Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 21.01.1999, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 21.01.1999, Page 2
2 Fréttir Fimmtudagur21. janúar 1999 lllðlagatrygging bætir ekkl f oktión Eitthvað virðist vera á reyki í hugum fólks uiri hlutverk Viðlaga- tryggingar Islands sem surnir halda að bæti tjón af völdum foks. Heldur fólk að Viðlagatrygging hlaupi undir bagga þegai' vindur fer yfir 11 vindstig. I reglugerð um Viðlagatryggingu Islands kemur skýit fram að þetta er ekki rétt og mun það vera vegna þess að almennu tryggingafélögin bjóða upp á foktryggingar. Skylt er að tryggja hús öll og húseignir. lausafé, tæki. áhöld, vörubirgðir og vélar enda séu þessi verðmæti í almennri tryggingu hjá vátrygg- ingafélagi eða stofnun. Viðlagatrygging nær til fimm llokka tjóna I l'yrsta lagi tjóna af völdunr eldgosa og hrauns og öskufalls. í öðru lagi enr það tjón af völdum jarðskjálfta og eldsvoða sem getur hlotist af hans völdurn. í þriðja lagi eru það tjón af völdum snjóflóða en það telst ekki tjón sligist þakið undan þunga af snjó. I fjórða lagi em það tjón af völdum aurkskriða og fimmta og síðasta lagi vegna ílóða sem verða þegar ár og lækir llæða yfir bakka sína eða flóðbylgjur frá liafi eða vötnum ganga á land og valda skemmdum eða eyðileggingu á tryggðum eign- um. Hvergi er rninnst á foktjón. TveirEyjamenn Að gefnu tilefni vill Oli Rúnar Ástþórsson frambjóðandi í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins á Suður- landi koma eftirfarandi á framfæri vegna pósts um prófkjörsmál í síðasta blaði. þar sem sagt er að einungis einn frambjóðandi sé úr Eyjum: „Eg er og hef alltaf verið Eyjamaður og mun halda áfram að vera það, þó ég búi handan við sundið. Það eru því tveir Vest- mannaeyingar í framboði í prófkjörinu og stefna báðir í fyrsta sæti.“ Aldrei fleíri nemendurennú Á fundi skólamálaráðs í síðustu viku kom fram að aldrei hefur verið jafnfjölmennt í tónlistamámi og nú við tónlistardeild Listaskólans. Ekki er þó vitað nákvæmlega um tjölda nemenda né heldur hvernig hann skiptist milli hljóðfæra. Á sama fundi kom einnig fram að ekki hefði tekist að ráða tónlist- arkennara í stað Wolfgangs Zeller, sem lét af störfúm um áramót. Þær Michelle Gaskell og Védís Guð- mundsdóttir munu leysa kennslu- þörfina fyrir þverflautu en aðrir kennarar munu bæta við sig kennslu. lliðar vill byggia Viðar Elíasson, útgerðarmaður Narfa VE, hefur sótt um lóð á hafnarsvæðinu til skipulagsnefndtu-. Hyggst Viðar byggja hús fyrir fiskvinnslu og útgerð og óskar eftir lóð sem næst hafnarkanti og fiskmarkaði. I umsókninni eru lilgreindir þrír staðir sem mestur áhugi er fyrir en þeir era lóð norðan við minnismerkið inni í Botni, lóð milli Eimskips og Fiskmarkaðs Vestmannaeyja og lóð austan við fyrirtækin Eiði og Kinn. Þessu erindi Viðars var vísað til hafnarstjórnar. Skipulagsnefnd fundaði um miðbæinn Verður byggt á BaldurshagalóðinniP I síðustu viku boðaði skipulagsnefnd fund um skipulagsmál miðbæjarins með hagsmunaaðilum á svæðinu. Auk nefndarmanna og bæjarstjóra sátu fundinn Páll Zóphóníasson og Sigurjón Pálsson, eigendur Baldurs- hagalóðarinnar; Benedikt Ragnarsson, sparisjóðsstjóri; Sigurbjörg Axelsdótt- ir, formaður Félags kaupsýslumanna; Stefanía Jónasdóttir, eigandi Lantemu; Guðmundur Sigfússon, eigandi Foto; Bergur Sigmundsson, eigandi Vil- bergs; Kolbeinn Olafsson, eigandi Mozart og íbúi við Bárustíg og Georg Þór