Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 21.01.1999, Síða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 21.01.1999, Síða 11
Fimmtudagur 21. janúar 1999 Fréttir 11 gann, segir Ragnhildur Gottskálksdóttir sem hér segir frá fyrstu kynnum sínum og eiginmanns f Vestmannaeyingum og Vestmannaeyjum þar sem hún segist alltaf verða aðkomumaður boðavinnu í barnaskólanum og lærði heilmikið af bömunum.“ Störf hennar í skólanum fólust í aðstoðarkennslu sem hún segir hafa verið skemmtilegt og gefandi starf. „Það er mikill munur á íslenskum og frönskum bömum. Þegar maður mætti krökkunum á göngum skólans var manni alltaf heilsað, „Bonjour Madame.“ Þetta sér maður ekki gerast í íslenskum grunnskólum," segir Ragnhildur. Frakklandsdvölin hafði töluverð áhrif á lífshætti fjölskyldunnar. „Við urðum auðvitað fyrir mikium áhrifum af franskri menningu," segir Ragn- hiidur og bendir á ýmsa fommuni sem fjölskylduRi.. áskotnaðist þar syðra, þ.á m. spegil, skáp og nokkra smáhluti. „Við lærðum auðvitað að drekka rauðvín og borða osta,“ segir hún og rifjar upp minningar sínar um franska matarmenningu. „Nunnumar sem ráku barnaskólann buðu upp á fjögurra rétta máltíð með víni og ostum á hverjum degi. Þær vatns- þynntu þó vínið," segir Ragnhildur og hlær. „Við hjónin kynntumst líka ekta frönsku heimilislífi hjá vinnufélögum Sighvats, bæði matarmenningunni og vínrækt sem ekki var síður gaman. Við eyddum t.a.m. helgi á vínekru foreldra vinar okkar. Þar tókum við þátt í uppskerunni sem var mjög fróðlegt.“ Til samanburðar segist Ragnhildur hafa heimsótt vinkonu sína í Baiti- more í Bandarfkjunum á þessu tímabili og sér hafi bmgðið við að sjá hversu lítil áhersla var lögð þar á borðhaldið. „Þar vantaði alla stemmn- RAGNHILDUR með þann yngsta og elsta. Hún heldur á Eggerti Rafni en Þórður stendur hjá. RAGNHILDUR OG SIGHVATUR með alla fjölskylduna. Bjarni, Eggert Rafn, Gottskálk, Ragnhildur, Sighvatur, Þórður, Dóra Dúna sem heldur á ömmubarninu, Ragnhildi Eddu. Á myndina vantar verðandi tengdadóttur, Guðrúnu Gísladóttur sem tók myndina. ingu í kringum matartímann, fólk gaf sér varla tíma til að leggja á borð og pantaði bara kjúkling eða pizzu. Það er auðvitað í lagi stundum, en helst ekki alltaf,“ segir hún. Sighvati rann blóðið til skyldunnar Upphaflega ætlaði fjölskyldan að vera fimm ár í Frakklandi en að þremur ámm liðnum bauðst Sighvati að taka við rekstri Vinnslustöðvarinnar. Sighvati rann blóðið til skyldunnar enda var fyrirtækið búið að vera í eigu fjölskyldunnar frá upphafi. Ragn- hildur segir það hafa verið mikil umskipti að koma til Vestmannaeyja beint frá Frakklandi. E.t.v. hefði verið skynsamlegt að dvelja út áætlaðan tíma í Royan en félagslega hefði að sjálfsögðu verið betra að búa í faðmi stórfjölskyldunnar í Eyjum. Ragnhildur segist ekki hafa átt von á því að flytja til Vestmannaeyja. „Mér hefur alltaf fundist gott að koma til Eyja. Eg man ennþá tilfinninguna að koma út úr flugvéi og horfa yfir eyna. Mér fannst það mjög fallegt og var alveg til í að búa hér. Sighvatur var hins vegar alltaf ákveðinn að gera það ekki,“ segir hún. Oft í sömu sporum og sjómannskonur Ragnhildur segir Sighvat ávallt hafa haft sterk tengsl við fiskiðnaðinn. „Fiskurinn hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá Sighvati... og svo ég í öðru sæti,“ segir hún og hlær. Hún segir Sighvat stundum vera svo önnum kafinn við störf sín að hún upplifi sig dálítið eins og sjómannskonu en Sighvatur er stjómarformaður SIF auk þess að vera framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Ragnhildur segir umskiptin við að flytja til Vestmannaeyja hafa verið mikil. „Eg á fáa en góða vini í Eyjum og verð sjálfsagt alltaf aðkomu- manneskja hér. Það er svolítið skrýtið, ég er ekki Vestmannaeyingur en tilheyri samt Vestmannaeyjum vegna mannsins míns og bamanna," segir hún. „Það er bara einhvern veginn þannig með Vestmannaeyjar, maður þarf að vera innfæddur til að teljast raunverulegur Vestmanna- eyingur." Verst þegar umtalið bitnar á börnunum Inga, systir Ragnhildar og eiginmaður hennar, Dairi Gunnarsson, bjuggu í Vestmannaeyjum ásamt þremur bömum sínum í nokkur ár. Þau em nú flutt á brott og segir Ragnhildur að það hafi verið viðbrigði, ekki síst eftir að nánasta vinafólk þeirra Sighvats fluttist búferlum til Reykjavíkur. Hún lætur þó vel af dvölinni í Eyjum. „Vestmannaeyingar eru svolítið sérstakir,“ segir hún hugsi. „Þetta em traust og gott fólk, allt hresst og skemmtilegt en samt er talað dálítið mikið um náungann. Það er kannski þannig á öllum litlum stöðum. Mér finnst þó verst þegar það bitnar á bömunum og þau jrurfa að hlusta á umtalið um foreldra sína í skólanum. Maður getur þó að minnsta kosti ekki kvartað yfir afskiptaleysi," segir Ragnhildur Gottskálksdóttir að lokum, þakkar okkur fyrir komuna og snýr sér að því að svæfa dauðþreyttan son sinn. Anna Sigríður Einarsdóttir Sigríður Hagalín Björnsdóttir Höfundar eru nemar í hagnýtri jjölmiðlun við Háskóla Islands. RAGNHILDUR með Eggert Rafn, sem er yngsturfimm barna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.