Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 28.10.1999, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 28.10.1999, Page 2
2 Fréttir Fimmtudagurinn 28. október 1998 Nemendur í Hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla íslands hafa dvalið í Vestmannaeyjum síðan á sunnudagskvöld og unnið við blaðamennsku á Fréttum. Þetta er í fjórða sinn * sem fjölmiðlanemar koma til starfa á Fréttum og setja svip sinn á mannlífíð. I blaðinu í dag munu lesendur sjá sitthvað af efni því sem þessir góðu gestir hafa unnið að í Eyjum. Á myndinni má sjá þann hluta hópsins sem kom til Eyja: Fv. Halldór / / Jón Garðarsson, María Olafsdóttir, Jakobína Birna Zoéga, Omar Kristinsson, Kolbrún Þorsteinsdóttir, Nína Björk Jónsdóttir, Kristján J. Kristjánsson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Hlm Jóhannesdóttir og Ingibjörg Ólafsdóttir. Útgerð Dala-Rafns Vistvænir útgerðarmenn Þórður Rafn Sigurðsson, útgerðarmaður, harla ánægður með nýja sorpgáminn um borð í Dala-Rafni VE. fréttir Fleiri bókanír Nokkuð fjölgaði bókunum í dagbók lögreglu í síðustu viku, frá því sem verið hefur. Alls voru 184 færslur í bókinni og er heista skýringin sú að töluverður fjöldi bifreiðaeigenda liefur verið sekt- aður vegna vanrækslu á að færa bifreiðir sínar til skoðunar. Frá föstudagskvöldi fram til sunnu- dagsmorguns voru 36 bókanir. Fiöldi án skoðunar Alls kom upp 31 mál vegna brota á umferðarlögum í vikunni. Voru flest þeirra, eða 25 vegna van- rækslu á skoðun. Þnr voru kærðir vegna hraðaksturs og þrír fyrir að leggja ólöglega. Eitt umferðaróhapp var tilkynnl, bifreið sem ekið var afturábak, lenti á annarri kyrrstæðri. Engin slys urðu á fólki. Átta öúsund kr. sekt Eins og fram kemur hér á undan hefur lögreglan boðað nokkum fjölda bifreiða í skoðun og lagt á sekt, kr. 8.000. Ökutæki skal færa til skoðunar í þeim mánuði sem síðasti tölustafur á skráningarmerki ökutækis vísar til. Haft ekki gefisl kostur á að færa ökutækið til almennrar skoðunar í skoðunar- ntánuði skal það í síðasta lagi fært til skoðunar fyrir lok annars mán- aðar þaðan í frá. Öll ökutæki. sem færa skal til almenntar skoðunar á almanaksári, skulu hafa verið færð lil skoðuníu fyrir árslok. Ef van- rækt er að færa bifreið til skoðunar innan þess frests fær viðkomandi kr. 8.000 í sekt og sjö daga frest til að færa bifreiðina til skoðunar. Sé bifreiðin ekki færð til skoðunar innan þessa sjö daga frests verða skráningamúmer klippt af henni. Rétt er að taka fram að sektin leggst á strax við fyrstu boðun. Árás í Reykjauík Ein líkamsárás var kærð til lögreglu og nokkuð öðruvísi en aðrar slíkar að því leyti að hún átti sér stað í Reykjavík, aðfaranótt 17. október sl. Eyjamaður, sem þar var staddur, varð fyrir árás með þeint afleið- ingum að framtönn brotnaði. Sælgæti og farsíma stolið Tveir þjófnaðir voru tilkynntir lögreglu í vikunni. í öðm tilvikinu var um að ræða tvo pilta sem fóru inn í sælgætissöluna í íþróttamið- stöðinni. Þeir náðust og telst málið upplýst. í hinu tilvikinu var um að ræða þjófnað á farsíma en neniítndi í Barnaskólanum var með símann í skólanum og vtu honum stolið þar. Rúðubrot og íkueikja Þrjár kærur bárust lögreglu vegna eignaspjalla. Tilkynnt var um rúðubrot í bifreið á Hásteinsvegi. Vitað er hver þar var að verki og er málið upplýst. Þá var einnig brotin rúða í bifreið á stæðinu við Framhaldsskólann, á laugardag, og er það mál óupplýst. Sama dag var einnig kveikt í í anddyri íslands- pósts en skemmdir urðu litlar. Það mál er einnig óupplýst og óskar lögregla eftir upplýsingum um þessi mál bæði. Útgerðaraðilar Dala-Rafns VE hafa ætíð verið framsýnir og snöggir að tileinka sér nýjungar. I síðustu viku var verið að hífa um borð í skipið sorpgám, sem er sérhannað- ur til þess að taka við sorpi sem til fellur frá áhöfninni, en þetta er fyrsti sorpgámur sinnar tegundar sem tekinn er í notkun á íslensku skipi. En fleiru hafa eigendur skipsins verið að koma fyrir um