Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2000, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 23. nóvember 2000
Fréttir
19
Nissandeildin: Afturelding 35 - IBV 33
Stórskotahríð í Mosó
ÍBV mætti Aftureldingu á föstu-
dagskvöldið á heimavelli þeirra
síðarnefndu og er óhætt að segja að
áhorfendur hafi fengið mikið fyrir
peninginn. Hvorki fleiri né færri en
68 mörk voru skoruð í leiknum sem
skiptist jafnt á milli hálfleikja.
Staðan í hálfleik var jöfn 17-17 en
heimamenn voru sterkari í þeim
síðari og sigruðu með tveimur
mörkum, 35-33.
IBV var þó mun sterkara í fyrri
hálfleik og leiddi mestan hluta hans.
Heimamenn byrjuðu leikinn þó betur
og voru yfir fyrstu fimm mínútur
leiksins en sáu svo ekki til sólar fyrr en
á síðustu mínútu hálfleiksins þegar
þeirjöfnuðu, fyrst 16-16 og svo 17-17.
Seinni hálfleikur var ekki nógu vel
leikinn af hálíú ÍB V, vömin sem var
götótt í fyrri hálfleik var þá eitt stórt
gat þar sem nánast allt fór í gegn.
IBV átti þó undir högg að sækja úr
tveimur áttum, bæði frá heima-
mönnum og svo dómaraparinu sem
virtist missa tökin á leiknum þegar á
leið. Leikmenn IBV voru einum færri
í átta mínútur samfleytt og á þeim
leikkafla náðu heimamenn sex marka
forystu, 25-19. En strákamir bitu í
skjaldarrendur og náðu að minnka
muninn niður í eitt mark, 34-33. En
síðasta mark leiksins var heimamanna
og þar með tryggðu þeir sér dýrmætan
sigur.
Guðfinnur Kristmannsson sagði í
samtali við Fréttir að varnarleikurinn
hefði ekki verið upp á marga fiska og
orðið liðinu að falli í leiknum.
Mörk ÍBV: Mindaugas Andriuska 10,
Eymar Krúger 8/4, Svavar Vignisson
7, Daði Pálsson 3, Jón Andri Finnsson
2, Guðfinnur Kristmannsson 2,
Erlingur Richardsson 1.
Varin skot: Gísli Guðmundsson 14/1.
Sund: Krónumótið
Tvö Vestmannaeyjamet féllu
Á föstudaginn síðasta, 17. nóvem-
ber, héldum við í Sundfélaginu
okkar árlega Krónumót sem er
liður í fjáröflun félagsins. Þ.e. að
hver sundmaður í eldri hópum
félagsins safnar áheitum frá ein-
staklingum eða fyrirtækjum og er
borguð 1 kr. fyrir hvern metra sem
sundfólkið syndir á 10 mínútum.
Á undan sprettinum er alvöru inn-
anfélagsmót þar sem allir fá að spreyta
sig, og þar fá yngstu sundmennimir að
taka þátt í sínu fyrsta móti. Til
samanburðar höfðum við í fyrra bara
einn D-hóp, sem eru yngstu sund-
mennimir, en núna em tveir hópar og
21 sundmaður úr D-hóp syntiáföstu-
daginn.Mótið gekk með miklum
ágætum, þar féllu Vestmannaeyjamet.
Tinna Rún Kristófersdóttir synti
200m baksund á tímanum 3:49.36 og
Berglind Brynjarsdóttir synti 400m
skriðsund á tímanum 6: 57.16, þær
em báðar 10 ára gamlar. Sumir
þátttakendur náðu lágmörkum inn á
AMI 2001 og persónuleg met féllu í
hrönnum.
Á laugardeginum var svo verðlauna
afhending, pizzupartý og farið í leiki
með bömum og foreldrum. Og þar
viljum við þakka Eðalsport kærlega
fyrir aðstoðina og sitt framlag. Um
næstu helgi em svo 13 sundmenn frá
okkur að fara á BIKAR 2000 sem
haldið er í Reykjavík að þessu sinni.
Annað sem er framundan hjá okkur
er jólasundmót sem haldið verður 15.
desember og þar munu allir okkar
sundmenn keppa. Og að sjálfsögðu
verður eitthvað skemmtilegt gert í
ffamhaldi af því.
Stjórn Sundfélags ÍBV.
VERÐ-
LAUNAHAFAR
á Krónumótinu
ásamt þjálfara
Sundfélagsins.
Tippurum fatast flugið í hópaleiknum
Loksins kom að því að mönnum
fataðist flugið í hópakeppninni,
enda mikið um óvænt úrslit. Til
marks um það hversu óvænt
úrslitin voru, má geta þess að
rúmar 5 milljónir voru í verðlaun
fyrir 13 rétta, en engin röð á Islandi
fannst með svo marga rétta.
Það er kannski til marks um hversu
óvænt úrslitin voru, að þeir Reyni-
staðarfeðgar Huginn og Helgi, sem
vanari eru að fá skammarverðlaunin,
en að fá flesta rétta náðu besta skorinu,
8 réttum og óskum við þeim innilega
til hamingju með árangurinn. Það má
því kannski segja að þetta hafi verið
dagur litlu liðanna jafnt sem litlu
mannanna.
Reyndar virðist vera að þeir hafi
lagt rrúkla vinnu í seðilinn, því að þeir
hringdu seðilinn inn aðeins örfáum
mínútum áður en leikimir byrjuðu.
Spumingin er hvort þeir hafi fengið
upplýsingar á síðustu stundu, sem
aðrir fengu ekki og verður það mál
kannað nánar. Flestír aðrir hópar vom
með frá 4 upp í 6 rétta, og er þetta
slakasti árangur sem náðst hefur í
haust. Keppnin er þó enn í jámum og
Iangt því frá búin og því engin ástæða
tila að skrópa í Týsheimilið næsta
laugardag.
