Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.08.1999, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 26.08.1999, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 26. ágúst 1999 -Menn sætta sig aldrei við þetta mikla fötlun en maður getur lært að lifa með henni, segir Þórður Stefánsson sem verið hefur blindur frá því um þrítugt. Hann hefur þó aldrei gefist upp og er ekki bitur Blindrafélag íslands er 60 ára um þessar mundír. Af því tilefni heimsóttu Fréttir Þórð Stefánsson sem er eini blindi maðurinn sem í dag býr í Vestmanna- eyjum. Saga hans er á margan hátt sérstæð en 32 ára missir hann sjónina. Að missa eitt skilningarvitanna kallar á algjöra uppstokkun í lífi hvers og eins en Þórður missti ekki aðeins sjónina; hann stóð uppi lamaður öðru megin og með verulega skerta heyrn. Þegar þetta gerist er hann fyrirvinna fjögurra manna fjölskyldu. Kona hans er Ingibjörg Haralds- dóttir sem staðið hefur við hlið manns síns eins og klettur og dæturnar tvær, Hanna og Hrönn. Doddi og Inga búa á Faxastíg 2 A og eru bæði komin á áttræðisaldurinn. Þau njóta þeirra for- réttinda að búa enn í eigin íbúð þar sem þau una glöð við sitt. Telja það sannkölluð forrétt- indi á meðan þau eru sjálfbjarga en þau eru að sjálf- sögðu háð heilsu Ingu því því Doddi hefur þurft að reiða sig á Ingu frá því ógæfan dundi yfir. DODDI við vélina góðu sem sneri saman netariðlinum sem notaður var í fastsetningartóg á skipum. I kjallaranum á Faxastígnum varð til lítið fyrirtæki sem var fyrsti verndaði vinnu- staðurinn í Vestmannaeyjum. Tók strax stefnuna á sjóinn Þórður Stefánsson er fæddur í Vest- mannaeyjum 17. júní 1924ogerþví 75 ára í dag. Hann er venjulega kallaður Doddi og segist reyndar kunna því nafni betur því Þórðar- nafnið hafi verið notað þegar hann var skammaður. Foreldrar hans voru Stefán Erlendsson og Sigríður Þórðar- dóttir og eignuðust þau fjóra syni, Inga sem lést um þrítugt, Erlend, Dodda og Magnús og fjórar dætur sem allar dóu ungar. Doddi segir að þau hafí búið á fleirum en einum stað þegar hann var að alast upp en lengst af voru þau að Brekastíg 37 sem hann lítur á sem sitt æskuheimili. Skólaganga var ekki löng en hún varð að nægja til að takast á við lífið sem þá var mun einfaldara en nú til dags. Doddi gekk í Bárnaskóla að- ventista en hann fæddist inn í aðventistasöfnuðinn og hefur haldið sig við hann alla tíð. Seinna fór hann á vélstjóranámskeið og 30 tonna skip- stjómarréttindi fékk hann eftir að hafa sótt námskeið hjá Páli Þorbjömssyni. Um leið og hann var fær um, átta eða níu ára gamall, fór hann út að vinna á stakkstæðunum. Þar vann hann við að breiða saltfisk og taka saman á kvöldin. „Ég byrjaði til sjós sumarið 1937. Það var austur á Norðfirði þar sem pabbi var með trillu. Fyrst höfðu eldri bræðumir l'arið með pabba og svo kom að Magga og mér. Það var lítið að gera í Vestmannaeyjum á þessum ámm svo pabbi var að skapa sér vinnu með þessari útgerð fyrir austan," segir Doddi um þessi fyrstu kynni sín af sjónum. Næst tók við netavinna en pabbi hans sá um netin fyrir einn eða tvo báta yfir vertfðina sem Doddi segir að hafi verið algengt á þessunr ámm, að hver maður þjónustaði einn eða tvo báta. „Það var nóg að gera í að skera