Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.08.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 02.08.2000, Blaðsíða 1
mwttkwiL 'mwiwii icwilwí 'mwwlwil 27. árgangur * Vestmannaeyjum 2. ágúst 2000 »31.tölublað • Verðkr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 FRÁGANGUR í Herjólfsdal er á lokastigi og eru vitinn, myllan, stóra- og litla sviðið og annar búnaður kominn á sinn stað. Á mánudagskvöldið var komið með húsið á vatnspóstinn. Þar mætti Lúðrasveitin, sem verið hefur hálfgert olnbogabarn í þjóðhátíðarundirbúningnum. Sveitin var í húsinu á vörubílnum, sem fór tvo hringi í Dalnum, og lék nokkur lög. Vakti þetta uppátæki mikla kátínu. Stefnir í metaðsókn Allar ferðir til Eyja að fyllast fyrir þjóðhátíð Gestir af fastalandinu gætu orðið allt að 8000 Það virðist stcfna í metaðsókn á þjóðhátíð að þessu sinni. Þeir aðilar, sem sjá um fólksflutninga milli lands og eyja, segja að sjaldan eða aldrei hafl jafnmikið verið pantað og nú. Af þeim útihátíðum, sem í boði eru um verslunar- mannahelgina, virðist þjóðhátíðin hafa langmest aðdráttarafl. Mikið er búið að bóka í flug hjá Flugfélagi íslands til Eyja í vikunni. í dag, miðvikudag, var áætlað að fljúga fjórar ferðir og var fullt í þær allar. Jafnvel stóð til að fjölga ferðum í dag. Á morgun, fimmtudag, eru átta ferðir og fullbókað í þær allar. Á föstudag verða 19 ferðir og eru einstaka sæti laus þar. Á laugardag eru svo fjórar ferðir áætlaðar og eitthvað laust af sætum. Á mánudag er svo áætlað að fara 22 ferðir til Eyja. Hjá Flugfélagi Vestmannaeyja var á mánudag búið að panta í allar ferðir á fimmtudag og fösmdag og augljóst að þeir önnuðu ekki eftirspum. Flug- félag Vestmannaeyja flýgur á Bakka og verða fjórar vélar í gangi frá þeim. Þessa tvo daga verða ferðir því eitthvað á annað hundrað milli Bakka og Eyja. Þá er Flugfélag Vest- mannaeyja í samvinnu við Leiguflug hf. í Reykjavík um flug frá Selfossi með ijórum vélum og mun þegar upppantað þar bæði fimmtudag og föstudag. Forsala aðgöngumiða hefur verið bæði hjá BSÍ og á afgreiðslu Hetjólfs í Þorlákshöfn. Mjög mikil sala hefur verið á báðum stöðum og greinilegt að margir ætla sér á þjóðhátíð. Á mánudag var sáralítið eftir af miðum í ferðir á fimmtudag og föstudag og veruleg sala í ferðimar á miðvikudag. Herjólfur fer tvær ferðir á mið- vikudag, fimmtudag og föstudag. Á mánudag og þriðjudag í næstu viku verða einnig tvær ferðir hvom dag. Löngu er upppantað fyrir bfla í allar þessar ferðir og langir biðlistar í flestar þeirra. Forsala aðgöngumiða hefur verið mjög Kfleg í Islandsbanka það sem af er og margir sem hafa notfært sér að geta keypt miða á þann hátt. Gróft reiknað má áætla að milli sjö og áttaþúsund manns eigi pantað far tii Eyja ffá miðvikudegi til fösmdags. Gestir vom byrjaðir að tínast til Eyja á mánudag og í gær var einnig líflegt í ferðamálunum enda nær uppselt í ferðir í dag og á morgun. Ekki er óraunhæft að áætla að hátt í tíuþúsund manns ofan af fastalandinu ætli sér á þjóðhátíð, nokkuð ljóst er að flutn- ingsaðilar anna því ekki að flytja hingað alla þá sem koma vilja. Mikill viðbúnaður Lögreglan verður með mikinn við- búnað vegna þjóðhátíðar. Jóhannes Ólafsson, settur yfirlögregluþjónn, segir að lögreglumenn verði fleiri en nokkru sinni fyrr enda er búist við miklu fjölmenni. Fimmtán lögreglu- menn ofan af landi munu verða hér ásamt lögreglumönnum í Eyjum. Lögð verður áhersla á eftirlit með fíkniefhum. Þá segir Jóhannes að vel verði fylgst með umferðinni, ekki síst með ölv- unarakstri. Nokkrar breytingar er ævinlega gerðar á umferð á þjóðhátíð, t.d. er hámarkshraði á Dalvegi 15 km og framúrakstur er bannaður þar. Nánar er greint frá þeim breytingum í auglýsingu í blaðinu í dag. Skattskráin komin: Halldór Guðbjörns trónir á toppnum Heildarálagning í Eyjum tæplega 1,5 milljarðar Þessa dagana eru gjaldendur að fá í hendur glaðninginn frá Skattstofunni, þ.e. hver gjöld þeirra eru á árinu. Heildarálagning opinberra gjalda í Vestmannaeyjum árið 2000 á 3.406 gjaldendur nemur alls kr. 1.441.337.000, þar af nema tekjuskattur og sérstakur tekjuskattur 649.278.000 kr. Eignaskattur og sérstakur eignaskattur nema 37.561.000 kr. og útsvar er 729.281.000 kr. Skattafsláttur til greiðslu útsvars, eignaskatts, sérstaks eignaskatts og fjármagnstekjuskatts nemuralls 55.140.000 kr. og vaxtabætur eru 55.068.000 kr. allir útgerðarmenn og Listinn yfir þessa tíu og Tíu hæstu gjaldendur í Vestmannaeyjum em sjómenn, að einum undanskildum sem er læknir. heildargjöld þeirra er eftirfarandi: 1. Halldór Guðbjömsson, Ásavegi 12 7.558.446 kr. 2. Gunnlaugur Olafsson Dverghamri 35 6.981.262 kr. 3. Sigurður Einarsson Birkihlíð 17 6.009.748 kr. 4. Haraldur Gíslason Birkihlíð 22 5.867.109 kr. 5. Smári Steingrímsson Kirkjubæjarbr. 9 4.926.049 kr. 6. Sigurður G. Siguijónsson Stapavegi 4 4.115.304 kr. 7. Magnús Kristinsson Búhamri 11 4.006.754 kr. 8. Óskar Þórarinsson Hásteinsvegi 49 3.786.591 kr. 9. Guðmann Magnússon Dverghamri 36 3.403.204 kr. 10. Sindri Óskarsson Búastaðabraut 8 3.382.140 kr. ÖHVGGI á öilum svidum1 TM-ORYGGI FYRIR FJÖLSKYLDUNA Sameinaröll trygg r.gamálin a.einfaldan og an hált Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Réttingar og sprautun Flötum 20 - Sími 481 1535 Viðgeröir og smurstöö Sumaráætlun * Frá Eyjum Frá Þorlákshöfn Alladaga. kl. 08.15 kl. 12.00 Aukaferöir fimmtud., föstud. og sunnud. kl. 15.30 kl. 19.00 Herjólfur Sími 481 2800 - Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.