Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 8. júní 2000 BokvHiar^kand- Hver sló hvern, hvar og hvenær? Ekki átti ég von á því að Gísli Eiríksson myndi reiða svo hátt til höggs og slá svo vin sinn undir beltisstað með þessari áskomn, enda er Gísli orðinn fyrrverandi vinur minn. Ég er þess fullviss að Gísli vísvitandi tilgreindi ekki þær bókmenntir sem hann les aðallega um borð í Herjólft. Enda er ég viss um að ef þær yrðu gerðar lýðnum ljósar þá yrðu siglingar skipsins þegar stöðvaðar. Gísli hefur örugglega vitað að ég les sárasjaldan bækur. En bókin sem ég er með á myndinni er sú bók sem ég les reglulega að minnsta kosti einu sinni á ári. Bókin er um perlu Atlandshafsins, Elliðaey, skráð af Pétri Guðjónssyni frá Oddsstöðum og síðar Kirkjubæ, útgefm af Setbergi 1980. Önnur er sú bók sem ég las fyrir allmörgum ámm út í Elliðaey sem heitir Dóttir Rómar, stórbrotið meistaraverk eftir snillinginn Alberto Moravi einnig útgefin af Setbergi ári áður en að undirritaður fæddist árið 1951. Bókin fjallar um stórglæsilega unga konu sem stundaði sjálfstæðan atvinnu- rekstur í Rómarborg, bók sem allir ættu að lesa. Nú bar svo við að einn vinur minn úr Elliðaeyjarfélaginu fór til Rómarborgar í vetur. Þegar hann hafði dvalið þar í nokkra daga þá hringdi ég í hann og spurði hann hvort hann hefði hitt Dóttur Rómar. íslenska Bókaútgáfan gaf bókina út árið 1997. Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá far með þyrlunni út í Elliðaey og til baka ásamt nokkmm félögum mínum í Elliðaeyjarfélaginu og ég get aldrei gleymt setningunni sem einn félagi minn sagði þegar við stukkum út úr þyrlunni út í eyju þ.e.a.s. Rómarfarinn, en hann sagði að við þyrftum að kaupa okkur svona græju, (Einn og hálfur milljarður er ekkert mál). Mig langar svo að senda Skagamönnum og Morgunblaðs- drengjunum í Frostaskjólinu og öðmm þeim liðum í úrvalsdeildinni sem búa í þessum veðravítum kveðju og benda þeim á að það væri ömgglega auðsótt mál að fá að spila heimaleiki sína í sumarparadísinni á Hásteins- velli í Eyjum. Að lokum vil ég skora á gjaldkera Elliðaeyja- félagsins, Ivar Atlason, að koma með næsta pistil en hann er ótrúlegur bókaormur. Ps. hér er svo smá knattspymu- getraun: Hvað eiga Manchester United, Arsenal og Liverpool sameiginlegt? Hörður Þórðarson er bókaunnandi vikunnar Svar: Þau töpuðu öll á White Hart Lane á síðustu leiktíð. Já hann hafði hitt hana og hann var alveg stórhrifmn, en hún Gunna mín var ekki eins hrifin. Aðra bók las ég fyrir stuttu, Útkall TF-Líf, skráð af Óttari Sveinssyni. Bókin fjallar um ótrúlegt björgunarafrek þyrlunnar TF- Líf sem bjargaði um 60 mönnum úr lífshættu dagana 5.-10. mars 1997. Kveðja frá langléttasta leigu- bflstjóranum í Eyjum Formúlan í uppáhaldi Laugardaginn 20. maísl.útskrífaði Framhalds- kólinn í Vestmannaeyjum nemendur sína eins og venja erað vori. Eitt vakti nokkra athygli en það var að einn nemandi Eygló Egilsdóttir var sérstaklega verðlaunuð fyrir frábæran wc árangur í dönsku á stúdentsprófi. mL_ j Danska hefur ekki alltaf átt upp á Ja'' m pallborðið hjá unglingum á Islandi og ^ þess vegna full ástæða til að Eyjamaður vikunnar að þessu sinni fylli þann góða hóp sem áhuga hefur á dönsku sproki. Fulltnafn? Eygló Egilsdóttir Fæðingardagur og ár? 27.júlí 1983 Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar Fjölskylduhagir? Bý í foreldrahúsum Menntun og starf? Nemi í FÍV og er að Svinna hjá isfélaginu í sumar Laun? Nýbúið að _l hækka þau ^ Bifreið? Engin •(■■l ennþá. w Helstigalli? Fljótfær. ^ \ Helsti kostur? Samviskusöm og nákvæm. Þetta þætti kannski líka galli. Uppáhaldsmatur? Svínahryggur á jólum Versti matur? Alls konar súr matur er ekki í miklu uppáhaldi. Uppáhaldsdrykkur? Vatn. Uppáhaldstónlist? Eiginlega öll tónlist Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Skemmta mér í góðra vina hópi Hvað erþað leiðinlegasta sem þú gerir? Að hafa ekki neitt að gera. Hvað myndirðu gera efþú ynnir milljón í happdrætti? Eg myndi nota hana til þess að komast I málaskóla á Spáni. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Engin ástæða til að gera upp á milli þeirra. Uppáhaldsíþróttamaður? Formúlukappinn Michael Schumacher Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Já, í Leikfélagi Vestmannaeyja Uppáhaldssjónvarpsefni? Friends, spennumyndir og Formúla 1. Uppáhaldsbók? Það sem ég heflesið eftir Stephen King erfrábært Hvað metur þú mest í fari annarra? Hreinskilni og trygglyndi. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Undirferli og fals. Fallegasti staðursem þú hefurkomið á? Vestmannaeyjar í góðu veðri. Hvar vaknaði áhugi þinn á dönsku? Ég þurfti að tala dönsku til þess að geta talað við ættingja mína. Eiginlega neyddist ég til þess. Hvernig stendur á þessum góða árangri í dönsku hjá þér? Það er I blóðinu því afi minn var Færeyingur. Hvað fékkstu í verðlaun og frá hverjum? Ég fékk rosa þykka bók sem inniheldur bernskuminningar danskra höfunda. Verðlaunin eru frá danska sendiráðinu og FÍV Ertu byrjuð að lesa bókina? Nei, en það stendur til bóta. Það ersvo mikið að gera í vinnunni. Eitthvað að lokum? Það eru bara 9 vikur I Þjóðhátíð og ekki seinna vænna að huga að henni. ó Egilsdóttir er maður vikunnar Nýfæddfc estmannaeyingar 9* Þann 27. febrúar eignuðust Laufey Ólafsdóttir, Jónssonar í Laufási og Indriði Óskarsson dóttur. Hún vó 15 merkur og var 53 cm að lengd. Hún hefúr verið skírð Auður. Hún fæddist á fæðingadeild Landsspítalans i Reykjavík. Fjölskyldan býr í Reykjavík. Þann 26. apríl eignuðust Elfa Björk Einarsdóttir og Jóhann Ágúst Torshamar dóttur. Húnvól4’/2 mörk og var 52 cm að lengd. Hún hefur fengið heitið Birta Líf. Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir. Á dofinni 4* 8. júní ÍBV bingó í Þórsheimilinu 8. júní Eyjaefni ó Fjölsýn (Fimleikar og Mótorkross) 8. -9. júní Snyríivörukynning íApótekinu 9. júní Veitingahúsið Hótel Þórshamar opnað 9. -10. júní Nómskeið ökuskóla Vestmannaeyja (fynri hl.) 10. júní ÍBV-Leiftur í Landssímadeildinni Id. 14.00 11 júní Hvítasunnudagur (Heilagur andi kom yfir lærisveinana 10.-11. júní SjóstangveiðimótSjóVe haldið með glæsibrag ó miðunum í kringum Eyjar 10.-11. júní Dagar lita og tóna Fróbær jazz-tónlist hljómar alla helgina 10.-11. júní Opið golfmót Flugfélags íslands 17. júní Þjóðhótíðardagur Islendinga og Vestmannaeyinga (hmm). 17. -18. júní Ljósmyndasýning Isleifs Amars Vignissonar (Addi í London) í Akóges. 18. júní Kristnihótíð í Vestmannaeyjum Kirkjuganga og sigling út í Löngu Sf 23. júní Grillveisla aldarinnar inni í Dal ó vegum IBV 23.-24. júní Nómskeið ökuskóla Vestmannaeyja (s. hl.) 23. - 29. júní Sæluvika húsmæðra ó Laugarvatni 25. júni Stódeikur IBV-kr í Landssímadeildinni Id. 14.00 20. júlí ÍBV-ÍA í laxksímadeildinni. Nú vinnum við! Ijúlí Nonegskonungur vænlanlegur fil Veýmannœyja til vígslualhafnar Stafkirkjunnar 4., 5. og 6. ógúst ÞjóðhólíðVestmannaeyþ

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.