Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2000, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2000, Blaðsíða 10
10 Frcttir Fimmtudagur 23. nóvember 2000 Sigurður Pétursson skipstjóri er ein sögupersó HimnaríkishóH Bókin Seiður Grænlands er skróð af Reyni Traustasyni, ritstjórnarfuIItrúa ó DV. Hún fjallar um líf og starf sex Islendinga sem búsettireru ó Grænlandi. A slóðum víkinga í Eystribyggð ó Suður-Grænlandi búa fóstbræðurnir Helgi Jónasson, verkstjóri og ferðafrömuður í Narsaq, og Stefón Hrafn Magnússon hreindýrabóndi í Isortoq. Fjölmargir Islendingar hafa ferðast um þetta svæði og gist hjó Helga sem rekur gistiheimili þar sem óður var refabú. Stefón Hrafn fetaði slóð víkinganna og braut land í óbyggðum. Hann rekur nú hreindýrabú og nýtir hjörð fimm þúsund hreindýra. Hann segirsögu sína, alltfró því hann strauk 15 óra gamall til Grænlands. Þó lýsir hann dvöl meðal Lappa í Noregi og veru sinni ó selveiðiskipi þar sem norskur nasistaforingi var skipstjóri. Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt er eiginkona Jonathans Motzfeldt, stjórnmólamanns. Hún býr í Nuuk þar sem hennar sögusvið er að miklu leyti. Gunnar Bragi Guðmundsson býr í einnig í Nuuk. Hann er forstjóri eins stærsta sjóvarútvegsfyrirtækis Grænlands, Nuka A/S. Halldóra Grétarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, er deildarstjóri ó Dronning Ingrids Hospitale í Nuuk. Sigurður Pétursson, fyrrverandi togarskipstjóri, býr við frumstæð kjör í þorpinu Kuummiit í sveitarfélaginu Amm- assalik ó austurströnd Grænlands. Hann rær plastbóti sínum innan um borgarísjaka og veiðir grólúðu ó línu. Sigurður Pétursson, sem er þekktur sem ísmaðurinn ógurlegi, segir sögu sína frá þeim árum að skip hans bar að landi mest aflaverðmæti íslenskra togara og fram til dagsins í dag. Hann gerir upp krossferð sína gegn kvótakerfinu af einlægni. Hann hefiir lent í meiri háska innan um hafís en flestir aðrir menn. Grípurn ofan í frásögn Sigurðar. trollið fara. Ég dreif mig í gallann en þegar upp kom leist mér ekki á blikuna. Ljóslaust var á dekkinu og þegar ég leit upp í brúargluggana sá ég að þar voru hörkuslagsmál. Báts- maðurinn hafði orðið vitlaus og skip- stjórinn var eitthvað að laga hann til. Þessum handalögmálum lauk skömmu síðar en ekki kom ljós á dekkið. Eitthvað var bilað og ekki „Árið 1968 kynntist ég togara- sjómennsku fyrst þegar ég fór á Neptúnus með Jóhanni Sveinssyni skipstjóra. Þetta var lærdómsiíkur tími en útgerðarmaðurinn var Tryggvi Ofeigsson sem á þeim árum var þjóðsagnapersóna eftir farsælan feril sem skipstjóri og aílakió. Fyrst þegar ég kom um borð í dallinn í Reykja- víkurhöfn leist mér ekkert á blikuna. Þama var æði subbulegt miðað við það sem ég þekkti af bátunum fyrir vestan. Þar sem ég var að klöngrast yfir dekkið hitti ég strák sem spurði mig hvort ég hefði verið á Neptúnusi áður. Ég sagði svo ekki vera og ég væri að fara í minn fyrsta túr. „Þú veist ekki hvað þú ert að fara út í. Skip- stjórinn héma er kolvitlaus og rotar þig ef þú stígur í vitlausa löpp,“ sagði hann og alvaran skein úr hverjum andlitsdrætti. Mér leist orðið ekkert á þetta ævintýri mitt. Þetta var að kvöldlagi og dimmt þama á dekkinu þar sem væntanlegur skipsféiagi varaði mig við því er verða skyldi. Síðan fór ég upp í brú og hitti þennan skipstjóra sem