Fréttir - Eyjafréttir - 26.08.1999, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 26. ágúst 1999
Fréttir
13
Hin vaska sláttusveit Sigga í Húsavík hefur nýlokið störfum. Hafði vertíðin þá staðið í 13 vikur, frá 12. maí að
undantekinni þjóðhátíðarvikunni en þá fær sveitin frí til að sinna öðrum hugðarefnum.
Alls nutu 92 ellilífeyrisþegar þjónustu sveitarinnar og var slegið í þeirra þágu í 240 skipti að því er kemur fram í
samantekt Aka Heinz á bæjarskrifstofunum. Þar kemur fram að 28 einstaklingar fengu þessa þjónustu einu sinni, 22
tvisvar sinnum alls 44 sinnum, 16 þrisvar sinnum alls 48, 17 fjórum sinnum alls 68 sinnum, fimm fimm sinnum alls 25
sinnum, 2 sex sinnum alls 12 sinnum og tveir sjö sinnum eða alls 14 sinnum.
Þá nutu sjö örorkulífeyrisþegar þessarar sömu þjónustu í 12 skipti. Fyrir utan þessa upptalningu bámst tíu beiðnir um
garðslátt á nokkrum lóðum og svæðum í bænum og má þar m.a. nefna meðferðarheimili, sambýli, leikskóla,
framhaldsskóla auk eigna Vestmannaeyjabæjar ofl. Til viðbótar má nefna göngustíga og nokkrar einskis manns lóðir.
„Niðurstaðan er því að 262 beiðnir hafi borist til okkar á tímabilinu og hefur allt samstarf við Sigurð Húsvíking og
sláttusveina hans verið með ágætum og hið sam á við um hirðingarfólk á vegum vinnuskóla.
Miðað við samantekt fyrra árs hefur orðið um 11% fækkun beiðna á þessu ári. Nær undantekningalaust hafa
viðskiptavinir okkar nýtt sér hirðingu og rakstur sem í boði hefur verið,“ segir Aki í skýrslu sinni ení lokin færir hann
hlutaðeigandi þakkir.
Vaskir sláttumenn
Kristinn Viðar Pálsson skrifar:
Orlítil athugasemd
í síðasta tölublaði Frétta, undir fyrir-
sögninni Orðspor, er fjallað um
listviðburðinn Hraun og Menn, og
gefið í skyn að bæjaryfirvöld hafi
reynt að sniðganga, eða látið undir
höfuð leggjast að bjóða heima-
byggðarfólki þátttöku fyrr en lfða tók
að lokum.
Hér er ekki rétt með farið. Því er
mér undirrituðum, til heimilis að
Hólagötu 37 hér í bæ, ljúft og skylt að
leiðrétta þann misskilning sem verið
er að velta sér upp úr. Þegar í upphafi
hafði Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri
farið þess á leit við mig að ég blandaði
mér í hóp þeirra íslensku og norrænu
manna og kvenna sem hér hafa sett
sín mörk á mannlífið, og meitlað sín
verk í björgin. Slíkur viðburður, þegar
á þriðja tug listamanna frá hinum
ýmsu þjóðlöndum sækir okkur heim,
vekur vitaskuld athygli og áhuga
þeirra sem á einhvem hátt hafa laðast
að ýmiss konar listsköpun og sú
reynsla, sem þetta fólk býr yfir, nýtist
vel þeim sem fylgdust með hand-
brögðum myndhöggvaranna.
Það er því þakkarvert hvetjum þeim
sem að undirbúningi stóðu hve vel
tókst til. Ég er þakklátur fyrir að hafa
talist í þeirra hópi og tel að mér hafi
verið sýndur viss sómi með því að
gera mér mögulegt að helga mér
fáeinum stundum þeirri hvöt sem
brýst út í svo mörgum myndum. Ég
kaus að vinna mitt verk í því umhverfi
sem atvinna mín er, enda efniviðurinn
ekki langt undan. List verður aldrei
skilgreind til hlítar og menn eiga
eflaust eftir að velta vöngum um
ókomin ár yftr ágæti verkanna, sem
meitluð voru í steininn á sumardögum
1999.
Með vinsemd og virðingu
Kristinn Viðar Pálsson.
Sigurður Sigurðarson skrifar:
Hringskers-
garðursgimilli
I íf s og dauða
Eitt er það eyktar-
mark, ef svo mætti
kalla, sem athyglis-
vert er hér í Eyjum.
Eyktarmark í at-
vinnusögu, eyktar-
mark milli lífs og
dauða.
Þennan merka
stað skoðaði ég ná-
kvæmlega einn dag-
inn, sól skein í heiði
og við norður blasti
Eyjafjallajökull, sú
undurfagra eldkeila.
Þessi merki staður er
Hringskersgarður.
Kenndur við Hringskerið er var rétt
austan garðs en fór undir hraun í
Eyjaeldum 1973. Lítið stálvirki, sem
ber vitaljósin, hvílir á steyptri
undirstöðu. Stálvirkið er úr 3 x
3x1/2" vinklum ekki verr fömum
eftir 70 ár en svo að nægir að
sandblása, kaldgalvinisera, menja og
mála svo verði sem nýtt.
Þetta mannvirki lætur ekki mikið
yfir sér, hvorki háreist né fagurt.
Fegurðinni er heldur ekki fyrir að
fara 1 krossinum, þessu rómverska
pyntingartæki sem hemámslið Júdeu
notaði á Jesú Krist. Rómveijar, hinir
grimmu, vom ekki að vígja þetta
pyntingartæki við það tækifæri því
árið 71 fyrir Krist krossfesta þeir 7
þúsund skylmingaþræla úr Sparta-
kus-uppreisninni frægu á Via
Appiaveginum frá Róm til Brindísi
sem er um 450 km leið. Talna-
glöggir menn geta deilt og séð
metrafjöldann milli aftökustaðanna.
