Fréttir - Eyjafréttir - 27.04.2000, Qupperneq 13
Fimmtudagur 27. aprfl 2000
Fréttir
13
Ómar Garðarsson skrifar opið bréf til bæjaryfirvalda:
Skítalykt um páska
Við, þessir venjulegu Eyjamenn,
höfum á á undanfömum ámm mátt
sætta okkur við það að sífellt erfiðara
er að komast um Heimaey. Þar sem
áður vom opin svæði er stundum allt í
einu girt með girðingum sem hrúgað
hefur verið upp til þess að halda utan
um nokkrar rollur. Sumar þessar
girðingar em ágætlega úr garði gerðar
en alltof margar em hreinlega ljótar og
ekki bætir það útlitið þegar alls konar
drasl byijar að safnast á þær.
Allt þetta hafa Vestmannaeyingar
mátt þola og hafa reyndar oft sýnt
þessu ótrúlega þolinmæði. Að ósekju
hefði alveg mátt heyrast meira í fólki
því bæjaryfirvöld skulda bæjarbúum
svo sannarlega svör við því hver á
hvaða land og hver er réttur fólks til að
komast um eyjuna.
Rollubændur eiga heiðurinn af
flestum girðingunum sem mynda
ótrúlega Ijölbreytilegt mynstur úr lofti
séð auk þess sem tilbrigðin í
girðingum em hreint ótrúlega mörg.
Girðingamar loka mörgum skemmti-
legum gönguleiðum og dæmi em þess
að á nokkur hundmð metra kafla þarf
að fara yfir sex til átta girðingar til að
komast leiðar sinnar. Þetta verður
einfaldlega til þess að þeir fjölmörgu
sem stunda göngur verða að halda sig
á vegunum eða meðfram þeim í stað
þess að geta haldið beint af augum og
gert með því gönguna enn skemmti-
legri og fjölbreyttari.
Þessum ágætu rollubændum tókst á
snilldarlegan hátt að takmarka enn
frekar möguleika til útivem um
páskana með því að úða skít á nokkur
tún sem þeir hafa til „umráða." Nú er
ég ekki í vafa um að húsdýraáburður
getur hentað ágætlega og sparar kaup
á tilbúnum áburði en það hljóta að
vera takmörk fyrir því hvað hægt er að
bjóða fólki því skít fylgir skítalykt eins
og Eyjamenn og gestir þeirra fengu að
kynnast um páskana.
Meðan veðrið skartaði sínu fegursta
þessa lengstu helgi ársins var ófært
En ég held að atburðir
síðustu vikna og að á
nokkrum stöðum á eyjunni
má sjá svæði sem em að
fara í svað vegna ofnýtingar
séu áminning til bæjar-
yfirvalda um að nú verði að
taka í taumana.
fyrir gangandi að fara um stór svæði á
Heimaey fyrir skítalykt. Þessi skíta-
lykt er líka það fyrsta sem mætir
gestum sem hingað koma með flugi
þegar haldið er í bæinn. Ekki er heldur
að sjá að skítalyktin sé á undanhaldi
og eflaust á hún eftir að ná nýju há-
marki þegar hlýnar.
Skítalyktin, ásamt vægast sagt
hæpinni landtöku í Herjólfsdal, vekur
spumingar um hver sé réttur hins
almenna borgara í Vestmannaeyjum
og hvort bæjaryfirvöld hafi vilja eða
getu til þess að hafa stjóm á „ffí-
stundabændum".
Af þessu tilefni era hér nokkrar spum-
ingar til skipulags- og umhverfis-
nefndar og landnytjanefndar:
Getur hver sem er sölsað undir sig
land eins og honum þykir henta?
Era gerðar kröfur um útlit girðinga?
Var farið fram á leyfi til að dreifa
skítnum í síðustu viku?
Hver á að hreinsa upp ónýtar girðingar
sem víða er að finna á Heimaey?
Er hægt að gera kröfur um að þeir sem
eiga girðingamar setji á þær stiga
þannig að hægt sé að komast um
landið án mikilla erfiðleika?
Hver á túnin sem fnstundabændur
nýta?
Hvað era margir hestar á Heimaey?
Hvað er margt fé í Vestmannaeyjum?
Hvað eiga þeir sem teljast þeir
stórtækusm margar kindur og hvað
marga hesta?
Er þeim sem fá land undir búskap
heimilt að ganga um það eins og þeim
sýnist?
Hafa verið gerðar beitarþolsrann-
sóknir á einstaka túnum og land-
spildum sem menn hafa til umráða
undir skepnur sínar?
Nú gæti einhver haldið að ég væri á
móti búfjárhaldi en svo er alls ekki
eins á sést af umsókn okkar Sigurgeirs
félaga míns Jónssonar um að fá
landskika undir nautgripi. Hún hefur
reyndar verið á borði landnytjanefndar
í allan vetur, síðan í september 1999,
en við erum enn vongóðir um að fá,
þó ekki væri nema afsvar frá þeirri
ágætu nefnd.
En ég held að atburðir sfðustu vikna
og að á nokkram stöðum á eyjunni má
sjá svæði vera að fara í svað vegna
ofnýtingar séu áminning til bæjar-
yfirvalda um að nú verði að taka í
taumana. Það er sitt hvað bóndi eða
frístundabóndi. Menn í hópi þeirra
síðamefndu hafa sýnt og sannað að
þeir geta lifað í sátt og samlyndi við
okkur hin með góðri umgengni um
leið og þeir skapa hér fjölbreyttara
mannh'f. En það má öllu ofgera.
