Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2000, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 23.11.2000, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 23. nóvember 2000 Fréttir 15 Bæklingurinn um Skanssvæðið: Hönnunin kostaði 290 þúsund krónur -og prentun 85 þúsund sem er sú upphæð sem prentsmiðjur í Eyjum hefðu tekið fyrir allt verkið Kynningarbæklingur um sögu- minjasvæðið á Skansinum hefur nokkuð komið við sögu að undan- förnu. Sá bæklingur liggur frammi, nokkuð víða, og eru ekki allir á einu máli um útlit hans og ágæti. Einn þeirra er Jóhann Jónsson (listó) sem m.a. rekur fyrirtækið Grafísk hönnun og sérhæfir sig í auglýsingum, bæklingum, dreifibréfum og öðru kynningarefni. Fyrr í haust sendi hann menningarmálanefnd Vestmannaeyjabæjar svohljóðandi bréf: Menningannálanefnd Vestmannaeyjabœjar Ráðhúsinu Fyrir skömmu barst mér í hendur kynningarbældingur með yfirskriftinni SKANSINN SÖGUMINJASVÆÐI, hannaður á auglýsingastofunni Gott fólk-McCann-Erickson í Reykjavík og prentaður í Svansprent sem er prentsmiðja í Kópavogi. Ýmsar spumingar vakna við nánari rýni í þennan prentgrip. Ekki kemur skýrt fram hver gefur út, og eða hver ber ábyrgð á bæklingi þessum en samkvæmt því sem ég kemst næst mun það vera menningarmálanefnd Vestmannaeyjabæjar. Vinsamlegast gerið svo vel að senda mér svör við eftirtöldum spumingum. -Síðan leggur Jóhann fram spum- ingar um hvort leitað hafi verið tilboða í hönnun og prentun á bæklingnum og hvort slíkra tilboða hafi verið leitað í Eyjum. Ennfremur hver kostnaður hafi verið við hönnun og prentun og hver eða hveijir séu höfundar ljósmynda í bæklingnum. Þann 7. nóvember sl. barst Jóhanni eftirfarandi bréf: Grafísk hönnun Bt. Jóhann Jónsson Svör við spumingum samkvæmt bréfi dags. 9. október 2000, þar sem óskað er eftir upplýsingum varðandi hönnun og prentun á bæklingi um Skansinn - söguminjasvæði. Var leitað tilboða í hönnun og prentun bœklingsins? Svar: Nei. Samkvæmt upplýsingum frá bæjarritara hefur ekki verið leitað tilboða í bæklinga áa vegum stofnana bæjarins. Það er ekki útboðsskylda í verkefni sem ekki er stærra í sniðum. Auk þess að ekki er starfandi hönn- unarfyrirtæki í'. Vestmannaeyjum, samkvæmt upplýsingum frá opin- bemm aðilum. Leitað var á vor- mánuðum til fyrirtækisins Gott fólk - McCann-Erickson þar sem bækling- urinn átti að vera tilbúinn um mitt sumar en stór hluti í gerð bæklings sem þessa er markaðssetning, hvar skal nýta og hvemig. Fyrirtækið Gott fólk hefur í gegnum tíðina verið Byggðasafni Vestmanna- eyja mikill stuðningsaðili. Þar á meðal hönnuðu þeir og gáfu safninu logo þess árið 1998, tilbúið til notkunar á öllu er Byggðasafninu viðkemur. Hvað kostaði hönnunin á umrœddum bœklingi? Svar: 290.000 kr. Hvað kostaði prentunin? Svar: 85.000 kr. Hver eða hverjir eru höfundar Ijósmynda íbœklingnum? Svar: Sigurgeir Jónasson, ljós- myndari Morgunblaðsins í Vest- Nanna Þóra Áskelsdóttir, forstöðu- mannaeyjum, til heimilis að Smára- maður Safnahúss. götu 11,900 Vestm. Undir þetta svarbréf skrifar síðan ÞAÐ hljóp á snærið hjá Alexander Jarli Þorsteinssyni á dögunum. Hann keypti Batmanskó í Axel O og nafn hans fór um leið í pott sem dregið er úr í morgunsjónvarpi á Skjá 1. Hann fékk einn vinninginn sem er þessi forláta