Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 8. júní 2000 Fréttir 13 m útskrifuðust frá Framhaldsskólanum í vor Gunnar Steinn Magnússon útskrifaðist af náttúrufræðibraut: Stærð- fræðin er mjög skemmtileg Gunnar Steinn Magnússon varð stúdent af náttúrufræðibraut nú í vor. Hann var einn fímm nemenda nú sem lauk stúdentsprófínu á þremur árum í stað fjögurra. Hann segir að þetta sé nú frekar undantekning en regla að klára námið á þremur ámm, en vissulega sé það gaman að hafa getað það. Gunnar Steinn sagði að tíminn í Framhalds- skólanum þessi þrjú ár hafi verið mjög skemmtilegur. „Þetta er einn af þeim skólum þar sem nemendur kynnast betur. Það er tvímælalaust vegna þess að nemendur em fáir miðað við marga aðra skóla, þannig að nálægðin verður meiri. Það var einmitt skiptinemi við skólann í vetur og hann sagði eftir að hafa talað við aðra skiptinema að hann væri öragglega í besta skólanum að þessu leyti. Enda var mjög góður andi í skólanum og samheldni, hvort heldur milli kennara og nemenda.“ Gunnar Steinn sagði að hann hafi þó ekki tekið mikinn þátt í félagslífinu framan af. „Það helgast trúlega af þeim krafti sem er í nemendaráðinu á hveijum tíma og núna síðasta veturinn var nemendaráðið mjög öflugt, sem skilaði sér í öflugra félagslífi." En á þessum tímamótum, hefurðu ákveðið að fara í framhaldsnám? „Já ég er búinn að skrá mig í Háskólann og ætla að fara í stærð- fræði. Stærðfræðin hefur legið vel fyrir mér fram að þessu. Mér finnst hún mjög skemmtileg og ég er að hugsa um að halda áfram á þeirri braut. Eg tók tvisvar þátt t Stærð- fræðikeppni framhaldskólanna og komst áfram í bæði skiptin, svo hef ég líka verið með góðar einkunnir í stærðfræðinni. Reyndar var ég ákveð- inn í að fara í tölvunarfræði, en snerist svo hugur og ákvað að fara heldur í stærðfræðina fyrst og þá hugsanlega í tölvunarfræði síðar.“ Gunnar Steinn ætlar í Háskólanám sem gæti tekið fimm ár. Hvemig sérðu möguleikana á því að koma til Eyja aftur að loknu námi? „Það verður nú að segjast eins og er REYNDAR var ég ákveðinn í að fara í tölvunarfræði, en snerist svo hugur og ákvað að fara heldur í stærðfræðina fyrst og þá hugsanlega í tölvunarfræði síðar, segir Gunnar Steinn. að það er ekki mjög bjart útlit, eins og staðan er núna fyrir háskólamenntað fólk að fá vinnu í Eyjum, en það breytist vonandi," sagði Gunnar Steinn að lokum. Richard Bjarki útskrifaðist af hagfræðibraut: Flugnám Richard Bjarki Guðmundsson útskrifaðist af hagfræðibraut, en hann hóf námið fyrir fjórum árum, sem hann segir í samræmi við eðlilega námsframvindu. Hann bætti þó við að aðeins þrír strákar hafi útskrifast frá FIV sem fæddir em árið 1980 og sagðist hann nokkuð ánægður með það. Hann var einnig formaður nemendaráðs og segir það hafa verið mjög skemmtilegt og gefandi starf, en ekki síður hafi fylgt því gífurleg vinna og álag. „Það var mjög skemmtilegt að vera í nemendaráði og vinna með krökk- unum," sagði hann og bætti við: „Enda hefur þetta verið besta nemendaráð frá því að skólinn var stofnaður, eftir því sem nemendur segja." Richard Bjarki sagði að hann hafi alltaf unnið með skólanum. „Eg var með meistaraflokki ÍB V í handbolta. Eg hef borið út Fréttir í ein fimm ár og var í liðveislu. Reyndar vann ég of mikið eftir áramót, því ég var líka að vinna við útskipun á mjöli í nokkra daga. En ég náði alla vega