Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 08.06.2000, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 8. júní 2000 Fréttirtaka púlsinn á nokkrum nemendum s( Laugardaginn 20. maí sl. útskrifuð- ust nemendur frá Framhalds- skólanum í Vestmannaeyjum. Fimmtán stúd- entar útskrifuðust auk þess sem tveir útskrifuðust af 2. stigi vél- stjórnarbrautar, fjórir af sjúkra- liðabraut og þrír af grunndeild rafiðna. Fréttir reyndu að ná í nokkra útskrift- arnema til þess að kanna hvernig þeim líkaði námið og hvaða stefnu ætti að taka í framtíðinni í framhaldi af útskrift. Sigríður Gísladóttir útskrífaðist af sjúkraliðabraut Að læra að læra Sigríður Gísladóttir útskrifaðist af sjúkraliðabraut, en hún hefur stundað námið síðan 1995. Hún segist hafa byrjað námið í rólegheitum, enda með fjölskyldu og hún þess vegna ekki getað sinnt náminu af fullum krafti af þeim sökum. „Ég hef aukið við námið smátt og smátt,“ sagði Sigríður. „En það var frekar erfitt að byija í náminu. Eiginlega varð ég að byrja á því að læra að læra, en svo kom þetta hægt og rólega, en síðasta önnin var nú frekar létt, því ég var bara í einu fagi.“ Sigríður segir að námið haft verið erfítt en líka gaman. „Það gat verið erfitt í fyrstu vegna þess að ég var með miklu yngra fólki, þó ég haft nú ekki verið í tímum með eigin bami. Mér fmnst starfið eiga allvel við mig, því ég hef alltaf viljað hjálpa öðmm. Starf sjúkraliðans getur samt verið erfitt jafnt andlega sem líkamlega, en ég hef ekkert verið að láta það á mig fá. Ég var búin að stefna að þessu námi, svo það þýddi ekkert að hætta við og er mjög kát og glöð með að þetta er búið.“ Sigríður segist hafa byijað að vinna á Heilbrigðisstofnuninni í Vest- mannaeyjum við afleysingar á skipti- borðinu. „Ég byrjaði svo að vinna við aðhlynningu og síðan sem sjúkra- liðanemi og er búin með 9 vikur af 16 vikna verklegu námi til þess að fá íúll réttindi. I sumar mun ég svo starfa á æðaskurðlækningadeild Landsspítal- ans í Fossvogi og kjára þessa tíma til að fá full réttindi. Ég er líka búin að sækja um starf á Heilbrigðis- stofnuninni í haust, en hef ekki fengið staðfestingu á vinnu þar. En ég vonast til að fá vinnu og stefni að því að starfa við þetta í framtíðinni, þrátt fyrir að launin séu kannski ekkert til þess að hrópa húrra fyrir.“ LÓA Skarphéðinsdóttir aðalkennari á sjúkraliðabraut, ásamt Ástu Gústafsdóttur, Elsu Gunnarsdóttur og Sigríði sem útskrifðust í vor. Harpa Sigmarsdóttir útskrifaðist af tveimur brautum á stúdentsprófi: Leið frá verslunarstörfunum Harpa Sigmarsdóttir útskrifaðist af félagsfræðibraut og náttúru- fræðibraut nú í vor. Hún segist hafa byrjað í skólanum árið 1994, en hætti í skólaunum vorið 1995. Hún tók sér frí frá námi til 1997, þegar hún ákvað að byrja aftur. „Eg hætti vorið 1995 vegna þess að mér gekk ekki vel og hafði engan áhuga á námi," sagði Harpa. „Eg fór þá að vinna í Vöruvali og í rauninni bjóst ég ekki við að byrja aftur í námi, en ég sá svo að vinna í búð var ekki það sem ég vildi, svo ég byrjaði aftur 1997 og sé ekki eftir því.“ Þegar Harpa byrjaði nám í fyrra skiptið sagðist hún hafa byrjað á félagsfræðibraut og hélt sig við hana þar til húnfór í náms- kynningu hjá HI siðasta vor sá hún að hugurinn stefndi frekar á raungreinar í Háskólanum en þá yrði hún að útskrifast af náttúru- fræðibraut. Hún átti að útskrifast um síðustu jól af félagsfræðibraut, af bæði sálfræði- og félagsfræði- línu. Átti hún eftir fimm fög en Harpa sá að með því að bæta við sig tíu fögum og lengja námið um eina önn gæti hún útskrifast af náttúrufræðibraut. Harpa er gift Baldvin Þór Svavarssyni og eiga þau eina dóttur, Valdísi Báru sem er fjögurra ára. Harpa segir enn fremur að námið hafi gengið mjög vel þrátt fyrir að hún væri móðir og sæi um heimili „Kennararnir voru mjög liðlegir og tóku tillit til þess. Hins vegar tók ég ekki neinn þátt í félagsh'finu utan við hefð- bundin skóladag, enda var ég líka eldri en samnemendur rnínir. Hins vegar náðum við mjög vel saman í náminu og ég á góða vini og minningar úr því.“ En hvað ætlar Harpa nú þegar hún hefur lokið stúdentsprófinu? „Maðurinn minn útskrifaðist í fyrra af náttúrufræðibraut og hann ætlar að fara í tölvunarfræði í Háskólanum, en ég ætla í umhverfis- og byggingaverkfræði. Eg fer í fræðilínu sem tekur þrjú ár sem lýkur með BS-prófi. Þá tekur við meistaranám í byggingaverkfræði sem tekur tvö ár. Eg tek öll fimm árin í HI en mig langar samt að taka tvö síðustu árinútiefég get. Ég hlakka til að byrja en kvíði því dálítið líka, en þetta er það sem mig langar til og þess vegna held ég ótrauð áfram.“ HARPA er gift Baldvin Þór Svavarssyni og eiga þau eina dóttur, Valdísi Báru sem er fjögurra ára.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.