Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2000, Page 13
Fimmtudagur 27. júlí 2000
Fréttir
13
3 lítur yfir tarinn veg en hann er að hætta eftir rétta þrjá áratugi:
að molna innan frá
eiga um sárt að binda. Persónulega
finnst mér að Alþýðusambandið hafi
lagst undir lok, þegar Bjöm Jónsson
féll ffá. Eftir að Ámundur tók við var
farið að vega og meta kjörin útfrá
sjónarmiði hagfræðingsins um köku-
kenninguna. Þar er stærð kökunnar
viðurkennd af báðum aðilum og rifist
um hversu litla flís verkalýðurinn
megi fá af þessari köku. En eins og
við vitum báðir er ekki nema hluti af
kökunni sýnilegur vegna þess að hér
er svo mikið neðanjarðarhagkerfi sem
allar stéttir eru hluti af og viðhalda, ef
menn komast í þá aðstöðu. Við
horfum á það í dag að fullt af fólki
getur veitt sér allan andskotann og er
skattlaust um leið.“
Það er oft talað um stéttarvitund og
að hún sé alltaf á undanhaldi hjá
verkalýðnum, hvað viltu segja um
þessa þróun?
„Ég hallast helst að þeirri skýringu
sem ég rakst á í bók sem skrifuð var
um bandarísku verkalýðshreyfinguna
og heitir Strike. Þar er algerlega fijálst
hvort menn em í stéttarfélagi eða ekki
og meira segja em til sérstök félög,
svokallað „Union bursting," sem
sérhæfa sig í að halda stéttarfélögum
ffá fyrirtækjum. Aðild að félögunum
gengur því nokkuð í bylgjum. Ef illa
gengur er fjölmennt í félögin, en þegar
vel árar og velmegun er hirða menn
lítið um stéttarfélögin. Við þekkjum
vel dæmi um að menn hafa ekki verið
í stéttarfélögum og koma síðan
niðurbrotnir til okkar ef þeim hefur
verið sagt upp hjá sínum vinnu-
veitanda og ekki fengið umbun fyrir
að vera hliðhollir atvinnurekandanum,
en hafa ekki rétt til bóta úr sjóðum
viðkomandi félaga."
Óttast fyrirtækjasamningana
Em svokallaðir fyrirtækjasamningar
angi þessarar þróunar?
„Ég er ansi hræddur um að svo eigi
eftir að verða ef stéttarfélögunum er
haldið frá því að koma að slíkri
samningagerð. Það er augljóst að það
er alltaf erfiðara að fýrir launafólk að
standa augliti til auglitis við
atvinnurekanda sinn og þrefa um
kauphækkanir og deila um ábata af
brcyttum starfsháttum o.fl.“
Nú sameinast allir og verkalýðfélög
ekki síður, en á sama tíma em stóm
samflot verkalýðshreyfingarinnar
innan ASÍ á undanhaldi.
„Það er eins og verkalýðshreyfingin
sé að molna niður innan ffá. Ég man
eftir því þegar ég kom fyrst á
Alþýðusambandsþing árið 1972. Þá
vom þama karlar eins og Bjöm
Jónsson forseti ASÍ, Eðvald Sig-
urðsson formaður Dagsbrúnar og
heilmikið af hörkumönnum. Þetta
hefur hægt og bítandi verið að koðna
niður. Nú fara menn í þetta af því að
þetta em hæg og róleg sæti. Það
heyrist varla minnst á fomstumenn í
hreyfingunni, nema í sambandi við
innbyrðis deilur og hneykslismál.
Nýjasta dæmið er Verkamanna-
sambandið og starfslokasamningur
Bjöms Grétars Sveinssonar. Þau
vinnubrögð em í fyllsta máta
ósamboðin verkalýðshreyfingunni og
henni til skammar. Enda þótt Bjöm
Grétar hafi að mínu mati ekki verið
starfi _ sínu vaxinn í formannssæti
VMSÍ og valdabrölt hans innan
hreyfingarinnar lítt til fyrirmyndar, þá
var hann kosinn af þingi sambandsins,
sem fer með æðsta vald í málefnum
þess og ég tel að það eitt hafi völd til
að leysa hann ffá störfum. Þetta er eitt
af mörgum dæmum um ósamlyndi og
flokkadrætti innan verkalýðshreyf-
ingarinnar, sem mál er að linni.
Em þetta lýsandi vinnubrögð innan
hreyfingarinnar?
„Því miður virðist svo vera. Það er
allt of mikið um svona vinnubrögð.
Það er kannski hægt að segja að einn
maður sé eftir af gamla skólanum
innan hreyfingarinnar, Pétur Sigurðs-
son á ísafirði. Hann hefur reynt að
vinna fyrir sína skjólstæðinga, en
hefur að sama skapi einangrast, því að
hann hefur lengi samið sér fyrir
Vestfirðingana og staðið utan við
samninga Verkamannasambandsins
og komist upp með það þangað til
Vinnuveitendasambandið herti tökin á
vinnuveitendum fyrir vestan, nú þora
þeir ekki að gera það lengur.“
Bitlaust verkfallsvopn
Jón segir og að verkfallsvopnið sé
einnig orðið tvíbent og alls ekki það
verkfæri sem áður var og bendir á
nýliðið verkfall Sleipnismanna, sem
aflýst var á dögunum, þrátt fyrir að
ekki tókst að semja. „Þetta er dæmi
um það þegar samstaðan er að bresta.
