Fréttir - Eyjafréttir - 27.04.2000, Page 12
12
Fréttir
Fimmtudagur 27. aprfl 2000
Jói á Hólnum opnar heimili sitt fyrir ferðamönnum:
Til eflingar landsbyggðarmenningu
-segir hann um framtakið en heima hjá honum stendur öllum til boða fróðleikur um
Vestmannaeyjar og lífið sem hér hefur verið lifað
-VERÖLD sem var og veröld sem er. Þessi mynd sýnir tvo heima, annars vegar Heimaey eins og hún var
í 5000 ár en út um austurgluggann sést hraunið sem kom upp í gosinu 1973.
Jói á Hólnum, Jóhann Frið-
finnsson, varð að sætta sig við
það hlutskipti um áramótin
síðustu vera ekki lengur
gjaldgengur á vinnumarkaði
hjá hinu opinbera. Ekki var
hann alveg sáttur við stöðu sína
enda heilsan góð. Fannst
honum hann eiga mikla orku
eftir og var ekki tilbúinn að
leggja árar í bát. En hvað átti
hann að fara að gera eftir að
samfélagið hafði hafnað
honum sem starfskrafti? Hann
sá ekki marga möguleika í
stöðunni en í vetur rifjuðust
upp fyrir honum orð Baldurs
Ragnarssonar, sendiráðsritara í
Japan, sem eins og svo margir
sem heimsækja Vestmanna-
eyjar, bjó hjá Jóa á Hólnum.
Stakk hann upp á því að Jói
opnaði heimili sitt fyrir
ferðamönnum þar sem þeir
gætu átt notalega stund á
íslensku heimili, þegið
veitingar ogfræðstum
Vestmannaeyjar um leið og
þeir nytu frábærs útsýnis af
Hólnum. Til að gera langa sögu
stutta, hefur Jói ákveðið að
hrinda hugmyndinni í
framkvæmd og nú stendur
húsið á Hólnum öllum opið
gegn vægu gjaldi.
I bæklingi þar sem Jói á Hólnum er
Joe on the Hill á ensku og Jo von
Hiigel á þýsku, er fólk boðið velkomið
á Hólinn. Þar segir að í boði sé frábært
útsýni til allra átta, hressing, notaleg
hljómlist ásamt sögum og sögnum um
Eyjar að fomu og nýju.
„Jóhann Friðfmnsson er Eyjapeyi,
sem alla tíð hefur notið lífsins hér og
víða komið við. Kaupmaður um
árabil, bæjarstjóri og trygginga-
forstjóri, sóknamefndarmaður og
síðustu árin safnstjóri Byggðasafnsins.
Sagnaþulur sem hefur frá mörgu að
segja,“ segir í bæklingnum og klykkt
er út með því að Eyjamar sjáist í nýju
ljósi eftir viðkomu hjá Jóa á Hólnum
sem sé alltaf heima á sumrin.
„Þegar ég hætti á Byggðasafninu
um áramótin síðustu sá ég ekkert
annað framundan en stússið við að
flagga þegar mannslát verða og svara
svo í símann til að upplýsa hver var
dáinn,“ sagði Jói sjálfur þegar Fréttir
ræddu við hann um framtakið. Þetta
með flöggunina má kannski rekja til
þess að flaggr.töngin á Hólnum er elsta
flaggstæðið í Eyjum síðan Skansinn
fór undir hraun og sést víða að. í 35 ár
hefur Jói verið í því hlutverki að vera
oftast fyrstur að flagga þegar mannslát
verða og um leið telur hann ekki eftir
sér að svara í símann og segja tíðindin.
„1 þessu framtaki mínu núna, sem
ég tel vera til eflingar landsbyggðar-
menningu, hef ég haft eftirfarandi að
leiðarljósi: -Þetta er mín leið til að
njóta áfram lífsins meðan Guð gefur
líf og heilsu. í þeim efnum á ég mikið
að þakka því ég á ekki einn einasta
veikindadag allan minn starfsferil.
