Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 30.11.2000, Page 8

Fréttir - Eyjafréttir - 30.11.2000, Page 8
8 Fréttir Fimmtudagur 30. nóvember 2000 Maithildur Sveinsdóttir með sína aðra bók: Tarot- bókín mín Út er kontin bókin Tarotbókin mín, sem Matthildur Sveinsdóttir er höfundur að. Matthildur fer ekki troðnar slóðir í útgáfu sinni því ekkert eintak er eins, og hún vinnur bókina að öllu leyti sjálf. Hver kaupandi fær sinn eigin tarotlestur í bókinni þannig að hún stendur undir nafni sem Tarotbókin mín. „Eg er höfundur, hönnuður, útgef- andi, ég keyri bókina út á eigin prent- ara, kápan er handunnin þar sem bókin er merkt eiganda sínum og ég sé um útgáfu og dreifingu þannig að það kemur enginn annar að verkinu nema ég nema hvað Oskar prentari skar blöðin fyrir mig,“ segir Matt- hildur í samtali við Fréttir um Tarot- bókina mína sem nú er að koma út. Aðspurð um ætt og uppruna segist Matthildur vera borinn og barnfæddur Eyjamaður langt aftur í aldir og hér ólst hún upp. „Faðir minn er Sveinn Gíslason frá Hvanneyri og móðir mín er Þórdís Sigurðardóttir frá Staka- gerði. Eg vil nota þetta tækifæri til að vekja athygli á Stakagerðisnafninu sem er hið rétta nafn en ekki Stakkagerði eins og seinna varð til. Við höfum fundið Stakagerðisnafnið í bókum langt aftur í aldir og viljum við halda því á lofti,“ sagði Matt- hildurákveðin. Lestur í tarotspil er einn anginn af leit mannskepnunnar á andlega sviðinu og segist Matthildur snemma hafa farið að velta fyrir sér hlutum sem tengjast andlegum málefnum. „Þessi áhugi kviknaði hjá mér strax sem unglingi og fyrir gos var ég búin að lesa talsvert af bókum á bóka- safninu um þessi efni. Ég hef verið dulspekinemi í 15 ár. Fyrst innan reglu sem heitir Servants of the Light og svo Builders of Aditum sem þýðir, þeir sem byggja upp sitt innra musteri og er alheimsregla. Þar er mitt sérsvið tarot og kennsla í tarot. Áður en ég flutti aftur heim fyrir fimm árum kenndi ég nokkra vetur lestur á tarotspil hjá Menningar- og fræðslu- sambandi alþýðu og eftir að ég kom hingað hef ég haldið námskeið bæði á Akureyri og í Reykjavík.“ Matthildur segir að minna hafi orðið úr þessum námskeiðum en hún ætlaði sér því að það sé dýrt að halda sér uppi utan heimabyggðar. „En við Hanna Bima Jóhannsdóttir í Suður- garði erum að byrja samvinnu á þessu sviði. Hún er meira í tölum en ég og svo starfar hún hjá Örlagalínunni þar sem hægt er að hringja inn og fá spádóma. Nei, þetta er ekki dónalína heldur andleg lína þar sem þú getur komist í samband við miðla og fólk á andlega sviðinu," segir Matthildur hlæjandi. Sennilega meðfætt Þegar hún er spurð að því hvers vegna hugur hennar hafi leiðst inn á andlega sviðið segir hún að sennilega sé þetta að einhveiju leyti meðfætt og kannski sé þetta í ættinni. „Þorsteinn Jónsson læknir í Vestmannaeyjum og alþing- uDUR með bók sína, Tarotbókin mín ismaður Eyjamanna var langalangafi minn og hann var meðal frumkvöðla í spíritisma og var stofnfélagi í tilraunafélagi á þessu sviði sem stofn- að var í Reykjavík um aldamótin 1900.“ En erhún skyggn? „Ég sé. Stundum sé ég fólk og hef stundum heyrt ýmislegt sem öðrum er hulið.“ Fœrðu skilaboð að handan? „Já. Það kemur fyrir. Ég vissi t.d. nokkrum klukkutímum áður en Hekla gaus síðast að gos væri í vændum og eru vitni að því,“ segir Matthildur sem þama hefur slegið fréttastofu Ríkis- útvarpsins við þegar hún sagði í fréttum kl. 18.00 einn laugardaginn fyrr á árinu að Hekla færi að gjósa eftir 20 mínútur og það stóðst. Eru ekki margar fréttastofur sem geta státað af slfkri nákvæmni þegar móðir náttúra er annars vegar en þarna naut RÚV að sjálfsögðu jarð- vísindamanna sem voru starfi sínu vaxnir. „Sennilega var ég líka að fá skilaboð áður en gaus hér á Heimaey 1973 en þá kunni ég ekki að lesa úr þeim.