Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2000, Síða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2000, Síða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 16. mars 2000 BdwH'gAtana Undir blóöugu fisksöluborði Ég þakka henni frænku minni áskorunina og er alveg sammála henni að hleypa engum öðrum í þáttinn er ljölskyldumeðlimum og nánum vinum, og ég treysti næsta þátttakanda til að passa upp á að svo verði, (ha ha eða þannig sko). Sjálf er ég mest fyrir glæpasögur og svolitla spennu. Ég hef lesið margar bækur um árin, misgóðar eins og gengur og gerist, en þær sem mér finnst standa upp úr eru bækur Halldórs Éaxness og þá sérstaklega Sjálfstætt fólk. Bækur Einars Más Guðmundssonar, Englar alheimsins og Fótspor á himnum. Og svo er Stephen King ofarlega á vinsældar- listanum. llmurinn eftir Patrick Súskind gerist á 18. öld í París og segir ffá Jean Babtist Grenouille sem fæðist undir blóðugu fisksöluborði, og er yfirgefinn af móður sinni strax eftir fæðingu. Nöturleg koma hans í heiminn er þó aðeins upphafið á furðulegu lífshlaupi þessa einstæða en þó grimma manns. Hann er gæddur yfirskilvitlegu lyktarskyni, en ber þó enga líkamslykt sjálfúr. Hann er sífellt að leita hins fúllkomna ilms sem hann svo finnur hjá ungum meyjum. Hann myrðir þær svo til að eignast sjálfúr ilm þeirra. Slóð fiðrildanna eftir Olaf Jóhann Olafsson las ég fyrir stuttu, hún er algert meistaraverk og alveg snilldarlega skrifúð. I æsku voru Tinnabækumar eftir Hergé í algjöru uppáhaldi hjá mér og er ég búin að lesa þær allar fram og til baka. Svo eru hvers kyns ferðabækur alltaf ofarlega í huga mér, því ég hef svo rosalega gaman af að ferðast eins og þeir vita sem þekkja mig. Mig langar næst að skora á hana vinkonu mína, Rögnu Jenný Ragnheiðar og Friðriksdóttur, henni verður ekki skotaskuld úr því að kasta fram einhverju skemmtilegu. ©rðTspöt - Góðkunnur Vestmannaeyingur hafði áhyggjur af heilsufari sínu og fór því í læknisskoðun. Kona hans fór með, honumtil halds og trausts. Að skoðun lokinni kallaði læknirinn konuna á eintal og tjáði henni að heilsufar eiginmannsins væri ekki eins og best yrði á kosið. „En með góðu atlæti heima fyrir, góðri eldamennsku, engu nöldri og svo því að gefa honum frí frá heimilisstörfum, þá ætti hann að eiga góða möguleika á nokkuð mörgum góðum árum ennþá," sagði læknirinn. Að þessu loknu kvöddu hjónin og fóru. Á heimleiðinni spurði eiginmaðurinn hvað læknirinn hefði sagt. Konan þagði um stund en sagði siðan: „Hann sagði að sennilega ættirðu ekki langt eftir ólifað." - Það er haft á orði þessa dagana að alþýða manna, öryrkjar og gamalmenni séu hinir mestu dragbítar á margrómuðu góðæri. Og nú aldrei þessu vant (sic) heimti þessir aðilar hlutdeild í því sama góðæri. Þetta finnst að sjálfsögðu landsfeðrunum hið versta mál, aldrei þessu vant, því verðbólgudraugurinn muni þá rísa upp. Saklaust fólk spyr því í grandaleysi um samhengi stórgróða „allra“ fyrirtækja í landinu og þjóðarhungurlúsasáttar, sem launafólk, gamal- menni og öryrkjar hafa mátt búa við í verðbólguleysi undanfarinnar ára. Er furða þó að klofningur sé nú uppi í samtökum verkafólks, og samtök atvinnurekenda í einu vellukkuástandi að geta fleygað niður samtöðu lýðsins sem aldrei hefur verið annað en gjálfur síðan misvitrir menn fundu upp hugtökin, jafnrétti, bræðralag og svarthol. Vantarfleiri hefðir / síðustu viku var kosið um nýja stjórn í Nemendafélagi Framhaldsskólans. Formaður nýrrar stjórnar var kosinn Hafsteinn Daníel Þorsteinsson og hann er Eyjamaður vikunnar. Fulltnafn? Hafsteinn Daníel Þorsteins- son. Fæóingardagur og ár? 23. 12. 