Fréttir - Eyjafréttir - 02.08.2000, Síða 6
6
Fréttir
Miðvikudagur 2. ágúst 2000
Golf: Norðurlandamótið 2000
Völlurinn þótli stórkostlegur
Svíar Norðurlandameistarar í karlaflokki, Norómenn í kvennaflokki - íslensku
stúlkurnar í 2. sæti en íslenska karlalandsliðið olli vonbrisðum 03 rak lestina
Norðurlandamótinu í golfi árið 2000, sem að
þessu sinni var haldið í Vestmannaeyjum, lauk á
laugardag.
Alls voru 30 keppendur í karlaflokki og 20 í
kvennallokki. Keppendur voru við æfingar á
vellinum á miðvikudag og fimmtudag en mótið
fór fram á föstudag og laugardag. A föstudag
voru leiknar 36 holur, fjórbolti fyrrihluta dagsins
en þá voru tveir saman í liði og réði betri árangur
hverrar holu. Síðari hluta dagsins var leikinn
fjórmenningur, tveir saman í liði og slógu annað
hvert högg. Á laugardag var svo
einmenningskeppni þar sem árangur hvers
keppanda taldi.
Talsverðar væntingar höfðu verið gerðar til
íslenska karlalandsliðsins, enda leikið á
heimavelli, og því olli árangur þess verulegum
vonbrigðum. Þeir höfnuðu í 5. og síðasta sæti,
fjórum höggum á eftir Norðmönnum sem voru í
Veðrið of gott
Sjaldan eða aldrei hefur veður verið
jafn hagstætt á stórmóti í golfi í
Vestmannaeyjum og núna. Bæði
æfingadagana og keppnisdagana var
veður eins gott og unnt er hugsa sér til
golfleiks, hægur andvari og skýjað að
mestu, hitinn 10 - 14 stig. Hinn
sænski landsliðsþjálfari íslendinga,
Staffan Johansson, átti þá ósk heitasta
á laugardag að aðeins blési meira. Þá
hefðu íslendingamir virkilega notið
þess að vera á heimavelli við
kunnuglegar aðstæður og árangurinn
áreiðanlega orðið betri.
4. sæti. Svíar urðu næsta örugglega í efsta sæti en
góður árangur Finna kom flestum á óvart. Af
íslensku körlunum voru það aðeins Þorsteinn
Hallgrímsson og Olafur Már Sigurðsson sem
voru að spila af eðilegum styrk, hinir voru flestir
talsvert frá sínu besta. Á laugardag var Þorsteinn
þrjá undir pari þegar þrjár holur voru eftir en
lánið var ekki með honum á þeim og hann endaði
á 70 höggum eða pari.
En það voru íslensku stúlkurnar sem héldu upp
heiðri landans í mótinu. Þær urðu í öðru sæti,
aðeins einu höggi á eftir sigurvegurunum,
Norðmönnum, og vel á undan hinu sterka sænska
liði sem flestir höfðu spáð sigri í keppninni. Engin
íslensku kvennanna lék betur en Ragnhildur
Sigurðardóttir, sem gerði sér lítið fyrir og setti
vallarmet á laugardag þegar hún lék á 70 höggum
eða pari.
mikið og gott starf meðan á mótinu
stóð og fyrir það bæri að þakka.
Gunnar segir að fjárhagslegur
ávinningur klúbbsins sé enginn af
þessu móti, jafnvel kostnaður sem
fylgi því. Aftur á móti sé þetta mikil
og góð kynning bæði á golfvellinum
og Vestmannaeyjum í heild og það
komi vonandi til með að skila sér.
„Við þurfum að kynna golfvöllinn
betur, markaðssetja hann, ekki síst
með tilliti til útlendinga og þama gafst
okkur tækifæri til þess sem vonandi
hefur nýst okkur,“ sagði Gunnar.
Fundinum aflýst
Að afloknum fyrsta æfingadegi á
mótum sem þessum er venjan að
halda fararstjórafund að kvöldi. Þeir
fundir eru stundum nefndir kvart-
anafundir þar sem þá gefst tækifæri til
að koma á framfæri kvörtunum
keppenda og liðsstjóra yfir því sem
þykir ábótavant við völlinn, skipulag
keppni og aðstöðu. En þegar Gunnar
Gunnarsson, formaður klúbbsins,
mætti til fundar á miðvikudagskvöld,
var honum tjáð að fundinum hefði
verið aflýst og svohljóðandi tilkynning
beið hans: „Allt eins og best verður á
kosið. Til hamingju með þetta allt.“
Vel varðveitt leyndarmál
Líklega hefur golfvöllurinn í Vest-
mannaeyjum aldrei litið betur út en
um þessar mundir. Vallarstjórinn
Aðalsteinn Ingvarsson og hans menn
hafa í sumar unnið mikið og gott verk
og mega vera hreyknir af.
Keppendur áttu flestir hverjir ekki
nógu sterk orð tíl að lýsa yfir hrifningu
sinni með völlinn, ekki aðeins hve
fallegur og vel hirtur hann væri, heldur
voru erlendu keppendumir margir
hverjir nær agndofa yfir umgjörð
hans, náttúrfegurðinni og útsýninu.
