum vegna mikilla fjarvista kennara: Nemendur fa enga forfallakennslu -Á tveimur síðustu heilu önnum voru allir kennarar mættir í 20 daga af70 Slök viðvera kennara við Fram- haldsskólann í Vestmannaeyjum hefur verið til umræðu á fundum skólanefndar samkvæmt áreiðan- legum heimildum Frétta. Aðeins tuttugu af hverjum sjötíu kennslu- dögum hafa allir kennarar skólans verið mættir til starfa undanfarnar tvær annir að því er heimildir herma. Þetta eru niðurstöður könnunar sem gerð var að frum- kvæði skólanefndar. Að sögn Sigurðar Einarssonar, for- manns skólanefndar, ákvað nefndin að fela skólameistara að kanna tjarvistir kennara vegna mikillar umræðu um málið meðal bæjarbúa. Baldvin Kristjánsson aðstoðarskólameistari segir fjarvistimar koma illa niður á kennslu í skólanum þar sem margir kenni fleira en eitt fag og engir afleysingakennarar séu til þess að hlaupa í skarðið. Ólafur Sigurjónsson skólameistari telur forföll kennara frá vinnu ekki vera óeðlilega mikil og segir könnunina hafa verið gerða í tilefni tilskipunar menntamálaráðu- neytisins um lengdan kennslutíma í framhaldsskólum. Skólameistari neit- aði að veita upplýsingar um niður- stöður könnunarinnar. Sigurður segir ástæðu þess að skólanefnd hafði frumkvæðið að könnuninni vera óánægju meðal foreldra. Nefndinni höfðu borist fyrir- spumir vegna fjarvista kennara og var því athugað nánar hvort um óðeðlilega miklar fjarvistir væri að ræða. Sig- urður vill ekki tjá sig um niðurstöður könnunarinnar á þeim grundvelii að hún hefði ekki verið vísindalega unnin. Nefndarmenn væru þó sam- máia um nauðsyn þess að áfram sé fylgst með viðveru kennara en ekki væm áformaðar frekari aðgerðir. Baldvin telur tölumar um fjarvistir kennara réttar og að óneitanlega komi það niður á kennslunni. Tölumar væm samtölur allra forfalla, þ.e. veik- indi og fjarvera af öðmm toga, svo sem ráðstefnur og fundir sem kennarar þyrftu að sækja til Reykjavíkur. Hann sjálfur væri t.d. frá vinnu í einn til tvo daga í mánuði vegna funda starfshóps sem hann sæti í. Baldvin segir að iðulega sé reynt að gera ráðstafanir ef forföll kennara séu fyrirsjáanleg, t.d. með verkefnum sem nemendur vinni sjálfir. Slík verkefnavinna sé að mörgu leyti sambærileg venjulegri kennslu. Einnig væri reynt að koma til móts við þessi forföll með öðm móti. Nefndi hann sem dæmi að þennan dag væri hann að leysa af fslenskukennara, auk þess að gegna tímabundið starfi bókavarðarins. Baldvin segir ekki vera kennaraeklu við skólann eins og sakir standa. Skólinn hafi verið mjög vel mannaður undanfarin ár þó ekki séu afleys- ingakennarar til staðar. Fríða Hrönn Halldórsdóttir, nem- endaráðsmaður, segir nemendaráð eitthvað hafa orðið vart við óánægju vegna fjarvista kennara fyrir síðustu áramót. Þá urðu tveir kennarar al- varlega veikir og krakkarnir fengu ekki að fresta prófi, heldur þurfti að fara í gegnurn mikið námsefni á stuttum tíma. Hún telur þó kennarana hafa reynt að koma til móts við nemendur í prófinu. Sjálf kveðst hún ekki verða vör við óeðlilegar fjarvistir kennara og telur ekki ástæðu til að gera veður út af slfku. Ef kennarinn sé veikur verði flestir nemendur bara fegnir að geta farið inn á sal eða aftur heirn að leggja sig. Þeir nemendur skólans sem rætt var við kváðust ekki telja að fjarvistir kennara væru óeðlilega miklar en könnuðust þó við að sumir kennarar tækju alveg út sína veikindadaga. Þrír þeirra