1981. Fæðingarstaður? Reykjavík. Fjölskylduhagir? Bý hjá móðurminni, Guðrúnu Jónu Gunnarsdóttur og yngri systur, Katrínu Björgu. Menntun og starf? Er að Ijúka þriðja ári i FÍV. Vinn um helgar hjá Kók og Jóni Inga á Lundanum. Laun? Fleyta mér áfram. Mamma bjargar afgangnum. Bifreið? Bíllinn hennar mömmu, Toyota Corolla. Helsti galli? Ein- hverjirsegja að ég sé skapbráður og fljótfær. Helsti kostur? Einstaklega hjart- góður og prúður drengur (segir mamma). Uppáhaldsmatur? Flestallt sem að kjafti kemur. Mér finnst t.d. skyndibitafæði alveg Ijómandi gott. Versti matur? Ég hefaldrei skilið hvers vegna fólk er að láta ofan í sig skemmdan mat, kominn langt fram yfir síðasta söludag, eins og það sem kallast súrmatur. Uppáhaldsdrykkur? Vatn og kók, (verð að segja það fyrir Hlyn). Uppáhaldstónlist? Held upp á marga t.d. Sálina og Guns 'n Ros- es. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að reyna að meika það i körfubolta og dúlla mér með kærustunni. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Eigum við ekki að orða það þannig að það fyrsta sem ég ætla mér að kaupa þegar ég eignast pening verður uppþvottavél. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Kaupa uppþvottavél til að byrja með. Skella mér svo í sólina og borga skuldir fjölskyld- unnar. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Davíð Oddsson er einstakur húmoristi og ber af. Uppáhaldsíþróttamaður? Fyrir utan mig sjálfan er það Múhameð Ali. Ertu meðlimur í einhverjum féiagsskap? Nem- endafélagi Framhaldsskólans og ÍV. Uppáhaldssjónvarpsefni? iþróttir. Uppáhaldsbók? Kokkabókin hennar mömmu. Hvað metur þú mest í fari annarra? Kurteisi og stundvísi. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Ókurteisi og hroki. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Herbergið mitt á góðum degi. Kemur ný stjórn til með að breyta einhverju í starfsháttum Nemendafélagsins? Lengi getur gott batnað, við stefnum allavega að því. Hvað vantar helst í starf félagsins? Kannski fleiri hefðir í skólastarfinu. Verður stefnt að því að taka þátt í „Gettu betur" á næsta ári? Ef áhugi er fyrirþví, já. Kemur formannsstarfið til með að taka mikinn tíma frá náminu? Já, ef maður ætlar að sinna þessu almennilega þá fer varta hjá því. Eitthvað að lokum? Við þökkum kæriega fyrir stuðninginn og mótframbjóðendum fyrir drengilega og skemmtilega kosningabaráttu. Hafsteinn Daníel Þorsteinsson er Eyjamaóur vikunnar Nýf æddir •* Vestmannaeyingar Þann 5. mars eignuðust Sóley María Hafsteinsdóttir og Sigurbjöm Hilmarsson son. Hann vó 16 merkur og var 56 cm að lengd. Hann er hér á myndinni með sytkinum sínum Katrínu Rós og Óðni Magnúsi. Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir. Þann 8. febrúar eignuðust Ingveldur Magnúsdóttir og Emil Marteinn Andersen son. Hann vó 14 /2 mörk og var 54 cm að lengd. Ljósmóðir var Drífa Bjömsdóttir. Á döfinni 4* 16. mars Stofnfundur Skógræktarfélags Vestmannaeyja í Rannsóknasetrinu kl. 20.30 16. mars Fundur í Alþýðuhúsinu um samningamólin kl 20.00 16. mars DJ-lce með dúndur dikófek 17.-31. mars Franskir dagar hjó Amóri bakara 17.-19. mars Sparisjóðsmótið í handknattleik, 6. d. Icvenna í Iþróttamiðstöðinni oq Týs heimili 17. mars Golfhermismót GV hefst 17. mars 17. 18.og21. Fönkmaster 2000 ó Fjörunni mars Rocky Horror ó Fjölum Leikhússins 17.-18. mars Víkingasveitin Hermann Ingi og Smóri ó Lundanum 18. mars Mfl. kada í handknaftleik ÍBV-Stjaman í íþróttamiðsföðinni kl. 16.30 18. mars Aðalfundur Björgunarfélagsins 18. mars Mannekla ó Fjörunni (órafmagnaðir tónleikar) 18. mars Árshótíð Hressó ó Höfðanum kl. 19.00. Almennur dansleikur með Greifunum kl. 24.00 20. mars Aðalfundur Kvenfélags Landakirkju í safnaðarheimijinu kl 20.00 25. mars Myndlistarvor Islandsbanka í Eyjum 2000. Tolli Morthens opnar einkasýningu í Gallerí Ahaldahúsinu kl. 17.00 25. mars Dagur tónlistarfólks í Vestmannaeyjum í Safnaðarheimilinu kl. 17.00 25. mars Skílamórall ó Fjörunni 19.-20. maí Vor í Eyjum 2000

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.