hafði slíkt orð á sér. Jóhann var hár maður og grannur og sagði fátt. Ég heilsaði honum með lotningu, minnugur þess að hann gæti átt það til að rota mig. Ég var svo skráður á skipið og síðan vom landfestar leystar og haldið áleiðis suður fyrir land. Við gerðum klárt á dekkinu en fómm síðan í koju. Suður af Vestmannaeyjum varræst og okkur sagt að fara á dekk til að láta Eftir nokkru að slægjast í hólfinu enda fengum við ævintýralegan afla þar eða allt að 100 tonnum í einu hali. Aðferðin við að ná ufsanum var sú að keyra fram og til baka eftir hryggnum og maður sá þegar ufsinn fór niður á botn í ljósaskiptunum. Þá þurfti oft bara 10 mínútna tog til að fá fullt troll. Þetta hólf er ágætis dæmi um það hvað allir þessir fræðingar, sem allt þykjast vita um fisk, geta afrekað. A Islandi gengur allt út á eftirlit og þar fylgist her manna með þessum glæpamönnum sem stunda sjó. Mín skoðun er að með öllu eftirlitinu og fræðimönnunum sé oft fremur verið að búa til störf fyrir einhveija gæðinga. hægt að byija veiðamar. Því var snúið við og haldið aftur til Reykjavíkur. Bátsmaðurinn varð reyndar ekki langlífur því nokkxu seinna kastaði hann sér fyrir borð og fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Ekki lofaði upphaf togarasjómennsku minnar góðu og fyrsti túrinn á togara virtist ekki ætla SIGGIPÉ, ísmaðurinn ógurlegi, goggar inn grálúðu sem hann veiðir á línu við Grænland þar sem allir firðir eru fullir af fiski. að verða til fjár. Skipið var stöðvað á ytri höfninni og viðgerðarmenn komu um borð og björguðu málum. Síðan var haldið út aftur. Það gekk betur næst þegar ákveðið var að kasta og trollið fór í sjóinn. Það sætti nokkurri undrun að ég, viðvaningurinn, var settur á forhlerann sem þótti mikil en ótímabær upphefð. Ég þekkti auðvitað hvorki haus né sporð á því sem var að gerast á dekkinu en var þó ákveðinn í að láta ekki vaða yfir mig. Þegar verið var að taka trollið var mitt hlutverk að húkka á pokann sem síðan var hífður inn fyrir, venjulega með slink. Ég stóð vitlausum megin þegar átti að hífa í pokann og þá kallaði einhver: „Ef þú ætlar lífi að halda, helvítis ffflið þitt, þá skaltu vera réttum megin við pokann.“ Ég tók ógurlegt viðbragð og stökk aftur fyrir pokann með talíuna og húkkaði henni í þaðan. Síðan kallaði ég til baka: „Steinhaltu kjafti. Held- urðu að ég hafi aldrei verið á togara áður?“ Þetta hljómaði víst vel og togarajaxlamir tóku mig í sátt. Ég passaði bara upp á að öskra sem mest á dekkinu og vera sem vígalegastur undir öllum kringumstæðum...“ Himnaríkishólfið Sigurður var um árabil skipstjóri á aflatogaranum Má frá Olafsvík. Hér lýsir hann ævintýralegum veiðum á alfriðuðu svæði út af Breiðafirði. „Tvisvar í sömu veiðiferðinni lent- um við í að skipta um bæði stimpil og slíf á haft úti og í vitlausu veðri. Ég var að veiðum úti af Breiðaftrði og hafði stolist inn í hólf sem þar er. Austanrok var þegar við hífðum 25 tonna hal af ufsa eftir nokkrar mínútur. Vélin snarstoppaði og við skoðun kom í ljós að ekki var annað til ráða en skipta um stimpil og slíf eða láta draga okkur í land. Garðar vélstjóri tók af skarið og gengið var af krafti til þess verks að gera við. Skipið rak hratt undan veðrinu en það gekk maður undir manns hönd við það vandaverk að skipta um stimpilinn. Þetta er mjög erfitt enda þurfti að hífa til