Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2000, Blaðsíða 4
4
Fréttir
Fimmtudagur 23. nóvember 2000
Bókvitið
'askana
9°"
Vestmannaeyingar
Tinni í Tíbet og Olíssögur
Ég vil byrja á að þakka Sigurði
Friðrikssyni fyrir þessa frábæru áskorun,
að fá að koma fram í Fréttadálkinum
„Bókvitið" en það er minn uppáhalds-
dálkur í blaðinu sem ég les alltaf. Einnig
vil ég nota tækifærið og þakka Elíasi
„feilmaskínu" og Kollu fyrir að ota nafni
mínu að Sigurði og því er það eiginlega
þeim að þakka að ég er hér á síðum
Frétta.
Ég er nú langt frá því að geta talist
bókaormur en þó gaf ég mér stund milli
stríða og greip í eina og eina bók þegar
ég var á sjónum. En eins og allir vita,
sem verið hafa á loðnu, þá gefst nú ekki
mikill tími í bókalestur þar.
Bókin á náttborðinu hjá mér þessa
dagana er nýjasta hefti Séð og Heyrt,
sem er magnað blað með krassandi lífs-
reynslusögum úr almúgalífinu og gefur
Olíssögunum víðfrægu ekkert eftir, þó
svo að sumar þeirra frétta, sem maður les
í Séð og Heyrt, hafi fæðst á kaffistofunni
í Olís.
Minn uppáhaldshöfundur var hinn
magnaði skáldsagnahöfundur Hergé sem
samdi Tinnabækurnar stórkostlegu. Ég
átti allar bækurnar um Tinna og er mér
minnisstæðust bókin Tinni í Tíbet sem er
ótrúlega spennandi og vel skrifuð bók
með frábærum myndum.
Þá hef ég geftð mér tíma til að lesa
matreiðslubækur (þó svo að ekki sjáist
það utan á mér) og á meira að segja
Hermann Long
er bókaunnandi vikunnar
Grillbók Hagkciups sem ég nota talsvert
við matseld en ég sé oftast um grill-
steikurnar. Einnig er ég áskrifandi að
Gestgjafanum sem er frábært lesefni og
það er ósjaldan sem ég þarf að veita
Sigurði Friðrikssyni ráðgjöf í matseld
sem og á öðrum sviðum.
Ég hefði viljað skora næst á Elías
Friðriksson en ég treysti því illa að hann
geti munað hvaða bók hann var að lesa
síðast. Eins og flestir vita er Elías með
gleymnari mönnum í Evrópu. T.d. veit
ég ekki um neinn annan sem hefur
gleymt bílnum sínum á bílastæði og
labbað heim. Reyndar er hættulegt fyrir
Elías að heimsækja bókasöfnin því
síðast þegar hann settist niður við lestur
á einu ónefndu bókasafni, vildi ekki
betur til en svo að hann týndi strok-
leðrinu af skrúfblýantinum sínum og
uppgötvaði sér til hrellingar að það var
fast í eyranu á honum. Varð að flytja
hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur, til
háls-, nef- og eymalæknis þar sem
strokleðrið var blásið út ú hausnum á
honum og losnaði þá eitthvað fleira
lauslegt þar inni.
Annars hef ég ákveðið að skora næst
á Jósúa Steinar Oskarsson, skalltennis-
meistara (reyndar með ferkantaðan haus)
og fætur eins og borðtennisspaða, að
sögn mótherja, og biðja hann að hella úr
sínum viskubrunni fyrir okkur og segja
frá bóklestri sínum sem spannar allt frá
Andrési önd til þeirrar merku bókar
Rafsuöa fyrir byrjendur en þar veit ég að
Jósúa hefur lært allt sem hann kann í
suðu.
I skalltennisklúbbi
Jósúa Steinars
Knattspymuvertíðinni er nú lokið og var
lokahátíð kvennaboltans haldin fyrir skömmu. í
kvennafótboltanum ber hvað hæst frábæran
árangur 2. flokks í sumar en þær urðu bikar-
meistarar og auk þess með silfurverðlaun í
íslandsmótinu. Þjálfari 2. flokks kvenna er
Eyjamaður vikunnar.
Fulltnafn? Jón ÓlafurDaníelsson.
Fæðingardagur og ár? 31. mars 1967.
Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar.
Fjölskylduhagir? I sambúð með Dóru Björk.
Við eigum tvö börn, Daníel Frey sex ára og
Tönju Rut fjögurra ára.
Menntun og starf? Verslunarpróf frá FÍV.
Starfa sem bakari í Magnúsarbakaríi ásamtþví
að þjálfa.