Eða eins og einn þeirra sagði: „Þessi
völlur er best varðveitta leyndarmál
golfsins í Evrópu.“
Landkynning
Gunnar K. Gunnarsson, formaður
Golfklúbbs Vestmannaeyja, sagðist
hljóta að vera mjög ánægður með
hvemig tekist hefði til við
Norðurlandamótið. Þetta hafi allt
mnnið ljúflega í gegn og engin
vandamál sem upp hafi komið.
Veðurblíðan hjálpaði þar til en einnig
kom til góð skipulagning og stjóm á
mótinu. Þá hefði bæði starfsfólk GV
svo og félagar í klúbbnum unnið
í lagi að tapa höggi og höggi
Danski kylfingurinn Anders Boge-
bjerg frá Svendborg vakti athygli fyrir
létta lund á mótinu, auk þess að leika
mjög vel. Glaður og kátur og lét
mótlætið ekki fara í taugamar á sér.
„Þetta er ótrúlega fallegur völlur sem
skemmtilegt er að leika á. Umhverfið
er svo stórkostlegt að þótt maður tapi
einu og einu höggi þá nægir manni að
horfa í kringum sig og fyllast ánægju á
ný. Það er bara ekki hægt annað en
vera ánægður á svona velli,“ sagði
Anders.
Völlurinn erfiðari en hann
virðist
Fáir vöktu meiri athygli á mótinu en
norska stúlkan Suzanne Petterson.
Hún er aðeins 19 ára gömul en er í
fremstu röð evrópskra kvenna í golfi
og margir vilja líkja árangri hennar við
það sem Tiger Woods hefur verið að
gera enda átti hún ekki sístan þátt í
velgengni norsku stúlknanna á
mótinu.
Suzanne gat ekki verið í lokahófi
mótsins, hún fór til Noregs árla
sunnudags vegna Evrópumótsins sem
hófst á þriðjudag.
„Eg er búin að stunda golf síðan ég
var fimm eða sex ára,“ sagði Suzanne.
„Eg er mjög ánægð með okkar
árangur á mótinu, okkur var ekki spáð
efsta sætínu en okkur tókst það. Þetta
er mjög sérstakur völlur, erfiðari en
hann virðist vera en mjög góður,“
sagði Suzanne Petterson sem næsta
ömgglega á eftir að láta mikið að sér
kveða í golfinu á næstu ámm.
Allt skipulag til fyrirmyndar
Svíinn Anders Wasberg er forseti
þeirrar nefndar sem hefur með
Norðurlandamótið að gera. Sú nefnd
sér um skipulag á keppnum áhuga-
manna og forgjafarkeppnum en skiptir
sér ekkert af atvinnumennskunni.
„Ég er mjög undrandi á gæðum
golfvallanna á Islandi," sagði Anders.
„Eg átti ekki von á svona góðum
völlum svo norðarlega. Ekki síst
vellinum í Vestmannaeyjum, hann er
stórkostlegur og ég vona að ég geti
tekið hring á honum að móti loknu.
Þá hefur allt skipulag mótsins verið
mjög gott, ekki síðra en hjá atvinnu-
mönnum í slíku. Öll þjónusta við
keppendur og aðstoðarfólk hefur líka
verið til fyrirmyndar."
Líklega standa Svíar fremstir
Norðurlandaþjóðanna þegar rætt er
um árangur í golfi. Anders segir að
almennur golfáhugi sé í Svíþjóð,
líklega stundi um hálf milljón manns
íþróttina. Hann segir að mjög gott
skipulag sé á þeim málum í Svíþjóð,
ekki síst á keppnum sem séu gott tæki
til að þróa upp golfleikara. í öllum
klúbbum séu vel skipulagðar keppnir
bæði fyrir pilta og stúlkur. Komin sé
mjög góð reynsla af þessu kerfi sem
byggist á breiðum grundvelli og
árangurinn hafi skilað sér.
Rólegthjá dómurunum
Aðaldómarar mótsins vom þeir Hinrik
Hilmarsson og Þorsteinn Sv. Stefáns-
son en þeir em báðir með alþjóðleg
réttindi sem golfdómarar.
Þorsteinn sagði að mjög lítið hefði
reynt á dómgæslu í þessu móti.
„Engin leiðindamál komu upp og
ÞORSTEINN náði bestum árangri íslensku karlanna. Myndlngi T.
engar kæmr. Það eina sem við
þurftum að gera var að leiðbeina í
fáeinum tilfellum þar sem vafi gat
leikið á um að fá lausn úr legu eða
hvar skyldi láta bolta falla. Þetta var
því létt og gott enda vel skipulagt og
auðvitað best að dómarar þurfi sem
minnst afskipti að hafa af leiknum,"
sagði Þorsteinn.
Vallarmet
Ragnhildur Sigurðardóttir setti nýtt
vallarmet á laugardag þegar hún lék
18 holumar af bláum teigum á pari
vallarins eða 70 höggum.
Matseðillinn sást út um
glugga
Á laugardag, seinni degi mótsins, var
tekið á móti skorkortum keppenda í
þjóðhátíðartjaldi við hliðina á 18. flöt
og þar var keppendum boðið upp á
reyktan lunda. Flestir snæddu sinn
ÍSLENSKU sveitirnar ásamt þjálfurum sínum, Staffan Johansson og Ragnari Ólafssyni.