Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 21.01.1999, Qupperneq 15

Fréttir - Eyjafréttir - 21.01.1999, Qupperneq 15
Fimmtudagur 21. janúar 1999 Fréttir 15 Vel heppnuð björgunaræfing á Herjólfi: Áhöfnin með allt á hreinu í öiyggismálum frekar hugsjónastarf en annað og telur reyndar að mikil vinna á sam- bærilegum söfnum sé unnin með hugsjónina að leiðarljósi. „Fólk gerir þetta ekki vegna þess að það er gífurlegur fjárhagslegur ávinningur af því. Svona safnavinna er miklu frekar byggð á því að fólki er annt um hlutina og vill kynna sögu byggðarlags og lands fyrir þeim sem þar búa og ferðamönnum." Hvers virði er það fyrir stað eins og Vestmannaeyjar að eiga gott og vel skipulagt minjasafn? „Minjasafn út af fyrir sig er að ýmsu leyti ekki nóg að mínu mati. Minjar eru allt í kringum okkur í umhverfinu og að auki finnst mér persónulega að sá sem þekkir ekki sína eigin sögu , hvemig í ósköpunum ætlar hann að skilja nútíðina og það sem á eftir að gerast. Viðbyggjumá því sem við höfum lært í gegnum söguna og verðum þess vegna að vita eitthvað um fortíðina. Mér finnst nauðsynlegt að kunna mína eigin sögu og sem kynning fyrir byggðarlagið skiptir sagan og hvemig hún er kynnt miklu máli.“ Safn ekki aðeins geymslu- staður Hlíf segir að sínu mati eigi safn ekki að vera aðeins geymslustaður, vegna þess að á söfnum em hlutir sem eiga sögu sem gaman er að þekkja og vita einhver deili á. „Eins og í dag em mörg byggðasöfn sem hafa náð því að fá fleira fólk inn til sín og em að gera margt skemmtilegt til kynningar á sögunni. Allt í kringum okkur hefur breyst svo mikið á svo stuttum tíma að persónulega verð ég að játa það að ef einhver skutlaði mér inn á sjó- minjasafnið í Hafnarfirði og tæki allar upplýsingar af hlutunum, vissi ég hvorki haus né sporð á einu né neinu, en forvitni mín yrði vakin, því að þarna er sá hluti sem er nátengdastur manni að mörgu leyti, sjórinn. Fólk á líka að geta fengið tilfmningu lyrir því hvemig hlutir vom notaðir og fá tilfinningu fyrir því hvað var að gerast í eina tíð.“ Þegar ég sé þig sitja héma í lopapeysu með grifflur umvafða bókum, blaðandi í ýmsum gögnum og blöðum er ekki laust við að manni fínnist maður stökkva langt aftur í fortíðina. Af hverju situr þú ekki við tölvu? „Eg er ekki með fjöður og sit ekki við kertaljós," segir Hlíf og hlær innilega. „Mér skilst að tölvan sé einhvers staðar á leiðinni og vonast til þess að hagur minn vænkist fljótlega að því leyti og mig er farið að klæja í puttana að setja þetta verk almenni- lega í gang. Eg ætla ekki að standa í því að skrá þetta allt á einhver tossaspjöld og setja svo inn í tölvu. Það yrði einkennilegur tvíverknaður. Eg vil fara að koma þessu í gang. Það er til sérstakt forrit sem er notað við svona skráningu og við getum fengið til afnota. Þjóðminjasafnið kynnir það íyrir söfnum á landsbyggðinni og er reiðubúið að veita aðsoð þeim að kostnaðarlausu, hvemig best er að standa að slíkri skráningu og ég vil gjaman læra á það kerfi sem er notað á Þjóðiminjasafninu og þá yrði ekki verra að fá manneskju ókeypis til jress að setja sig inn í málin og að hægt yrði að gera aðgengilega skrá til að skipuleggja og betmmbæta skráning- una. Það er lítið vit í því að ég setji upp eitthvert einkaforrit, sem enginn skilur nema ég.