Fréttir - Eyjafréttir - 21.01.1999, Qupperneq 8
8
Fréttir
Fimmtudagur21.janúar 1999
Mikill atgangur í norðanbáli á laugardagsmorguninn:
Lögregla og björgunarlið höfðu
ekki undan hegar mest gekk á
-Engin slys á fólki og hvergi mikið tjón
Norðan bálið sem gerði á aðfaranótt laugardagsins stóð ekki nema í
um tvo og hálfan klukkutíma að sögn lögreglu. Lætin byrjuðu rétt
fyrir klukkan þrjú og voru þau að mestu gengin yfir þegar leið á
sjötta tímann um morguninn. A þessu tímabili höfðu lögregla og
félagar í Björgunartélaginu vart undan að sinna útköllum. Tilkynnt
var um báta sem losnuðu í höfninni, þak sem fauk af bílskúr, lausar
plötur, rúðubrot um leið og reynt var eftir mætti að koma fólki heim
sem hafði verið að skemmta sér.
„Það fór að lifna yfir þessu um þrjúleytið þegar loðnuskipið Gígja VE
losnaði að aftan og Gandí VE losnaði að einhverju leyti,“ sagði
lögreglumaður sem rætt var við um viðburði næturinnar. „Með aðstoð
Björgunarfélagsmanna, sem þegar voru í viðbragðsstöðu, tókst að festa
landfestar á Gígju. Eftir það má segja að sírninn hafi ekki stoppað næstu
klukkutímana. Fótboltamark hafði fokið á Ashamar 55, beðið var um
aðstoð við að loka útihurð, þakplötur losnuðu af húsi númer tvö við
Herjólfsgötu og svona mætti lengi halda áfram. Við Friðarhöfn var allt
vitlaust og varð að kalla út hafnarstarfsmenn vegna gáma sem fóru af stað
og fiskikara sent l'uku eins hráviði um allt. Þá fauk þak af bílskúr við
Boðaslóð og tilkynnt var um nokkur rúðubrot. Um klukkan hálf fimm
fauk gámur í höfnina og slóst utan í Herjólf. Ekki er vitað hvort eitthvert
tjón varð en sennilega hefur mesta tjónið orðið þegar gámur fauk á
trilluna Vonina VE sem stóð á þurru austan við Tangahúsin. Veðrið var
að mestu gengið niður klukkan sex en það voru að berast inn tilkynningar
um tjón allan laugrdaginn," sagði lögreglumaðurinn.
Um fjörutlu fiskikör fuku upp í hlíðarnar fyrir ofan Friðarhöfn og var verið að safna heim saman á mánudaginn. Árni Karl
Ingason var við hann starfa.
Formaður Björgunarfélagsins:
Vorum í við-
bragðsstöðu
Adolf Þórsson, formaður Björg-
unarfélags Vestmannaeyja, segir
að kall hati komið frá lögreglunni
um klukkan 2.45 cn menn hafi þá
þegar verið í startholunum vegna
slæmrar veðurspár.
„Það var strax mikið að gera og
flæddu inn beiðnir um aðstoð," sagði
Adolf. „Við vorum 15 til 20 úti í
tveimur og þremur hópum og
höfðum meira en nóg að gera á
meðan lætin voru hvað mest. Við
aðstoðuðum fólk fólk eftir mætli en
við urðum að meta þörfina hverju
sinni og hvert tilvik fyrir sig. Bátar
og trillur slitnuðu upp, húsþök
opnuðust, rúður brotnuðu og svo
mætti lengi telja. Við reyndum að
spila þetta af fingrum fram og
höfðum það að leiðarljósi að koma í
veg fyrir frekara tjón á fólki, tækjum
og fasteignum," sagði Adolf.
Hann segir þetta með verstu
veðrum þó það jafnist ekki á við
óveðrið 1992. „Það var mjög hvasst
og komu ægilegar hviður. Þá urðu
menn að halda sér í ljósastaura til að
Ijúka ekki. Það er ljóst að menn gera
ekki mikið við svona skilyrði og því
er aðalmarkmiðið að sjá til þess að
tjón verði ekki meira en orðið er. I
flestum tilfellum varð tjón ekki
mikið. Eitt versta tjónið varð á húsi
við Hásteinsveg þar sem allt jám og
klæðning hreinsaðist af niður í
sperrur,“ sagði Adolf að lokum.
ÓskarJ. Sigurðsson vitavörður í Stórhöfða:
Ekki versta veður vetrarins
-Vindhraðinn komst mest í 93 hnúta á laugardaginn en tvisvar
fyrir áramót fór vindstyrkur yfir 100 hnúta
Þó að mörgum þætti nóg um
veðurhaminn aðfaranótt laugar-
dagsins og fram yfir hádegi á
laugardag, segir Oskar Sigurðsson,
vitavörður í Stórhöfða, að þetta sé
ekki það hvassasta sem hann hefur
séð í vetur.
