Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 28.10.1999, Side 16

Fréttir - Eyjafréttir - 28.10.1999, Side 16
16 Fréttir Fimmtudagur 28. október 1999 Leikskólar eru kannski ekki hefð- bundinn starfsvettvangur karla en Högni Hilmisson hefur unnið á Leikskálanum Betel á þriðja ár. 1 spjalli við Fréttir segir hann það séu ekki launin sem heilli hann heldur hugsjónin. A meðan börnin leika sér í leiktœkjunum ogforeldrar sœkja bönt sín talar hann um trúmál, vandamál fjölskyldna í dag ogfóstrustarfið, svo eitthvað sé nefiit. „Eg vil nú reyndar ekkert draga að mér athygli, “ segir Högni, en hannféllst samt á að deila viðhorfum sínum með lesendum Frétta meðan krakkarnir leika sér prúð og stillt. Hann segir leikskólann ekki vera eingöngu fyrir safnaðarmeðlimi Betels. „Hann er rekinn sem afgerandi kristinn leikskóli, eða á að vera það, en það geta allir sótt um hér. Það eru allir leikskólar á íslandi undir þeim formerkjum að tilheyra kristinni kirkju og vera undir henni, þetta er tekið hér eilítið fastari tökum,“ segir Högni. Er starfsfólkið þá líka safnaðarmeðlimir? „Já bara að hluta til, það er ekki skilyrði. Það væri samt erfitt ef einhver kæmi sem væri andvígur kristinni trú. Það gætu orðið árekstrar. Það er héma bæði fólk úr Þjóð- kirkjunni og Betel. Leikskólinn er því hálfeinkarekinn.“ Skyldi eitthvað hafa komið honum á óvart við að hefja störf á leikskóla? „Þetta er ekki fyrsti leikskólinn sem ég vinn á, ég var að vinna á leikskólum inni í Reykjavík og hef því svona víðsýni með mér. Eg finn að ég hef töluvert að gefa í svona og líkar ofboðslega vel að dunda mér með bömunum." Hann segir að það hafi starfað einn karlmaður áður á Betel. „Hann var svona sams konar og ég, svona gítaristi og stórsöngvari örugglega líka. Ekki það að ég sé að fullyrða að ég er stórsöngvari,“ segir Högni og kímir. „Þessi er hins vegar stórsöngvari,“ segir hann og klappar á kollinn á lítilli stúlku sem er að fara heim með pabba sínum. Hann segir starfið vera mjög gefandi. „Það fyllir lífið tilgangi," segir hann. Skemmti- legast finnst honum að breyta út af venjunni og starfa að skapandi verk- efnum með bömunum til dæmis með tónlist eða myndlist. „Ég hef ekki formlega menntun í þessu, er bara alinn upp í kringum þetta. Ég var mikið með sunnu- dagaskóla hér áður en það er kannski svona í bígerð..“ segir hann og þegar hann er inntur nánar eftir því segir hann frá unnustu sinni sem er í kristilegum skóla í Kanada. „Það er búið að vera lengi þrá hjá mér að komast þama á þetta svæði í Winnipeg, Toronto og þar um kring. Hún kemur um jólin og þá endurskoða ég kannski hvað ég geri. Ég vinn allavega út veturinn og sé svo til. Það er eiginlega þannig að manni óar við því að ætla kannski að fara í annað og vera ekki viss um að komi jafningi í staðinn, eða að allt sé í góðum höndum,“ segir Högni. Það er greinilegt að honum er annt um bömin og starf sitt á leikskólanum. Það em ekki launamálin sem heilla hann við þennan starfsvettvang? „Nei, það er hugsjónin. Ég tel það bæta við launin að fá að vera þátttakandi í svona starfsemi," segir Högni. Hann viðurkennir þó að starfið geti einnig verið erfitt og tekið á taugamar. „Það er allur skalinn. Það er óhætt að segja það. Það er ekkert sem er óleysanlegt. Maður gerir aldrei stóra hluti úr venjulegum vandræðum,“ segir Högni. Trúmál standa Högna nærri og hann segir að Vestmanneyjar hafi ákveðinn tilgang. „Ég veit ekki hvort ég má bera okkur saman við kannski Jerúsalem,“ segir hann hugsi. „Héma byrjar andlega vakningin í okkar landi og breiðist út héðan og út á svæðin í kring. Það er eins og himnasmiðurinn sé með áform um staði og fólk og við tökum þátt í því ef við getum. Maður verður bara að vera viðbúinn." Hann hefur einnig ákveðnar skoð- anir á málefnum fjölskyldna og telur að fjölgun karlmanna á leikskólum sé eingöngu neyðarúrræði við mun stærri vanda. „Ég hef verið utan við jafn- réttisumræðuna í leikskólunum varð- andi fjölgun karla. „Ég veit bara að straumamir hafa legið í þessa átt og kannski út af þessari skilnaðartíðni í landinu. Best væri náttúrlega að ráðast á rót vandans og að fólk fengi almennilega hjónabands- og fjöl- skyldufræðslu strax í grunnskóla og það yrði byggt almennilega upp. Manni finnst þetta eiga að vera ekki óleysandi vandi. Ég held að rót vandans sé ekki fundin þama.