Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.08.2001, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 09.08.2001, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagurinn 9. agúst 2001 Góð löggæsla - gott veður- gott fólk Alls voru 294 færslur í dagbók lögreglu yfir þjóðhátíðarvikuna. Er það talsvert meira en venjulega enda var töluverður erill hjá lögreglunni eins og eðlilegt er þegar svo mikill mannfjöldi er saman kominn. Hins vegar fór hátíðin vel fram og eru lögreglumenn sammála um að þjóðhátíðargestir hali llestir verið til sóma. Þegar gluggað er í dagbókarfærslur lögreglunnar sést að í heild hefur þjóðhátíðin farið vel fram. Telja lögreglumenn að það megi helst þakka góðri löggæslu fyi ir og yi'ir þjóðhátíð, góðu veðri og góðu fólki sem sótti okkur Eyjamenn heim. Slagsmól í lógmarki Einungis þrjár líkamsárásir voru kærðar til lögreglu yfir þjóðhátíðina og var engin þeiri'a alvarleg. Er varla hægt að segja að það sé mikið, miðað við að um áttaþúsund manns voru á þjóðhátíð og sýnir kannski hvað best að hátíðarhaldið hefur l'arið friðsamlega fram. Að jafnaði era í hverri viku kærðar ein til tvær líkamsárásir til lögreglu þannig að þelta er lítið meira en meðaltal. 13 brotlegir í umferðinni Yfir þjóðhátíðina voru 13 ökumenn kærðir vegna brota á umferðar- lögum. Tveir vegna grans um ölvun við akstur, þrír höfðu ekki ökuskírteini meðferðis, fjórirhöfðu ekki spennt belti við akstur. tveir voru með of marga l'arþega, einn ók gegn einstefnu og einn var með farþega á léttu bifhjóli. Smóþjófnaðir Tólf þjófnaðir vora kærðir til lögreglu á þjóðhátíð. Var þar mest um að ræða smáþjófnaði úr tjöldum svo og stuld á GSM símum. Níu skemmdarverk voru kærð og í öllum tilvikum minni háttar. Þá voru fjögur slys tilkynnt lögreglu og öll minni háttar. Eitt kynferðisbrot Eitt kynferðisbrot var tilkynnt lög- reglu á þjóðhátíðinni. Hins vegar liggur ekki fyrir formleg kæra vegna þess Fólk sem kemur ár eftir ár okkar besta augýsing -segir formaður þjóðhátíðarnefndar „Besti vitnisburður sem við fáum eru krakkarnir sem eru að koma aftur og aftur á þjóðhátíð,“ segir Birgir Guðjónsson formaður þjóðhátíðarnefndar íBV-fþrótta- félags 2001. Er liann nijög ánægður með hvernig tókst til þar sem saman fór gott veður og góðir gestir. „Ég man varla eftir annarri eins mergð í brekkunni meðan dagskráin var sem sýnir að hún var góð. Fólk var mætt til að njóta lífsins og skemmta sér. Það var líka gaman að sjá heilu fjölskyldumar á gangi í Dalnum á daginn og líka hvað það sýndi barnadagskránni mikinn áhuga. Mér varð nú hugsað til þess að gaman væri að vera í sporam þessa fólks en örlög okkar í þjóðhátíðarnefndinni eru að vera í vinnu upp fyrir haus alla helgina og þá situr Ijölskyldan á hakanum.“ Birgir segir að sunnudagskvöldið verði sér alltaf minnisstætt. „Fyrir það fyrsta eru þær frábæru viðtökur sem Arni Johnsen fékk í brekkusöngnum og undirtektirnar þegar hljómsveitin lék þjóðhátíðarlagið, Lífið er yndislegt, strax á eftir. Strákamir í hljómsveitinni sögðu að það yrði seint toppað, því fólkið yfirgnæfði þá algjörlega í söngnum." Birgir segir að allt hafi gengið að óskum og í ljós hafi komið mikil reynsla Eyjamanna í að taka á móti fólki. „Ég held t.d. að þeir sem stóðu fyrir Eldborgarhátíðinni hall ekki vitað hvað þeir voru að fara út í. Þetta er miklu flóknara en margur heldur og kostar mikinn undirbúning. Það er ekki nóg að koma upp sviði og nokkram kömrum. Annars er þjóðhátíð ekki í samkeppni við einn eða neinn en það eru margir sem reyna að níða hana niður sjálfum sér til framdráttar. Myndir frá Kaldár- melum, þar sem allt er vaðandi í skít og óþverra, komu mér ekki á óvail því það eru ekki allir sem hafa á að skipa fólki sem er mætt á hverjum morgni til að hreinsa hátíðarsvæðið. Það höfum við og vil ég þakka því fólki fyrir frábært starf og það sama á við alla sem á einhvem hátt studdu okkur með einum eða öðrum hætti,“ sagði Birgir að lokum. BIRGIR: Fólk var mætt til að njóta lífsins og skemmta sér. Guðný Bogadóttir, hjúkrunarforstjóri heilsugæslu: Forráðamenn Eldborgarhátíðar reyna að breiða yfir eigin mistök -með því að halda því fram að færri kynferðisbrot hafi komið upp hér vegna fjarveru Stígamóta, segir hún Guðný Bogadóttir, hjúkrunarfor- stjóri heilsugæslunnar segir að helgin hafi gengið nokkuð vel, en þó hafi tvær stúlkur leitað til neyðar- móttökunnar vegna kynferðisbrota og eru þau mál í réttum farvegi, búið að útvega þeim tíma og ráðgjöf á neyðarmóttöku Landspítalans. Guðný segir þetta vera með rólegra móti miðað við undanfarin ár og fyrir utan þessi tvö kynferðisbrot hafi verið lítið að gera hjá þeim. Guðný segir að mjög gott samstarf hafi myndast á undanfömum áram á milli gæsluaðila, og t.d. er sálgæsla í dalnum sem sjái um að beina málum í réttan farveg. „Eins era lögregla og gæslan mjög meðvituð og ef einhver grunur leikur á kynferðisbroti þá er hiklaust haft samband við hjúkrunar- fræðing sem er á neyðarvakt og viðkomandi komið upp í neyðarmót- töku.“ Guðný segist ekki sjá ástæðu til að Stígamótakonur komi til Eyja yfir verslunarmannahelgina. „A undanförnum árum höfum við byggt þessa neyðarmóttöku upp og höfum fengið lækna, hjúkranar- fræðinga og sálfræðinga frá neyð- armóttöku Landspítalans til að halda námskeið hér og eins aðstoðuðu þau okkur við skipulagninguna, en að sjálfsögðu er stúlkunum sem verða fyrir þessu ráðlagt að leita til Stígamóta eftir á.“ Guðný segir það miður að fólk sé að halda því fram að ástæðan fyrir því að færri nauðganir komi fram hér sé sú að Stígamótakonur séu ekki til staðar. „Við erum alltaf að gera hlutina betur og betur hér og eram orðin þaulvön að standa í þessu, og mér virðist sem þeir aðilar sem sáu um Eldborgarhátíðina séu að reyna að breiða yfir eigin mistök með svona málflutningi." GUÐNÝ: -Eins eru lögregla og gæslan mjög meðvituð og ef einhver grunur leikur á kynferðisbroti þá er hiklaust haft samband við hjúkrunarfræðing sem er á neyðarvakt og viðkomandi komið upp í neyðarmóttöku. Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrjft og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað eróheimilt nema heimilda sé getið. FRETTIR

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.