“ Tarotspilin eiga sér langa sögu og Matthildur segir að margt sé hægt að lesa úr spilunum m.a. óorðna hluti. „Já, það er hægt að segja fyrir urn hvað sé í vændum og um leið er hægt að benda fólki á leiðir til að vinna úr sínum málum. Samkvæmt rannsókn- um telst það góður árangur þegar spádómar em réttir upp á 40% til 50% en dæmi em um 50% til 60% árangur og í þeim hópi var Indriði miðill. En þú átt alltaf val og hinn frjálsi vilji ræður alltaf töluvert miklu." Matthildur hefur síðustu tvö árin rýnt í tarotspil fyrir Vestmannaeyinga og hún segir að engin breyting verði á því á næsta ári. Hún á 20 ára reynslu að baki á þessu sviði og þetta er hennar önnur bók. „Það var kennslubók í tarotlestri og hún seldist nrjög vel innan lokaðs hóps og hefur verið ófáanleg í ein átta ár. Ahugi á andlegum efnum hefur farið heldur vaxandi en fólk gerir ekki mikið af því að opinbera þennan áhuga sinn." Keisarinn og fíflið Til að gefa hugmynd um það sem Matthildur býður upp á í bók sinni rýndi hún í spil þess sem viðtalið tók og hér er niðurstaðan úr þeirri rýni: Persónuspil: Keisarinn og Fíflið. Þeir sem hafa Keisarann með áhrif- um frá Fíflinu sem persónuspil lenda oft í mótsögn við sjálfa sig. Keisarinn sem er afar sterkur persónuleiki og vel yfirvegaður á meðan Fíflið vill dálítið ana áfram og er óhrætt við nýjungar. Ómar er mjög líklega góður skipu- leggjandi, en honum hættir til að treysta öðmm um of. Hann er góður heimilisfaðir, en kanski örlar á smá fljótfæmi. Á meðan Keisarinn vill sitja heima og hafa það náðugt, vill Fíflið vera á stanslausum þeytingi og veldur þetta meðal annars mótsögn hjá Ómari. Spil Ómars fyrir þetta ár (reiknað frá afmælisdegi til afmælisdags) em Töframaðurinn og Örlagahjólið. Þetta ár vilja örlögin leika við Ómar þannig að honum getur fundist hann fara í hringi. Hann verður bjart- sýnn og kemur til með að hafa mikla trú á sjálfum sér. Hann verður óvenju mælskur þetta árið og á auðvelt með að fá fólk í lið með sér. Stjómsemi verður líka sterk þetta árið og þarf hann að fara varlega með hana. Ómar fær mjög líklega viðurkenn- ingu fyrir störf sín á þessu ári og verður óvenju heppinn maður. Ó.G. Netverslunin poley.is Systurnar Hafdís og Berglind Kristjánsdóttir, sem hafa síðasta árið rekið verslunina Póley, eru að færa út kvíarnar og hafa stofnað Netverslun-Póleyjar. „Þama ætlum við að bjóða upp sömu vöru og við emm að selja í Póley, kristal, lampa, ljós, matar-, kaffi- og mokkastell svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Hafdís í viðtali við Fréttir. „Til að byrja með verðum við ckki með sama úrvaldið í netversl- uninni og við emm með í Póley. Vilji fólk fá að kanna úrvalið eitthvað betur þarf ekki annað en að slá á þráðinn til okkar. Við kaupum allt inn frá Póllandi sjálf og þetta hefur gengið mjög vel frá því við byrjuðum í maí í fyrra. Markaður okkar er ekki bara Vestmannaeyjar, við emm að selja nánast um allt land. Hingað til höfum nýtt okkur símann, sent bækling og notað Netið. Þessi aðferð hefur gengið vel og við emm komin inn í verslanir um allt land en Fjarðarkaup í Hafnar- firði er okkar stærsti viðskiptavinur." Hafdís segir að undirbúningur sé langt kominn, aðeins eigi eftir að reka endahnútinn til að poley.is komist á koppinn. En af hverju Netverslun? „Ég vil meina að þetta sé framtíðin. Fólk hættir ekki að fara út í búð til að kaupa inn en það er svo mikið um að það sitji heima við tölvuna og skoði hvað þar er í boði. Þennan möguleika ætlum við að nýta okkur. Ég geri mér ekki háleit markmið um að selja einhverja hrúgu til að byrja með en maður er kominn á Netið og svo veltir það vonandi upp á sig. Öllu verður stjórnað héðan og hér emm við með lagerinn. Við ætlum ekki að vera með kreditkort til að byrja með heldur gírókröfur. Svo er ég með í athugun að flytja vömna upp að dymm hjá hverjum og einum sem verslar við okkur. Flutningur ætti að taka einn til tvo daga og varan tryggð á leiðarenda. Vömverð er lægra hjá okkur en gerist og gengur í verslunum hér á landi miðað við gæði vömnnar. I fram- tíðinni er ætlunin að koma upp vildarklúbb eða kristalklúbb. Kostar ekkert að skrá sig og verða alls konar tilboð í gangi og þegar við fáum nýjar vömr sendum við út myndir til klúbbfélaganna," sagði Hafdís að lokum. SELJA eigin jólakort. Krakkarnir í 7. bekk Barnaskólans ganga þessa dagana í hús og selja jólakort og á ágóðinn að renna til skíðaferðalags í vetur. Jólakortin eru þeirra eigin framtak og hafa þau teiknað allar myndirnar en kortin eru prentuð í Eyjaprenti.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.