Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Blaðsíða 1
27. árgangur • Vestmannaeyjum 8.júní 2000 • 23. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími:481 3310 • Fax:481 1293 MIKIL fimleikasýning var á vegum Fimleikafélagsins Ránar og voru þessar „kisur“ meðal sýnenda. Hvert er vísindastarf Hafró? Tillögur fiskifræðinga um afla næsta árs mikið áfall Hyllir undir nýjan íþróttasal Bæjarráð samþykkti í gær að byggja tvöfaldan íþróttasal við Iþróttamiðstöðina. Akveðið er að bærinn tjármagni bygginguna og verður samið við verktaka- fyrirtækið Steina og Olla ehf. Aætlaður heildarkostnaður er 310 milljónir króna. Bæjarstjóra var falið að ganga til samninga við Steina og Olla og á verksamningur að liggja fyrir innan tveggja vikna. Um leið fellur úr gildi samningur við fyrirtækið um viðgerð á gamla salnum. í samtali við Fréttir sagði Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri að tveir kostir hefðu verið í stöðunni, annars vegar að einkaaðili yrði fenginn til að byggja salinn og leigja bænum eða að bærinn byggði salinn sjálfur. Akveðið var að taka seinni kostinn því hann kemur betur út peninga- lega. Salurinn verður með tvo löglega keppnisvelli sem hægt er að skilja að og gert ráð fyrir áhorfenda- bekkjum fyrir 800 til 1000 manns. „Eg er mjög ánægður með að menn skuli hafa náð þessari lendingu, bæði bæjarfulltrúar og aðilar innan íþróttahreyfingarinnar,“ sagði Guðjón. Miðað við fyrri áætlanir verður salurinn tilbúinn einhvem tímann á næsta ári. Fimm ungmenni í stóru fíkni- efnamáli Aðfaranótt laugardags handtók lögreglan fimm ungmenni, fjóra karlmenn og eina konu, vegna gruns um fikniefnamisferli. Við leit í bíl sem þau voru í fundust 12 E-töflur, við leit á einum hinna handteknu fundust 2 E-töflur og við húsleit hjá einum fimm- menninganna fundust 47 E-töflur og um 2 gr. af hassi. Þá fundust áhöld til neyslu fíkniefna. Ungmennin vom í haldi lögreglu fram á laugardagskvöld og viðurkenndu þau fyrir dómi, að hafa neytt E- taflna. Tveir þeirra viðurkenndu að hafa átt efnin og ætlað að selja þau. Málið telst upplýst. I vikunni birti Hafrannsókna- stofnun niðurstöður af rannsókn- um sínum á tiskistofnum við Island en fram til þessa hafa niðurstöður rannsókna stofnunarinnar verið leiðbeinandi fyrir ráðherra við úthlutun afiaheimilda. Það hefur oft verið talað um svartar skýrslur frá Hafró, en þessi skýrsla er að margra mati með þeim svartari sem nokkru sinni hafa komið frá stofnuninni og spyrja menn sig nú hver um annan þveran hvert hafi verið vísindastarf Hafró frá því hún fór að velta fyrir sér ástandi og stærð fiskistofna við landið. En tillögur Hafró boða allt að 20% niðurskurð í þorskaflaheimildum, auk þess sem einhver skerðing kemur á allar tegundir utan sfldar, loðnu og grálúðu. Kjaftshögg á sjávarbyggðir Elías Bjömsson formaður Sjómanna- félagsins Jötuns segir Hafró draga upp svarta mynd af ástandinu. „Ef farið verður eftir hugmyndum stofti- unarinnar þá em þær kjaftshögg á sjávarbyggðir í landinu. En það er hins vegar ekki sjálfgefið að ráðherra fýlgi þessum tillögum að öllu leyti, en jafnvel þó að ekki komi til nema 10 prósenta skerðing er það engu að síður áfall. Það hefur verið farið meira og minna eftir tillögum Hafró síðan 1983 og mér sýnist að menn ættu að lesa bækur sínar betur.“ Aætlanir miðuðu við aukningu aflaheimilda Binni í Vinnslustöðinni sagði tíðindin úr herbúðum Hafró skelfilegar. „Þegar við vomm að gera okkar áætlanir fyrir tveimur til þremur mánuðum vonuðumst við eftir 5 til 10 prósenta aukningu í þorski fyrir næsta fiskveiðiár, en ef ráðherra fer eftir þessum tillögum nú má búast við 10 til 20 prósenta lækkun. Það sjá það allir að þetta lítur ekki vel út og ljóst að við verðum að endurskoða allar okkar áætlanir. Miðað við 20 prósenta skerðingu gera það tæplOOO tonnum minni afla á þorski." Binni sagði að vonast hefði verið til þess að með sameiningunni við Gandí að heildarþorskafli yrði tæp 5000 tonn. „Þetta hefur áhrif á allan rekst- urinn. Við urðum að draga saman seglin á sínum tíma en áætlanir okkar nú miðuðu við aukningu aflaheimilda. Það má segja að þeirri uppbyggingu sem við náðum með sameiningunni við Gandí hafi verið kippt undan okkur, en engu að síður hefðum við staðið ver án sameiningarinnar í ljósi þessara tíðinda. Við erum með fleiri skip en jafn mikinn þorsk til þess að veiða," sagði Binni Mótsagnir í útreikningum Magnús Kristinsson framkvæmda- stjóri Bergs-Hugins segir skýrslu Hafró kolsvarta og að hún slái útgerðarmenn út af laginu. „Þráttfyrir varúðarsjónarmið í skýrslunni eru mótsagnir í útreikningunum, miðað við að farið verði í fulla skerðingu niður í 203 þúsund tonn sem boðuð er. Þó leyft yrði að veiða sama magn og á síðasta árið eða 250 þúsund tonn yrði áframhaldandi uppbygging í þorskstofninum, þar sem hrygningar- stofninn skerðist ekki það mikið. Varðandi ufsa- og ýsustofninn er ekkert tilefni til skerðingar. Ufsi er flökkustofn og mjög erfitt að mæla hann af þeim sökum. Ysugengd hefur aldrei verið meiri og menn verið að veiða meira en úthlutað hefúr verið, þannig að mér er þetta óskiljanlegt.“ A næsm vikum mun verða áfram- haldandi viðræður um þessa skýrslu og að öllum líkindum mun koma fiskifræðingur frá Haffó og ræða efni skýrslunnar við útvegsbændur. Sumaráætlun Frá Eyjum Frá Þorlákshöfn Alladaga kl. 08.15 kl. 12.00 Aukaferöir fimmtud., föstud. og sunnud. kl. 15.30 kl. 19.00 4$>}Herjólfur Sími 481 2800 - Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.