Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 21.01.1999, Síða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 21.01.1999, Síða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 21. janúar 1999 DCiúkliiufiu' ú(f nuiututerta Eyþór Harðarson skoraði í síðustu viku á Sigbjörn Oskarsson að taka við. Sigbjöm er nýkominn heiin til Eyja á ný frá Noregi og tekur hér við taumunum. „Eg þakka „Dóra popp" fyrir að skora á mig. Hann var að tala um einhverja norska rétti en ég komst aldrei almennilega upp á lagið með þá og kem í staðinn með nokkuð sem er bæði einfalt og gott. Kjúklingur mcð appelsínum og sítrónum 1 - 2 kjúklingar 1 appelsína 1 sítróna Sósa: 4 dl barbecuesósa safi úr 1 appelsínu safi úr ‘/2 sítrónu 3 dl púðursykur Athugið að sósan dugir fyrir tvo kjúklinga. Hlutið kjúklinginn í bita og raðið þeim í eldfast mót. Skerið appelsínu og sítrónu í sneiðar og raðið yfir. Allt sem fara á í sósuna er soðið Sigbjörn Óskarsson er sælkeri vikunnar saman í potti við vægan hita í 10 mínútur. Hellið sósunni yfirkjúklingabitana, setjið fatið í 180° heitan ofn og látið krauma undir álpappír í 30 mín. Þá er álpappírinn tekinn af og látið malla áfram í 20 - 30 mín. Berið fram með hrísgrjónum, sojasósu, snittubrauði og salati. Myntuostaterta 2 bollar súkkulaðikexmylsna 80 g brætt smjör 500 g hreinn rjómaostur 1 ‘/2 bolli sigtaður flórsykur 2 msk. Creme de Menthe líkjör 2 bollar þeyttur rjómi Blandið saman súkkulaðimylsnu og smjöri. Setjið bökunarpappír í botninn á lausbotna móti. Þrýstið blöndunni t' botninn og upp með hliðunum á mótinu. Kælið. Hrærið rjómaostinn með flór- sykrinum og bætið líkjör út í. Blandið rjómanum saman við. Hellið fyllingunni í súkkulaðiskelina og látið kólna í nokkrar klukkustundir. Takið úr mótinu og skreytið með rifnu súkkulaði. Það er rétt að halda sælkeranum enn um sinn innan handboltans og ættarinnar. Ég ætla að skora á frænda minn Halla „vippu" Hannesar, vamaijaxl, rafvirkja og skipstjóraefni. Ég hef fyrir satt að hann sé rosalega flínkur kokkur. O r ð s p o r Það vakti nokkra athygli í Eyjum þegar sagt var í frétt Rfkissjónvarpsins í vikunni að Samkór Vestmannaeyja hefði fengið allt að hálfrar milljón króna styrk frá Norðurlandaráði. Það kom hins vegar í Ijós að enginn kannaðist við að hafa sótt um styrk til kórsins í sjóði ráðsins Það hefur þó ekki valdið mönnum vandræðum með að finna skýringu á þessum misskilda mis- skilningi. Ein er sú að langduglegasti og einn frumvarpaglaðasti þingmaðurá íslandi og jafvel þó víðar væri leitað hefði sótt um styrkinn í ofvirknikasti og gleymt að láta hlutaðeigandi vita. í frétt sjónvarpsins var einnig getið um að styrkurinn rynni til kórsins vegna söngs og dans. Vakti það ekki síðurfurðu að kórinn ætlaði að fara að leggja fyrir sig dans líka. Hinir spaugsömustu menn hafa þó séð kórlimi fyrir sér í hinum ýmsustu dansstellingum og þá heldur fáklædda. 5lWfi SEGJtmÉGNÉ SKIININGSRÍK Eins og fram kemur annars staðar íbiaðinu hefur ekki tekistað fastráða kennara að Tónlistarskólanum á þverflautu í stað Wolfgangs Zeller sem fluttihéðan um sl. áramót. En málin hafa veríð leyst með því að þær Mlchelle Gaskellog Védís Guðmundsdóttir sjá um kennsluna. Védís er langyngsti kennarinn við skólann og raunar í Eyjum. Hún á þó ekki metið þvlað fyrir nokkrum árum kenndi Ásgerður Hulda Guðmundsdóttir á píanó og varþá aðeins 15 ára. Raunar aðstoðaði hún Guðmund skólastjóra við kennslu en Védís ber fulla ábyrgð á sínum nemendum. Védís er Eyjamaður vikunnar. Fulltnafn? Védís Guðmundsdóttir. Fæðingardagur og ár? 24. maí 1982. