Fréttir - Eyjafréttir - 21.01.1999, Page 13
Fimmtudagur 21. janúar 1999
Fréttir
13
framboðshmdw i Ásgarði
Ólafur Björnsson mun kynna
sig og stefnumál sín á
framboðsfundi í Ásgarði,
föstudaginn
22. janúar kl. 20:00.
Meðal þess sem Ólafur vill
beita sér fyrir komist hann
á þing er að...
...samgöngumál verði bætt,
t.d. með uppbyggingu
flugvallarins í Eyjum og
Bakkaflugvallar...
...fjölbreytni í atvinnumálum
Eyjamanna verði aukin...
...styrkja höfnina í Eyjum sem
útflutninghöfn...
...koma upp frekara fjarnámi frá HÍ
og auka menntun á öllum sviðum...
Fjölmennum á fundinn og
kynnum okkur málin!
Við styðjum Óla Björns heilshugar á þing
Svanhildur Sigurðardóttir Vestmannaeyjum Kjartan Sveinsson Biskupstungum Eva Kóradóttir Vestmannaeyjum
Grétar Þór Sævaldason Vestmannaeyjum Ragnar Sær Ragnarsson Biskupstungum Sigurður Sigurjónsson Selfossi
Kristý Tryggvadóttir Vestmannaeyjum Ólafur Einarsson Biskupstungum íris Þórðardóttir Vestmannaeyjum
Guðbjörg Viðarsdóttir Vestmannaeyjum Gunnar Þorgeirsson Grímsnesi Hanna Hjartardóttir Kirkjubæjarkl.
Ragnar Þ. Jónasson Vestmannaeyjum Jens Uwe Friðriksson Selfossi Alda Andrésar Hveragerði
Sigurlaug Stefónsdóttir Vestmannaeyjum Emelía Granz Selfossi Pétur Þórðarson Hveragerði
Yngvi Borgþórsson Vestmannaeyjum Sigurður Ingi Jóhannsson Hrunamannahr. BrynjarH. Guðmundssor Þorlókshöfn
Ólafur Týr Guðjónsson Vestmannaeyjum Óskar G. Jónsson Selfossi Ingvi Þór Magnússon Þorlókshöfn
Ólafur J. Borgþórsson Vestmannaeyjum Samúel Smóri Hreggviðsson Selfossi Karl Björnsson Vestmannaeyjum
Ingunn Guðmundsdóttir Selfossi Auðunn Hermannsson Selfossi Jón G. Valgeirsson Vestmannaeyjum
Kynnið ykkur málefnin á heimasíðunni - http://www.olafur.is
Atvinna
Starfskraftur óskast til afgreiðslu- og lagerstarfa hálfan eða
allan daginn.
Tölvukunnátta æskileg.
Upplýsingar á skrifstofu okkar að Strandvegi 75.
H. Sigurmundsson ehf.
Trillukarlar
Aðalfundur Farsæls verður haldinn í
húsakynnum Sjóstangveiðifélagsins þann 23.
janúar nk. kl. 18.00.
Allirmæti.
Stjórnin.
Hæsii-
rétmr
dæmir
siúklingi
bætur
-sem héraösdómur
hafðihafnað
Fallinn er í Hæstarétti dómur í
máli Ingólfs Þorsteinssonar
gegn Bimi ívari Karlssyni fyrr-
verandi yfirlækni við Sjúkrahús
Vestmannaeyja. Stefndi, Björn
ívar, var sýknaður í Héraðs-
dómi Suðurlands, en Ingólfur
áfrýjaði málinu til Hæstaréttar.
Samkvæmt því sem fram kom í
héraðsdómi taldi áfrýjandi að
greining stefnda á orsökum smella
í vinstri olnboga áfrýjanda hafi
verið röng og uppskurður hafi
verið óþarfur þar sem um minni
háttar óþægindi hafi verið að ræða
og stefnda hafi síðan orðið á
saknæm mistök við aðgeðina
þegar hann flutti ölnartaug í oln-
boganum. Hann hafi flutt taugina
á of stuttu svæði þannig að of
krappar beygjur hafi verið á
tauginni. Þá hafi hann ekki fest
taugina niður á réttan hátt og stafi
varanleg örotka áfrýjanda frá
aðgerð stefnda.
Stefndi telur ákvörðun sína unt
aðgerð hafa verið fullkomlega
eðlilega og við aðgerðina hafi
komið í ljós að taugin væri laus og
gengið frá henni með viður-
kenndri aðferð. Þegar féstumeinið
hafi verið greint rúmlega mánuði
eftir aðgerðina hafi ekkert bent til
þess að það myndi valda þeim
óskunda sem síðar kom í Ijós og
eftir þann tíma hafi stefndi enga
ábyrgð á áfrýjanda.
Fyrir héraðsdómi leitaði áfrýj-
andi til tveggja sérfræðinga í
tauga- og bæklunarskurðlækning-
urn og töldu þeir að fyrsta
aðgerðin hefði verið óþörf. Féllst
læknaráð á rökstuðning þeirra.
Læknarnir ena þeirrar skoðunar að
sá varanlegi skaði á tauginni, sem
áfrýjandi býr við, stafi frá að-
gerðinni. Einnig telja héraðsdóm-
arar að ekki yrði horft framhjá
þeim drætti sem varð á eftir að
festumeinið var ljóst og gripið til
viðeigandi ráðstafana. Eigi sá
dráttur umtalsverðan þátt í örorku
áfrýjanda.
Verði því ráðið að stefndi réðst
í aðgerð sem ekki var sérstök þörf
á. Eftir að ljóst var að aðgerðin
leiddi til frekari einkenna og
stefndi greip ekki þegar til ráð-
stafana til að fyrirbyggja tjón telur
Hæstiréttur tjón áfrýjanda því
stafa frá aðgerðinni og stefnda gert
að gteiða honum bætur.
Varanleg læknisfræðileg örorka
Ingólfs vegna aðgerðarinnar er
metin I0% og heildarbætur til
hans hæfilega meinar 2.7 milljónir
kr. með vöxtum, stefndi greiði og
áfrýjanda málskostnað í héraði og
fyrir Hæstrétti. Málið dæmdu
Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Er-
lendsdóttir, Haraldur Henrysson,
Hjörtur Torfason, og Hrafn
Bragason.