Fréttir - Eyjafréttir - 27.04.2000, Side 6
6
Fréttir
Fimmtudagur 27. apríl 2000
Listviðburður í Landakirkju:
Ánægjulegir tónleikar
Nemendur Steinunnar Einarsdóttur í gamla Áhaldahúsinu, þar
sem námskeið í olíumálun hefur farið fram í vetur.
Nemendasýning Steinunnar Einarsdóttur:
Myndlistarnám-
skeið í fimm ár
Undirritaður átti þess kost að sækja
tónleika þeirra feðginanna Guð-
mundar H. Guðjónssonar, sem lék
á orgel, og Védísar Guðmunds-
dóttur, er lék á þverflautu, í Landa-
kirkju annan í páskum. Það verður
að segjast, að þessir tónleikar voru
sérstaklega ánægjulegir í alla staði,
dagskráin var fjölbreytileg og
aðgengileg og var mjög viðeigandi á
þessum bjarta degi, sérstaklega í
guðshúsi.
Flest verkin vom frá barokktímanum
(þ.e. tímabilinu frá upphafí 17. aldar
til miðbiks 18. aldar). Fyrst léku
feðginin sónötu fyrir þverflautu
(BWV 1033) eftir J.S. Bach, verk sem
ber aðalsmerki meistarans og er í
þremur köflum, ágætis inngangsverk.
Þá lék Guðmundur einleik á orgelið,
tvö af þekktustu kóralforspilum
Bachs, Kommst du nun, Jesu, vom
Himmel herunter, BWV 650 (Lofið
vorn Drottin), og Wachet auf, mft uns
die Stimme, BWV 645 (Vakna, Síons
verðir kalla). Þessi forspil eru úr
safninu sem kennt er við nótnaprent-
arann Johann Georg Schiibler, og
gefið var út á síðustu ámm Bachs, en
þetta safn er meðal fárra orgelverka er
Bach gaf út sjálfur. Bæði forspilin em
þó byggð á eldri kantötum Bachs.
Gmnnmelódían er tekin eftir kóral eða
stuttum kórsöng og kom mjög vel
fram hjá Guðmundi með vel heppn-
aðri stillingu orgelsins.
Næstu verk voru einleiksverk fyrir
flautu, hið fyrra eftir franska tón-
skáldið Debussy, fmmkvöðul im-
pressiónisma í tónlist á fyrstu ára-
tugum 20. aldar, verk sem býr yfir
hárfínum blæbrigðum er komust mjög
vel til skila hjá Védísi, og hið seinna
eftir lítt þekkt tónskáld, Furstenau,
einnig áheyrilegt verk. I þessum
virtuosostykkjum sýndi Védís marga
góða spretti, fínlega tækni og fallegan
tón. Þá var aftur samleikur, flautu-
sónata eftir Handel, hátíðlegt verk
með fagurri melódíu, sicilienne
(Sikileyjardans) eftir kventónskáldið
Maríu Theresíu von Paradies og hið
þekkta lag Á vængjum söngsins eftir
Mendelsohn. Þessi verk komust mjög
vel til skila, og sérstaklega naut
undirritaður hinnar háleitu og fögm
tónmyndunar í tónsmíð Handels. Sagt
hefur verið að ekkert tónskáld hafi
eins næmt skyn fyrir sönglínunni og
Handel, og þetta heyrðist vei í
flutningi þeirra feðgina.
Næsta verk var voldugt einleiksverk
fyrir orgel eftir belgíska tónskáldið
César Franck, og ber nafnið Piéce
héroíque (Hetjuverk) þar sem skiptast
á ljóðrænir og lágværari kaflar og
háværir og tilkomumiklir kaflar þar
sem orgelið er þanið til hins ítrasta.
Gaman var að heyra orgeiið, drottn-
ingu hljóðfæranna, fullnýtt á þennan
hátt, í verki sem var hápunktur
tónleikanna að því er orgelið varðar.
Hér sýndi Guðmundur næma túlkun
og þroskaðan smekk, lék sér m.a. að
einleik á pedalana án þess þó að vera
með tóma virtuosasýndarmennsku.
Enn eitt lofsverk framtak hjá Guð-
mundi, en hann hefur lengi tekið
virkan þátt í tónlistarlífi Vestmanna-
eyja, ekki aðeins sem kirkjuorganisti
og kórstjóri kirkjukórsins, heldur líka
með sjálfstæðum tónleikum kórsins
og við önnur tækifæri.