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Bý í foreldrahúsum hjá foreldrum mínum, Guðmundi og Deng. Égá eina systur, Rósu og hálfbróður, Ágúst Herbert. Menntun og starf? Erá fyrsta árí ÍFÍV. Kenni á þverflautu í Listaskóla Vestmannaeyja. Laun? Þau eru ágæt. Helsti galli? Ég get verið alger frekja og óþolinmóð. Sérstaklega bitnar það á foreldrunum. Helsti kostur? Sumir segja að ég sé skilningsrík. Uppáhaldsmatur? Allt að hætti mömmu. Versti matur? Hákarí. Svo er ég ekki hrifin aföllum þorramatnum. Uppáhaldsdrykkur? Appelsínusafi. Uppáhaldstónlist? Allt frá rokki upp í klassík Védís Guðmundsdóttir er Eyjamaður vikunnar og allt þar á milli. Geri ekki upp á milli í tónlistinni. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Kaupa föt og glápa á sjónvarp. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Mér finnst leiðinlegt ef ég er ósátt við einhvem. Hvað myndirðu gera efþú ynnir milljón i happdrætti? Skoða heiminn, hiklaust. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Enginn. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Lúðrasveit Vestmannaeyja. Uppáhaldssjónvarpsefni? Simpsons, Fríends og fræðsluþættir. Uppáhaldsbók? Alfræði unga fólksins og Þjóð bjamaríns mikla. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika og stundvísi. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi og baknag. Fallegasti staður sem þú hefur komið á ? París að kvöldi til. Hve lengi hefurþú spilað á flautu? Íníu ár. Ég er á 6. stigi, tek það eftir viku en stigin eruallsátta. Hvernig líkar þér að kenna öðrum ? Mjög vel. Éger ánægð aðgeta miðlað minni reynslu tilannarra. Ertu strangur kennari? Nei, það get ég ekki sagt. Hvað dettur þéríhug þegar þú heyrir þessi orð? Tónlist? Skemmtun og gleði. Flauta? Stórkostlegur hlutur, tónlist. ■Guðmundur kantor? Þó að hann sé pabbi minn þá finnst mér hann stundum furðulegur náungi. Eitthvað að lokum? Já, takkfyrírmig. Ég vona að allir finni ánægju i lífinu. Þann 16. nóvember eignuðust Gyða Arnórsdóttir og Sigmar Helgason dóttur. Hún vó 14 merkur og var 52 1/2 sm að lengd. Hún hefur verið skírð Berglind. Hún fæddist á fæðingardeild Landsspítalans. Ljósmóðir var Halla Hersteinsdóttir. Fjölskyidan býr í Reykjavík. Þann 2. desember eignuðust Jóna Björk Grétarsdóttir og Grétar Omarsson dóttur. Hún vó 11 merkur og var 491/2 sm að lengd. Hún hefur verið nefnd Margrét Björk. Hún fæddist á fæðingardeild Landsspítalans. Fjölskyldan býr í Reykjavík. Þann 3. janúar eignuðust Kristbjörg Oddný Þórðardóttir og Arnar Richardsson dóttur. Hún vó 17 merkur og var 54 sm að lengd. Með henni á myndinni er stóra systir Bertha María. Ljósmóðir var Drífa Björnsdóttir. A döfirin i 21. janúcir Heimili og skóli. Fundur í Sal Bamaskólans 23. janúar Almennurfundur umjjölmiðla í Vestmannaeyjum verður í Asgarði Þorrablót Kiwanis, Oddfellow og Austfirðinga 23. janúar 26 úr liðinfrá gosinu í Heimaey

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.