Batmanbfll. Nokkrir aðrir vinningar hafa komið til Eyja að sögn Magnúsar Steindórssonar hjá Axel O. eyjafrettir.is til að fylgjast með HELGA Dís og Steinunn vilja sjá ný andlit í bænum og þær eru tilbúnar til að leggja sitt af mörkum til að svo verði. Bjóða upp ó verslunar- ferðir til Eyja Undanfarin ár hefur nokkuð verið um að fólk í Eyjum hefur farið sérstakar verslunarferðir fyrir jól, bæði til útlanda og svo á höfuðborgarsvæðið. Reyndar hefur verulega dregið úr slíkum ferðum og verslunarferðir til útlanda hcyra nánast sögunni til enda ekki lengur sá munur á verðlagi á Islandi og ytra að slíkar ferðir borgi sig. Hið sama er raunar uppi á teningnum í verslun innanlands, þar er nánast enginn munur orðinn á verðlagi milli landshluta og þess raunar mörg dæmi að hagstæðara sé að versla úti á landi. Nú hafa nokkrir áhugasamir einstaklingar í Vestmannaeyjum ákveðið að snúa dæminu við og bjóða þeim sem búa á fasta- landinu að bregða sér í verslunarferð til Vestmannaeyja á aðventunni og gera sér glaðan dag í leiðinni og það á kosta- kjörum. Það eru þau Helga Dís Gísladóttir, kaupkona í Róma, Steinunn Guðmundsdóttir, veitingakona á Lundanum, Jóhann Heiðmundsson hótelstjóri á Þórshamri og Páll Pálsson hjá PH-ferðum sem standa fyrir þessu. Þær Helga Dís og Steinunn segja að hugmyndin hafi kviknað í haust þegar þær uppgötvuðu að í Vestmannaeyjum er að finna alls 40 sérverslanir og eru þá matvöruverslanir, sjoppur og hárgreiðslustofur ekki meðtaldar. „Okkur finnst upplagt að kynna þetta úrval verslana fyrir öðrum Islendingum, fyrir nú utan allt annað sem hægt er að gera í leiðinni," segja þær. Hópurinn hyggst einkum höfða til íbúa á Suðurlandi og munu Auróra Friðriksdóttir, ferðamálafulltrúi, og Þorsteinn Sverrisson, hjá Þróunarfélaginu, aðstoða þau í þessari nýstárlegu markaðsöfiun. „Við ætlum með þeirra aðstoð að kynna þessa starfsemi, bæði á Netinu og svo með faxpósti, til þess að halda kostnaði við kynninguna í lágmarki,“ segja þær Helga Dís og Steinunn. Boðið verður upp á pakkaferð til Eyja, frá föstudegi til sunnu- dags. í pakkanum er innifalið far með Herjólfi fram og til baka eða flug frá Bakka, báðar leiðir, akstur við komu til Eyja að Hótel Þórshamri, gisting í tvær nætur með morgunverði á Þórshamri, glæsilegt jólahlaðborð og danslcikur á Lundanum eða Prófastinum og svo óvissuferð með rútu. Verðið fyrir öll þessi herlegheit er 11.500 kr. og er tæplega hægt að segja að það sé mikið, miðað við allt það sem innifalið er. Raunar er verðið miðað við að ferðast sé með Herjólfi og kann að hækka ef flogið er frá Bakka. Þær Helga Dís og Steinunn segja að þetta sé hugsað sem kynning á því sem Vestmannaeyjar hafa upp á að bjóða í skammdcginu og ekki síst þeim möguleikum sem 40 sérverslanir í Eyjum bjóða upp á. „En þá reynir Iíka á að kaupmenn í Eyjum verði með opið eftir hádegi á laugardögum. Við reiknum með að þeir sem koma til Eyja vilji nota þann tíma til að Iíta í verslanir. Ef sæmilega tekst til hjá okkur í þessu þá teljum við það án vafa geta orðið góða lyftistöng fyrir byggðarlagið og þar með er tilganginum náð,“ sögðu þær Helga Dís og Steinunn að lokum. Upplýsingar vegna þcssara ferða er hægt að fá í síma 892 7652 (Palli) eða 898 6448 (Steinunn).

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.