Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 02.08.2000, Page 13

Fréttir - Eyjafréttir - 02.08.2000, Page 13
Fimmtudagur 2. ágúst 2000 Fréttir 13 viðstöddum norsku konungshjónunum, forseta íslands ofl. NORSKUR leikflokkur frá Moster flutti leikþáttinn Sverðið og krossinn eftir Johannes Heggland undir leikstjórn Ragnhild Randai tónlist var flutt eftir Jostein Molde. ÁRNI Johnsen opnar formlega sérstaka vefsíðu stafkirkjunnar en slóðin er http://www.landmat.is/stafkirkja Samningur um byggingu nýja íþróttahússins SKRIFAÐ undir samninginn. Síðastliðinn mánudag var undirritaður samningur í Byggingavöruversluninni Húsey, um byggingu hins nýja íþróttahúss í Eyjum, milli Húsamiðjunnar og Steina og Olla hf. sem sjá mun um framkvæmd verksins, en húsið er finnsk hönnun og flutt inn þaðan. Bogi Siguroddsson, forstjóri Húsasmiðijunnar, skrifaði undir samninginn fyrir hönd Húsasmiðjunnar og sagði hann við þetta tækifæri að Húsasmiðjan og Húsey hefðu átt mjög gott samstarf undanfarin ár, en verkið er algerlega unnið í samtarfi við Húsey sem hefur verið aðili að málinu allan tímann. „Það fór fram alútboð á verkinu og tilboði Húsasmiðjunnar tekið,“ sagði Bogi. „Við erum mjög ánægðir með það samstarf sem við höfum átt við aðila í Vestmannaeyjum. Hér hafa menn unnið mjög vel að undirbúningi, tæknilegum for- sendum og kröfum sem gera á til íþróttahússins, þannig að við hlökkum til að vinna að þessu verkefni með byggingaraðilanum.“ Gert er ráð fyrir að byggingu hússins verði lokið 1. september árið 2001. Myndin hér að ofan er frá undirritun samningsins. Standandi frá vinstri, Þorsteinn Finnbogason, Garðar Björgvinssxon, Þór Valtýsson, Guðmundur Þór Sigurðsson sérverk- efnastjóri hjá Húsasmiðjunni, Kristmann Karlsson, Hörður Óskarsson, Sigurjón Pálsson og Magnús Sveinsson. Sitjandi f. v. Ársæll Sveinsson og Bogi Siguroddsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. grjótgarðanna, lagning stétta og kants á hafnargarðinn á vegum Garð- yrkjunnar h.f. undir stjóm Steinþórs Einarssonar. Bæjarstjóm Vestmannaeyja miðar við að lokafrágangur sem sem ólokið er í þessu heildarverkefni verði fyrir 30 september nk. Rafmagnsvinna hefur verið á vegum Geisla og Bæjar- veitnanna, en fjölmargir verktakar hafa komið að smíðum svo sem Þór Engilbertsson og Kristján Egilsson. Eyjablikk annaðist smíði hitunar og loftræsikerfis og Örn Öfjörð hefur munstursteypt hafnargarðinn. Marinó Sigursteinsson hefur annast pípulögn og Vélsmiðjan Þór stálvirki. Þá hafa starfsmenn Ahaldahúss og bæjarins lagt gjörva hönd á plóginn. Hafnarstjórn Vestmannaeyja og Hafnamálastofnun hafa einnig komið að málinu á margvíslegan hátt m.a. með gerð Skansbryggjunnar. „Öllum sem hafa komið að verkefninu, bæði heima og heiman, eru færðar innilegustu þakkir fyrir alúð, vandvirkni og metnað og á það við í stóru sem smáu. Dagskráin Dagskráin hófst með skrúðfylkingu frá Skansvirkinu að Þar í broddi fylkingar gengu skátar með þjóðfána Isalnds og Noregs. Á eftir fóru Litlir lærisveinar með handfána landanna. Við stafkirkjuna fór síðan fram formleg afhending kirkjunnar. Árni Johnsen sagði frá tilurð kirkjunnar og gjöfum sem henni bárust, kirkjumálaráðherra Noregs Trond Giske flutti ávarp og afhenti Davíð Oddssyni kirkjuna. Því næst flutti Davíð þakkarávarp og afhenti biskupi Islands lykil kirkjunna. Að lokum afhenti fulltrúi frá Lom í Noregi klukku kirkjunnar og flutti stutt ávarp. Kirkjuvígslan