Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 28.10.1999, Side 17

Fréttir - Eyjafréttir - 28.10.1999, Side 17
Fimmtudagur 28. október 1999 Fréttir 17 Gunnar Sigurðsson hefur það gott í Svíþjóð Saknar brúnu tertunnar hennar ömmu Gunnar Sigurðsson. Líkar vel í Svíþjóð en er á leiðinni lieim til Eyja í frí. Islendingar hafa oft alið af sér afburða góða íþróttamenn, sem oft ná góðum árangri á heimsvísu. Knattspyrnumenn eru, kannski eins og íslenski hesturinn, orðnir ein helsta útjlutningsvara landsins. Vestmannaeyjar hafa skilað sínu hlutverki sem útungunarstöð fyrir einstaklega góða knattspyrnumenn, og nœgir þar að nefna Asgeir Sigurviitsson sem án efa er einn fremsti knattspyrnumaður landsins fyrr og síðar og svo Hermann Hreiðarsson, þann allra dýrasta. Landsliðið hefur ekki farið varhluta afþessari þróun og er árangur þess vitni um það, en þar eru einmitt þrír Eyjamenn. En nú þegar árangur landsliðsins fyllir allar síður dagblaðanna er ekki úr vegi að rifja upp liverjir það eru sem hafa haldið í víking og lifa af þvi að spila knattspyrnu. Fréttir munu í nœstu blöðum spjalla lítillega við þessa knattspyrnumenn um lífið íatvinnumennskunni, Fréttir slógu fyrst á þráðinn til Gunnars Sigurðssonar, markvarðar og Eyjapeyja íhúð og hár, til að fon’itnast um Brage og dvöl hans í Svíaríki. „1K Brage er í bænum Borlange, sem er tveggja tíma keyrsla norður af Stokkhólmi, en í bænurn búa um 50 þúsund manns. Liðið var í Allsvenska fyrir nokkrum árum og má kannski muna sinn fifil fegurri. En liðið er á uppleið og öll umgjörð í kringum klúbbinn er mjög góð, t.d. eru stúkur allt í kringum völlinn og mest hefur verið um 14 þúsund manns á leik á honum. En í deildinni eru að meðaltali í kringum 2000 manns á leik. Við emm í 6. sæti í okkar deild, en 1. deildin er skipt í norður og suðurdeild. Nú stendur til að breyta þessu og mynda eina 14 liða deild þannig að aðeins 7 lið úr hvorri deild (norður- og suðurdeild) halda sínu sæti. Það er því óhætt að segja að við séum í bullandi fallbaráttu,“ segir Gunnar og hlær. „Reyndar er frekar ólíklegt að liðið falli því þegar aðeins ein umferð er eftir er liðið í fallsætinu þremur stigum á eftir Brage, en þarf að keppa við liðið í efsta sætinu sem þarf nauðsynlega á sigri að halda. En vegir fótboltans em órannsakanlegir." Líklega dreymir alla knattspymumenn og -konur að komast út fyrir landsteinana að spila knattspymu ogfá borgað fyrirþað. En er lífið gott í atvinnumennskunni? „Ja, dagamir em nú frekar misjafnir. Eg vakna yfirleitt svona um níuleytið ef það era æftngar klukkan tíu, annars lúri ég aðeins lengur. En eftir morgunæfínguna fer ég og fæ mér að borða og sinni svo húsverkunum. Svo er yfirleitt æftng um hálf íjögur og eftir það fer ég heim og elda enn eina stórmáltíðina. Svo um kvöldið fömm við strákamir stundum eitthvað út, eða maður er bara heima að glápa á sjónvarpið. Þannig að þetta er mjög fínt héma. Að vísu sakna ég alveg rosalega brúnu tertunnar hjá ömmu, það kemur ekkert í staðinn fyrir sneið af henni.“ Þegar talið berst að því hvemig það kom til að Gunnar fór til Svíþjóðar breytist aðeins í honunt hljóðið. „Þetta kom auðvitað allt til vegna þess að mér var hreinlega ýtt í burtu. Fyrrverandi þjálfari ÍBV, Bjami Jóhannesson, fór þar fremstur í flokki og kom hreinlega mjög illa fram við mig. Þessa sögu þekkja allir sem það vilja, og kannski algjör óþarfi að vera rifja hana upp, en allt í einu stóð ég frammi fyrir því að þurfa að ákveða mig hvort ég vildi halda áfram að spila fótbolta eða ekki. Eg var reyndar að spila handbolta um veturinn og fylgist reyndar mjög vel með strákunum þar ennþá, en fótboltinn varð fyrir valinu og því hið eina í stöðunni að flytjast frá Eyjum. Þar kom til sögunnar maður sem heitir Jón Péúrr, en hann og Gilli Hjartar hjálpuðu mér að láta draum hvers knattspyrnumanns rætast, þ.e.a.s. að komast í atvinnumennskuna. Eg vil bara taka það fram að ég er alls ekki sár út í IBV, hvorki félagið né liðið. Auðvitað varð ég sár eftir að hafa fómað mér fyrir liðið í þrjú ár og vera svo hent í burtu, en þetta er líklega allt í góðu í dag.