níðþungan stimpil og slíf í þeim veltingi sem var á rekinu. Eftir sólarhring á reki komst vélin í gang og ég keyrði til baka á móti veðrinu sem var þá orðið hálfu verra. Ég get trúað að það hafi verið komin 12 vindstig en ég kastaði samt aftur inni í hólfinu. Þetta friðaða svæði var sett án þess að nein rök væru til þess. Einn maður réð því og ég hef stundum sagt að það hafi verið vegna þess að hann hafi haldið að þegar hann dræpist væri hluti af himnaríkisvist hans að fá að veiða endalaust í hólfinu sem hann hafði friðað. Hvað sem því líður bar ég enga virðingu fyrir þessari friðun og veiddi gjaman þama. Hólfið fylgir hrygg sem þama er og þar má oft fá gífurlega ufsaveiði. Þegar við köstuðum í rokinu hljóp enn á snærið og aflinn var 15 tonn eftir nokkrar mínútur. Þá stoppaði vélin aftur og enn lá fyrir að það þyrfti að skipta um stimpil og slíf. Enn rak okkur í átt til Grænlands á meðan barist var um á hæl og hnakka í vélarrúminu við að rífa ónýta stimp- ilinn úr og setja nýjan. Það tók sólarhring og hálfii erfiðara að eiga við þetta en í fyrra sinnið þar sem veður- hamurinn var svo mikill. Stimpillinn er hundmð kílóa að þyngd og gamanlaust að hífa slíkt flykki til í veltingi og djöfulgangi. Enn vomm við komnir langleiðina til Grænlands þegar vélin komst í gang. Þá var barið til baka og inn í hólfið. Eitt sinn var ég að kasta í himna- ríkishólfmu í svartaþoku þegar ég sá skip í radamum og hélt að það væri annar togari en það stálust allir þama inn. Þegar ég var að undirbúa að slaka hlemnum var ég kominn fast að skip- inu og sá mér til skelfingar að þetta var varðskip. Ég öskraði á strákana að hífa þetta aftur inn í hvelli og setti á fulla ferð. Ég veit ekki hvort þeir sáu hvað ég var að gera þama en altént slapp ég með skrekkinn. Eftir nokkm að slægjast í hólfinu enda fengum við ævintýralegan afla þar eða allt að 100 tonnum í einu hali. Aðferðin við að ná ufsanum var sú að keyra ífam og til baka eftir hryggnum og maður sá þegar ufsinn fór niður á botn í ljósaskiptunum. Þá þurfti oft bara 10 mínútna tog til að fá fullt troll. Þetta hólf er ágætis dæmi um það hvað allir þessir fræðingar, sem allt þykjast vita um fisk, geta affekað. Á Islandi gengur allt út á eftirlit og þar fylgist her manna með þessum glæpamönnum sem stunda sjó. Mín skoðun er að með öllu eftirlitinu og fræðimönnunum sé oft fremur verið að búa til störf fyrir einhveija gæðinga en að verið sé að setja upp kerfi sem skili einhverju..“ Þorski hent Eftir að Sigurður hætti á togumnum reri hann á smábátum frá Olafsvík. Hér lýsir hann samskiptum við veiði- eftirlitsmann og játar undanbragða- laust að hafa hent tugum tonna af þorski í hafið þegar hann stjómaði frystitogaranum Arinbimi RE. „Meðan ég reri frá Olafsvík gerðist það eitt sinn að veiðieftirlitsmaður bað mig að eiga við sig orð. Þetta var gamall togaraskipstjóri, Steini Einars, en lenska er að þeir hópast í þessi störf þegar sjómennskunni sleppir. Ég var á leið á sjóinn klukkan 5 um morgun þegar hann kom akandi og bað mig að setjast inn í bflinn til sín. Ég gerði það og hann ók af stað. Síðan leit hann alvöruþrunginn á mig og spurði: „Veistu hvað þú ert búinn að fiska á þetta hom á árinu, Siggi?“ Ég sagðist ekki hafa hugmynd um það. „Þú ert kominn með rúm 400 tonn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.