Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Blaðsíða 22
22
Fréttir
Landa-
KIRKJA
- lifandi samfélag!
Fimmtudagur 8. júní:
Kl. 14:00. Útfararguðsþjónusta
Lovísu Guðrúnar Guðmundsdóttur.
Kl. 16:00-18:00. Æfing hjá Litlurn
lærisveinum í Safnaðarheimilinu.
Föstudagur 9.júní:
Kl. 14:00. Utfararguðsþjónusta
Sigurbjargar Magnúsdóttur.
Kl. 16:00. Æfing hjá Litlum læri-
sveinum á prestsetrinu að Hóla-
götu 42.
Hvítasunnudagur 11. júm':
Kl. 11:00. Guðsþjónusta og
molasopi á eftir. Haldið verður upp
á stofndag kristinnar kirkju.
Gestaorganisti er Smári Ólason.
Fermingarböm fyrri hvítasunnu-
tíðar sérstaklega velkomin.
Sóknarprestur.
Miðvikudagur 14. júní:
Kl. 11:00. Helgistund í Hraun-
búðum. Allir hjartanlega
velkomnir.
Kl. 20:00. Opið hús unglinga í
KFUM&K húsinu við Vest-
mannabraut. Nánari upplýsingar
um æskulýðsgönguna á kristnihátíð
á Þingvöllum 30. júní.
Fimmtudagur 15. júní:
Kl. 14:30. Helgistund á Heil-
brigðisstofnun Vestmannaeyja, í
dagstofu á 3. hæð. Heimsóknar-
gestir hjartanlega velkomnir.
Hvíta-
SUNNU-
KIRKJAN
Fimmtudagur
Kl. 20:30 Biblíulestur
Föstudagur
Kl. 20.30 Unglingasamkoma.
Laugardagur
Kl. 20:30 Brotning brauðsins
Sunnudagur
Samkoma
Allir velkomnir í
Hvítasunnukirkjuna.
Aðvent-
KIRKJAN
Laugardagur lO.júní
Kl. 10.00 Biblíurannsókn.
Allir hjartanlega velkomnir.
Biblían talar
simi
481-1585
Fimmtudagur 8. júní 2000
Knattspyrna, Landssímadeild karla: IA 0 - IBV 0
Vantar stóðusleika
í fimmtu umferð Landsíma-
deildarinnar mættu Eyjamenn liði
IA uppi á Akranesi. Leikurinn átti
að fara fram á mánudeginum, en
vegna veðurs var honum frestað um
einn dag.
Leikmenn og forráðamenn IBV
voru allt annað en ánægðir með vinnu-
brögð KSÍ, enda var vitað um há-
degisbil að ekki væri hægt að leika
knattspymu uppi á Skaga. En
leikurinn fór hins vegar fram á þriðju-
dagskvöldið og endaði með marka-
lausu jafntefli.
ÍBV hefur sjaldan sótt gull í greipar
Skagamanna uppi á Skaga og ekki
varð breyting þar á. Fyrri hálfleikur
var illa leikinn af báðum liðum og
ótrúlegt að sjá hversu mikill munur
var á leik IBV frá því í síðasta leik
gegn Keflavík. Liðin skiptust á að
sækja, en heldur voru Skagamenn
beittari framan af.
Á 13. mínútu dæmdi slakur dómari
leiksins vítaspymu á lið IBV og var
erfitt að sjá af hverju, en Birkir
Kristinsson varði vítaspymuna glæsi-
lega og réttlætinu þar með fullnægt.
Momir Mileta átti hinsvegar hættulegt
skot að marki úr aukaspymu rétt fyrir
leikhlé en boltinn strauk slána.
ÍBV byrjaði með látum í seinni
hálfleik og fóm fjölmargir áhorfendur
á bandi IBV að sjá fyrir sér fyrsta
mark ÍBV í leiknum. Þrátt fýrir mikla
yfirburði tókst ÍBV ekki að skapa sér
almennileg færi, ekki fyrr en þremur
mínútum fyrir leikslok að Jóhann
Möller, sem var nýkominn inn á sem
varamaður fékk boltann á vítateig og
var allt í einu einn á móti markmanni.
En hann var of lengi að átta sig á
tækifærinu og markvörður Skaga-
ÍA 0- ÍBV 0
ÍBV Birkir Kristinsson, Hjalti
Jóhannesson, Hlynur Stefánsson,
Kjartan Antonsson, Baldur
Bragason, Momir Mileta, Hjalti
Jónsson, Goran Aleksic, Ingi
Sigurðsson, Steingrímur
Jóhannesson og Allan Mörköre.
