Fréttir - Eyjafréttir - 26.08.1999, Blaðsíða 4
4
Fréttir
Fimmtudagur 26. ágúst 1999
Bókv1tig^kana
Almenn skátafræðTi
Sú bók sem er mér hvað mest
hugleikin, fyrir utan meistaraverkið
Sjáfstætt fólk eftir Halldór Laxness,
er skátahandbókin. Skátahandbókin
er sú bók sem ég hef statt og stöðugt
við hendina og ættu allir að lesa hana
sér til fróðleiks og yndisauka. í Skáta-
handbókinni er að finna ýmsan
fróðleik um útilíf, skyndihjálp,
almenn skátafræði og hvernig á að
haga sér og lifa í sátt við náttúruna.
Þessi bók hefur kennt mér meira en
flestar almennar kennslubækur hafa
gert.
Það sem ég er þó með á náttborð-
inu núna eru hin stórbrotnu „Andrés
önd“ blöð. Andrés önd er alltaf að
koma sér í einhver vandræði og hver
veit hverju Ripp, Rapp og Rupp taka
upp á næst. Hexía de Trix er
óþrjótandi í humyndum um hvemig
hún á að góma happaskilding
Jóakims aðalandar og Mikki mús
leysir hverja gátuna á fætur annarri.
Ég ætla að skora á skátann og
kakótröllið Freydísi Vigfúsdóttur sem
næsta bókaunnanda vikunar.
©ráfspor
- Listamenn eru alltaf athyglisverðir og fara oft stórum. Það
ertil þess tekið að einn ágætur listamaður dvaldi í Eyjum á
dögunum og var slegið upp í fyrirsögn í eínu staðarblaðinu:
Hvirfilbylur skellur á, og má til sanns vegar færa. I\lú vilja hins
vegar illa innrættir menn meina að fyrirsagnasmið þessum
hafi skotist illa og réttara hefði verið að segja: Siagveður
skellurá.
- Það tekur á taugarnar að standa í ungliðahreyfingu, (les
stuttbuxnadeild) Sjálfstæðisflokksins. Þetta kom berlega í Ijós
á stuttbuxnaþingi flokksins um sfðustu helgi í Eyjum. Var
sérstakur titringur þegar kom að atkvæðagreiðslunni um
formanninn. Um tíma hringsóluðu hundruð atkvæða yfir
Eyjum í flugvél, sem beið eftir smugu að lenda. Einn öflugur
og ötull Eyverji, sem ekki kallar allt ömmu sína var með
böggum hildar meðan á hringsóli atkvæðanna stoð. Fullyrti
hann, þegar hvað tvísýnast var með lendingu atkvæðanna að
hann væri kominn með allt að því blæðandi magasár og
myndi trúlega enda á Heilsuhælinu í Hveragerði ef ekki birti.
Byrjaði i//a en endaði vel
Um helgina eignuðust Vestmanna-
eyingar Islandsmeistara í golfi, í flokki
drengja 14 til 15 ára. Sá heitir Karl
Haraldsson og er Eyjamaður vikunnar í
tilefni þess.
Fullt nafn? Karl Haraldsson.
Fæðingardagur og ár? 21. apríl 1984.
Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar.
Fjölskylduhagir? Enn ólofaður, bý í
foreldrahúsum.
Menntun og starf?
Er að byrja í 10.
bekk í haust. Hef í
sumar starfað sem
golfkennari.
Laun? Ágæt.
Bifreið? Engin
ennþá. BMW er mjög í sigtinu
þegar bílprófið erkomið.
Helsti galli? Skapstór.
Helsti kostur? Það skulu aðrir
dæma um.
Uppáhaldsmatur? Hamborg-
arhryggur.
Versti matur? Súrmatur.
Uppáhaldsdrykkur? Kók.
Uppáhaldstónlist? Rokk.
Hvað er það skemmtilegasta
sem þú gerir? Að vera með
vinum og félögum í golfi.
Hvað er það leiðinlegasta
sem þú gerir? Að spila golf í
rigningu.
Hvað myndirðu gera ef þú
ynnir milljón í happdrætti?
Leggja hana inn í banka. Bíða
eftir BMW-inum.
Uppáhaldsstjórnmálamaður?
Árni Johnsen.
Uppáhaldsíþróttamaður? Sibbi, frændi, Óskarsson.
Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap?
Golfklúbbnum og ÍBV.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Golfog fótbolti.
Uppáhaldsbók? Englar alheimsins.
Hvað meturþú mest í fari annarra? Heiðarleika.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?
Óheiðarleiki.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á?
Golfvöllurinn í Vestmanna-
eyjum.
Var þetta erfitt mót? Já, ég
byrjaði illa en endaði vel.
Hvað þarfgóður golfleikari að
hafa til brunns að bera?
Mikinn tíma, hann þarí að vera
skynsamur og æfa sig mjög
mikið.
Sérðu fyrir þér atvinnu-
mennsku í framtíðinni? Það
verðurbara að ráðast.
Hvorum myndirðu halda með
í golfmóti, Tiger Woods eða
Sergio Garcia? Garcia. Hann
er svo léttur og skemmtilegur,
hefur greinilega gaman af því
sem hann erað gera.
Eitthvað að lokum? Ég vil
þakka stjórn og félögum í
Golfklúbbi Vestmannaeyja fyrir
stuðning í baráttunni að settu
marki. Ég vil líka þakka þeim
bræðrum, Júlíusi og Þorsteini
Hallgríms þeirra aðstoð. Og svo
hefur fjölskyldan stutt vel við
bakið á mér, ekki síst pabbi.
Allir þessir aðilar fá mínar bestu
þakkir.
Nýfædf%
estmannaeyingar
9<*
Drengur
Þann 8. júlí eignuðust Kristín Jónsdóttir og Ólafur Bjami Ólafsson son.
Hann vó 15 merkur og var 53 sm að lengd. Ljósmóðir var Björg
Pálsdóttir.
Þann 13.júlíeignuðustSúsannaGeorgsdóttirog Magnús Jónsson son.
Hann vó 15 merkur og var 51 sm að lengd. Með honum á myndinni er
stóra frænka, Bryndís Björg. Ljósmóðir var Björg Pálsdóttir
Á dofinni 4*
26. og 27. ágúst
Glerlistasýning á Lundanum Id.
15.00- 19.00
28. ágúst Upphitunardansleikur á Broadway
fyrir leik KR og ÍBV
29. águst Leikur KR og ÍBV í Landssímadeild
inni í Frostaskjólinu. Upphitum á
Glaumbar fyrir leikinn Áfram ÍBV
29. ágúst Aðalfundur Sjálfsbjargar í
Veslmannaeyjum
1. september Vetrarstarf Fimleikafélagsins Ránar
að hefjast
1. september Setning Hamarsskóla og Bama-
skóla Vesfmannaeyja