Það er bara horft á efnahag heimilisins
og fjárhaginn. Amar Sigurmundsson
hefur nú gaman af að vitna í mig í
einhveiju viðtali sem átt var við mig í
útvarpi, þegar verið var að innleiða
krítarkortin. Ég sagði að um leið og
við tækjum þau upp afsöluðum við
okkur verkfallsréttinum. Það hefur
líka komið á daginn. Sagan er alltaf
að endurtaka sig. Hér áður fyrr voru
menn í reikning hjá Gunnari gamla á
Tanganum og Helga Ben. Ef þú fórst
í verkfall var að sjálfsögðu ekki
skrifað hjá þér. Það sama er að gerast
í dag. Fólk er að skuldsetja sig með
kortunum. Einn góðan veðurdag
verður að borga og ef það er ekki hægt
hvað gerir fólk þá. Það þarf að hugsa
aðeins lengra fram í tímann heldur en
bara að velmegun stundarinnar."
Fækkun íbúa kallar á sam-
einingu félaganna
Aðeins um sameiningarmál Snótar og
Verkalýðsfélagsins. Þetta er mál sem
þú hefur verið að undirbúa. Hver er
ástæðan fyrir þessum sameiningar-
hugmyndum?
„Fyrst og frernst er ástæðan fækkun
fólks hér í Eyjum. Það voru yfir
þúsund manns þegar flestir voru í
þessum tveimur félögum. Núna gæti
ég trúað að í báðum félögum næðum
við rétt um fimm hundruð manns.
Bæði er að það fækkar í bænum og
ekki síður fækkar þeim störfum sem í
boði eru. Mér finnst til að mynda
atvinnurekendur orðnir ansi tækja-
glaðir. Ef þeir vita af einhveiju tæki
sem sparar kannski hálfa manneskju á
dag, er það keypt, burtséð frá því hvað
það kostar að halda því við og hversu
mikil nýting er á því. Ég veit ekki
hvað er búið að kaupa margar síldar-
flökunarvélar til þess að spara nokkrar
konur. Þessar vélar eru svo ekki í
gangi nema nokkrar vikur á ári. Ef þú
fengir að kíkja inn í geymslumar hjá
stöðvunum, þá sæirðu þær troðfullar
af vélum, færiböndum og alls konar
dóti sem sumt hefur aldrei verið notað.
Em þetta geymslur í nafni hag-
ræðingarinnar? Hvað halda menn að
þetta kosti stöðvamar og hvemig
kemur slík fjárfesting niður á
rekstrinum.
Svo kemur að því, þegar verið er að
fækka fólki fer besti starfskrafturinn
að hugsa sinn gang, því einhvem tíma
hlýtur að koma að því að það komi að
því. Við þetta verður atgervisflótti úr
plássinu."
Hugsunarháttur
veiðimannasamfélagsins
Jón segir að hann muni starfa áfram
hjá félaginnu á meðan sameiningin er
að ganga í gegn, en sá sem tekur við er
kannski ekki mjög sjóaður í for-
mannsstarfinu „Það er gott að geta
flett upp í gamla manninum, ef
eitthvað bjátar á. Ég lærði aðallega af
mistökunum, en auðvitað verður að
standa við bakið á þeim sem em í
forystunni. Ég hef alltaf predikað að
fólk kysi sér trúnaðarmann, hins vegar
hefur verið tilhneiging til þess að líta á
trúnaðarmanninn sem áburðarklár sem
hægt er að setja allar klyfjamar á. Ég
man eftir því þegar ég var trún-
aðarmaður í Hraðfrystistöðinni í
gamla daga og mikil ólga og óánægja
þar. Við vomm hópur manna í mót-
tökunni og ég hvattur til þess að fara
yfir á skrifstofu út af einhveiju atriði
og lofað að staðið yrði við bakið á
mér. Þegar ég var kominn hálfa leið
leit ég til baka og sá að ég var einn.
Vestmannaeyjar
láglaunasvæði
Hvað um yfirborganir og að því er
virðist markleysi taxta sem verka-
lýðsfélögin era að semja um. Em
þetta ekki einhver öfugmæli?
„Þetta er enn þá næsta óþekkt hjá
almennu verkafólki, enda em Vest-
mannaeyjar orðnar mikið láglauna-
svæði. Það er líka einn angi af fólks-
flóttanum héðan. Það er ekkert óeðli-
legt að ungur maður sem er með 400
kr. á tímann fari eitthvað annað þar
sem betri kjör bjóðast. En þetta er
mjög alvarlegt mál. I samningum
höfum við alltaf reynt að færa greidd
laun að töxtunum, en það gengur afar
illa vegna þess að atvinnurekendur
vilja deila og drottna. Ef atvinnurek-
andanum líkar ekki starfsmaðurinn, þá
tekur hann yfirborgunina af honum og
þarf oft á tíðum ekki einu sinni að
segja henni upp. Þetta er einfaldasta
leiðin til þess að losna við starfs-
manninn, því hann lætur ekki bjóða
sér að taka af honum yfirborgunina.