Varamenn sem komu inná: Páll
Guðmundsson fyrir Goran, Bjami
Geir Viðarsson fyrir Baldur og
Jóhann Möller fyrir Allan.
Mörk: Engin
manna hirti boltann af tánum á
honum. Leikurinn endaði því með 0-0
jafntefli sem verða líklega að teljast
nokkuð sanngjöm úrslit.
Ingi Sigurðsson sagði eftir leikinn
að ÍBV þyrfti að einbeita sér að þvr' að
leika vel tvo leiki í röð. „Þetta var
lélegt hjá okkur, sérstaklega r fyrri
hálfleik en aðeins skárra í þeim seinni.
Á laugardaginn fær ÍBV lið Leift-
urs í heimsókn í Landssímadeild
karla og hefst leikurinn 14.00.
Knattspymudeild IB V ætlar að hafa
FJÖLSKYLDUSTEMMNINGU :
kringum leikinn og verður með
sérstakt miðatilboð í gangi fyrir
fjölskyldufólk. Ef mamman eða
pabbinn kaupir miða á leikinn fá
makinn og bömin frítt inn. Leiktæki
verða við Týsheimilið meðan á
leiknum stendur þar sem krakkamir
geta leikið sér á meðan foreldramir
Mér fannst liðið bara ekki berjast nógu
mikið og hálfgert andleysi í þessu en
við verðum hinsvegar að læra það að
spila vel tvo leiki í röð. En ég er mjög
ósáttur við að fara héðan ofan af
Skaganum með aðeins eitt stig, mér
fannst við eiga að fara með þau öll."
horfa á leikinn. Athygli er vakin á því
að hér er aðeins um tilboð að ræða á
þennan eina leik í sumar.
Að leik loknum verður boðið upp á
grillaðar pylsur og drykki við Týs-
heimilið þar sem stuðningsmenn ÍBV
og bæjarbúar geta m.a. heilsað upp á
leikmenn ÍBV og rætt við þá í návígi.
Vestmannaeyingar em hvattir til þess
að fjölmenna á leikinn á laugardaginn
og taka þátt í fjölskyldustemmn-
ingunni.
Knattspyrna: Leikurinn á laugardaginn
Fjölskyldutilboð ÍBV
Fimleikar: Vestmannaeyjameistaramótið
Unst afreksfólk sem
á framtíðina ffyrir sér
Vestmannaeyjameistaramótið í
fimleikum var haldið þann 27. maí
síðastliðinn.
Mótinu var skipt í tvo hluta. í fyrri
hlutanum var keppt í 1. og 2. þrepi
eldri og og yngri en í seinni hlutanum
í 3. og 4. þrepi. Það er um mótið að
segja að það bar vitni öflugu starfi
Ránar og var gaman að sjá hvað
félagið á orðið breiðan hóp af góðum
og efnilegum fimleikamönnum.
Hrönn Róbertsdóttir yfirþjálfari sagði
að þessi krakkar ættu örugglega eftir
að láta til sín taka í fimleikum í fram-
tíðinni.
Úrslit urðu þessi:
l.þrepfædd 1991 til 1992
Vestmannaeyjameistari var Sigur-
björg Jóna Vilhjálmsdóttir, 2. Birgitta
Ósk Valdimarsdóttir og 3. Herdís
Gunnarsdóttir.
1. þrepfœdd 1986 til 1990
Vestmannaeyjameistari Alexandra
Sólbjartsdóttir, 2. Kristjana Sif
Högnadóttir og Nína Björk örsladóttir
og 3. Ema Georgsdótdr.
2. þrep fœdd 1990 til 1991
Vestmannaeyjameistari Kristrún Ósk
Hlynsdóttir, 2. Kristín Rannveig Jóns
dóttir og 3. Jakobrna Rós Björgólfs-
dóttir.
2. þrepfœdd 1986 til 1989
Vestmannaeyjameistari Ema Sif
Sveinsdóttir, 2. Margrét Rut Halldórs-
dóttir og 3. Berglind Benediktsdóttir.
3. þrep
Vestmannaeyjameistari Stefanra Þor-
steinsdóttir, 2. Tanja Björg Sigur-
jónsdóttir og 3. Alma Guðnadóttir.
4. þrep
Vestmannaeyjameistari Þórsteina
Sigurbjömsdóttir, 2. Ama Björg
Sigurbjömsdóttir og 3. Anna Kristín
Magnúsdóttir.
KRISTÍN Rannveig Jónsdóttir fékk Ránarstyttuna fyrir besta
árangur á árinu. Kristrún Ósk Hlynsdóttir fékk Kristbjarg-
arbikarinn en hann er veittur efnilegasta einstaklingnum.
ÞÓRSTEINA, Stefanía, Erna Sif og Kristrún Ósk.