Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2000, Side 21

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.2000, Side 21
Fimmtudagur 27. júlí 2000 Fréttir 21 GESTIR troðfylltu Höfðann og ekki annað að sjá en að þeir skemmtu sér vel Vel heppnuð skemmtun Sumarstúlka Vestmannaeyja 2000 var valin á mikilli sumarstúlkuhátíð á Höfðanum síðastliðið laugardags- kvöld að viðstöddu fjölmenni. Það var Lilja Björg Arngrímsdóttir, 18 ára gömul Eyjamær, sem krýnd var hinum eftirsóknarverða titli að undangenginni vökulli og greindar- legri niðurstöðu dómnefndar, auk þess sem gestir hátíðarinnar fengu í hendur atkvæðaseðla hvar þeir gátu látið í ljós hver hinna sjö stúlkna þeim hugnaðist best og væri verðugasti handhafi titlisins, Sumarstúlka Vestmannaeyja árið 2000. Keppnin fór hið besta fram, auk þess sem margt skemmtiatriðið var gestum til afþreyingar og gleði þetta kvöld, sem stundum hefur verið talið eitt fjörugasta innlegg í sumarskemmtanaflóru Eyjamanna, eðlilega þó að undantekinni þjóðhátíð. Auk ijölbreyttra skemmtiatriða var gestum samkomunnar boðinn góður snæðingur af spænskri tapasgerð. Féll sú næring í ágæta maga, þó að einhverjir hafi saknað nokkurra upp- lýsinga um þá nýjung sem þetta fæði vissulega var. Var haft á orði að sumum hefði þótt að löng væri biðin í aðlaréttinn. Hins vegar mun forréttur, aðalréttur og eftirréttur hafa verið inni í tapaspakkanum eins og hann lagði sig. Þrátt fyrir þennan miskilning, þótti maturinn þó bragðgóður og gekk enda vel út af hlaðborðinu þetta kvöld og allir fengið snæðingsnægju sína eftir því sem best er vitað. Skemmtiatriðin þóttu takast vel, enda fjölbreytt að vanda. Að frátalinni hefðbundinni kynningu á þátttak- endum í keppninni og tískusýningu með dyggilegri aðstoð spengilegra sveina, sem að sumra mati fannst stundum yfirgnæfa hin fögru fljóð. Þá tróðu upp söngkonan Margrét Bjama- dóttir og söngvari hinnar þekktu Eyjagrúppu D-7. Auk þess sem gítarleikari hljómsveitarinnar Lands og sona söng og lék undir á gítar ótengdur. Gerði allur þessi tónlistar- flutningur eina góða lukku. Hinn heimsfrægi, sjálfumglaði töframaður, trúður og blekkingameistari, Skari skrípó mætti einnig á svæðið. Gerði hann þvflfkt góða og öfluga skemmti- sprengingu og stemmningu í salnum og svo mikla að full ástæða þótti til að hann kæmi tvisvar sinnum á sviðið. Olli hann aðdáendum sínum engum vonbrigðum frekar en endranær og framkallaði mörg hlátrasköllin og furðu með sínum einstæðu töfra- og skrípatólum. Eins og að framan greinir var aðalatriði kvöldins eðlilega val sumarstúlkunnar, en auk hennar var einnig valin Ijósmyndafyrirsæta keppninnar og vinsælasta stúlkan í hópnum. Þær sem hlutu þá eftir- sóknarverðu titla voru Þórey Jóhannsdóttir ljósmyndafyrirsæta og Iris Dögg Konráðsdóttir sem lagði aðra keppendur að velli sem vin- sælasta stúlkan, báðar vel að titlum sínum komnar. Það er ljóst að sumarstúlkukeppnin hefur náð góðri fótfestu í skemmtanalífmu og vonandi að hún eigi gott líf framundan og þá í nýju og glæsilegu húsnæði, því það geta allir verið sammála um að Höfðinn er engan veginn í ásættanlegu ásigkomulagi til að hýsa skemmti- dagskrá af téðu kaliberi. Gerðu aðstandendur keppninnar þó sitt besta til þess að flikka upp á staðinn með skreytingum sem sóttu uppruna sinn í villta vestrið, allt með miklum ágætum upp sett og túlkað. Að lokinni sjálfri keppninni á Höfðanum var boðið til balls á Kaffi Tímor þeim sem slíkt hugnaðist. Dönsuðu þar gestir fram eftir kvöldi við undirleik hljómsveitarinnar Lands og sona, sem slógu ágætan botn í skemmtunina. VILLTA vestrið var þema kvöldsins og var Höfðinn skreyttur í samræmi við það en um það sáu Björg í Sprett úr spori, Dagmar og Nada Borosak sem málaði skemmtilega mynd á sviðið í vestra stfl. I opnunaratriðinu komu stúlkurnar fram í indíánabúningum sem Selma Ragnarsdóttir hannaði og saumaði. VERSLANIRNAR Flamingo og Eðalsport sýndu föt á skemmtuninni. Stúlkurnar sýndu fötin ásamt fjórum piltum, ívari, Davíð, Gústaf og Bjarka. Hér eru Jóhanna og Iris með Ivari. ÓLAFUR MARGRÉT SKARI SKRÍPÓ TÍSKUSÝNINGIN setti skemmtilegan svip á kvöldið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.