Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 21.01.1999, Síða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 21.01.1999, Síða 17
Fimmtudagur 21. janúar 1999 Fréttir 17 LoönuvertíÖ hafín þó enn hafí engin loöna borisf til Eyja: Menn bjartsýnir á góða vertíð Loðnuvertíð er hafin og menn komnir í startholumar í Vestmannaeyjum þótt enn hafi ekki borist loðna hingað. Sighvatur Bjamason, framkvæmda- stjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að a síðustu vikum hafi verð á mjöli og lýsi lækkað nokkuð. Markaðurinn sé rólegur um þessar mundir og lítið um að vera. Vinnslustöðin átti litlar birgðir um áramót og var þegar búið að selja megnið af þeim á viðunandi verði. Sighvatur segir að útlit sé fyrir að verð á mjöli og lýsi verði lægra en á síðustu vertíð en þó nokkuð hátt. Búið er að selja nokkurt magn fyrirfram á viðunandi verði sem er yfir núverandi markaðsverði. En verð á lýsi hefur dalað talsvert og er mun lægra en í fyrra. Þegar kemur að frystum afurðum er staðan betri. Mikil eftirspum er eftir íslenskri loðnu og segir Sighvatur að fyrirtækið hafi unnið sér sess með stöðugum gæðum afurða. Kaupendur em tilbúnir að taka allt það magn sem unnt er að frysta á Japansmarkað og verðið er stöðugt, miðað við árið í fyrra. Þá hefur staða yensins styrkst nokkuð þannig að útlitið er bjart. Sighvatur segir að markaður fyrir loðnuhrogn hafi minnkað mikið á liðnum ámm og sé aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem var. Framboð er oftast meira en eftirspum og það þýðir lægra verð. Markaðurinn í Japan tekur við rúmlega 3000 tonnum en afkastageta Vinnslustöðvarinnar á þeim tíu dögum, sem vinnslan stendur yfir, er um helmingur þess magns. En fyrirtækið hefur sterka stöðu á markaðinum og unnið hefur verið að því að fínna nýja kaupendur að hrognum. Utlitið er því þokkalegt að því gefnu að ekki verði um offramboð að ræða frá íslenskum framleiðendum. Tvö skip frá Vinnslustöðinni verða á loðnuveiðum í vetur, Kap og Sighvat- ur Bjamason. Kvóti þeirra var í fyrra tæp 60 þúsund tonn en ekki vitað hver endanlegur kvóti verður í ár. Frá Isfélagi Vestmannaeyja verða þrjú skip á loðnu í vetur, a.m.k. fyrst um sinn, Antares, Gígja og Sigurður. Guðmundur verður áífam undir græn- lensku flaggi og það fer eftir endanlegri úthlutun kvóta hvort Heimaey fer einnig til loðnuveiða. Loðnuafli Isfélagsskipanna var í fyrra 106.000 tonn en aflinn í haust nam 19.000 tonnum. Isfélagið hefur yfir að ráða um 10% af heildarkvóta Is- lendinga. Sigurður Einarsson, forstjóri Isfé- lagsins, segir að í vetur sé horft með bjartsýni til loðnuvinnslunnar, ekki síst þar sem ný og endurbætt bræðsla hafi verið tekin í gagnið. Tekið hafi verið á móti bæði síld og loðnu í haust og allur tækjabúnaður reynst vel. Afkastageta verksmiðjunnar hefur aukist vemlega og sagðist Sigurður reikna með að tekið yrði á móti 35 - 40 þúsund tonnum í vetur ef allt gengi að óskum. Verðþróun á mjöli og lýsi hefur verið fremur óhagstæð að undanfömu og gæti það sett nokkurt strik í reikninginn. Þó verður að gæta þess að verð á þessum afurðum hefur verið mjög hátt fram til þessa. Sigurður sagði að stefnt væri að því að frysta loðnu í báðum