Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.08.2001, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 09.08.2001, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 9. ágúst 2001 Að hrista kynslóðir saman er lykillinn að velheppnaðri útihátíð og það hefur haldið lífinu í þjóðhátíð I>að má lengi velta því fyrir sér hvers vegna þjohátíðin hefur náð að halda sínu striki í þau 127 ár scm liðin eru frá því hún var haldin fyrst. Auðvitað hefur gengi hennar verið misjafnt í gegnum árin og aðsókn verið misjöfn. Reglulega rísa upp útihátíðir sem settar eru tii hiifuðs þjóðhátíð og þær taka til sín einhvern fjölda sem annars hefði komið til Eyja. Til höfuðs þjóðhátíð Nýjasta dæmið um þetta er Eld- borgarhátíðin sem fram fór á Kaldár- melum á Snæfellsnesi. Kaldármelar hafa ekki þótt mjög markaðsvænt nafn og því hel'ur sennilega verið notast við Eldborgarnafnið sem er í nágrenni Kaldármela. Eldborgarhátíðin fékk mikið rúm í fjölmiðlun og hún var mikið auglýst. Voru flestar af frægustu hljómsveitum landsins nefndar til sögunnar, lífs og liðnar, og var greini- legt að miklu átti að tjalda. Okey ehf. var stofnað örfáum dögum fyrir hátíðina og er skráð mótshaldari. For- svarsmenn félagsins boðuðu stranga gæslu, fjölmennt lögreglulið og að Stígamót yrðu á mótssvæðinu. 011 umfjöllun fyrir hátíðina var á þeim nótum að aldrei áður hefðu verið gerðar aðrar eins ráðstafanir og á Eldborgu mættu um 8000 manns að sögn aðstandenda. Flest virðist hafa farið úrskeiðið, fleiri nauðganir komu upp en þekkst hefur áður á sam- bærilegum skemmtunum, eiturlyf flæddu yfir og í lokin leit svæðið út eins og eftir loftárás. Hjúkrunar- fræðingur af neyðarmóttöku Lands- spítalans lýsli ástandinu sem hi'yllingi sem seint yrði hægt að réttlæta. Alll gerist þetta þrátt fyrir gæslu og að fulltrúar Stígamóta og neyðar- móttökunnar væru á staðnum. Reyndar lét forráðamaður hafa það eftir sér að nærvera þeirra hefði orðið til þess að stúlkur hefðu frekíir tilkynnt nauðganir. Fyrirmyndin sótt til Eyja Eldborg er ekki eina hátíðin sem haldin var um verslunarmannahelgina og ekki sú fjölmennasta. Svipaður fjöldi og jafnvel heldur færri voru á þjóðhátíð og aðstandur Kántríhátíðar á Skagaströnd segja að þangað hafi komið allt að 12.000 manns en tölur um aðsókn eru á reiki. Þá má nefna Síldarævintýri á Siglufirði, Halló Akureyri og Neistaflug á Neskaupstað sem allar sækja að einhverju fyrir- mynd til þjóðhátíðar í Vestmanna- eyjum. Það sem þessar hátíðir eiga allar sameiginlegt er að þangað er stefnt lölki á öllum aldri og reynt að höfða til fjölskyldufólks sem leiðir þá hugann að því af hverju þjóðhátíðin hefur haldið velli og staðið af sér alla samkeppni. Erekki ástæðan sú að þar mætast kynslóðirnar og hristast saman. Þessi samfundur kynslóðanna byggist að stórum hluta á þátttöku milli 3000 og 3500 bæjarbúa á öllum aldri sem aldrei láta sig vanta í Dalinn. Með tjöldin sín hvftu arka þeir af stað ákveðnir í að koma sér á staðinn sem tjölskyldan hefur haft í jafnvel tvær eða þrjár kynslóðir. Þegar sá slagur er afstaðinn eru koffort og skápar fylltir af lunda, samlokum, flatkökum og skonsum sem standa til boða gestum og gangandi. í tjöldunum er spjallað, skrafað, sungið og trallað oftar cn ekki fram á morgunn. ÞESSAR ungu stúlkur hiðu eftir flugi á mánudaginn. Þær voru ánægðar með þjóðhátíðina og tilhúnar að koma aftur að ári. GESTIR eru mikið á aldrinum 18 til 25 og jafnvel 30 ára og þetta fólk er að korna ár eftir ár. Það býður af sér góðan þokka og er góðir gestir heim að fá. Allir saman Eftir hádegi byrjar þetta sama fólk að tínast í Dalinn og tekur krakkana með og í góðu veðri er drukkið kaffi fyrir utan tjöldin og afrek næturinnar vegin og metin og sú næsta undirbúin. Eftir kvöldmat mætir öll fjölskyldan í