“ Ert þú sjálf komin til Eyja til þess að vera? „Það er ekki spuming. Ef ég fæ starf sem vekur áhuga minn og hentar minni menntun, þá myndi ég mjög gjaman vilja vera hér,“ segir Hlíf, snýr sér að verkefninu á ný og hlífir sér hvergi við skráninguna. Benedikt Gestsson Á fimmtudginn í síðustu viku var haldin björgunaræfing um borð í Herjólfi þar sem hann lá við bryggju í Vestmannaeyjum. Á undan æfingunni hafði áhöfnin hlýtt á fyrirlestra kennara í Slysavarnaskólanum, þar sem farið var yfir helstu þætti og fyrir- komulag björgunaraðgerða í skipinu. Það voru nemendur í Slysavarnaskólanum sem Icku farþega ásamt nemendum í Hamarsskóla. Áhöfn Herjólfs vissi ekki fyrirfram að fengið yrði fólk til þess að leika farþegana, en þrátt fyrir það gekk æfingin vel og áhöfnin gekk til starfa eins og vel smurð vél. Láms Gunnólfsson skipstjóri á Heijólfi sagði að lokinni æfingunni að hann hefði verið mjög ánægður með hvemig til tókst. „Eg er mjög á- nægður með þetta og heyrist að leiðbeinendumir í Slysavamaskól- anum hafi verið það líka. Maður er kannski ekki reiðubúinn í allt eftir svona æfingu, en þetta hefur mjög mikið að segja og er mjög jákvætt, bæði fyrir áhöfnina og krakkana sem þátt tóku í æfingunni. Þau hafa gott af því að sjá hvemig svona æfing fer fram.“ Láms segir að frá því að að- vörunarbjöllum var hringt og fólk kallað út hafi liðið sjö mínútur þar til allir vom komnir í björgunarbát. „Það vom 47 leiknir farþegar auk áhafnarinnar sem vom 22.“ Hvert telur þú gildi svona æfingar? „Þetta hefur gífurlega mikla þýð- ingu og aldrei of margar æfingar að mínu mati. Þetta er Ifka mjög gott fyrir krakkana sem tóku þátt. Þau sjá hvernig þetta virkar, en vonandi þarf aldrei að koma til þess að þau eða við lendum í því að grípa til neyðar- áætlunar í alvömnni. Það komu ekki upp neinir alvarlegir hnökrar í æfingunni, en að sjálfsögðu munum við fara yfir dæmið og ræða hvemig til tókst. Það er aldrei svo að ekki megi bæta um betur.“ Hvað með æfingu þegar Herjólfur er í áætlun? „Eg vil nú ekki segja neitt til um það. Að mínu mati getur það orkað tvímælis, en víst gæti verið áhugavert að hafa æfingu með farþegum í alvömferð. En það era æfingar hjá áhöfninni mánaðarlega og þá em bátamir sjósettir, en eins og ég sagði áðan má alltaf gera betur og æfa oftar.“ Hilmar Snorrason: Ódrepandi áhuga á öryggismálum Hilmar Snorrason skólastjóri Slysa- vamaskólans er gamall haukur í slysavamamálum sjómanna. Hann segir að áhugi sinn á þessum málum hafi vaknað eftir að hann lauk Stýri- mannaskólanum og fór að sigla sjálfur en þá hafi hann séð að víða var pottur brotinn þar sem hann var til sjós. „Eg setti mér það því sem markmið að þegar ég kæmist til þeirra metorða að stjóma öryggismálunum myndi ég koma þeim í það horf sem ég teldi þörf á. ,Allt frá því ég byrjaði til sjós hef ég orðið vitni að mörgum skrítnum uppákomum sem ég var ekki sáttur við. Allar götur síðan hef ég haft brennandi áhuga á þessum málum. Þegar ég tók við Slysavama- skólanum 1991 jókst áhuginn enn þá meira og hefur eflst síðan.