Fréttir - Eyjafréttir - 02.08.2000, Síða 2
2
Fréttir
Miðvikudagur 2. ágúst 2000
Viðbúnaður vegna
konungskomu
í liðinni viku voru færslur í dagbók
lögreglu 180 talsins, talsvert meira
en í vikunni á undan. Nokkur við-
búnaður var af hálfti lögreglu vegna
heimsóknar Noregskonungs hing-
að. AJlt fór þó vel fram og engar
óvæntar uppákomur.
Enn klippt á
girðingar - Kindur
sækja í flugvöllinn
Lítið var um skemmdarverk í vik-
unni, brotin var rúða í veiðar-
færageymslu og brotist inn í
Lifrarsamlagið en ekki að sjá að
neinu hefði verið stolið. Þá var enn
klippt sundur fjárgirðing við
ristarhlið á veginum suður í Höfða.
Atú því sauðfé greiðan aðgang út úr
girðingunni og inn á golfvöllinn
sem virðist vera í sérstöku uppá
haldi lijá sauðfé.
Kindurnar hafa sótt á ný mið því
nú spranga þær um flugvöllinn. Þeir
em því að verða ófáir blettimir sem
blessaðar rollumar helga sér á
Heimaey. En auðvitað er ekki við
þær að sakast heldur eigenduma
sem þrátt fyrir allt girðingafárið
geta ekki haldið þeim þar sem þær
eiga að vera. Væri fróðlegt að vita
hver væri ábyrgur ef kindur yrðu
valdar að flugslysi.
Enn einn stútur
Átján voru bókaðir í umferðinni og
níu þeirra sem fengu á sig kæru
vegna brota á umferðarlögum.
Einn þeirra vegna ölvunar við
akstur og þrír fyrir ofhraðan akstur.
Einn þeirra mældist á 1(X) km hraða
á Strandveginum þar sem há-
markshraði er 50 km. Einn var
kærður t'yrir að hafa of marga
farþega í bíl sínum. Rétt er að
minna á að tryggingar ná aðeins yfir
þann fjölda farþega sem leyfilegur
er í bifreið, hinir em ótryggðir. Sex
umferðaróhöpp komu til kasta
lögreglu en öll reyndust þau
minniháttar.
Hundur beit börn
í vikunni vai' lögreglu tilkynnt að
hundur hel'ði bitið tvö börn. Enn og
al'tur vill lögregla íti'eka að
lausaganga hunda er bönnuð í
Vestmannaeyjabæ. Því miður eru
þeir margir sem ekki virða þessa
reglu og leyfa hundum sínum að
valsa efdrlitslaust um bæinn.
Útivistarreglur í gildi
Lögregla vill koma því á framfæri
að útivistarreglur eru í fullu gildi á
þjóðhátíð, hvort sem er á hátíðar-
svæðinu eða utan þess. Það þýðir
að böm og unglingar, undir 16 ára
aldri, mega ekki vera úti lengur en
til miðnættis nema í fylgd með
fullorðnum. Lögregla telur og að
fólk undir þeim aldri hafi ekkeit að
gera í Dalnum eftir miðnætti. Slfkt
býður einungis hættunni heim,
þama verður mikið af ókunnugu
fólki auk þess sem búast rná við
mikilli ölvun. „Hafið velferð barn-
anna í huga og sendið þau heim,“
segir í dlkynningu frá lögreglunni.
eyjafrettir.is
f dag var vefsíða Frétta:
www.eyjafrettir.is/ formlega opn-
uð. Það var Lilja Björg Arn-
grímsdóttir sumarstúlka Vest-
mannaeyja 2000, sem handlék
músina og opnaði vefinn.
Eins og fréttaþyrsdr lesendur Frétta
vita hefur undirbúningur að vefnum
staðið nokkrar undanfamar vikur og
pmfukeyrslur verið í gangi. Um leið
og ákveðið var að setja Fréttír á netið
var leitað til Tölvunar, sem unnið
hefur að tæknilegum útfærslum og
uppbyggingu og um leið gerst hluthafi
í Eyjaprent/Fréttir ehf.
Hluthafar binda miklar vonir við
netvæðinguna. Þjónusta við lesendur
eykst og síðan verður uppfærð
reglulega með því nýjasta og
fréttnæmasta sem gerist í Eyjum.
Omar Garðarsson, ritstjóri Frétta og
eyjafretta.is , sagði af þessu tilefni að
þetta væri nýr og spennandi miðill
sem vonandi ætti eftir að falla fólki vel
í geð. „Þetta er ekki eingöngu spum-
ing um að Eyjamenn geti nálgast það
fréttnæmasta á netinu sem á döfinni er
í Eyjum, heldur og ekki síður mjög
mikilvægt í samkeppni landsbyggð-
arinnar um athyglina á upplýs-
ingaöld."
