Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 27.04.2000, Síða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 27.04.2000, Síða 11
Fimmtudagur 27. apríl 2000 Fréttir 11 Lokahóf handboltans: Amela og Erlingur best Lokahóf IBV í handboltanum fór fram í Týsheimilinu á laugardagskvöldið og var að venju hið glæsilegasta. Hæst bar að sjálfsögðu árangur stelpnanna í meistaraflokki sem stóðu uppi sem íslandsmeistarar. En fleira var að minnast frá nýliðnum vetri og var það gert með tilþrifum, bæði í gamni og alvöru. Helsta afreksfólkið var heiðrað fyrir árangur vetrarins og stjómarfólk var heiðrað fyrir ffábær störf í þágu handboltans í Vestmannaeyjum í gegnum tíðina. Lokahóf handboltans hafa alla tíð verið með skemmtilegri samkomum sem í boði eru hér í bæ. Skemmtiatriði em heimatilbúin og þó sum þeirra ættu kannski frekar heima í heimateitum er ekki annað hægt en að hrífast með orkunni og gleðinni sem kemur fram þegar handboltafólk bregður á leik. Herlegheitunum stjómaði Jóhann Pétursson af sinni alkunnu lagni. Fór hann á kostum í lýsingum sínum í myndasýningu kvöldsins. Af skemmtiatriðunum bar hæst kvikmyndasýningu sem Daði Pálsson og Sigurður Bragason áttu heiðurinn af. Ami Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, átti fyrstu orðin í myndinni, Gaupi á Stöð 2 var næstur en síðan tóku við leikin atriði ásamt skotum úr leikjum vetrarins. Var myndin ótrúlega vel unnin og ekki síður skemmtileg. Síðan tók við hvert skemmtiatriðið af öðm í bland við ávörp og heiðranir. Guðmundur Þ.B. Ólafsson flutti hátíðarræðu kvöldsins, Asmundur Friðriksson, formaður ÍB V- . héraðssambands, flutti kveðju ffá stjóminni, Helga Magnúsdóttir, sem sæti á í stjóm HSÍ og Handboltasambandi Evrópu flutti ávarp og Ómar Garðarsson, stjómarmaður í ÍBV-íþróttafélagi, ávarpaði samkomuna. BESTU leikmenn í mfl. voru Erlingur Richardsson og Amela Hegic. Viðurkenningar og heiðranir Stjóm ÍBV-héraðssambands sæmdi eftirfarandi silfurmerki: Andreu Atladóttur, Ingibjörgu Jónsdóttur, Vigdísi Sigurðardóttur, Rögnu Birgisdóttur og Sigbjöm Óskarsson. HSÍ veitti þrennum hjónum silfurmerki: Guðrúnu Ragnarsdóttur og Þorvarði Þorvaldssyni, Eygló Kristinsdóttur og Grími Guðnasyni og Ólöfu Heiðu Elíasdóttur og Björgvini Eyjólfssyni. , Bestu leikmenn í mfl.voru Amela Hegic og Erlingur Richardsson. Markahæst vom Amela Hegic og Miro Barisic. LEO Snær og Jóhann veislu- Mestu framfarir sýndu Hind Hannesdóttir og Gísli Guðmundsson.Besti vamarmaðurinn var Ingibjörg Jónsdóttir. Bestur stjóri. í 2. flokki karla var Hannes Jónsson. HSI veitti þrennum hjónum silfurmerki. Þau eru Grímur Guðnason og Eygló Kristinsdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir og Þorvaarður Þorvaldsson og Olöf Heiða Elíasdóttir og Björgvin Eyjólfsson.Grímur, Eygló, Guðrún og Þorvarður ásamt Helgu Magnúsdóttur frá HSÍ. STJÓRN ÍBV-héraðssambands sæmdi Sigbjörn Óskarsson, Vigdísi Sigurðardóttur, Andreu Atladóttur, Ingibjörgu Jónsdóttur og Rögnu Birgisdóttur silfurmerki ÍBV. Ragna var ekki viðstödd og tók Þorvarður Þorvaldsson við merkinu fyrir hennar hönd. Spurt er???? Hver er fyrsti vorboð- inn í þínum huga? Kristjana Þorlinnsdóttir, for- maður Félags eldri borgara: „Mér finnst ulltaf yndislegt þegr fugl- arnir fara að setjast upp. Þá finnst mér vorið vera komið. Og svo sumardag- urinn fyrsti." Séra Kristján Iijörnsson, sókn- arprestur: „Ætli fyrsti alvöru vorboðinn sé ekki lóan í hugum flestra. En ferming- arbörnin eru mínir vorboðar." Guðrún Jóhannsdóttir, versl- unarmaður: „Lóan, engin spurn- ing. Söngur lóunn- ar á morgnana þegar ég vakna." Ármann Höskuldsson, náttúru- fræðingur: „Þegar múkkinn sest upp í Klettinn. Það veit á gott, þeir byrja alltaf svo snemma á því að það lengir sumarið heilmikið." Ásmundur Pálsson, meindýra- eyðir: „Þegar vorfuglarnir koma." Harpa Rútsdóttir: „Lóan, það er alltaf svo gaman að heyra í henni. Og svo sumardagurinn fyrsti." Oskar Þórarinsson, skipst jóri: „I gamla daga fannst manni það vera þegar Bjarn- héðinn var að koma með lönguna innan al' Holtshrauni. En núna finnst mér vorið vera komið þegar fer að fiskast vestan við Surtinn."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.