“ Hilmar segir að alltaf þegar slysa- vamamámskeið hafi verið í Eyjum á vegum skólans hafi þeir tekið nokkra tíma með áhöfn Herjólfs og farið yfir öryggismálin. „Herjólfur er lífæð Vestmannaeyja. Hér er áhugi fyrir öryggismálum mjög mikill og Eyjamenn hafa sýnt það og sannað að þeir vilja hafa hlutina í lagi og gera þá vel. Á þessari æfingu fengum við nemendur úr Framhaldsskólanum sem eru á skipstjómarbraut og nemendur sem em að taka 30 tonna réttindin í gmnnskólunum undir stjóm Georgs Stanley, auk nokkurra annarra nemenda úr Hamarsskóla." Hilmar segir að æfingin hafi gengið út á að koma stómm hópi farþega úr skipinu í björgunarbátana. „Með Herjólfi fer oft mikill fjöldi fólks sem getur farið upp í fjögur til fimm hundruð. Stærsta vandamál þeirra sem eru á farþegaskipum, er ef hættu ber að höndum, þá þurfa menn að taka með sér farminn sinn, sem em farþegamir. Viðbrögð farþeganna geta verið mjög mismunandi, eða jafn misjöfn og þeir em margir. Núerhins vegar allt rólegt og allir farþegamir vissu að þetta væri æfing, en hún gekk mjög vel fyrir sig, sem segir það að áhöfnin veit nákvæmlega hvað hún á að gera og bregðast við, þannig að ef hér kæmi upp hættuástand og áhöfnin lenti í að vera með farþega, sem væm órórri, en þeir sem nú eru hér, ættu hlutimir samt sem áður að gánga upp. Það byggir fyrst og fremst á því að farþegamir treysú áhöfninni og að hún kunni til verka.“ Var eitthvað sem hefði mátt fara betur? „Eg get nú ekki sagt það, að minnsta kosti ekkert sem skipti neinu máli. Auðvitað tekur maður eftir einstaka atriðum, sem er alls ekki óeðlilegt. Skipið er að vísu bundið við bryggju og það er öðm vísi tilfinning þegar svo er, en það gekk alll upp eins og það átti að gera." Þú varst með áhöfnina í kennslu áður en að sjálfri æfmgunni kom. Em einhverjar spurningar sem koma oftar upp en aðrar hjá skipshöfnum á svona námskeiðum? „Þær eru líklega um hundrað algengustu spumingamar sem við fáum. Það er engin algengari en önnur. Hins vegar er vandamálið í íslenska skipastólnum að það em aldrei haldnar æfingar um borð í skipunum. Spurningarnar sem við fáum eru því í þá vem og einkennast af því að áhöfnin hefur aldrei æft, að vísu em margar gleðilegar undan- tekningar frá þessu. En það á að æfa um borð í öllum skipum. Á þriggja mánaða fresti á fiskiskipum og mánaðarfresti á kaupskipum, en framundan em breytingar sem ætlast til þess að æfingar verði í hverjum mánuði á fiskiskipum líka. Þá er eins gott að menn fari að taka þessa hluti alvarlega, því um þetta snýst öryggi áhafnarinnar. Ef eitthvað kemur fyrir þá eiga menn að kunna það sem þarf að gera á neyðarstundu." Skelfingin hans Stanleys Hilmar segir að smá mishermi hafi verið í síðasta blaði um Slysa- vamaskólann. „Við erum ekkert hættir að koma til Vestmannaeyja. Hins vegar mun Slysavamaskóli sjómanna ekki koma hingað til að kenna nemendum á stýrimannabraut Framhaldskólans, því allt bendir til að hún verði ekki héma. Eftir sem áður munum við koma og taka strákana sem eru á vélstjórnarbrautinni og þá sem em í pungaprófi og að sjálfsögðu almenna sjómenn og næst komum við vonnadi siglandi á Boggunni. Skelf- ingin hans Stanleys fólst hins vegar í því að það gleymdist í síðasta blaði að geta um strákana sem eru í 30 tonna réttindunum.“ Fréttum er bæði ljúft og skylt að bæta úr því hér og nú og biðst velvirðingar á misherminu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.