Þrátt fyrir þessa hörmungarsögu
krossins er hann tákn kirkju vorrar.
Sameiningartákn kristinna safnaða,
upphafið, tákn réttlætis og visku
kirkjunnar.
Eins er það með litla vitann okkar
á Hringskersgarði, það er ekki
mikilleiki verksins né fegurð sem
gefur staðnum gildi heldur sagan.
Saga lítils samfélags við nyrstu höf.
Saga fólksins sem byggði þennan bæ
fyrir 70 árum og var þá í broddi
lífsins og skóp þessa lífhöfn með
hörðum höndum.
Sem ég var ungur maður í
Iðnskólanum í Reykjavík, fyrir
margt löngu, var kennari, nokkuð
við aldur, að kenna okkur viðar-
fræði. Hann sagði: -Þegar ég var
verkfræðingur við
V estmannaeyjahöfn
átti ég forláta göngu-
staf gerðan úr íben-
holti og silfur-
smelltan. Þennan staf
missti ég í höfnina og
hann steinsökk enda
eðlisþyngd íbenholts
1,2. Eg sagði við
kennarann, sem var
Finnbogi Rútur Þor-
valdsson, faðir fyrr-
verandi forseta Is-
lands: -Og kafarinn
kom upp með staf-
inn. -Hvemig veist
þú það, segir Finnbogi en kafarinn
var karl faðir minn, Sigurður
Oddgeirsson frá Ofanleiti. Hann sá
stafinn á botninum og kom með
hann upp til Finnboga.
Sigurður og Finnur kafari, afi
Friðfinns í Eyjabúð, vom þeir sem
grunnlögðu þessi hafnarmannvirki
ásamt fjöldamörgum öðrum Eyja-
mönnum. Eyktin milli lífs og dauða,
þess að komast af eða farast var á
þessum stað. Þá var leiðin oft
lífshættuleg í austan áhlaupum
vetrarstormanna, eitt samfellt brot að
görðum. Þeir litlu bátar, sem sótt var
á millum 1930 og 1940, þættu ekki
miklir farkostir í dag, vélarvana,
búnaðarlausir, björgunartækjalausir í
kulda og vosbúð. En þessir áar okkar
sóttu stíft á hættulegustu sjóleiðum
veraldar.
Þá þráðu menn að sleppa inn fyrir
vitaljósið, úr ógnum brotsjóa og
brims. Heima biðu kona og böm
milli vonar og ótta um afdrif eigin-
manns og föður. Hvort þeir slyppu
inn fyrir garða eða brimaldan gleypti
þá.
Þessi litli viti (hinum er búið að
farga) var mörgum gengnum
sjómönnum okkar merki lífs, birtu
og yls. Það að þekkja ekki söguna er
eitt en að taka ekki tillit til sögu,
tákna og tilfinninga er ófyrir-
gefanlegt.
Við ykkur rifrildismenn vil ég
segja: Endurskoðið afstöðu yðar, því
nú vitið þér hvað þér gjörið.
Sigurður Sigurðarson
frá Vatnsdal.
Pétur Steingrímsson skrifar:
Endurbyggjum vitann á Hringskersgarði
Ég er sammála Ragnari Óskarssyni og
mörgum öðmm bæjarbúum um að
það eigi að endurbyggja gamla vitann
á hafnargarðinum, svokölluðum
Hringskersgarði.
I Sjómannadagsblaði Vestmanna-
eyja frá 1958 segir í grein eftir
Þorstein Þ. Víglundsson að það haft
verið hafist handa við byggingu
hafnargarðsins sumarið 1914 og hafi
baráttan við sjávaröflin staðið í 16 ár.
Er það ekki fyrr en 1930 að garðurinn
er orðinn það öflugur að hann þoldi
ágang sjávarins. Þetta hefur því verið
löng og erfið barátta Eyjamanna við
náttúmöflin. Ekki hef ég fundið gögn
um það hvenær vitinn sjálfur var settur
upp á garðinn en það er einhvem tíma
á þessu tímabili og hefur hann því lýst
sjófarendum ömgga leið inn í höfnina,
oft í myrkri og vitlausum veðmm.
Ég er sammála Ragnari að vitinn sé
ákveðið tákn um framsýni þeirra sem
hér bjuggu á fyrri hluta aldarinnar og
lögðu gmnn að blómlegri byggð í
Vestmannaeyjum og að vitinn sé hluti
af menningarsögu okkar Vestmanna-
eyinga.
Ég er einnig sammála Ragnari að
það hafi verið skynsamleg ákvörðun
bæjaryftrvalda að endurbyggja Skans-
inn á sínum tíma og að á næstunni
verði Landlyst endurreist á Skans-
inum, báturinn Blátindur settur á
Skansinn til að minna á dæmigerðan
vertíðarbát frá fyrri hluta aldarinnar og
að reist verði stafkirkja til að minna á
tengsl forfeðranna við Norðmenn. í
þessu umhverfi er gamli Hringskers-
vitinn verðugt minnismerki.
Hringskersvitinn hefur verið látinn
drabbast niður á undanfömum ámm
en nú er kominn tími til að hann fái
aftur fyrri reisn og verði endur-
byggður. Listaverkið sem fyrirhugað
er að setja í staðinn fyrir vitann á
Hringskersgarðinum hef ég haft fyrir
framan stofugluggann hjá mér 1 sumar
og er ég sammála Ragnari að það sé
fallegt og geti sómt sér vel hvar sem er
á hafnarsvæðinu.