Kristjánsson, íbúi við Bárustíg. Þá sátu einnig fundinn Ingi Sigurðs- son, byggingafulltrúi og Ólafur Ólafs- son, tæknifræðingur. Á þessum fundi kom m.a. fram hjá þeim Páli og Sigurjóni að fengju þeir samþykkt byggingarleyfi fyrir húsi á Baldurshagalóðinni, þá myndu þeir strax hefja framkvæmdir þar. Fullur vilji virtist vera hjá fundarmönnum að byggja í miðbænum og þá ekki einungis skrifstofu- og verslunarhús- næði heldur einnig íbúðarhúsnæði. Einnig var bent á að í þeirri upp- byggingu yrði að gera ráð fyrir nægum bfiastæðum. Þá var bent á nýja samþykkt ríkisstjómar um menningarhús í Vestmannaeyjum og bent á þann kost að staðsetja það í miðbænum. Talsvert var rætt um umferð á Bárustígnum en efri hluti hans hefur verið göngugata um langt skeið. Vom flestir því hlynntir að taka upp hæga umferð til norðurs á Bárustígnum enda var á það bent að nú þegar væri nokkur umferð um götuna. Þó lagðist eigandi veiúngahússins Lantemu gegn því að opna götuna fyrir umferð, sagðist óttast að þá yrði gatan hluti af „rúntinum" með mikilli umferð á kvöldin. Einnig rnyndi slík opnun skerða möguleikana á móttöku ferðamanna á veitingastaðnum. Georg Þór Kristjánsson, sem er einn af fáum íbúum við Bámstíg, sagðist fagna því ef byggt yrði í miðbænum. Hann benti einnig á að niðurstaðan sem fengist um framtíðarskipulag við Bárustíg, yrði að þjóna heildar- hagsmunum svæðisins en ekki hags- munum einstakra aðila. Æskulýðsfundir, kirkjuprakkarar, TTT, og margt annað í Landakirkju Æskulýðsstarf Landakirkjuog KFUM og K er farið í gang að nýju eftir áramót og er undirbúningur hafinn að hópferð ungmenna á landsmót æskulýðsfélaga um miðjan næsta mánuð. Landsmótið verður í Vatna- skógi 12.-14. febrúar fyrir unglinga í 8.-10. bekk. Hefur það alltaf verið hin mesta upplifun að taka þátt í svona móti þar sem 2-300 ungmenni koma saman víðs vegar að af landinu. Þátttakan á mótið er niðurgreidd að hluta af sóknamefnd en allir fundir og samverur hér í Eyjurn enj félögum að kostnaðarlausu. Ópið hús er á fimmtu- dagskvöldum kl. 20.30 í KFUM & K húsinu og æskulýðsfundir eru í safnaðarheimilinu kl. 20.30 á sunnudagskvöldum. Gylfi, Skafti, ÓIi Jói og Lilja eru helstu leiðtogamir. Krakkar á aldrinum 7-9 ára (þeir sem verða sjö ára á þessu ári geta byrjað núna) hittast í Kirkju- prökkurum á þriðjudögum kl. 16 í safnaðarheimilinu. Nýir krakkar em velkomnir og taka Óli Jói, Margrét og María vel á móti þeim. Mörg spennandi verkefni em framundan. Tíu til tólf ára krakkar koma saman undir merkinu TTT á fimmtudögum kl. 17 í safnaðarheimilinu. Það eru Skafti, Garðar og Guðrún Helga sem leiða þann hóp og fást þau við eitt og annað í starfinu. Stundum er farið í heimsóknir en alltaf er farið í leiki og sprell. Þeir krakkar sem gripu í tómt síðasta fimmtudag em beðnir velvirðingar á rangri tilkynningu sem var send út, en núna hefst starfið ömgglega, fimmtudaginn 21. janúar. Bamaguðsþjónsta er alla sunnudaga kl. 11 og em allir hjartanlega velkomnir. Komnar eru nýjar bækur með verkefnum og skemmtilegum myndum til fróðleiks og upplifunar. Barnaguðsþjónustan einkennist af miklum söng, lofgjörð, sögum og leik. Foreldrar em hvattir til að koma með börnum sínum og styðja þau til þátttöku. Sérstakir foreldramorgnar eru í safnaðarheimilinu á hveijum miðviku- degi og hefjst þeir kl. 10 árdegis. Það eru samverur sem ætlaðar eru fyrir mæður og feður nýfæddra og ungra bama. Eyjamenn hafa verið þekktir