A-riðilI Bahamas Boys 29, Dumb
and Dumber 29, Doddamir 28, FF 26,
Austurbæjargengið 25,
B-riðiIl Reynistaður 30, HH 9 29,
sson besti leikmaður ÍBV árið 2000
að stefna hétt
í samtali við Fréttir sagðist
Hlynur vera ánægður með
þessar viðurkenningar en hann er
ekki sáttur við gengi ÍBV síðasta
sumar. „Eg er ósáttur við fjórða
sætið í deildinni og tapið í
bikarnum. Mér fannst búa meira í
liðinu og við vera með nógu gott
lið til að klára þetta en það
vantaði meiri vilja og trú til þess
að mínu mati. Þegar tvær
umferðir voru eftir áttum við
ágætis möguleika á Islands- og
bikarmeistaratitlinum en báðir
runnu okkur úr greipum
En þetta sumar fer í
reynslubankann og ég kvíði ekki
framhaldinu. Mér líst vel á Njál
Eiðsson þjálfara sem hefur mikla
reynslu í þessari baráttu og svo
eru að koma upp efnilegir strákar
hjá okkur sem eiga vonandi eftir
að láta til sín taka og ekki mikið
seinna en í sumar.
Hlynur hefur verið ráðinn
aðstoðarþjálfari Eiðs og sér hann
um þjálfunina í Eyjum.
Hlynur segir nauðsynlegt fyrir
ÍBV að hafa metnaðinn í lagi og
stefna hátt í fótboltanum og við
eigum ekki að sætta okkur við
neitt annað toppbaráttu.
Bonnie & Clyde 28, Húskross 28 og
Jó-Jó 26.
C-riðill Pörupiltar 29, Landa-
íjandar 29, Yngvi Rauðhaus 28, R.E.
27 og Vinir Ottós 27.
D-riðill Bláa Ladan 32, Vinstri
bræðingur 31, Klaki 30, Tveir á
toppnum 28 og Óléttan 28.
STEFÁN Erlendsson yfirtippari tekur við upplýsingum frá tippara
úti í bæ.
Engin úr meistara-
liðinu í landsliðinu
fslenska kvennalandsliðið í hand-
knattleik æfir nú af kappi fyrir
leikina tvo gegn Slóvenum sem
fram fara í byijun desember en það
er liður í undankeppni Evrópu-
mótsins í handbolta. Athygli vekur
að Islandsmeistarar IBV, sem eru
einnig meistarar meistaranna eiga
engann fulltrúa í lansliðshópnum
sem spilaði tvo æfingaleiki gegn
Sviss ytra um helgina. Ástæður
þess er líklega eintia helst að finna í
hversu breytt lið ÍBV er, Ingibjörg
Jónsdóttir og Andrea Atladóttir
væru líklega með í för ef þær væru
ekki hættar. Hins vegar vekur furðu
að Vigdís Sigurðardóttir mark-
vörður IB V er ekki í hópnum.
Hlynur áfram
Á lokahófi elstu fiokka knatt-
spymumanna IBV sem fram fór á
laugardaginn steig Hlynur Stefáns-
son í pontu og tilkynnti að hann
myndi spila með liðinu eitt tímabil
enn. Ljóst er að IBV er mikill
styrkur í Hlyn, enda virðist mað-
urinn vera eins og gott vín sem fer
bara batnandi með aldrinum.
Hlynur hefur sem kunnugt er tekið
það að sér að sjá um þjálfun
leikmannahópsins sem staðsettur er
í Eyjum, í það minnsta fram að
áramótum.
Hlé hjá stelpunum
Nú hefur verið gert hlé á deildar-
keppni kvenna í handknattleik
vegna þáttöku landsliðsins í
Evrópukeppni landsliða. Hléið
varir í tvo mánuði hjá flestum
liðum, ÍB V spilar reyndar tvo frest-
aða útileiki í desember í deildinni
og einn heimaleik gegn Fram í
bikarkeppninni um miðjan des-
embermánuð en svo spilar liðið
ekki fyrr en 10. janúar gegn ÍR á
útivelli.
Svipað hlé er framundan hjá
karlaliðinu, það er reyndar hálfum
mánuði styttra og hefst um miðjan
desember en IBV spilar svo gegn
Val á heimavelli þann 4. febrúar.
Það hefur einkennt lið IBV undan-
farin ár að þau spili alltaf mun betur
eftir áramót og með tilkomu þessara
hléa má búast við að liðin verði
jafnvel ósigrandi.
Staðan orðin slæm
hjáfV
IV tók á móti Stúdentum á heima-
velli sínum sunnudaginn síðast-
liðinn. Eyjamenn, sem byrjuðu
mótið með glæsibrag hafa að
undanfömu ekki náð að sýna sitt
rétta andlit, liðið er nú komið í neðri
hluta fyrstu deildar og virðist fall-
baráttan blasa við því. Leikurinn
tapaðist með 19 stigum sem verður
að teljast afar slakur árangur.
Framundan
Föstudagur 24. nóvember
Kl. 20.00 ÍBV-Grótta/KR Nissan-
deild karla
Laugardagur 25. nóvember
Kl. 18.00 IBV-Fylkir 1 Unglinga-
flokkur
Sunnudagur 26. nóvember
Kl. 10.00 ÍBV-Fylkir 1 Unglinga-
flokkur
Kl. 13.30 ÍBV-FH 2.fl. karla
Laugard.- sunnud.
4.fl. kvenna, fjölliðamót í Fram-
húsinu.