“ Högni segist vera búinn að fara á ýmis námskeið í tengslum við málefni fjölskyldunnar. „Maður sér að það em engin stóratriði sem em að í þessu sambandi í þjóðfélaginu. Það þarf að auka fræðslu og eitthvað gott til að byggja á. Þetta er langtímaverkefni,“ segir Högni. En að lokum, bregður fólki ekki í brún þegar það sér karlfóstra á leikskólanum? „Nei, það hefði kannski gert það fyrir svo sem fimm ámm en ekki núna,“ segir Högni og í sömu mund sækir móðir síðasta bamið sem var eftir úti að leika sér og Högni fær að fara inn til að sinna hinum bömunum. Nína Björk Jónsdóttir, Ingibjörg Olafs- dóttir, nemendur í hagnýtri jjölmiðlun Viðfyrstu sýn Veðurbarinn en heillaður Góð mæting á leikl ÍBV stelpnanna getur borgað sig! Vestmannaeyjar taka á móti komu- manni með tungliýstum klettum, dröngum og eyjum og ekki fer fjarri að honum verði hugsað til samskipta skipa og ísjaka í byrjun aldar. Sá hrollur sem fer um manninn á skipsfjöl á þó ekkert skylt við hræðslu heldur mun hann runninn undan rifjum ómældrar lotningar fyrir ægikrafti sköpunar- verksins. Náttúran sýnir sínar fegurstu myndir þetta kvöid og með Ijóskastara lýsir hún upp það sem hún hefur skapað. Með þessa sýn fyrir augum eru kvikmyndahús og leiksýningar eins og ómerkileg sandkorn undir skóm manna. Það verður hverjum þeim sem til Vestmannaeyja kemur ljóst frá fyrstu stundu hversu stórt hlutverk náttúran spilar í lífi Eyjamanna. Fiskimiðin allt í kring, og aflinn dreginn úr sjó með líflínu eyjarinnar. Veðurbarinn Stórhöfði tekur á sig vindinn og slagviðrið og veitir okkur ofan af fasta landinu smá innsýn í þann veðurham sem oft skekur Eyjamar. Það er samt þægilegt að horfa á hraunið, Heima- klett og aðrar byggingar náttúmnnar og hvemig þær halda bænum í faðmi sér. Þó virðist það ekki halda veðrinu frá aðkomumanni sem einn daginn stendur vart í fætuma, kemst vart út úr Ómar Kristinsson á bryggjunni í Þorlákshöfn með eigin kaffi- bolla að hita sig upp fyrir Eyjaferð með Herjólfi húsi og er votur inn að beini ef hann reynir, en horfir hinn daginn upp í stjörnubjartan himinn og á fagurt umhverfið. Það er kalt, en umhverfið hlýjar manni. Einnig ylja móttökur Eyjamanna þeim sem þá heimsækir (eða kannski var það bara svona gott að komast aftur á fast land). Fólkið býður aðkomumann velkominn, spjallar óhindrað, er skemmtilegt og kraft- mikið. Krafturinn kemur vel fram í áhuga og elju á íþróttum eyjaskeggja sem og skyldmennum á fastalandinu, báðir þessir hópa sýna rnikið kapp og elju þegar á íþróttavöllinn eða áhorfendastæðin er komið. Það heyrist á spjalli manna að hér þekkir því næst hver annan og vel þekkt er hrekkjatilhneiging þeirra sem hér búa og sjaldan er stnðnin djúpt grafin í samtölum manna. Eyja- skeggjar bregðast vel við þessum hnýsna aðkomumanni og félögum hans úr höfuðborginni og gera dvölina ánægjulega og lærdómsríka. Það er gott að vera í Eyjum þó svo haustið sendi Kára til að ýta aðeins í menn og híbýli. Heimferð er á næsta leiti og aðkomumaður kveður og vonar, sem landkrabbi, að Kári verði í fríi meðan Herjólfur skilar honum upp á land. Ómar Kristinsson Höfundur er nemi í hagnýtri fjölmiðlun í kjölfari góðs gengis hjá IBV stelpunum hefur handboltaráð kvenna ákveðið að standa að happdrætti á öllum heimaleikjum liðsins í þeim tilgangi að auka aðsókn á leikina. Happdrætið verður unnið í sam- starfi við hina ýmsu styrktaraðila kvennaboltans og verða vinningar dregnir út á hverjum heimaleik í deildarkeppninni í vetur. Leikreglur em þær að í hvert sinn sem stuðningsmaður greiðir sig inn á heimaleik liðsins fær hann að gjöf happdrættismiða sem hann merkir sér og setur í kassa við innganginn. Því fleiri leiki sem viðkomandi mætir á því fleiri miðar em í kassanum og því meiri möguleika hefur hann á að hljóta stóra vinninginn sem verður dreginn út á síðasta heimaleik deildarkeppninnar. Á næsta heimaleik, sem er nk. laugardag klukkan 13.30, taka stelpumar á móti sterku liði Stjömunnar en í hálfleik mun IBV handboltaráð kvenna skrifa undir samstarfssamning við Vömval og af því tilefni verður íyrsti aukavinningur happdrættisins, matarkarfa frá Vömvali að verðmæti kr. 7.500, dregin út. Það er því ljóst að það getur borgað sig að mæta vel á leikina hjá stelpunum. Sjáumst á leikjum vetrarins! Handboltaráð kvenna WtÁLNlNG HJÁ M|f>STÖt>lNNl/ Mmálningehf. MlöSTÖölN.w. -þoð segir sig sjóJft - Strandv«gl 65 • Siml: 481 1475

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.