Fréttir - Eyjafréttir - 26.08.1999, Blaðsíða 16
Frétta- og auglýsingasími: 481-3310 * Fax 481-1293
481 3440
FLUTNINGAR - VESTMANNAEYJUM
Degltgar ftrílr knrt álaadtam er.
Vöruafgreiðsla
Sklidingavegi 4 Sími 481 3440
Vóruafgreiðsla í Reykjavík
AðaHlutnlngar Héðinsgötu 3
Sfmi 581 3030
Rútuferðlr-Biistoiirs
Öli móttaka ferðamanna, skóla- og jþróttahópa
ODVlUSTIKOSil RIWII VIIM
Sendibílaakstur innanbæjar.
Vilhjálmur Bergsteinsson
S£MOif£AömU
n481-2943,
I* 897-1178
KARL Haraldsson stóð uppi sem Islandsmeistari í sínum aldursflokki á landsmóti yngri
flokka í golfi sem fram fór í Eyjum um síðustu helgi. Hér er Karl í hópi aðdáenda.
Ekkert atvinnuleysi framundan
Það hefur vart farið framhjá
mörgum að atvinnuleysi á Islandi
er í dag eitthvert hið minnsta sem
mælst hefur á síðustu árum. Skort-
ur er á vinnuafli víðs vegar um
land, t.d. á höfuðborgarsvæðinu
þar sem listar atvinnulausra hafa
hingað til verið hvað lengstir.
Uppsagnir starfsfólks hjá Vinnslu-
stöðinni vöktu mörgum ugg í brjósti
og óttast var að tugir fólks úr ftsk-
vinnslunni fengju ekki vinnu. En nú
virðist svo sem sá ótti sé ástæðulaus.
í Vestmannaeyjum voru í gær 25 á
atvinnuleysisskrá, konur í miklum
meirihluta. Jón Kjartansson, formað-
ur Verkalýðsfélags Vestmannaeyja,
sagði að góðar vonir væru um að
flestir þeirra myndu fá vinnu fljótlega.
Bæði Isfélagið og Fiskverkunin Hlíð-
ardalur hefðu auglýst eftir fólki til
starfa og líkast til myndi allt fisk-
vinnslufólkið á skránni fá vinnu. Jón
sagði ennfremur að vegna skorts á
vinnuafli hefði verið þrýst á með leyft
til að ráða útlendinga í vinnu. „Við
reynum nú fyrst að útvega okkar fólki
vinnu áður en það verður gert,“ sagði
Jón. Af þessum 25 eru sex karlar og
þrír þeirra sjómenn sem bíða þess að
skip þeirra hefji veiðar á nýju kvóta-
ári. „Eitthvað af þessu fólki treystir
sér ekki til fiskvinnu en mér sýnist
sem allt fiskvinnslufólkið komi til
með að fá vinnu. Þetta er mikil
breyting frá því ástandi sem við blasti
fyrr í mánuðinum og fari svo fram
sem nú horfir, þá virðist þetta í lagi,“
sagði Jón Kjartansson.
Nemendaflöldi a
skjön uíð íbúabróun
Miðað við nemendafjölda sem
skráðir eru í skólana nú í haust í
Vestmannaeyjum virðist nemend-
um fara fjölgandi, þrátt fyrir að
íbúum hefur fækkað í Eyjum frá 1.
des.
Heildarfjöldi nemenda í Bama-
skólanum, Hamarsskóla og Fram-
haldsskólanum árið 1998 var 1046, en
samkvæmt bráðabirgðatölum nú í
haust munu verða 1065 nemendur í
skólunum á vetri komanda. Ymsar
skýringar em á þessu samkvæmt
upplýsingum skráningarstjóra Vest-
mannaeyja. Reyndar er fækkun í
Framhaldsskólanum um fimm nem-
endur frá því í fyrra, en það er mjög
lítið, sérstaklega ef litið er til þess að
skipstjómarbraut mun ekki verða
staifrækt við skólann í vetur. Einnig
er árgangur sá er sest nú í fýrsta skipti
á skólabekk í Framhaldskólanum fá-
mennur, miðað við aðra árganga.
A einum hreyfli
Á sunnudaginn kom upp bilun í
ATR flugvél íslandsflugs þegar hún
var í áætlunarflugi frá Eyjum til
Reykjavíkur.
Drepa varð á öðmm hreyfli vél-
arinnar er hún var um það bil hálfnuð
til Reykjavíkur og flaug hún á öðmm
hreyflinum það sem eftir var
leiðarinnar. Mikill viðbúnaður var við
hafður þegar vélin kom inn til lend-
ingar í Reykjavík, vegna þessa. Að
sögn Sigfúsar Bjama Sigfússonar
markaðsstjóra hjá Islandsflugi var þó
ekki talin hætta á ferðum, en eðlilegt
að allar varúðarráðstafanir á jörðu
niðri séu viðhafðar undir kringum-
stæðum sem þessum.
Sigfús Bjami segir að olíuþrýsti-
dæla í hreyflinum hafi hætt að virka.
„Við þessar aðstæður er eðlilegt að
drepa á hreyflinum. Flugmenn eru
þjálfaðir í því að bregðast við að allt
geti gerst. Þetta fór allt vel og engum
farþeganna, sem vom 47 að tölu, varð
meint af.“
vÍkutllQOð
m
Pagens kanilsnúóar
Team Cheerios
Pizzaland pizzur
Smellur frá Nóa Síríus
Rúðuúði
Hreingerningarlögur
Álpappír
Oil of Ulay húósnyrtivörur
lceberg salat
Paprikur, rauð, og gul
Tómatar
Agúrkur
kr. 158,
kr. 289,
kr. 279,
kr. 179,
kr. 49,-
kr. 69,-
kr. 69,-
kr. 98,-
kr. 119,
kr. 648,
kr. 358,
kr. 358,
- pr. pakka
- pr. pakka
- pr. stykki
- pr. pakki
pr. flaska
pr. flaska
pr. rúlla
pr. stykki
- pr. stykki
- pr. kg
- pr. kg
- pr. kg
Góð versl^ a/fgygleið!
Vestmannabraut o>
—r
Einnig er sá árgangur sem sest nú í
fyrsta skipti á skólabekk grunn-
skólanna fjölmennari, þess vegna má
gera ráð fyrir því að aðfluttir eigi fleiri
böm á skólaaldri en fram til þessa
hefur verið.
Ef litið er á íbúaþróunina í þessu
samhengi, þá fækkar íbúum í Vest-
mannaeyjum frá því I. desember
1998 en þá vom 4594 íbúar skráðir í
Eyjum, en 25. ágúst, þ.e. í gær var
sannanlega, kl. 14.23, 4571 íbúi á
skrá, sem þýðir fækkun um 23. Hins
vegar vildi skráningarstjóri Vest-
mannaeyjabæjar vara fólk við því að
heimfæra þessar tölur sem svo að um
fækkun íbúa væri að ræða, því að í
síðustu viku hafi þessar tölur verið í
jafnvægi og haust og vor sé mikil
hreyfing á fólki. Þess vegna er fólki
bent á að taka þessum bráða-
birgðatölum og samanburði með
fyrirvara.
If
I
= II
Hér er Vöruval