Síðasta verkið á dagskránni varkon-
sert í d-dúr eftir ítalann Luigi Bocch-
erini. Þau Guðmundur og Védís létu
tilleiðast eftir dynjandi lófatak í lokin
að leika eitt aukalag, eftir argentínska
tónskáldið Villa Lobos.
1 heildina voru þetta sem sagt mjög
eftirminnilegir tónleikar, og gaman að
vita að við Eyjamenn skulum eiga svo
ágætt listafólk. Védís er efnilegur
listamaður eins og hún hefur reyndar
margsýnt við ýmis tækifæri, en þetta
munu vera fyrstu sjálfstæðu tónleikar
hennar. Hún á áreiðanlega fyrir sér
bjarta framtíð sem flautuleikari ef hún
heldur áfram á hinni þymum stráðu
braut listamannsins, og vonandi að við
eigum eftir að njóta hæfileika þeirra
feðgina beggja lengi hér í Eyjum.
Erlendur Jónsson.
Næstkomandi fóstudag munu
myndlistarnemendur Steinunn-
ar Einarsdóttur opna árlega vor-
sýningu sína í Gallerí Áhalda-
húsinu á horni Vesturvegar og
Græðisbrautar. Þetta er fimmti
veturinn sem Steinunn býður
áhugamönnum um myndlist
upp á myndlistarnám og segir
hún námskeiðin alltaf vel sótt þó
að fjöldi þeirra sem sækja þau sé
misjafn milli ára.
„í vetur hafa að jafnaði verið um
sextán manns á námskeiðinu sem
hefur gengið mjög vel og fólk iðið
við að tileinka sér námið,“ sagði
Steinunn.
Steinunn segist hafa byrjað
kennsluna heima hjá sér fyrir fimm
árum. Ég bjó í Einarshöfn við
Kirkjuveg 15 og kenndi inni í stofu
fyrstu tvö árin og það var einkar
góð stemmning í kringum það, en
undanfarin þrjú ár höfum við haft
ágæta aðstöðu í Listaskólanum,
sem jók möguleikana og rýmra
varð um okkur. Ég hef leiðbeint
nemendum í meðferð vatns- og
olíulita, auk teikningar og bleks og
það hefur verið gaman að fylgjast
með hvemig nemendur hafa
tileinkað sér þessa tækni. I vetur
höfum við verið með kennslu í
olíumálun í gamla Áhaldahúsinu
þar sem sýningin verður sett upp.“
Steinunn segir að aðsókn á
námskeiðið í vetur hafi verið mjög
góð „Nemendumir eru á öllum
aldri og hafa verið mjög áhuga-
samir, enda munu verða um það bil
fimmtíu myndir á sýningunni.“
Eins og áður segir verður
sýningin opnuð laugardaginn 29.
apríl kl. 14.00 og henni lýkur
mánudaginn 1. maí kl. 18.00.
Sýningin er opin frá kl. 14.00 til
18.00 dagana sem sýningin
stendur. Aðgangur er ókeypis og
allir hjartanlega velkomnir.
Sigurgeir Jónsson
Af söguskoðun
Hluta af páskahelginni var skrifari að vinna við
verkefni sem tengist sögu eyjanna, atvinnulífi og
mannlífi, á þeirri öld sem nú er að kveðja. Þó
svo að skrifari hafi taiið sig þokkalega fróðan
um helstu atriði í sögu þessa byggðarlags þá
opnuðust augu hans nú enn betur fyrir þeim
gífurlegu breytingum sem orðið hafa á flestum
ef ekki öllum hlutum hér síðan um síðustu
aldamót.
T.d. var íbúafjöldinn um aldamót rétt um 600
manns en meira en ijórfaldaðist á fyrstu tveimur
áratugum aldarinnar. Þar átti vélvæðing báta-
flotans líkast til stærstan þátt auk nýrra og
afkastameiri veiðarfæra. Upp úr 1920 hægir svo
heldur á íbúafjölguninni en samt er hún næsta
árviss allt fram að gosi. Þá voru Vestmanna-
eyingar rétt um 5300 að tölu og er það mesti
íbúaijöldi sem hér hefur verið. Það met verður
líklega ekki slegið á næstunni enda hefur
íbúaþróunin á undanfömum ámm heldur snúist
í hina áttina.