brekkuna til að fylgjast ineð dag- skránni og hápunkturinn er brennan á Fjósakletti á föstudagskvöldinu, llug- eldasýningin á laugardeginum og brekkusöngurinn á sunnudagskvöld- inu. Þetta þrennt, ásamt Eyjamönnum og vinalegu viðmóti þeina og hvftu tjöldin eru það sem dregur hingað 3000 til 5000 manns á hverju ári. Veðrið virðist hafa sáralítil áhrif því fólk sem hingað kemur gerir sér grein fyrir því að við búum á Islandi þar sem allra veðra er von og mætir með tilheyrandi galla. Þessi hópur er mikið á aldrinum 18 til 25 og jafnvel 30 ára og þetta fólk er að koma ár eftir ár. Það býður af sér góðan þokka og er góðir gestir heim að fá. Þó auðvitað verði alltaf einhverjir undir í baráttunni við Bakkus en þeir cru sem betur fer ekki margir. Auknar kröfur um öryggi Með árunum hafa komið fram kröfur um aukið öiyggi og aukna gæslu. Við þessu hefur þjóðhátíðarnefnd orðið. Sem dæmi um það má nefna að í ár voru 26 lögreglumenn í Vestmanna- eyjum og voru 16 til 17 á vakt þegar mestvar. Auk þess voru lOOgæslu- menn að störfúm á þjóðhátíðinni og voru 60 til 70 á vakt þegar mest var. Leit að fíkniefnum var mjög mikil og voru tveir fíkniefnalögreglumenn í Eyjum sem nutu aðstoðar lögregl- unnar í Vestmannaeyjum þannig að fjórir til fimm lögreglumenn sinntu leit í Þolákshöfn, á Bakkallugvelli, við komu Herjólfs til Eyja og á Ilug- vellinum í Vestmannaeyjum. Voru tveir fíkniefnahundar þeim til aðstoðar. Lögreglan segir að öllug gæsla hati greinilega haft fælandi áhrif því ekkert |iekkt andlit í fíkniefna- heiminum sást á þjóhátíðinni. Þrettán fíkniefnamál komu upp frá þriðjudegi til aðfaranætur mánudags, voru öll minni háttar að sögn lögreglu og í flestum tilfellum var um heimamenn að ræða. Eitt mál kom upp þar sem grunur var um kynferðislega misnotkun. Ung kona tilkynnti það til lögreglu en málsatvik eru að hennar sögn óljós. Mjög öflugt teymi fagfólks er á vakt og má segja að allt félagsmálakerfi bæjarins, sálfræðingur og félagsfræð- ingar, séu í startholunum og á sjúkrahúsinu eru hjúkrunarfræðingar sem taka á móti fómarlömbum. Það gerðist einmitt með þessa stúlku. Hún var flutt á sjúkrahúsið þar sem hún svaf yfir nótt. Málið er óljóst og er í rannsókn en það hefúr enn ekki verið kært. Er að sækja í sig veðrið „Þjóðhátíðin er að sækja í sig veðrið,“ segir Birgir Guðjónsson formaður þjóhátíðamefndar. „Það er alveg sama hvað hver segir, við erum með bestu hátíðina og fólk er að koma hér ár eftir ár. Það gerist ekki nema vegna þess að fólk er ánægt. Við emm með fjöl- breytta dagskrá, brennu. flugelda- sýningu sem ekkert slær út og svo brekkusönginn sem einn og sér dregur hingað fjölda fólks. Við emm líka með góða aðstöðu og gæslu sem er bara krafa tímans. En auðvitað kostar þetta mikla peninga en við því er ekkert að gera,“ sagði Birgir að lokum. Nú finnst e.t.v. einhverjum of langt gengið í lofvellu um þjóðhátíð og að litið sé fram hjá áfenginu sem vissulega setur svip á hátíðina og drykkju unglinga. Það er þetta til staðar en það er nú einu sinni þannig að komi þrír eða fleiri Islendingar saman um helgi er yfirleitt stutt í brennivín í einhveiri mynd. Það má því segja um þjóðhátíð að hún sé góð skemmtun þar sem sumir drekka meira en aðrir og sumir verða undir í baráttunni við Bakkus. Einhverjir dagar fara í að jafna sig eftir atganginn en um leið og fullri heilsu er náð byrja þeir hörðustu að telja niður fyrir þjóðhátíðina að ári. Aðrir láta sér nægja að tala um fyrir og eftir þjóðhátíð en á meðan svo er mun þjóðhátíð Vestmannaeyja lifa góðu lífi. Ástæðan er einföld, Vest- mannaeyingum þykir vænt um þessa einstæðu hátíð sína og hafa metnað til að gera hana sem veglegasta. Á meðan svo er þarf öflugra fyrirbrigði en Eldborg til að skáka þjóðhátíð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.