sögðu að þótt tjarvistir væru miklar hjá sumum kennurum hefði það ekki komið niður á námi þeima. Forföll kennara væru bætt nemendum með meiri heimavinnu og hraðari yfirferð í næsta tíma. Höfundar eru nemar í hagnýtri fjölmiðlun við HÍ. Lífeyrisjóðsmálið sambykkt í bæjarstiðrn Á bæjarstjórnarfundi sl. fimmtu- dag var aðalmálið aðild Vest- mannaeyjabæjar að Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga. Tvær tillögur höfðu verið af- greiddar um rnálið í bæjarráði, nokkuð samhljóða, önnur frá meirihluta bæjarstjómar og hin frá Ragnari Ósk- arssyni. Meirihlutinn bar fram við- aukatillögu sem hljóðaði á þá leið að bæjarstjóm samþykkti að taka upp viðræður við stjómendur Lffeyrissjóðs Vestmannaeyja um nánara samstarf og vegna félagsmanna í Starfs- mannafélagi Vestmannaeyjabæjar og annarra þeirra senr átt geta rétt til aðildar að LSS. sem nú greiða í sjóð- inn og einnig vegna nýrra starfs- manna. Viðræðum verði lokið fyrir lok nóvember nk. í greinargerð með tillögunni kom fram að með þessu ætti að tryggja að starfsmenn bæjarins ættu aðild að öflugum lífeyrissjóði með aðsetur í Vestmannaeyjum en LV hefur komið að ýmsum þáttum við uppbyggingu atvinnulífs í Eyjum. Þessi viðaukatillaga var samþykkt með sjö atkvæðum. svo og aðaltillagan frá meirihluta bæjar- stjómar. Þá var og bókað að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu tillögu Ragnars um lífeyrismál enda hefði tillaga Sjálf- stæðismanna, sem gengi lengra, verið samþykkt. Keikó heiðursfélagi SÍNE Keikó hefur verið gerður að heiðursfélaga í SINE, Sambandi íslenskra námsmanna erlendis. Þetta hefur verið staðfest með sérstöku heiðursskjali þar sem kemur fram að hin heimsfræga kvikmyndastjarna, Keikó, sé sæmdur nafnbótinni 1. Heiðurs- félagi SÍNE. Segir að það sé mat stjómarinnar að háhymingurinn hafi með elju sinni og áræði sýnt fram á hvað nám íslendinga í útlöndum er landi og þjóð mikilvægt. „Má ljóst vera að þjálfun Keikós í útlöndum er nú að skila þjóðarbúinu gífurlegum tekjum vegna ferðamanna sem streynra að til að sjá Keikó leika listir sínar, listir sem hann Iærði að leika í útlöndum," segir í bréfinu. Þar segir einnig að aukinheldur sé Keikó prýðisgóð fyrirmynd þeirra íslendinga sem hafa stundað nám í útlöndum og hafa hug á að snúa heim aftur en kvíða aðlöguninni heimafyrir. „Keikó hefur sýnt og sannað að áratuga fjarvera frá íslandsströndum sé engin fyrirstaða ljúfrar og vand- ræðalausrar heimkomu. Er það samdóma álit stjómar SÍNE að leitun sé að jafnþekktum íslendingi sem stundað hefur nám á erlendri grund (erlendum sjá) og þvf eðlilegt að hann verði fyrstur til að hljóta heiðurfélagsnafnbót SÍNE.“ segir í niðurlagi skjalsins sem Olafur Kristinsson, formaður sambandsins, skrifar undir. Fyrir eigi, alllöngu efndu Kaupfélag Árnesinga og Daníel Ólafsson hf. til Varta- rafhlöóudaga. ítilefni þessara daga var brugðið á skemmtilegan getraunaleik fyrir viðskiptavini verslunarinnar. Á myndinni másjá GeirrúnuTómasdóttursigurvegara Vartarafhlöðuleiksins taka við Sharp ferðageislatæki úr hendi Óla J. Kristinssonar sölumanns hjá Heildverslun Daníels Ólafssonar hf. , m X HJOLBARDAÞJONUST (/%)AHALDALEIGUNNAR ^ 481 3131 ^ Sími 481 3131 og 892 9053 Umfelgun og jafnvœgisstilling f/fólksbíla aðeins kr. 3000 Opið alla daga og um helgar eftir þörfum, þ.e. hálku og snjó. ITIIL Groui\id Hawg . . . /Srrr

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.