SUMARSTÚLKA Vestmannaeyja 2000, Lilja Björg Arngrúnsdóttir,
opnaði eyjafrettir.is formlega í gær á ritstjórn Frétta.
Ólafur Týr Guðjónsson framkvæmdastjóri
Hátíðarsvæðið girt af
-og áherslubreyting í rukkun aðgangseyris í Dalinn
í ár verður þjóðhátíðarsvæðið mun
afmarkaðra en áður. Búið er að
koma fyrir færanlegum girðingum
kringum hátíðarsvæðið. Nær girð-
ingin frá Fjósakletti að vestan, til
austurs meðfram Herjólfsbæ, sunn-
an bílastæðis á 6. braut á golf-
vellinum og allt austur að 5. flöt
golfvallarins. Norðan Dalvegar er
einnig girðing, frá þjóðhátíðar-
hliðinu og austur með bflastæðinu
sunnan gamla Golfskálans, upp í
brekkuna.
Ólafur Týr Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri þjóðhátíðamefndar,
segir ætlunina með girðingunni þá að
auðvelda gæslu og umhirðu á svæðinu
auk þess sem hún muni auðvelda
rukkun fyrir aðgangseyri. Tjöldun
verður ekki leyfð utan svæðisins.
Bílastæði verða á sama stað og áður,
á flötinni þar sem er 6. braut á
golfvellinum. Fólki er einnig bent á
bflastæði við Týsheimili, Þórsheimili
og Golfskála en eindregin tílmæli em
að fólk stilli notkun einkabfla í hóf
eins og kostur er.
Að þessu sinni verður áherslu-
breyting í rukkun aðgangseyris í
Dalinn og varðar einkum rútur og
bekkjabfla. Innheimtuskúrinn verður
að þessu sinni mun innar en áður hefur
verið, eða við norðvesturenda bfla-
stæðisins sunnan gamla golfskálans,
rétt áður en komið er að aðalhliði.
Öllum farþegum í rútum og
bekkjabflum verður hleypt úr á því
bflastæði til að auðvelda rukkun.
Síðan munu rútur og bekkjabflar fara
gegnum aðalhliðið inn á svæðið til að
taka farþega á leið í bæinn. Þjóð-
hátíðamefnd mælist einnig til þess að
þeir sem koma á einkabflum og eiga
eftir að greiða aðgangseyri, hafi sama
hátt á, farþegar fari úr bflum á
bflastæðinu.
Sögur hafa gengið um að sótt hafi
verið um vínveitingaleyfi fyrir veit-
ingatjaldið en Ólafur Týr segir svo
ekki vera. „Sú hugmynd skaut upp
kollinum einhvem tíma í sumar en að
athuguðu máli var horfið frá því að
sækja um slíkt og allir fyllilega sáttir
við það,“ sagði Olafur Týr.
111'hLIH I
GIRÐINGIN auðveldar allt eftirlit og miðasölu í Dalinn,
Spurt er.
að vera á
þjóðhátíð?
Óskar Ólafsson, sölumaður:
Steingrímur Sigurðsson, skoð-
unarmaður:
----~7----pi Nei, ég verð að
vinna í Þorlákshöln
’ fram á föstudag og
fæ ekki far með
/1 bílinn heirrj þannig
að við komum til
_______með að eyða helg-
inni uppi á landi.
Kristín Gísladóttir, húsmóðir:
Jóhann I Guðmundsson, flug-
vallarstjóri:
j -'ifcikM Eg verð að vinna
I uppi á fiugvelli alla
helgina og á ekki
f . von á að verða
4 jm. mikið innfrá. En ég
~ :Æ verð á svæðinu.
Sigrún Óskarsdóttir, hjá Axel Ó:
æ* <--] Já, það er ekki hægt
/TlEtfÉÁ'' að sleppa þjóðhátíð.
Snorri Óskarsson, í Betel:
Nei! Eg verð þar
f sem heilagur andi
f : . - I fær að vera í friði.
Birgir Guðjónsson, formaður
ijóðhátíðarnefndar:
Að sjálfsögðu. Eg
annarra og skemmta
mér við -lúðrasveit
37/ og bjargsig, ásamt
—— A— glæsilegustu fiug-
eldasýningu sem
sést hefur á Islandi.
FRETTIR
Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir
Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-
1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyja r. is/~f retti r.
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig i lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum
Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum.
FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.