Trúlega myndu hvorki sjómenn né landverka-
fólk láta bjóða sér nú til dags þann aðbúnað sem
þótti sjálfsagður og eðlilegur á fyrstu áratugum
aldarinnar. Það þótti t.a.m. lúxus að fá stýrishús
á bátinn nú eða kabyssu í lúkar til að geta hitað
kaffi. Skip þeirra tíma hefðu væntanlega ekki
fengið haffæmisskírteini í dag þar sem um borð
í þeim var harla fátt sem tengdist björgunar-
búnaði. Raunar vom Vestmannaeyingar frum-
kvöðlar í því að búa skip sín slíkum búnaði.
Það var líka á fleiri sviðum sem Vestmanna-
eyingar höfðu forgöngu, t.d. í því að kaupa
fýrsta björgunar- og varðskipið og reka það að
stórum hluta fyrir eigin reikning. Þá létu
Vestmannaeyingar það ekki á sig fá þótt þeim
væri neitað um fé úr landssjóði til ákveðinna
hluta. Árið 1911 létu þeir leggja símastreng frá
Landeyjasandi til Eyja fyrir eigin reikning eftir
að forsvarsmenn landssjóðs töldu ekki ástæðu til
að styrkja þá framkvæmd.
Einhvem veginn finnst skrifara sem öllu meiri
drift hafi verið í mörgu á þeim árum, ef mönnum
datt eitthvað snjallt í hug þá ffamkvæmdu þeir
það. í dag em hlutimir miklu miðstýrðari og
ákveðin forræðishyggja setur fólki oft stólinn
fyrir dymar. Til dæmis þurftu hlutir á borð við
húsbyggingar ekki að fara gegnum afgreiðslu
íjölda nefnda, né heldur að fara í grenndar-
kynningar og bíða síðan einhverjar vikur eða
mánuði eftir fúllnaðarafgreiðslu.
Eðlilega snerist allt kringum fisk og sjó á þeim
árum. Allt fram yfir miðja öldina mátti sjá
strákapeyja um allar bryggjur að fylgjast með
því sem þar var að gerast. Slíkt er næsta fátítt í
dag, nú hefur fótboítinn meira aðdráttarafl, svo
að ekki sé minnst á tölvur og myndbönd.
Kannski er þetta bara eðlilegt í þjóðfélagi þar
sem dregið hefúr úr mikilvægi fískveiða og
fiskvinnslu og höndlun og spekúlasjónir með
verðbréf taka orðið miklu drýgra rými hjá
fjölmiðlum en aflaiféttir. T.d. var það spennandi
stund hér á ámm áður á sumrin þegar
síldarskýrslan var lesin i útvarpinu vikulega að
kvöldi til. Þá vom lesin nöfn allra skipa sem
vom á síld fyrir norðan og austan og afli þeirra.
Þá sátu menn spenntir að vita hvemig gengi
Eyjamanna hefði verið. Nú er kominn viku-
legur þáttur í ríkissjónvarpinu, að loknum kvöld-
fféttum, þar sem álíka skýrsla er tekin til um-
fjöllunar. Ekki þó um síldarafla, heldur hver
þróun hefúr orðið í verðbréfúm og stöðu hinna
og þessara fyrirtækja. Skrifari getur ekki að því
gert að honum þótti síldarskýrslan miklu
skemmtilegri þáttur enda er hann í eðli sínu
afskaplega lítill verðbréfaspekúlant.
Eftir þessa söguskoðun um páskahelgina hefúr
skrifari þó enn eflst í þeirri trú sinni að enn um
sinn verði lífvænlegt að búa í Vestmannaeyjum,
þrátt fýrir barlóm og úrtöluraddir þeirra sem
halda meira upp á svartan lit en hvítan. Slikar
raddir em heldur ekkert sérstaklega bundnar við
seinni ár, þær hafa alltaf verið til staðar, bæði í
Vestmannaeyjum og annars staðar. Aftur á móti
var það okkar lán að þeir sem höfðu bjartsýnina
að leiðarljósi urðu ofan á. Skrifara býður í gmn
að meðan jákvætt hugarfar ræður ríkjum verði
ágætt að eiga heima i Vestmannaeyjum.
Skrifari hefúr haft þann hátt á, þegar vetri
lýkur, að láta af pistlaskrifúm í Fréttum og svo
verður einnig að þessu sinni. Hann vonar að
sumarið verði Vestmannaeyingum gæfúríkt og
aflasælt, hvort sem er á sjó eða verðbréfa-
markaði.
Sigurg.