Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 8. júní 2000 Sannkölluð Eyjastemmning á frábærri skemmtun Árni Johnsen gerði stormandi lukku í Akóges Fjölskyldumeðlimir mættu eins og lög gera ráð fyrir á ljósmyndasýningu Árna Johnsen. Frá vinstri: Brynja Þrastardóttir, Þröstur Johnsen, Ingibjörg Johnsen og ljósmyndarinn sjálfur, Árni Johnsen. Eitt þeirra skemmtiatriða sem hafa fest sig í sessi sem hluti af menningardagskrá sjómannadags- helgarinnar eru tónleikar Áma Johnsen og félaga í Akóges á föstudagskvöldinu. Ámi brá ekki út af hefðinni nú frekar en áður. Tónleikar Áma og félaga tókust mjög vel nú sem endranær og vom vel sóttir. Áhorfendur vom vel með á nótunum og sungu með af hjartans innlifun undir dyggri stjóm Áma. Margir tróðu upp með Áma á tónleikunum og má þar nefna Aþenudætur sem birtust mjög skyndilega eins og fyrir galdur örlaganna sjálfsprotnar úr höfði Seifs. Sungu þær af mikilli innlifún og náðu hug og hjörtum tónleikagesta. Fleiri sem tróðu upp vom Gaui bæjó, Vigga í bankanum og María Gunnarsdóttir, auk fjölda valinkunnara öflugra söngeyjamanna og gerðu allir sitt besta til þess að gera þessa kvöldstund svo eftirminnilega sem raun bar vimi. Ámi Johnsen er ekki einhamur þegar hann tekur sig til, en í tilefni af sjómannadagshelginni kom hann með úrval ljósmynda úr safni sínu sem spanna blaðamennskuferils hans. Ljósmyndir Áma vom góð umgjörð um tónleikana á föstudagskvöldið. Margar þessara ljósmynda Áma sýna gott næmi hans fyrir sérkennilegum og litríkum einstaklingum, hins vegar verður mörgum myndum hans ekki kippt úr samhengi við fréttagildi þeirra enda margar þeirra birst áður á síðum Morgunblaðsins. Það er vel til fundið að stækka myndimar upp og setja á sýningu þar sem þær öðlast sjálfstætt líf á veggjum Akóges. Árni og félagar láta vel í sér heyra við þetta tækifæri og væntanlega fáum við að heyra meira í Árna á Þjóð- hátíðinni. Hér má sjá hinar föngulegu Aþenudætur sem tóku fullt af skemmtilegum lögum undir spUi Árna Johnsen. Gerðu þær ýkt góða lukku og mössuðu stemmninguna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.