Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2000, Side 15
Fimmtudagur 27. júlí 2000
Fréttir
15
Árgangur 1926 hittist í Vestmannaeyjum
Árgangur 1926 kom saman í Vestmannaeyjum þann 20. maí sl. en þá voru liðin 60 ár frá fermingu hópsins. Þau voru fermd 13. og 19. maí 1940.
Fremsta röð frá vinstri: Sigfríður Björnsdóttir Bólstaðarhlíð, Jónína Lilja (Stella) Waagfjörð Garðhúsum, Ósk Pétursdóttir Kirkjubæ, Árni Guðjónsson Breiðholti, Berta
Engilbertsdóttir, Hilmisgötu 3, Gerður Jóhannsdóttir Selalæk, Árný Guðmundsdóttir Túnsbergi.
Miðröð frá vinstri: Guðfinnur Þorgeirsson Skel, Grétar Þorgilsson Grund, Friðþór Guðlaugsson Sólbergi, Inga Sigurðardóttir Kirkjubæ, Steina Finnsdóttir Uppsölum,
Aðalheiður Sigurjónsdóttir Þingeyri, Sigríður Guðmundsdóttir Kirkjuhvoli (býr í Bandaríkjunum), Sigurlaug Ólafsdóttir Reynistað, Sigríður Vilhjálmsdóttir Hásteinsvegi 4,
Dagný Þorsteinsdóttir Laufási, Hilda Árnadóttir Ásgarði, Rúrik Haraldsson Sandi.
Aftasta röð frá vinstri: Sveinn Halldórsson Breiðabliki, Jónas Þórir Dagbjartsson Jaðri, Berent Sveinsson Stakkagerði, Bjarni Bjarnason Austurvegi, Hallgrímur Þórðarson
Fagradal, Ólafur Ögmundsson Litlalandi, Páll Guðjónsson Mörk, Ingvar Sigurjónsson Skógum.
Samantekt Sigursteinn Marinósson.
Kap dregur Jón Vídalín til
Reykjavíkur
Það óhapp henti í gær að skrúfubúnaður togarans Jóns Vídalín ÁR bilaði. Togarinn er gerður út af
Vinnslustöðinni. Kap VE, sem er í eigu sama fyrirtækis, tók Jón Vídalín í tog og var haldið til
Reykjavíkur þar sem skipið verður tekið upp og skemmdir kannaðar. Áætlað var að skipin yrðu komin
til Reykjavíkur um áttaleytið í morgun.
Myndin er tekin eftir hádegi í gær þegar skipin voru að koma úr Faxasundi.
Meitaramót íslands í frjálsum:
Þrjú Vest-
mannaeyjamet
Fjórir keppendur frá UMF Óðni fóru á Meistaramót íslands í frálsum
íþróttum sem haldið var í Reykjavík dagana 22.-23. júlí. Það voru
systkinin Guðjón Ólafsson, Karen I. Ólafsdóttir og Árni Óli Ólafsson og
Katrín Elíasdóttir.
Árangur Guðjóns var þessi:
2. sæti í stangarstökki, 3,40 m
5. sæti í spjótkasti 46,58 m.
5. sæti í kúluvarpi 10,87 m
9. sæti í kringlukasti 30,96 m
Árangurinn í kúluvarpi er Vestmannaeyjamet unglinga.
Árangur Áma Óla var þessi:
6. sæti í spjótkasti 46,37 m
7. sæti í kringlukasti 32,93
Árangurinn í kringlukasti er Vestmannaeyjamet unglinga.
Karen keppti í kringlukasti og varð í 5. sæti með 32,23 sem er
Vestmannaeyjamet kvenna.
Katnn Elíasdóttir varð í 5. sæti í þnstökki með 10,17 m.
Auglýsingasíminn
er 481-3310