og með ágætis einkunnir þrátt fyrir að hafa svona mikið annað fyrir stafni. En útskriftardagurinn var frábær og ég á mjög góðar minningar úr skólanum." En hvað með framtíðina, ætlarðu í frekara nám? „Eg er að hugsa um að taka mér frí fram að áramótum, en mig langar mjög mikið til þess að læra flug og stefni mjög ákveðið í það. En mér frnnst nauðsynlegt að taka smá írí eftir þessa töm. Núna er ég að vinna í bræðslunni hjá Vinnslustöðinni og fór einn túr á síld með Hugin um daginn." Veidduð þið vel? „Það er álitamál með sfldina, en við veiddum Berg." Annars segir Richard Bjarki að ÉG er að hugsa um að taka mér frí fram að áramótum, en mig langar mjög mikið til þess að Iæra flug og stefni mjög ákveðið í það, segir Richard Bjarki. framtíðin sé frekar óráðin á þessu augnabliki. „Ég er hins vegar mjög bjartsýnn á framtíðina. Annars væri ekkert gaman að lifa," sagði Richard Bjarki. Krsitján Georgsson útskrrfaðist af grunndeild rafiðna: Rafiðnir og fótbolti Kristján Georgsson útskrifaðist af grunndeild rafiðna frá Framhalds- skólanum í Vestmannaeyjum í vor. Hann hóf nám á hagfræðibraut árið 1991 og lauk því námi árið 1995. Hann fór svo að vinna hjá Is- félaginu á vetuma og lék knattspymu tvö sumur með Skallagrími í Borgamesi. Síðan fór hann að vinna hjá Símanum 1998 sem kveikti áhuga hans á fjarskiptasviðinu, og upp frá því ákvað hann að hefja nám í þeim fræðum en hann lauk gmnnhluta bóklega námsins í vor. Verklega hlut- anum mun hann hins vegar ljúka næsta vor. Núna býr Kristján á Vopnafirði ásamt konu sinni Sigur- laugu Lám Ingimundardóttur og syni þeirra Georg Þóri. Kristján starfar þar sem hann þjálfar fjórða-, fimmta- og meistaraflokk karla hjá Knattspymu- félaginu Einherja á Vopnafirði. Er ekki Iangur vegur frá hagfræði- og rafiðnaðamámi til knattspymu- þjálfunar á Vopnafirði? , Jú, það má nú segja það, en það er búinn að vera bolti í manni síðan maður var peyi. Svo þegar Bjössi Ella spurði hvort ég væri til í að fara til Vopnafjarðarogþjálfaslóégtil. Ég er bara að prófa þetta. Ég sá hins vegar í ÍB V blaðinu að ég færi lfldega að þjálfa á Vopnafirði, en ég get staðfest það núna að ég er að þjálfa fýrir austan. Vopnafjörður er nú ekki nema 600 manna bær, en okkur líkar mjög vel héma.“ Kristján sagði að hann myndi samt ekki setjast að á Vopnafirði til fram- tíðar, þó honum þyki ágætt að vera þar. „Ég fer til Reykjavíkur í haust, þar sem ég verð í skóla á kvöldin í hinu eiginlega símanámi og vinn hjá Landssímanum á daginn, en það er hluti af starfsnáminu að vinna hjá Landssímanum. Vinna símsmiða felst að mestu í því að leggja strengi og sjá um viðhald á gagnalínum, en eiginlega tekur statfið til allra þátta innan fjarskiptanna, svo ég kem lfldega til með að flakka á milli deilda hjá Landssímanum. Konan og peyinn verða hins vegar í Eyjum í vetur og ég kem því heim um helgar.“ Kristján segir að hann vilji þó hvergi búa nema í Eyjum. „Stefnan er tekin á Eyjar eftir námið,“ sagði Kristján. „Símsmíðanámið byggist mikið á verklegu, svo það er ekkert um annað að ræða en að taka því. Ég er ekkert á leiðinni frá Eyjum,“ sagði Kristján að lokum og vildi koma góðum kveðjum til allra Eyjamanna. HARPA Rútsdóttir tók við einkunum fyrir soninn, Kristján Georgsson. Með henni eru Steingrímur Jóhannesson og ylfi Bragason.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.