Laun? Fín.
Bifreið? Toyota Corolla.
Helsti galli? Full yfirlýsingaglaður.
Helsti kostur? Hreinskilinn.
Uppáhaldsmatur? Kalkúnn a la Dóra.
Versti matur? Rauðmagi.
Uppáhaldsdrykkur? Koníak og Irish coffee.
Uppáhaldstónlist? „Létf þungarokk.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Gott
koníaksspjall í góðra vina hópi ermjög skemmtilegt.
Hvað erþað leiðinlegasta sem þú gerir? Að vaska upp.
Hvað myndirðu gera efþú ynnir milljón í happdrætti?
Gefa ömmu hana.
Uppáhaldsstjórnmálamaður? Heimir Hallgrímsson. Ég
hef gefið honum viðurnefnið „síðasti kratinn. “
Uppáhaldsíþróttamaður? Ásgeir Sigurvinsson og Halli
Hannesar. Ómögulegt að gera upp á milli þeirra.
Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? ÍBV og
skalltennisklúbb Jósúa Steinars.
Uppáhaldssjónvarpsefni? íþróttir.
Uppáhaldsbók? Brennu-Njálssaga.
Hvað meturþú mest í fari annarra? Hreinskilni.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?
Óheiðarleiki.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Vestmanna-
eyjarog Höfðaborg í Suður-Afríku.
Hver er höfuðástæðan fyrir þessum góða árangri
stelpnanna í sumar? Þær sem spiluðu leikina tóku gott
undirbúningstimabil og lögðu sig vel fram.
Verðurþú áfram þjálfari 2. flokks? Nei, ég mun þjálfa 4.
og 6. flokk drengja.
Finnst þér bjart yfir kvennafótboltanum íEyjum? Með
ráðningu þeirra Stefíar og Ernu sem barna- og unglinga-
þjálfara tel ég framtíðina bjarta.
Eru verðandi landsliðs- eða atvinnumenn í þessum
hópi? Já, það held ég að sé ekki spurning. T.d. eigum við
sex stelpur úr 2. flokks liðinu í æfingahóp U-17 ára
landsliðsins.
Eitthvað að lokum? Áfram ÍBV.
25. október sl. eignuðust stúlku Thelma Gunnarsdóttir og Sveinn
Magnússon. Hún vó 14 merkur og var 53 sm og hefur fengið
nafnið Elísa Sjöfn. Þetta var fæðing nr. 41 í Vestmannaeyjum á
þessu ári. Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir. Fjölskyldan býr í
Vestmannaeyjum. A myndinni með Elísu Sjöfn er Agnes Líf stóra
systir.
Þann 2. júlí í sumar eignuðust dreng Áslaug Guðmundsdóttir og
Nökkvi Sveinsson. Hann vó 12 merkur og var 50 sm og hefur
fengið nafnið Nökkvi Már. Ljósmóðir var Valgerður L. Sigurðar-
dóttir á Landsspítalanum en fjölskyldan býr í Reykjavík.
Á myndinni með Nökkva Má er frænka hans Éanndís Sara.
Á döfinni 4*
Nóvember
23. Súpufundur Framsóktwrflokksins á Hótel Þórshamri kl. 12.30.
24. ÍBV - Grótta KR kl. 20.00. Síiasti heimaleikur karla á öldinni.
24. KK og Nlagnós firiksson á Prófastinum kl. 21.00.
25. 10 ára almælisfagnaður og aðalfundur Félags hjartasjúklinga
í Vestmannaeyjum kl. 14 í Akáges.
25.-26. Húsgagnasýning í Samkomuhósinu/Hvítasunnukirkjunni.
25. Styrktarfélagatánleikar Lóirasveitar Vestmannaeyja
í Vélasalnum við hlii Tónlistarskólans kl. 16.
25. A máti sól á Prófastinum ai loknu jólahlaðborii.
21. - 29. Fyrri hluti námskeiðs fyrir almennt ökupróf hjá Ökuskála Vestm.
30. Morgunverðarfundur Stjórnunarfélagsins í Ásgarði kl. 8.00
Desember
6. Jólafundur Aglow.
8.-10. Handverksmarkaður í Sælahúsinu við Strandveg
(áður húsnæði Fxit við gamla slippinn).
12. Jólatónleikar Samkórsins. Ljúf tónlist á aðventu.
14. Jólatónleikar Kórs Landakirkju. Finsöngvari með kórnum er
Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú).
18.- 20. Seinni hluti námskeiðs fyrir almennt ökupróf hjá Ökuskóla Vestm.