fyrir góða kirkjusókn um langan aldur. Söfnuðurinn er því hvattur til þátttöku í öllu kirkjulegu starfi til að halda uppi þessu merki, en ekki síst til þátttöku í almennum guðsþjónustum á sunnu- dögum. Þess skal að lokum getið að næsta sunnudag, 24. janúar, verður aðalsafnaðarfundur eftir messu kl. 14, og boðar sóknamefnd til hans. Með bestu kveðju og blessunaróskum, sr. Kristján Björnsson. Skemmdirá gróðri Einhverjir ófyrírleítnír ökumenn hafa undanfarið gert sér leik að hví að keyra upp um allar brekkur ínní í Herjólfsdal. Sígurður Jónsson Lv„ sem hér sést ásamt Oddi Júlíussyni, segir að hetta sé hinn mesti fautaskapur gegn móður náttúru. Því hó snjór sé yfir er hann ekki hað hykkur að nægi til að hlífa gróðrinum. Eru hað hví eindregin tilmæli Sigurðar að menn láti af hessum Ijóta leik og haldi sig við vegi og götur begar heir hurfa að fá útrás fyrir aksturshörf sína. Margir vilja gerast Ofanbyggjarar Mikil ásókn er um þessar mundir í land fyrir ofan hraun. Ekki er langt síðan Árni Johnsen reisti sér hús vestan Suðurgarðs og l’yrir skömmu var greint frá því í Fréttum að Sigfús Johnsen hefði sótt um leyfi til að byggja hús í landi Suðurgíirðs. En fleiri hafa nú bæst við. Á fundi skipulagsnefndar í síðustu viku lá fyrir urnsókn frá Val Andersen um leyfi til að endurbyggja gömlu útihúsin í Brekkuhúsi og innrétta þar bílskúr og geymslur. Þá sækir Valur einnig um að lá að byggja hæð þar ofan á fyrir íbúð. Þá lá fyrir fyrirspurn frá Guðrúnu Garð- arsdóttur um byggingu íbúðæ'húss í landi Eystra Þorlaugargerðis. Einnig er fast sótt að fá Draumbæjarlandið til afnota þó að ekki sé til bygginga. Benedikt Frímannsson hefur sótt urn 6400 fermetra landsvæði þar til skipu- lagsnefndíu' og er landið ætlað til trjá- og garðræktar. Hjá landnytja- nefnd lá svo lyrir í síðustu viku untsókn frá Pétri Steingrímssyni um beitarrétt í Drauntbæjarlandi. Þessi mál verða ekki afgreidd fyrr en niðurstöður svonefndra tún- samninga liggja fyrir, svo og deiliskipulag fyrir svæðið fyrir ofan hraun vegna bygginga þar. flrgangur 75hefur komiðsérupp heimasíðu Árgangur 1975 stefnir að því að hittast í Vestmannaeyjum aðra helgi í júní nk. Mikið verður urn dýrðir enda miklir gleðipinnar á ferð. Til þess að þjappa hópnuni saman og gefa fólki tækifæri á að fylgjast með hvemig undirbúningi miðar og koma með tillögur hefur árgangurinn komið sér upp heirna- síðu. Slóðin er here.is/75 Nðgaðgeraí óveðrinu Lögregla hafði í nógu að snúast um helgina. Ekki þó vegna baráttu við lögbrjóta heldur vegna baráttu við náttúruöflin eins og ítarlega er greint frá í Fréttum í dag. Voru mörg mál bókuð í dagbókina en nær öll flokkuðust þau undir að veita fólki aðstoð. BraustinnáLundann Á aðfaranótt mánudags var brotist inn á veitingahúsið Lundann. Stóð lögregla innbrotsþjófinn að verki og var þar heimamaður á ferð. Sat hann inni í 18 tíma vegna þessa. Leítin hafín að Ungffrú Suðurland1999 Keppnin Ungfrú Suðurland 1999 verður haldin að Hótel Örk 31. mars nk. Skráning er á Hótel Örk og hjá Eydísi í sírna 482-3837 á kvöldin. Einnig era allar ábending- ar vel þegnar. (Fréttatilkynning) (FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjómar: Strandvegi 47 li. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn. Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og i Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Efcirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.