Eins og ég sagði áðan fannst mér
framtíðin ekki vera björt en stússið í
kringum þetta hefur veitt mér ótrúlega
fullnægju og margir hafa lagt mér lið.
Er ég sannfærður um að þama er
framtak sem á eftir að koma Vest-
mannaeyjum til góða því héma geta
ferðamenn átf góða stund um leið og
þeir fræðast um sögu okkar. Eg held
að hægt sé að tala um nýjan afþrey-
ingarmöguleika fyrir ferðamenn."
Ragnar Baldursson er jafnvígur á
kínversku og japönsku og er eins og
íyrr segir sendiráðsritari í Japan. Hann
er fæddur að Ofanleiti í Vestmanna-
eyjum 1955 og er hann barnabam séra
Halldórs Kolbeins. „Hugmyndin að
þessu kviknaði þegar hann var í heim-
sókn hjá mér í fyrra og ég sé fyrir mér
að þama sé ég gera hluti sem mér
finnst gaman af.“
Jóhann kynnti framtakið í gær, 26.
apríl og þar var kylfa ekki látin ráða
kasti því að talan 26 hefur svo
sannarlega verið örlagavaldur í lífi
Jóa. „Auróra Friðriksdóttir, ferðamála-
fulltrúi, vildi að ég kynnti þetta í fyrstu
viku eftir páska og fannst mér það hið
besta mál þegar ég sá að hægt var að
láta það hittast á 26. apríl. Fyrsta húsið
sem ég eignaðist var við Kirkjuveg 26,
ég hef verið með hlaupareikning í
íslandsbanka númer 26 í 50 ár, bíllinn
minn var V 26 þangað til númerið var
tekið af mér, minn uppáhaldssálmur er
númer 26, ég kvæntist 26 ára ágætri
konu og hún fór fram mér eftir 26 ár.
Við uppskámm firnm mannvænleg
böm sem hafa veitt okkur mikla gleði
og er fyrir mikið að þakka. Eg er
bjartsýnn á að þetta gangi vel. Mér er
sagt að þetta hafí ekki verið reynt áður
hér á landi og þó ég sé orðinn sjötugur
og einu ári betur er heilsan góð. Eg nýt
þess að taka á móti fólki og hef frá
mörgu að segja um Vestmannaeyjar
þannig að ég held að engum eigi að
leiðast í heimsókn hjá mér.“
Þeir koma víða að sem litið hafa við
hjá Jóa, en alls skrifaði 1521 nafn sitt í
gestabækur á ámnum 1995 til 1999 og
hefur þeim fjölgað með ámnum. Þar
af var 501 erlent nafn og komu
gestimir frá alls 32 löndum.
að tjá náttúruskynjun sína og
túlka hana á sinn hátt. Sýning
Jakobs hefur verið vel sótt og
gestir látið vel af verkum
listamannsins. Sýningunni
lýkur í dag kl 18.00 og vert að
hvetja Vestmannaeyinga til þess
að láta hana ekki fram hjá sér
fara.
Á efri myndinni er Jakob ásamt
eiginkonu sinni Margréti
Guðmunsdóttur og þeirri neðri
gestir við opnunina.
Ný framleiðsla hjá Merkikerti
Nú um helgina mun Merkikerti kynna nýjustu afurð sína sem er lundakerti.
Sá merkilegi lundi hefur verið í þróun og hönnun síðan á síðasta hausti.
Merkikerti mun taka þátt í handverkssýningunni Handverk og hönnun, sem
haldin verður í Laugardalshöll um næstu helgi, frá 28. apríl til 1. maí. Þar
verður lundinn, ljúfastur fugla, og aðrar vömr Merkikertis og hugmyndir
kynntar. Meðal nýjunga er er námskeiðahald í skreytingu með býflugnavaxi,
svo og pakkar fyrir áhugafólk sem vill búa til sín eigin ilmkerti.