hófst með klukkuhringingu, að henni lokinni vígði biskup íslands kirkjuna og predikaði, helgigripir voru afhentir, Védís Guðmundsdóttir lék á flautu og dr. Gunnar Kristjánsson prófastur flutti bæn. Lauk síðan vígslunni með klukknahringingu. Eftir vígslu kirkjunnar var efnt til hátíðardagskrár. Lúðraveit Vestmannaeyja lék nokkur lög og stutt ávörp voru flutt. Hátíðarkór Vestmannaeyja söng og Elva Ósk Ólafsdóttir las þrjú Ijóð. Norskur leikflokkur frá Moster flutti leikþáttinn Sverðið og krossinn eftir Johannes Hcggland í undir leikstjórn Ragnhild Randal tónlist var flutt eftir Jostein Molde. Að lokum sýndi Freyr Valsson bjargsig við Dönskutó í Heimakletti. Kynnir á hátíðinni var Guðmundur Þ.B. Ólafsson. frá íbúum Lom þar sem kirkjan var smíðuð. Klukknaportið er gjöf Eim- skips. Arkitektafyrirtækið Andersen og Irgens í Bergen hefur teiknað kirkjuna, en áður hafði íslenska undir- búningsnefndin óskað eftir því í samráði við norska og íslenska sérfræðinga, þar á meðal Hjörleif Stefánsson, að fyrirmyndin að nýju stafkirkjunni í Eyjum yrði Holt- dalskirkja í Noregi, kirkja sem var byggð 1170 í stíl 10. aldar kirkna, en sú kirkja er nú varðveitt sem minjar í Þrándheimi. Vel unnið verk Islenska byggingamefndin sem starfar á vegum forsætisráðuneytisins réð Pétur Jónsson arkitekt til þess að hanna endanlega umgjörð kirkjunnar, Skanssvæðið sem hefur mikið sögu- legt og menningarlegt gildi. Verk- takafyrirtækið Stokk og Stein í Lom í Noregi hefur annast byggingu kirkjunnar, fyrri hluta undirbúnings og smíða úti í Noregi undir stjóm Sverre Sömmgard og lokafrágang undan- fama fjóra mánuði hér í Vest- mannaeyjum. Formaður byggingamefndar hefur stýrt ífamkvæmdinni með byggingar- nefnd, en þeir sem hafa haft umsjón með fr amkvæmd verkþátta em Ólafur Ólafsson og Guðmundur Þ. B. Ólafsson frá tæknideild Vstmanna- eyjabæjar. Kristján Bjamason garð- yrkjustjóri hefur með sínu liði haft veg og vanda af glæsilegum frágangi á lokastigi Fjölmargir verktakar hafa tekið þátt í verkefninu, en stærsti þátturinn hefur verið hleðsla MÖRGUM fannst nóg um að horfa á Frey Valsson síga niður Heimaklett. þátttöku á vígsluhátíð Þakkir fyrir Eftir fagran og eftirminnilegan vígslu- dag Stafkirkjunnar í Eyjum, er það efst í huga byggingamefndarinnar að þakka framlag allra sem lögðu sitt af mörkum til vígsluhátíðarinnar sl. sunnudag. Á annað hundrað manns lögðu hönd á plóginn við endurbætur á svæðinu og við frágang og byggingu kirkjunnar. Fríður hópur Hátíðarkórs Vestmannaeyja og Lúðrasveitar Vest- mannaeyja með stjómendum sínum bar uppi tónlistarflutning, auk ein- leikara. Þá komu margir að lestrum, kynningu og stjómun, en tæknimenn sáu til þess að flutningurinn barst vel um svæðið. Leiklistarhópurinn frá Moster setti sinn svip á dagskrána og bjargsigið var glæsilegur endapunktur. Þá eru biskupi, prestum og öðmm sem að helgihaldinu komu færðar þakkir en síðast en ekki síst er öllum þeim þakkað sem komu til hátíðarinnar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá allan þann fjölda sem sýndi vígslunni áhuga og kemur það líka vel fram í veglegum gjöfum sem kirkjunni hafa borist. Fyrir allt þetta þakkar stafkirkjunefndin af heilum hug og vonar að kirkjan verði notuð og nýtt til að dýrka Drottin í framtíðinni. Reynt verður að hafa hana opna til skoðunar og verður það kynnt nánar í klukknaporti hennar. Stajkirkjunefndin

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.