Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2000, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 16. mars 2000 cþ l/ e essi mynd er tekin suður í Stórhöfða um miðjan þriðja áratug aldarinnar. Hún sýnir vel hvemig húsakostur var við Stórhöfðavitann. Fólkið á myndinni er, talið írá vinstri: Elísabet Ámadóttir, gift séra Óskari Þorlákssyni ífá Hofi, dómkirkjupresti; Ámi Sigfússon, kaupmaðiu- og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og Ólafía Ámadóttir, eiginkona hans og systir Elísabetar. Stúlkan fremst á myndinni er Ranný Ámadóttir Rogich, dóttir Áma og Ólafíu. Hún fluttist til Bandaríkjanna og giftist þar. Sonur hennar, Sig Rogich, var sendiherra Bandaríkjanna á íslandi fýrir nokkmm árum en er nú kosningastjóri hjá George Bush yngri sem er væntanlegt forsetaefhi repúblikanaflokksins í næstu kosningum. Myndina léði okkur Gunnar Stefánsson frá Gerði, tengdasonur Áma og Ólafíu. Minning Guðlaug Þorbergsdóttir F. 17.7. 1932 d. 3. 3.2000. Það var á björtum vordegi í maí sem ég sá hana fyrst. Hún var 14 ára að komaaustan af landi í Borgarfjörðinn til foreldra minna í vist. Ég var 4 ára gömul og horfði feimin og forvitin á dökkhærðu, grönnu stúlkuna í grænu kápunni. Hún sagði mér að kalla sig Laugu. Og nú eru meira en 50 ár liðin og komið að kveðjustund. Lauga mín var einstök. Hljóðlát og prúð en dugnaðarforkur til allra verka. Hún var fríð stúlka, broshýr og ein- staklega jafnlynd. Þó aldursmunur væri nokkur á okkur við fyrstu kynni, finnst mér nú að harla hafi lítið fyrir honum farið í okkar samskiptum. Gott þótti mér lítilli stelpu að eiga hana að við dúkkufatasaum og prjónaskap. Lauga var snillingur með prjónana og öll handavinna lék í höndum hennar. Þær eru ófáar prjónaflíkurnar sem ég eða bömin mín eignuðumst frá henni enda var Lauga mín glaður gjafari. Og hún var tryggur vinur, orðheldin og orðvör. Hún var á heimili foreldra minna í 16 ár og bæði við og hún litum á það sem hennar. Þau bönd sem fjölskylda mín, ég og hún, bundust vom óijúfan- leg. I 13 ár vomm við samtíða og ekki í eitt einasta skipti varð okkur sundurorða. Ég get fullyrt að svo var einnig í samskiptum hennar við aðra í fjölskyldunni, hún var alltaf góð og hlý, öllum þótti vænt um hana. Sérstaklega vil ég þakka Laugu minni íyrir góðvild hennar við ömmu mína sem var á heimili foreldra minna til dauðadags. Amma var í mínum huga besta amma í heiminum og hún elskaði Laugu á sama hátt og okkur hin. Þær tvær vom samvaldar. Eftir að Lauga giftist og flutti Vest- mannaeyja var samgangur okkar auð- vitað með öðmm hætti, en góðar minningar á ég frá heimsóknum til hennar og þá sérstaklega þegar við amma fórum báðar saman um páska til hennar og Magnúsar, manns henn- ar, sem líkt og hún tók okkur opnum örmum. Lauga varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast augasteinin sinn hana Björt. Því miður höguðu örlögin því svo að vegna veikinda Laugu dvaldist Björt langdvölum frá henni um skeið. En þessi telpa var bæði Laugu og Magnúsi manni hennar það dýr- mætasta i heimi hér og það var mikil huggun harmi gegn þegar Lauga var orðin ekkja að Björt sneri aftur í móðurfaðminn. Mig langar að þakka hér Björt fyrir umhyggjuna við móður sína svo og öllum Vestmanna- eyingum sem studdu Laugu á einn eða annan hátt. Oddnýju systur hennar, sem alla tíð var henni svo góð, sendi ég líka þakkir mínar. Lauga átti sitt ævikvöld á Hraun- búðum, dvalarheimili aldraðra í Vest- mannaeyjum og leið þar sérstaklega vel. Allir sem þar starfa umvöfðu hana allt þar til yfir lauk. Hafi þau hjartans þökk. Guð blessi Laugu mína og ég þakka henni nú að leiðarlokum fyrir áralanga vináttu og tryggð. Unnur Kolbrún Hjartardóttir Nudd er heilsurækt! Nudd er lífsstíll! Erla Gísladóttir n u d d a ri Vestmannabraut 47 Sími: 891 801 6 Þakkarorð Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jóns Ingólfssonar Dverghamri 13, Vestmannaeyjum Halldóra Hallbergsdóttir Þuríður Jónsdóttir Jóel Þór Andersen Bergþóra Jónsdóttir Óskar Óskarsson Hallbjörg Jónsdóttir Róbert Gíslason Berglind Jónsdóttir Steinar Jónsson Bamaböm og bamabamaböm Þakkir Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elsku litla sonar okkar, bróður og bamabams. Erlings Geirs Yngvasonar Helgafellsbraut 17, Vestmannaeyjum. Yngvi Sigurgeirsson Oddný Garðarsdóttir Garðar Þorsteinsson Sigurbjörg Yngvadóttir Kári Yngvason Garðar Þorgrímsson María Gunnþórsdóttir Björg Agústsdóttir Þakkir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, afa og langafa Olafs Kristins Stefánssonar er lést 29. febrúar sl. Jarðaförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Sjúkrahússins fyrir góða þjónustu og umönnun. Hulda Þorsteinsdóttir Henný Dröfn Ólafsdóttir Aðalheiður Ólafsdóttir Sóley Ólafsdóttir Þorsteinn Ólafsson bamaböm og bamabamaböm Háls-, nef- og eyrnalæknir Sigurður Júlíusson háls-, nef- og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilbrigðisstofnuninni dagana 22. - 24. mars. Tímapantanir verða mánudaginn 20. 3. kl. 9-14 ís.481 1955 Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum 50 ára Laugardaginn 25. mars verður Georg Kristjánsson 50 ára. Hann og Harpa taka á móti gestum í Kiwanishúsinu kl. 20 - 24, afmælisdaginn. 11 [M i>V \ || Eyjaprent l Strandvegi 47 frettir@eyjar.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.