“ Gunnar segir að reyndar hafi hann orðið dálítið vonsvikinn fyrir stuttu þegar honum var sagt frá ummælum Heimis Hallgrímssonar í Fréttum urn að Hrefna ætlaði að skipta um lið. „Það virðist vera að þeir sem em í forsvari fyrir íþróttahreyfinguna kunni ekki að koma vel fram við sitt fólk. Eg meina, hún kom frá KR, einu besta liði íslands í kvennaknattspyrnu til ÍBV og styrkti liðið mikið, sama hvemig á það er litið." segir Gunnar og er mikið niðri fyrir. Aðspurður segist Gunnar ekki vera viss hvort hann væri til í að koma aftur til Eyja og spila með IBV. „Partur af mér segir að ég eigi aldrei að spila með ÍBV aftur, en aftur á móti er ég, og verð alltaf Eyjamaður þannig að ég yrði að íhuga þetta mjög vel. Auðvitað toga Eyjamar alltaf í mig, ég ætla t.d. að koma heim fljótlega eftir að deildin er búin héma úti, en ég veit ekki hvað ég fæ að vera lengi í fríi, vonandi fram að áramótum. Það er að taka við nýr þjálfari þannig að það yrði betra að vera til staðar og sanna sig. Eg er nefnilega í mikilli baráttu um sæti í liðinu, ég byrjaði tímabilið en meiddist eftir aðeins tvo leiki. Hinn markmaðurinn hélt mér einfaldlega út úr liðinu þangað til að hann meiddist og ég hef spilað síðustu fimm deildarleiki." Þess má geta að Gunnar hefur spilað fjölmarga leiki bæði í bikar og með varaliðinu, og hefur liðið aðeins tapað einum leik. Það var eins og Gunnar sagði: „... helv. dómaraskandall...“ Að lokum bað Gunnar að heilsa öllum vinum og ættingjum og bað fyrir baráttukveðju til handboltastrákanna í ÍBV. Júlíus Ingason HARSNYRTISTOFAN IC' _ ibbbí 3 9 9 3 3 3 NYTT NUMER 481 3666 NANNA, ÓLÖF UNA OG SVANHVÍT Tottenham=3 - Man.United =1 Að gefnu tilefni vil ég minna þá vini mína sem hættu að hringja í mig eftir þrítugustu og sjöundu mínútu leiksins á að ég er ennþá með sama símanúmerið 4811431 Kær kveðja Hörður Þórðarson Tottenham aðdáandi Tvöfaldur um næstu helgí Nú eru búnar 6 vikur af hópaleik IBV og Frétta og em línur nokkuð farnar að skýrast cn spennan er enn til staðar. í 6. vikunni voru nokkuð óvænt úrslit á seðlinum og vttr skor því með lægra móú. Þó „grísuðust” nokkrir hópar á hátt skor miðað við úrslitin. Klaki náði 8 réttum, Vinstri bræðingur, E.H. og Víms náðu 7 réttum. Staðan er þessi: A-riðill: Joe on the Hill 44, Húskross 43, Flug-Eldur og Pömpiltar 42, Bláa-Ladan 39, Mambó 38, NR 35 B-riðill: Vinstri bræðingur 44, FF 42, Dumb and Dumber og Klíiki 41, Tippalingumar 37, JóJó 35, Kríumar 34 C-riðill: Tveir á Toppnum 43, S.S. 41, Austurbæjargengið og E.H. 40, H.H.-Flokkur 38, Hjónabandssælan 37. Bonnie and Clyde 33 D-riðill: Man.City 40, Allra bestu vinir Ottós og Víms 39, Mariner og Skrekkur og Andri Kolbeinn 38, Coco 36. Eins og áður sagði voru úrslitin um síðustu helgi á enska seðlinum rnjög óvænt og náði enginn Islendingur eða Svíi 13 rétturn og verður því potturinn tvöfaldur um helgina og er búist við að fyrsti vinningur verði 65-70 milljónir. Því er um að gera að koma í Týsheimilið á laugardaginn og tippa. GETRAUNANEFND ÍBV

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.