„Hann hefur tvisvar í vetur orðið
hvassari," sagði Oskar en í þetta
skiptið blés hann að norðan en í hin
tvö skiptin var um austan átt að ræða.
„Veðrið var á engan hátt sérstakt en
það var ansi byljótt. Mestur varð
vindhraðinn 93 hnútar í einni hviðu.
Það var upp úr klukkan 3 á laugar-
dagsnóttina en þann 14. desember sl.
fór vindurinn upp í 114 hnúta og
veðrið var litlu minna þann 7.
nóvember í haust. Þá hefur það komið
fyrir þrisvar sinnum í vetur að olíumöl
hefur flest af veginum upp í Höfðann
en það gerðist ekki núna. Mesti
meðalvindur var svo eftir hádegið
þegar hann stóð í 75 hnútum," sagði
Oskar en tólf vindstig eru 65 hnútar.
„Annars held ég að norðanáttin sé
verri í bænum en uppi á landi.“
Hann segir að veturinn núna sé
ólíkur vetrinum í fyrra sem var
einstaklega rólegur. „En þetta er
ekkert óvenjulegur vetur og það má
alltaf búast við sterkum veðrum á
þessum tíma.“
Eins og komið hefur fram í fréttum
var lægðin, sem veðrinu olli, með
dýpstu lægðum sem komið hefur inn á
Norður-Atlantshaf á öldinni, fór niður
í 920 millibör. Óskar segir að 930
millibör séu minnsti loftþrýstingur
sem hann hafi mælt en lægsti
loftþrýstingur sem mælst hefur hér á
landi mældist á Stórhöfða var 919,8
Um 30 tilkynningar um tjón
Samkvæmt upplýsingum hjá
stærstu tryggingafélögunum, Sjóvá-
Almennum, Tryggingamiðstöðinni
og VÍS, lætur nærri að þeim hafi
borist ?? tilkynningar um tjón í
veðrinu á laugardaginn. Ekki liggur
enn fyrir hvað tjónið er mikið í
krónum en Ijóst má vera að það
skiptir einhvcrjum milljónum
króna.
Guðbjörg Karlsdóttir hjá
Tryggingamiðstöðinni, segir að engin
tilkynning um stórtjón hafi borist
félaginu. „í allt hafa okkur borist um
tíu tilkynningar og í engu tilfelli er um
mikið tjón að ræða. Þau eru minni en
oft áður en það sem gerist núna er að
nú hefur orðið tjón bæjarhlutum sem
hafa yfirleitt sloppið. A ég þar við
miðbæinn sem virðist fara verr út úr
norðanáttinni en austanáttinni," sagði
Guðbjörg.
Kristín Georgsdóttir hjá VÍS segir
að tjónið geti varla talist mikið miðað
við veðurhaminn. „Það hefði mátt
búast við miklu meira tjóni og þetta er
ekkert í líkingu við veðrið 1991. Við
höfum fengið inn sex eða átta
tilkynningar en það er ómögulegt að
segja til um fjárhæðir. Auk þess hafa
tveir komið til okkar sem eru aðeins
með bmnatryggingu en hún bætir ekki
foktjón. Það sama gildir um Við-
lagatryggingu vegna þess að hægt er
að kaupa foktryggingu á almennum
markaði," sagði Kristín.
millibör árið 1929. „Ég hef heyrt að þá
hafi gengið eitt versta austan veður,
sem sögur fara af, yfir landið.“
Þegar Óskar er spurður um hitafar í
vetur segir hann að byrjun desember
hafi verið mild og úrkoma var mikil.
„Síðan hefur kólnað þannig að hitinn
gæti verið nálægt meðaltali."
Aðalsteinn Sigurjónsson, umboðs-
maður Sjóvá-Almennra, sagði að
þeim hefðu borist tæplega tíu til-
kynningar um tjón og hefði það verið
mest í tveimur tilfellum. „Annars held
ég að við höfum sloppið vel miðað við
veðurhaminn. Enda á það ekki að
koma Eyjamönnum á óvart þó að
hann blási hressilega," sagði Aðal-
steinn sem var einn þeirra sem svaf af
sér veðrið.
Jón Bragi Arnarsson
lögreglumaður:
Hefaldrei
séð annað
einsveður
Jón Bragi Arnarsson, lög-
reglumaður, var að störfum um
nóttina og segist hann aldrei
hafa lent í öðrum eins
veðurham.
„Veðrið var alveg kolklikkað og
það skall á allt í einu. Það var mest
að gera hjá okkur á bryggjunum.
Ég hef aldrei séð annað eins
veður. Fiskikörin fuku um alla
Friðarhöfn og upp um brekkur og
maður stóð varla í lappimar í
verstu hviðunum. Ég var ekki á
vakt í mikla veðrinu 1992 en þetta
er versta veður sem ég hef lent í,“
sagði Jón Bragi.