Með von um skjót svör,
Ómar Garðarsson, ritstjóri.
Óskar Þórarinsson skrifar:
Að gefnu tilefni
Mjög fróðlegt og
skemmtilegt við-
tal í Fréttum, 19.
apríl sl., við
Kristján Óskars-
son, skipstjóra og
útgerðarmann,
vakti mig til um-
hugsunar um við-
horf fólks til okkar
sem eram ennþá að draga fisk úr sjó.
Kristján er einn af fjölmörgum ein-
staklingum í útgerð sem hafa gagnrýnt
aflamarkskerfið og bent á ýmsa
vankanta sem þar er að finna.
Málflutningur hans hefur verið
hreinskiptur og frakkur eins og við er
aðbúastfráhansmunni. Ognúþegar
hann er búinn að fá sig fullsaddan af
hafrókerfinu, sem hann hefur verið
neyddur til að vinna eftir í sautján ár,
er hann spurður hvort hann hafi ekki
leikið tveim skjöldum með því að
játast ekki undir þá trú sem boðuð er
af Hafró, en samt haldið áfram að gera
út. Nú er það svo að við Stjáni höfum
verið nokkuð samstíga í gagnrýni á
þetta kerfi og ekkert farið leynt með
það á fundum, í blaðaviðtölum og
skrifað um það blaðagreinar svo ekki
hafa verið margir skildir á lofti í þeim
efnum.
Að vilja halda áfram að starfa að
fiskveiðum, eins og ég hef gert í 45 ár,
þrátt fyrir óeðlileg afskipti hins
opinbera sl. 25 ár, hefur ekkert með
fals að gera. Ég mun reyna að gera út
minn bát innan þessa kerfis, þrátt fyrir
að leynt og ljóst sé verið að gera okkur
einyrkjum erfitt fyrir með alls konar
reglugerðum í tengslum við veiðamar,
sem ganga nærri fiskistofnunum, án
nýtingar. Og stefnan er að allir sam-
Hvar þeir voru á þessum
árum, sem hæst láta gegn
kerfmu í dag, er mér hulið.
Og sumar tillögur þeirra til
lausnar vandanum, eins og
hann snýr að okkur í dag,
eiga frekar upp á borð
sálfræðinga en
stjómmálamanna.
einist öllum og þá spyr maður, hveiju
var verið að fagna þegar SÍS var leyst
upp? Þegar kvótakerfin vora sett á
1983 skrifaði ég grein í Fréttir þar sem
ég varaði við kvótabraski og örlögum
einyrkja í útgerð.
Arið 1990 stóð valið milli sóknar-
marks og aflamarks. Þá skrifaði ég
grein í Fréttir að ósk ritstjórans. Þar
kemur berlega í ljós að ég er alfarið á
móti þeirri fiskveiðistefnu sem varð
fyrir valinu. Þar færi ég rök íyrir því
að ungum mönnum sé gert ókleift að
hefja útgerð verði aflamarkið valið.
Síðan segir orðrétt: .Eiskveiðistefha,
sem veldur því að dugandi skipstjórar
og útgerðarmenn fara á hausinn og
verða að láta skip sín í hendumar á
mönnum sem aldrei hafa migið í
saltan sjó, er röng. Fiskveiðistefna,
sem veldur því að hörkufiskimönnum,
sem hafa undanfarin ár endurbætt báta
sína og látið smíða ný skip, er gert
ómögulegt að standa við skuldbind-
ingar sínar, er röng. Fiskveiðistefna,
sem leiðir til þess að braskari kallast
búhöldur en fiskimaður skussi, er
röng.“ Tilvitnun lýkur.
Lokaorðin f grein þessari vora: „Ef
svo færi að Alþingi samþykkti afnám
sóknarmarksins, verður sú óheilla-
þróun að fiskveiðikvótinn verður
orðinn eign örfárra aðila innan ára-
tugar. Og þá mun þjóðin gera upp-
reisn gegn óréttlætinu og klíkan sem
ræður stefnunni í dag mun verja sér-
réttindi sín með kjafti og klóm. Og
það verður sársaukafullt uppgjör."
Tilvitnun lýkur.
Þannig skrifuðu sægreifar í gamla
daga og vora litnir homauga!
Hvar þeir voru á þessum áram, sem
hæst láta gegn kerfinu í dag, er mér
hulið. Og sumar tillögur þeirra til
lausnar vandanum, eins og hann snýr
að okkur í dag, eiga frekar upp á borð
sálfræðinga en stjómmálamanna.
Stjána á Emmu, skoðanabróður
mínum í fiskveiðistjómarmálum, óska
ég velfamaðar í nýju starfi og vona að
hann lesi þetta, þrátt fyrir allt.
Oskar Þórarinsson, skipstjóri,
frá Háeyri.
Skemmtanalíf var með eindæmum fjölbreytt yfir páskana, og
framboðið stundum meira en eftirspurnin. Fréttir litu við hjá
handboltanum þar sem var mikið líf og fjör.
Gestir sáu oft ástæðu til að rísa úr sætum þegar verið var að
heiðra afreksfólkið.
Hljómsveitin 8-vilIt
lék fyrir dansi og
þar er Eyjakonan
Ólafsdóttir ein
söngkvenna
FLUGFELAGISLANDS
Sumaráætlun gildir til 1. október
Fjórar ferðir á dag
Bókanir og upplýsingar um flug í s. 481 3300
www.flugfelag.is