Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.08.1999, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 26.08.1999, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 26. ágúst 1999 Fréttir 11 Siglingastofnum í Eyjum: Nær til alls Suóurlands Verksvið Siglingastofnunar í Vestmannaeyjum nær nú til alls Suðurlands og embættisheiti starfsmanns stofnunarinnar í Eyjum er nú umdæmisstjóri Siglingastofnunar á Suðurlandi. Þetta embætti skipar Steingrímur Sigurðsson, fyrrum skipstjóri og tók hann við af Sigmari Þór Svein- bjömssyni um mitt síðasta ár. „Áður náði umdæmi mitt aðeins til Vest- mannaeyja en er nú allt Suðurland,“ segir Steingrímur. „Verð ég tvo daga í Þorlákshöfn hálfsmánaðarlega. Fer ég í fyrsta skipti upp eftir þann 9. september." Helstu verkefni Steingríms eru skoðun á öryggisbúnaði skipa, bol- og vélaskoðun á skipum sem eru utan flokkunarfélaga. „Flest stærri skipin em í flokkunarfélögum og þá sjá þau um bolskoðunina." Steingrímur hefur langa reynslu sem stýrimaður og skipstjóri sem nýtist honum vel í þessu starfi. „Ég hef líka farið á þrjú námskeið hjá Siglingastofnun og fer á það fjórða í haust. Ástand skipa í Vestmanna- eyjum finnst mér vera í góðu lagi en það er svolítið árstíðabundið hvað mikið er að gera. Annars hefur mér STEINGRÍMUR Sigurðsson umdæmisstjóri Siglingastofn- unar á Suðurlandi. verið tekið sérstaklega vel og þetta er skemmtilegt starf,“ sagði Stein- grímur að lokum. BÖRN alls staðar af á landinu hafa komið til Eyja síðustu daga og vikur til að taka þátt í pysjuleitinni. Ekki vitum við hvaðan þessar ungu dömur eru en þær fylgdust með þegar eldri krakkarnir voru að sleppa pysjum suður í Klettsvík. HELGA Dís Gísladóttir kaupmaður í verslun sinni. Róma í nýtt húsnæði Fimmtudaginn 19. apríl opnaði gjafavöruverslunin Róma á nýjum stað í bænum. Síðastliðna 15 mánuði hafði Róma verið til húsa á Heiðarvegi 9, en opnaði á téðan fimmtudag á Bárustíg 6 þar sem verslunin Mozart hafði verið til húsa í rúmlega ellefu ár. Helga Dfs Gísladóttir, eigandi Róma, segir að mikið hafi verið að gera frá því verslunin opnaði á nýjum stað og væri stanslaust rennirí af föstum viðskiptavinum og nýjum. „Það má segja að Róma hafi sprengt utan af sér verslunina á Heiðar- veginum strax á fýrsta degi, en Róma er nú í mun stærra húsnæði en á Heiðarveginum, en við höfum stækkað verslunarýmið um eina fimmtíu fermetra frá því sem Mozart hafði yfir að ráða.“ Helga Dís segir að nokkrar áherslu- breytingar verði nú við stækkun verslunarinnar. „Við verðum með meira úrval af húsgögnum, en verðum áfram með sömu línu og við höfum verið með fram að þessu, en það eru gegnheil tekkhúsgögn. Við ætlum einnig að vera með barnafatnað frá Confetti og Oshkosh sem er nýtt hjá okkur, auk þess sem við ætlum að vera með handklæði og rúmfatnað." Helga Dís segir að hún muni skipta við sömu heildverslun og Marý í Mozart skipti við og á hún þá við bamafatnaðinn, handklæðin og rúm- fötin. „Það er missir að verslun eins og Mozart og við verðum þess vegna með eitthvað af tilbúinni veíhaðarvöru hjá okkur líka, auk margvíslegrar gjafavöru og húsgagna. Önnur nýjung hjá okkur er að við erum með kubbahorn fyrir bömin og kannski pabbana líka, svo að foreldramir geti skoðað og spekúlerað í ró og næði.“ Helga Dís segir að í tilefni af flutningi verslunarinnar séu ýmis opnunartilboð í gangi. „Já, við emm með borðstofuborð ásamt sex stólum á hundrað og tíu þúsund krónur, stóra spegla á fimm þúsund og níu hundmð og leirstyttur af Venusi í þremur stærðum frá fimrn hundmð og níutíu til fjórtán hundmð og níutíu, en stærstu styttumar em 35 sentimetrar á hæð og þær minnstu 15 sentimetrar á hæð,“ sagði Helga Dís og var ánægð með hina nýju og glæsilegu aðstöðu, þar sem vissulega er mun rýmra um viðskiptavinina. s s Irena Lilja sigurvegari í Sumarleik KA Mikil og góð þátttaka var í sumarleik KÁ og náði þátttakan til allra verslana félagsins. Vestmannaeyingur fékk í sinn hlut aðalvinninginn í getrauninni, sem er fellihýsi af vönduðustu gerð. Sú heppna heitir Irena Lilja Haraldsdóttir og er 11 ára. Auk þess komu nokkur gasgrill og konfektkassar til Eyja í sumarleik KÁ. Verðmæti fellihýsins er 400 til 500 þúsund krónur og er það hið vandaðasta í alla staði. A myndinni er Irena Lilja að taka við fellihýsinu af verslunarstjórum KÁ í Eyjum þeim Birni Friðrikssyni og Svanhildi Guðlaugsdóttur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.