Það er líka staðreynd að um leið og fer
að harðna á dalnum hverfa þessar
yfirborganir, þær em bara í gangi á
meðan þenslan er.“
Em yfirborganir ekki líka dragbítur
á samningsstöðu verkalýðsfélaganna,
vegna þess að þeir skáka þá í því
skjólinu að laun séu í raun hærri en
taxtamir segja til um?
„Það má til sanns vegar færa. En
atvinnurekendur hér skýla sér einnig á
bak við bónusinn, sem er meira og
minna geðþóttaákvarðanir. Ég hef
alltaf sagt að þegar fólk fer á bónus er
það að stytta starfsaldur sinn í annan
endann. Hér áður fyrr var þetta þak-
laust og dæmi um að kappsfullt
starfsfólk sé örkumla í dag. Sem betur
fer er það liðin tíð, bæði vegna þess að
sett hefur verið þak á bónusinn og fólk
er farið að sjá að þetta gengur ekki.
Einnig hefur vinnutíminn verið styttur
og ég er ánægður með þá þróun.“
Jón segir að þrátt fyrir vilja til að
stytta vinnutímann, þá virðast slíkar
hugmyndir ekki eiga auðvelt upp-
dráttar hér á landi. „Við skjótum
okkur nú alltaf á bak við þetta veiði-
mannaþjóðfélag sem hér er og miðar
að því að vinna afla þegar hann berst
að landi og að bjarga verðmætum.
Við tökum að sjálfsögðu þátt í því og
það er einfaldlega vegna þess að
hugsunarháttur okkar íslendinga er að
vilja vinna í skorpum og hafa það
þokkalega rólegt á milli. En þegar
toppar koma þá finnst öllum sjálfsagt
að vinna eins og þörf er á. Þessari
hugsun um björgun verðmæta held ég
að við getum aldrei útrýmt alveg.
Iðjuleysi hefur heldur aldrei hugnast
Islendingum.“
Hefur aldrei komið í hug þér að
hætta fyrr á þessum tuttugu og níu
ámm sem þú hefur verið formaður.
„Einu sinni varð einhver vottur af
mótframboði, en það varð reyndar
aldrei neitt úr því. Ég reiknaði jafnvel
með mótframboði núna, en ekkert
varð úr því heldur. Ég held að menn
nenni almennt ekki að standa í þessu,
enda er þetta mjög vanþakklátt starf.
Einn gamall verkalýðsleiðtogi á
Stokkseyri gaf sig á tal við mig á
fyrsta Verkalýðssambandsþingi sem
ég fór á. „Þú ert nýr,“ sagði hann.
„Já, ég var að taka við Verka-
lýðsfélaginu í Vestmannaeyjum,"
sagði ég. , Já, ég skal gefa þér eitt gott
ráð,“ sagði hann. „Þú skalt búast við
að fá mikið vanþakklæti og láttu það
ekki á þig fá, en ef þér er hrósað, láttu
það koma þér mikið á óvart.“ Ég hef
síðan farið eftir þessari reglu og hefur
reynst ágætlega."
Ertu bjartsýnn eða svartsýnn á
framtíð verkalýðsbaráttunnar?
„Hún verður alltaf til staðar, þó að
hún eigi eftir að taka breytingum eins
og annað. Verkafólk núna vill mennta
bömin sín og þeim fækkar alltaf sem
vilja vinna þessi störf, hvort heldur í
Eyjum eða annars staðar. Þetta sýnir
líka eitt og það er að við höfum ekki
staðið okkur nógu vel í baráttunni."
Á Jón Kjartansson einhvem tíma
fyrir áhugamál?
„Já, já. Ég les mikið og á mikið af
bókum. Ég hef mikið gaman af
sögunni og þá sérstaklega þeirri sögu
sem ég lifði í. Ég var níu ára gamall
þegar stríðið braust út og tíu ára þegar
Island var hemumið. Hermennimir
áttu heima í sömu götu og maður var
orðinn vel kjaftfær á ensku áður en
maður fór að læra kverið. Þessa sögu
hef ég mjög gaman af að lesa. Einnig
hef ég mikið gaman af tónlist, sér-
staklega klassískri tónlist og jassi og
síðast en ekki síst hef ég gaman af því
að ferðast."
Benedikt Gestsson
JÓN Kjartansson: Mér finnst til að mynda atvinnurekendur orðnir
ansi tækjaglaðir. Ef þeir vita af einhverju tæki sem sparar kannski
hálfa manneskju á dag, er það keypt, burtséð frá því hvað það kostar
að halda því við og hversu mikil nýting er á því. Eg veit ekki hvað er
búið að kaupa margar síldarflökunarvélar til þess að spara nokkrar
konur.vinnuaflið við aðkomumenn. Þegar nóg varð að gera gleymdu
menn þessum ýfingum.