húsum fyrirtækisins, bæði vesturfrá og austurfrá. En að þessu sinni verður einungis fryst á Japansmarkað, ekkert á Rússlandsmarkað. Útlitið mætti vera betra í markaðsmálum, að sögn Sigurðar. Því veldur helst sú ijárhags- kreppa sem verið hefur í Japan svo og aukin samkeppni frá Kanadamönnum og Norðmönnum. „Og við vitum auðvitað ekkert um það magn sem við komum til með að frysta í vetur. Þar skiptir stærð loðnunnar vemlegu máli en í fyrra var hún smá og það var okkur óhagstætt. Við vonum bara að þetta verði betra núna," sagði Sigurður Einarsson. Siggi Bjarni og flrnar eru í startholunum fyrir loðnuvertíðína og vonast eftir mikillí mjölframleíðslu. Almennur opinn pallborösfundur um fjölmiðla í Vestmannaeyjum Pallborðsfundur verður í Ásgarði laugardaginn 23. janúar, kl. 12:00 Fundarefni: Fjölmiðlar í Vestmannaeyjum Á palli sitja: Bjarni Jónasson, útvarpsstjóri Gísli Óskarsson, kennari og fréttaritari Guðbjörg Hildur Kolbeins, lektor í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla íslands Hermann Einarsson, útgefandi Ómar Garðarsson, ritstjóri Umræðustjóri: Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Fundurinn er opinn fyrir alla bæjarbúa, sem áhuga hafa á að kynna sér þetta áhugaverða mál. Umræður. Fyrirspurnir. Hver er staða fjölmiðlunar í Vestmannaeyjum? Hvað segir lektor í Háskólanum um fjölmiðla í Vestmannaeyjum? Hvað segja fjölmiðlamennirnir sjálfir? Boðið verður upp á súpu og kaffi gegn 500 kr. gjaldi. Sjálfstæðisfélögin Héraðsdómur Suðurlands: Vann mál gegn ísfélaginu Fallinn er dómur í Héraðsdómi Suðurlands í máli Gunnars Þórs Þorbergssonar gegn Isfélagi Vest- mannaeyja. Málsatvik voru þau að Gunnar Þór féll í stiga við vinnu sína í fiski- mjölsverksmiðju félagsins íjúlí I993. Við fallið klemmdist vinstri fótur stefnanda undir einu þrepi stigans og brotnaði á hæl og sperrilegg. Ekki voru vitni að slysinu, en atvik talin óumdeild. Stefnandi telur stefnda bótaskyldan vegna tjóns sem hann hlaut af vinnuslysinu samkvæmt reglum um húsbóndaábyrgð og á- byrgð vinnuveitanda á aðbúnaði á vinnustað. Stefndi telur að slysið verði rakið til aðgæsluleysis stefnanda sjálfs og því eigi hann sjálfur sök á því og stefndi sýknaður, en til vara að verulegur hluti sakar á slysinu verði lagður á stefn- anda og bætur því skertar vegna eigin sakar. I niðurstöðu segir meðal annars að vinnuveitandi verði bótaskyldur gagn- vart starfsmönnum sínum vegna meiðsla er þeir hljóta vegna ófull- nægjandi aðbúnaðar á vinnustað eða vanbúinna áhalda sem þeim eru lálin í té til notkunar við vinnu. Auk þess verði stefnda ekki metið til eigin sakar að hafa ekki gert sérstakar ráðstafanir til að daraga úr hættu sem þarna skapaðist. Bótaskylda stefnda er því viðurkennd og verður stefnda gert að greiða stefnanda óskertar bætur, þar sem eigin sök hans verður ekki að neinu leyti um slysið kennt. í dómsorði segir að stefndi, ísfélag Vestmannaeyja hf. greiði stefnda Gunnari Þór Þorbergssyni kr. 1.195.753 kr með 2% vöxtum frá 7. júlí 1993 til 16. ágúst 1996, en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr 350.000 í málskostnað. Dóminn kvað upp Jón Finnbjömsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.