borð í skipinu sem til nýjunga telst, því þeir hafa tekið í notkun ísþykknivél sem framleiðir ís úr sjó. Dala Rafn er þó ekki fyrsta skipið sem tekur slíka ísþykknivél í notkun, því slík vél mun einnig vera um borð í Bylgju VE. Þórður Rafn Sigurðsson útgerðarmaður segir að þetta sé liður í að vemda umhverfið og þar með þann ftsk sem þar syndir. „Með tilkomu gámsins er engu sorpi hent í sjóinn, heldur sett í gáminn og hann losaður í landi. Gámurinn sem tekur um 1500 lítra er framleiddur í Kanada af Sæplasti og er held ég fysti gámurinn sem kemur til landsins og settur um borð í íslenskt skip.“ Erlingur Pétursson, vélstjóri á Dala Rafni, segir mikinn mun á því að geta framleitt ís um borð í skipinu. „Fyrir það fyrsta getum við búið til ís eftir þörfum hverju sinni og þar af leiðandi kælt ftskinn á tveimur tímum, sem tók hátt í sólarhring með ís sem fenginn var í landi áður. Vélin tekur um 3000 lítra og er um það bil tvo tíma að framleiða það magn. Þetta tryggir auk þess mun meiri ferskleika hráefnisins, sem er krafa dagsins." Þórður Rafn tekur undir með Erlingi og segir að um leið fái kaupandi aflans ferskari vöm og útgerðin hærra verð. „Ég gæti trúað því að verð- mætaaukningin með tilkomu ís- þykknivélarinnar sé á bilinu tíu til fimmtán prósent. Þessi vél er framleidd af Bmnnum í Hafnarfirði og byggir að miklu leyti á íslensku hugviti og hönnun," sagði Þórður Rafn. frettir Kveikið útiljjósin Nú þegar dimrna tekur eru það vinsamleg tilmæli lil áskrifenda Frétta að þeir haft kveikt útiljós til hagræðis fyrir blaðburðarfólk okkar. Blaðburðatfólkið er snemma á ferðinni á fimmtudögum og léttir það útburðinn að trtun séu útiljós kveikt. Menntanetið til EyiaP Fulltrúar minnihluta í bæjarstjóm, þau Þorgerður Jóhannsdóttir, Guðrún Erlingsdóttir og Ragnar Óskarsson hafa lagt fram tillögu, sem borin var upp á fundi bæjar- ráðs sl. mánudag. Tillagan er svohljóðandi: „í framhaldi af auglýsingu í Morgunblaðinu. hinn 24. okt. sl„ samþykkir bæjarráð að leita allra leiða með hagsmuna- aðilum að fá íslenska menntanetið til Vestmannaeyja og skapa þannig aukin störf í Vestmannaeyjum. Vinna þarf hratt í málinu þar sent tilboð verða opnuð 11. nóv. nk.“ Þessi tillaga var samþykkt í bæjatráði. íslenska menntanetið er netþjónusta, sem starfað hefur á Kópaskeri en hefur leitað eftir nýjum starfsvettvangi og er vitað að margir hafa hug á að fá þessa þjónustu. Kristilegur 17. lúní Á bæjarráðsfundi var tekið fyrir bréf frá kristnihátíðamefnd. Þar er þess óskað að kristnihátíðar verði minnst í öllum sveitarfélögum landsins á þjóðhátíðardegi íslend- inga, 17.júníárið2000. Bæjarrað hefur vísað þessu erindi til menningamiálanefndar en sú nefnd sá um hátíðahöld 17. júní í sumar og mun væntanlega hafa veg og vanda af hútíðahöldunum á sumri komanda. Kristián fær Landlyst Samþykktur hefur verið verk- samningur rnilli Kristjáns Egils- sonar og Vestmannaeyjabæjíu- um gröft og undirstöðu og lagningu lagna vegna Ltuidlystar. Þrjú tilboð bámst í verkið og var tilboð Kristjáns lægst þeitTa. Fótboltaferð Flugleiðir bjóða upp ú fótboltaferð á Wimbledonleikvanginn frá Vestmannaeyjum á leik Leeds og Wimbledon í ensku úrvalsdeildinni. Innifalið í verði er flug til Reykjavíkur og rútuferð til Kellavíkur auk flugs til London, gisting í London, miði á leikinn sem verður eftirmiðdaginn 7. nóvember. Flogið verður til London þann 6. nóvember og komið aftur til Keflavíkur þann 9. nóvember og innifalið í verði er ferð aftur til Vestmannaeyja. Eins og vitað er leikur Vestmanna- eyingurinn Herntann Hreiðarsson með Wimbledon og aldrei að vita nema hann leiki með liðinu í þessum leik Fréttatilk. FRETTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: július Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.isMrettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig I lausasölu i Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn. Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.