af og fella þorskanet en þetta var bara tímabundið hjá mér. Ég byijaði til sjós 16 eða 17 ára gamall á Öminni hjá Holberg Jónssyni. Ömin var líklega um 12 tonn og vomm við á snurvoð." í útgerð Þar með var teningunum kastað, Doddi stefndi á sjóinn og fyrr en varði var hann kominn í útgerð. „Við keyptum þrír Friðrik VE sem Armann Friðriksson á Látmm átti. Var þetta góður bátur og hafði Armann orðið aflakóngur á honum. Við nefndum hann Björgvin en þetta var 20 tonna bátur sem var meðalstærð á þessum ámm. Allan tímann sem við áttum Björgvin vomm við á snurvoð og eitthvað vomm við á trolli. Utgerðin gekk vel en árið 1949 urðu umskipti í útgerðinni þegar meðeigendur mínir seldu mér og Adda Tobba (Ammundi Þorbjömssyni) bátinn árið 1949. Ég hafði verið vélstjóri fram að þeim tíma en þegar við Addi höfðum keypt bátinn var ákveðið að ég yrði skipstjóri.“ Éyrsta árið voru þeir á trolli en svo tóku við lína og net. „Okkur gekk vel og áttum við Björgvin til hausts 1954 en þá fannst okkur hann vera orðinn of lítill, sérstaklega fyrir línu- og netaveiðar. Við ákváðum að kaupa stærri bát og fyrir valinu varð Kap II sem Magnús Bergsson og Elli Bergur áttu. Vom þeir að kaupa stærri bát. Við héldum okkur við Björgvinsnafn- ið og nefndum nýja bátinn okkar Björgvin II. Þetta var góður bátur en áður en við keyptum hafði Gunnar Marel endurbyggt hann að miklu leyti. Okkur gekk vel á Björgvin II.“ Þeir vom brautryðjendur í humar- veiðum í Vestmannaeyjum sem þeir byrjuðu á sumarið 1954. Ekki vom allir útgerðarmenn í Vestmannaeyjum ánægðir með framtakið, sögðu að með þessu væri verið að taka ætið frá löngunni. „Flestir þeirra áttu eftir að skipta um skoðun á humarveiðunum þegar þeir fóra að stunda þetta sjálftr og gerðu það gott,“ segir Doddi og hlær. Þessi slagur gekk það langt að um tíma lá við að Doddi hrökklaðist frá Eyjum en um þennan þátt í lífi sínu vill hann sem minnst ræða. Fyrirboðinn Þama var ekki annað að sjá en að framtíðin væri björt hjá Dodda og Ingu. Hann kominn í útgerð og hafði sannað sig sem farsæll skipstjóri. Hvomgt þeirra hefur gmnað vorið 1956 að handan við homið væm erfiðleikar sem áttu eftir að umbylta lífi þeirra svo kyrfilega að það yrði aldrei samt aftur. Allt byijaði þetta með því að Doddi fór að verða var við sjóntruflanir. „Við vomm byrjaðir á humartrollinu 1956 þegar ég fer að sjá svarta flekki fyrir augunum. Þetta ágerist og ég sé ekki neitt í eitt augnablik í senn. Þegar við emm að hætta á humrinum er ég svo heppinn að augnlæknir var staddur hér í Eyjum. Hann sá að ég var mjög rauðeygður og kenndi því um að ég hefði vakað mikið á sjónum. Hann lét mig hafa dropa sem áttu að lækna þetta. Ég var hjá honum í eina viku en alltaf minnkaði sjónin. Það varð svo úr að við drifúm okkur til Reykjavíkur til annars augnlæknis. Hann sá strax hvað að var og lagði mig inn á spítala. Sjúkdósmgreiningin var sú að ég var með æxli aftan og neðan við heilann. Æxlið, sem var góðkynja, þrýsti á sjóntaugina og mér var sagt að ekki væri um annað að velja en Qarlægja æxlið. Var það eina leiðin til að bjarga sjóninni," segir Doddi. Ekki vom aðstæður hér á landi til að framkvæma aðgerðina þannig að

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.